Dagur - 10.09.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1936, Blaðsíða 2
154 DAGUR 37. tbl. Gjaldeyrismál landsins og afslaða íhaldsins til þeirra. Á síðastliðnu vori var ástandið við sjóinn mjög alvarlegt. Ofan á söluörðugleikana í markaðslönd- unum bættist í ár alveg óvenju- legur aflabrestur á vetrarvertíð- inni. Aflarýrnunin á þessum tíma frá því í fyrra nam mörgum mill- jónum króna í erlendum gjald- eyri. Vegna þessara ótíðinda taldi landsstjórnin og meiri hluti þings óhjákvæmilegt að gera sérstakar ráðstafanir. Var því skömmu fyrir þinglok samþykkt fyrir beiðni Landsbankans að heimila ríkis- stjórninni að ábyrgjast fyrir bankann 2 millj. 300 þús. kr. er- lent lán, til þess að afla sér er- lends gjaldeyris í nauðsynlegar yfirfærslur, þangað til sumarafl- inn kæmi á markaðinn sem gjald- eyrisvara. Virtist það saméiginlegt álit í þinginu, að jafnstórkostlegt gjaldeyristap og að framan grein- ir gæti ekki orðið vegið upp að fullu með niðurskurði innflutn- ings einum saman. Hinn mikli aflabrestur, sem áður er getið, gat vitanlega orðið til þess að skapa áður ófyrirsjáanlegt ástand í gjaldeyrismálum landsins. Gat slíkt óviðráðanlegt hrun af nátt- úrunnar hálfu orðið til þess að tefja mjög fyrir að því takmarki yrði náð, sem stjórn og þingmeiri- hluti keppa að, en það er að koma á fullum jöfnuði milli greiðslna frá landinu og til þess. Var þá nokk- urn veginn víst, að andstæðing- arnir myndu ekki svífast þess að nota slíkt ástand til árása á ríkis- stjórnina á sínum tíma, enda kom það brátt í ljós, að sumum þeirra, sem fremstir stóðu í fylkingu and- stæðinganna, var ósárt um, þó að Andstæðingar núverandi stjórn- ar hafa mjög hjalað um fjáreyðslu hennar, einkum bitlingaaustur o. fl. Þegar þeim hefir verið boðið að færa þessum ámælum sínum stað, hefir þeim vafizt tunga um tönn og nálega engu getað svarað. Sýnir það, að þetta orðaskvaldur þeirra er ekki annað en munn- fleipur, sem enginn getur tekið mark á. Einkum kom þetta ber- lega fram á síðasta þingi. Stjórn- arandstæðingar komu þá ekki fram með neinar tillögur til sparn- aðar, þrátt fyrir allt þeirra sparn- aðalhjal fyrr og síðar. Sýnir þetta glöggt veilurnar í fjármálapólitík þeirra og hvílík markleysa full- yrðingar þeirra eru um að stjórn- in eyði stórfé í óþarfa. Hefði þetta verið sannfæring þeirra og þeir verið menn til að standa við orð ástandið yrði hið allra versta í þessum efnum. Möttu þeir meira ímyndaða flokkshagsmuni sína en almenna velferð þjóðarinnar. í sambandi við hið alvarlega út- lit, er var með gjaldeyrisverzlun landsins á síðustu vordögum, valt mest á því, hvernig tækist með síldveiðarnar í sumar og sölu á þeirri framleiðslu.Úr þessuhefirnú rætzt framar öllum vonum. Síld- veiðin hefir verið mikil og sala síldar og síldarafurða gengið greiðlega. Talið er, að útflutnings- verðmæti þei^rar síldar, sem búið var að veiða um síðustu mánaða- mót, hafi numið um 13 milljónum króna, og von um að allmikið kunni að bætast við enn vegna reknetaveiða. Auk þess var karfa- veiði á árinu orðin á sama tíma nær 19 þús. smálestir, og er út- flutningsverðmæti þess afla nokk- uð yfir milljón króna. í fyrra var útflutningsverðmæti síldarafurða samtals 8.5 millj. kr. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun á verðmæt- um síldarafurðanna er vafasamt að heildar-útflutningur þessa árs verði hærri en í fyrra, sakir erf- iðleikanna, sem eru á saltfiskssöl- unni. Hvernig er nú afstaða íhaldsins til þessara mála? Það er landfrægt orðið, að for- maður íhaldsflokksins, sem skreytir sig „sjálfstæðis“-nafni, lagði sig fram um það í vor að fá komið á verkfalli á síldveiðaskipa- flotanum og læsa hann inni á höfnum í sumar. Eins og forspil að þessu ófyrirleitna flani for- manns flokksins, má nefna kjöt- neyzluverkfalls-tilraun íhaldsins sín, áttu þeir að sjálfsögðu að flytja tillögur til sparnaðar á út- gjöldum ríkissjóðs, svo að um hefði munað, og fylgja þeim fast eftir. Það gerðu þeir ekki og átu þar með í raun og veru ofan í sig öll stóryrðin um óhæfilega eyðslu stjórnarinnar og þingmeirihlutans, sem ber ábyrgð á fjármálunum. Af ýmsu má og marka, að stjórnarandstæðingum hafi komið fjárhagsniðurstaða ríkissjóðs og batnandi viðskiptajöfnuður við út- lönd á sl. ári nokkuð á óvart, því sú niðurstaða fór allfjarri því, er