Dagur - 10.09.1936, Page 3

Dagur - 10.09.1936, Page 3
37. tbl. DAGUR 155 Jarðarför Stefáns Jónssonar á Litlahóli, sem andaðist þann 6. þ. m., er ákveðin að Grund fímmtudaginn 17. sept n. k, og hefst með húskveðju að Litlahóli kl. 12 á hádegi. Húlmgeir borsteinsson. Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarð- arför Hólmfríðar Jónsdóttur Að- alstræti 66 Akureyri. Aðstanúendur. Fyrir nokkrum árum fluttist hingað til Akureyrar tónskáldið Björgvin Guðmundsson. Hann hafði þá um hríð dvalizt vestan hafs, en var orðinn nafnkunnur í heimalandinu fyrir tónsmíðar sín- ar. Strax eftir heimkomu sína tók Björgvin að safna sér liði til und- irbúnings þess starfs, er hann hugðist að hefja hér á Akureyri, en það var að koma upp blönduð- um kór og æfa hann með það mark fyrir augum, að hann síðar yrði fær um að flytja þá tegund söngs, er var áður óþekkt, eða því sem nær, í þessum bæ. Þrátt fyrir ýmiskonar örðug- leika tókst Björgvin Guðmunds- syni að framkvæma þessa hugsjón og fyrsta viðfangsefni flokks hans var flutningur tónverks þess, er Björgvin hafði samið við Alþing- ishátíðarljóð Davíðs skálds Stef- ánssonar. Með flutningi þeirrar söngdrápu hefst nýtt tímabil í sönglistarsögu Akureyrar. Þetta er máske ekki fyllilega viðurkennt enn sem kom- ið er, en þó satt engu að síður. Það er kynfylgja okkar íslendinga að vera oft furðu blindir fyrir því sem er að gerast rétt undir nefinu á okkur, — eða nákvæmara sagt, á okkar eigin heimili, ef það er einhver heimamannanna, sem ger- ir tilraun til aö fara sínar eigin leiðir, þó við hinsvegar ætlum hreint að rifna utan af lofinu *og gullhamraslættinum um aðskota- dýrin, sem hér ber að garði okkar. Hitt ætti öllu fremur að vaka fyr- ir þeim, sem blöðin ..og dómana rita, að á þeirra eigin heimili fái að þroskast list og listasmekkur, sem vænta mætti að með tíð og tíma gerði greinarmun góðs og ills. Nú fer að líða að því, að Kant- ötukór Akureyrar taki til starfa á ný, eftir sumarhvíldina, og með fastráðið markmið framundan, sem að verður keppt, eftir því sem mögulegt verður. Erfiðleikarnir, sem jafn fjöl- mennur flokkur og Kantötukór Akureyrar á við að keppa, eru margir, en einna tilfinnanlegastur er sá erfiðleiki, að fylla í þau skörð, sem eðlilega hljóta að verða í kórinn á ári hverju, vegna þess að ýmsir meðlimir verða sökum atvinnu sinnar og annarrar að- stöðu að draga sig í hlé frá starf- inu, og þar sem söngflokkur Bj. Guðmundssonar hefir verið gerð- ur að umtalsefni í grein þessari, vil ég grípa tækifærið og beina þeirri ósk til þeirra karla og kvenna sem þetta lesa, og hafa söngrödd, og yndi af að æfa hana, að þeir og þær vildi leggja lið sitt fram við Kantötukór Akureyrar, eftir því sem þeir geta; með því vinna þeir þrennt í einu: Auðga sjálfa sig að leikni og þekkingu á því sem að söng lýtur, styðja góð- an félagsskap, þar sem unnið verð- ur að fast ákveðnu marki, og þeir auka gróður listræns lífs og fé- lagsskapar innan síns eigin bæjar- félags. Bæjarbúi. Það er ískyggilegt, að markaður fyrir saltfisk okkar gengur stöð- ugt saman og ekki örgrannt um, að hann kunni að lokast með öllu, eins og nú er ástatt í markaðs- löndunum. Þegar svo er ástatt er mikils um vert að finna upp nýj- ar verkunaraðferðir á sjávarafurð- um og vinna þeim markaði þar sem bezt hentar. Um þetta var lít- ið eða ekkert hugsað fyrr en nú á allra síðustu árum og er ýms ný- breytni í þessum málum að kom- ast á góðan rekspöl. Einn þátturinn í þessari ný- breytni er reyking sjávarafurða, einkum síldar. Hér í blaðinu hefir áður verið getið um brautryðj- endastarf Kaupfélags Eyfirðinga í þessu efni, en það er aðeins í byrj- un, en ætlazt til að sú byrjun verði vísir til annars meira eftir því sem stundir líða. Hér skal til viðbótar getið eins framfaraskrefs, sem stigið hefir verið við Faxaflóa í svipaða átt. Ungur áhugamaður, Stefán Frank- lín að nafni, fór til Bretlands í september 1935 og kynnti sér rækilega allt það, sem mestu máli skiptir í fiskreykingaiðnaði Breta. Síðan reisti hann eða lét endur- bæta reykhús, er hann átti í Sand- gerði og hefir gert tilraunir í því, sem hæfðu fyrir brezkan markað. Þessar tilraunir hafa borið mjög góðan árangur og sjávarafurðir þær, sem hann hefir hagnýtt á þenna hátt, líkað ágætlega á er- lendum markaði. Hefir Stefán Franklín ekki aðeins reykt Faxa- flóasíld í reykhúsi sínu, heldur og fleiri sjávarafurðir, svo sem ýsu; sendi hann prufur af henni til Bretlands og líkuðu þær afbragðs vel. Fiskimálanefnd er að senda út um heim reyktar prufur frá reyk- húsinu í Sandgerði og er vænzt góðs af þeim sendingum. Stefán Franklín hefir trú á því, að hér séu stórkostlegir möguleik- ar á ferðinni, sem okkur beri að hagnýta okkur af fullum áhuga. Munu allir áhugamenn um at- vinnumál okkar óska að svo megi reynast Verkleg Verkleg menning birtist fyrst og fremst f kunnáttulegri meðferð og góðri hirðu þeirra hluta — lifandi og dauðra — sem vér höfum undir höndum. (Frhi). Með broti af þessum mikla arðlitla — oft arðlausa — til- kostnaði hefði mátt fullrsktð tals- vert brot af sama landi, vel og rækilega undirbúnu. En eins og eðlilegt er spretta svona lagaðar »framfarir« upp úr óræktuðu hrjósturlendi hugans og flóa- tetrinu verklegrar vanþekkingar. >Trantorinn* eða »Traktorinn« — eins og kallarnir nefna drátt- arvélina — er oft og tíðum háska- leg svikamylla, sem bændur og búnaðarfélög »spila hasard« í — og er það hreinasta synd hvernig þessar þörfu og góðu vélar eru misnotaðar af helberu skilnings- leysi og skorti verklegrar menn- ingar, jafnvel á því sviði, sem ísl. bændur og búfræðingar ættu að hafa talsverða glóru. Jafn kák-kennd og hálf-unnin, sem vélavinnan tíðum er á ný- rækt, þannig er hún einnig á gömlum túnum. »Trantornum« er hleypt á þrælþýfð, glerhörð tún og látinn rista tiltölulega þunnan streng ofan af þúfnakoll- unum. Svo kemur diskaherfið og sker nokkrar skorur í hæstu þúf- urnar, og að lokum »Hankmó« eða önnur herfi, sem klóra dálítið yfir allan hálfverknaðinn. En þúfna-skrokkarnir þúsund ára gamlir og þrautmagnaðir af arf- gengri órækt liggja öhreyfðir undir þunnu moldarlagi og skjóta upp kryppunni eins og illhveli úr hafdjúpi, áður en varir, þre- falt magnaðri en áður. Og íslenzku túnin halda