formaður „Sjálfstæðisflokksins“, Ólafur Thors, hafði spáð, að hún yrði, þegar hann viðhafði þau orð, að núverandi fjármálaráðherra væri kominn með fjármál ríkisins í „fordyri helvítis“. Sá spádómur var í samræmi við vilja hans og og' mjólkurverkfallið, sem hvort- tveggja miðaði að því að skaða landbúnaðinn, að ógleymdu tog- aranjósnamálinu, sem þróaðist innan flokks íhaldsins og stefndi til eyðileggingar sjávarútveginum. Kórónan á. allt þetta er svo fyrr- nefnt tiltæki Ól. Thors í vor, þar sem hann leggur drög að því, að milljónirnar, sem fást fyrir síld- ina, væru látnar ónotaðar, að allt það verðmæti væri látið kyrrt liggja í sjónum. Það má segja útgerðarmönnum — flokksmönnum Ól. Th. — til hróss, að þeir hristu af sér þessa hlekki formanns íhaldsflokksins, þessi gæfralegu „handjárn", sem ekki eiga sinn líka í atvinnusögu landsins. En þar sem Ó. Th. telst enn formaður flokksins þrátt fyr- ii þetta, geta íhaldsmenn í heild sinni ekki við það sloppið að bera ábyrgð á athæfi hans og verða því að teljast honum meðsekir í afstöðu hans til þessara mála, en sú afstaða er á þá leið, að ef hann hefði mátt ráða, þá væri gjaldeyr- ir þjóðarinnar á þessu ári 14—20 millj. kr. minni en ella, og má í þeim útreikningi telja verðmæti karfans með, því kunnugt er, að blöð íhaldsins gerðu hið mesta hróp að þeirri framleiðsluaukn- ingu „rauðu flokkanna". Allt framferði íha\dsins stefnir þess vegna að því að leggja aðalat- vinnuvegi landsmanna í rústir til hefnda fyrir það, að þeir fá ekki sjálfir að fara með völdin. Slík hefndarpólitík, rekin undir for- ystu Ólafs Thors, er bersýnilega svo auðvirðileg, að hún hlýtur að vera dauðadæmd af sterkum meirihluta þjóðarinnar. Hinir greindari og gætnari menn í flokki Ól. Th. munu yfirgefa hann, enda sjást þess merki að þeir eru hættir að fylgja honum og treysta á hann. sumra annarra foringja „Sjálf- stæðisins", því þeir vilja vinna það til, að sjá fjármál landsins og atvinnulíf þjóðarinnar í rústum, ef það gæti orðið til þess, að valdadraumar þeirra kynnu að rætast. Kom þetta meðal annars í ljós í sumar, þegar ómerkilegt danskt blað flutti fregnir um fjár- hagsástæður íslands á þann hátt, að mjög gat orðið traustsspillandi fyrir landið, og aðalmálgagn í- haldsins gleypti við þessari fregn eins og hnossgæti. í hinu sama danska blaði var jafnframt fleiprað um það, að ver- ið væri að útvega lán í Svíþjóð eða Danmörku, til þess að bjarga íslandi út úr fjárhagsöngþveitinu. Allt var þetta rakalaus lygi, en Mbl. hirti hana engu að síður sem dýrindis fjársjóð og deildi fast á ríkisstjórnina fyrir þessa ímynd- uðu lántöku og taldi hana ganga landráðum næst. En botninn í þeirri sögu er ærið kátbroslegur, því fyrir fáum dögum heldur Mbl. því fast að ríkisstjórninni að leit- ast fyrir um lántöku í Svíþjóð. Það, sem fyrir tveimur mánuðum stappaði nærri landráðum í aug- um Mbl.-manna, er nú talið af sömu mönnum hið mesta heilla- ráð! Allt er þetta að vísu skiljanlegt, þegar litið er til hins andlega á- stands í herbúðum stjórnarand- stæðinga. í sumar héldu þeir, að stjórnin hefði undirbúið lántöku í Svíþjóð, og þá var sjálfsagt að svívirða hana fyrir þá ráðstöfun. Nú hafa stjórnarandstæðingar komizt að raun um, að þessi lán- taka hafi aldrei staðið til, og þá er sjálfsagt að skamma stjórnina íyrir það að láta það ógert. Slíka menn, sem svona haga sér, getur þjóðin ekki tekið alvar- lega.__________________ Ólafui' Thors heldur ráðaleysisfund. Fyrir nokkrum dögum var Ól. Thors hér á ferð og hafði Pétur Ottesen í eftirdragi. Datt þeim í hug að boða til fundar innan flokks síns hér á Akureyri. Voru smalar sendir út til þess að ýta á „sjálfstæðismenn“ til fundar- sóknar, en svör flestra voru hin sömu: „Ég hlusta ekki á Ólaf Thors.“ Þó komst einhver fundar- nefna á og er mælt að mætt hafi eitthvað yfir 20 hræður, flest kerl- ingar. Létu þeir Ólafur og Pétur ljós sitt skína yfir þessum söfnuði, og hefir samkoma þessi verið nefnd „ráðaleysisfundur”. Vantar þó ekki að Ól. Th. sé „ráðslyng- ur“, að því er hann sjálfur segir. Til haustsins höfum við nú fengið ágæt IViðursuðuglöi og niðnriuðudósir af ýmsum stærðum. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. ■iiiiUUiiiftftliiiliiiiiB Sparnaðarraus stjórn- arandstæðinga o. fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.