sínum þrælþýfða þúsund ára þrjóskusvip eftir sem áður þrátt fyrir framfarirnar og »Trantorinn« og >járnöldina nýju«. — — — Vér Islendingar erum þjóð í millibilsástandi. Hið gamla er horfið og hverfandi, og sjá látt er orðið nýtt! »Járnöldin nýja« kom á undan þeirri menningu, sem var skilyrðið til að njótahennar og nýta. Og það er dýr skóli að læra á eintómum mistökum og axarsköftum, sem auðvelt hefði átt að vera að sneiða hjá. — HÁLFMENNING. Óvandvirkni, kák og handahófs- vinna er einkenni hálfmenningar- innar. Þetta er allra versti og háskalegasti þrándur í götu allra vorra verklegu framkvæmda. T. d. viljaskorturinn til vöruvöndun- ar, sem stafar af skilningsleysi á nauðsyn verklegrar menningar á öllum sviðum. Gildir einu hvar gripið er niður: Ullarverkun, síld- arsöltun, tunnugerð á Akureyri. Allstaðar blasir við hroðvirknin og kæringarleysið. Það eitt er ekki nægilegt að heimta innflutningshöft, vernd innlendrar framleiðslu etc. Vér eigum sjálfir að skapa oss órjúf- menning. andi vernd með samkeppnisfærri vöruvöndun og verðlagi! Kák og kæringarleysi á eigi að lögvernda. Því þótt þessháttar „atvinnubóta- varningur“ kunni að þykja nógu boðlegur innanlands, þá kemur það oss sjálfum í koll, er um út- flutning er að ræða. Útlendingar kaupa ekki „kákið“, þó það sé ís- lenzkt! Og afkoma vor íslendinga er að svo miklu leyti undir út- flutningi komin, að hér tjáir eigi að skella við skollaeyrunum. Hvenær verðum vér almennt svo þroskaðir, að oss skiljist til fulls sá dýrmæti sannleikur, að með öflugri og fullþroskaðri verk- legri menningu landsmanna og öllum þeim fjölbreyttu lífsskilyrð- um til lands og sjávar, sem for- sjónin hefir lagt svo ríkulega upp í hendur vorar, myndu óefað fáar þjóðir geta staðið oss á sporði í framleiðslu samkeppnisfærra af- urða vorra! DUGNAÐUR OG DIRFSKA íslenzkra sjómanna er þegar orð- in heimskunn á fáum áratugum. Þar virðist ekkert skorta á — nema fulla forsjá, öðru hvoru. Af- köstin eru tíðum geysimikil, af- raksturinn ekki að sama skapi. Vöruvöndun saltfiskjarins virðist hafa staðið í stað árum saman, — en það er sama sem hnignun. Og síldin er einnig oft vonarvarning- ur. Hvorttveggja sökum skilnings- skorts og vilja til nægilegrar vöruvöndunar. Væri það eigi há- borin háðung ef nágrannaþjóðir vorar, sem keppa við oss hér við land, vönduðu svo vel vöru sína undir að ýmsu leyti erfiðari skil- yrðum, — framleiddu betri vöru og seljanlegri heldur en lands- menn sjálfir og sætu þannig fyrir oss á erlendum markaði með sölu á „íslands-afurðum!“ —- Verður þó eigi betur séð, en að margt bendi í þessa áttina! HLUTVERK STIÓRNARINNAR. Þing og stjórn (almennt!) virð- ist að jafnaði engu síður glám- skyggn í þessum málurn en allur almenningur. — Það eru tíðast einstakir athafnamenn, er sýna mestan framtaksdugnað og forsjá á ýmsum sviðum og gerast braut- ryðjendur og þjóðþrifamenn — tíðum í fullri vanþökk og trássi fjöldans og forkólfa hans. Kápuefni, Kápufóður, Kápuskinn, Astrakan, Lukaléreff, Borðdúkadregill, Vaxdúkur, hvítur. Brauns Verslun. Páll Sigurgelrsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.