Dagur - 28.01.1937, Síða 4

Dagur - 28.01.1937, Síða 4
16 DAGUR 4. tbl. TILKYNNING. f*ar sem margir skattgreiðendur í Akureyrarkaupstað hafa enn ekki gefið skattanefnd lögboðna skýrslu um eignir sínar og tekjur siðastliðið ár, vekur nefndin sérstaka athygli á því, að framtals- frestur er útrunninn þann 31. þ. m. Þó mun skattanefnd taka að fullu til greina þær skýrslur, sem berast fyrir 7. febrúar n. k., en þeim, sem þá ekki hafa talið fram, verður áætlaður skattur. Akureyri, 28. jan. 1937. Skattanefnd Akureyrar. Atvinnuleysisskráning. Hin lögboðna atvinnuleysisskráning fyrir Akureyrarkaupstað — hin fyrsta á þessu ári — fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofu bæjarins, í Lundargötu 5, dagana 2., 3, og 4. Febrúar n. k. kl. 1—7 e. h. Allir atvinnulausir menn og konur í bænum eiga að mæta til skrán- ingar, og gefa skyrslu um tekjur sínar sl. ársfjórðung. Bæjarstjóirinn á Akureyri 25. Jan. 1937. Steinn Steinsen. Skjaldsveinar Bakkusar. (Niðurlag.) Hefir nokkur íhugað, hversu geigvænlegt það tjón er, sem drykkjuskapurinn bakar oft heim- ilislífi þjóðarinnar? Við skulum horfa á einn þáttinn af þessum sorglega leik, sem gerist innan vé- banda heimilisins, þar sem aðal- persónan, heimilisfaðirinn, er drykkjumaður. Er hann hefir lok- ið vinnu að kvöldi, eítir að hafa borið hita og þunga dagsins, ber hugurinn og fæturnir hann að gömlum vana ósjálfrátt til veit- ingahússins eða knæpunnar, með fé það, sem honum er goldið fyrir vinnu sína. Þar finnst honum staðurinn álitlegastur til að ávaxta það. Vinnulaunin eru frá náttúr- unnar hendi ætluð manninum til kaupa á lífsnauðsynjum handa sér og fjölskyldu sinni, en hann kaup- ir fyrir þá áfengi, og á þann hátt lamar líkama sinn og vinnuþrek og er að fyrirbyggja að hann geti séð fjölskyldu sinni farborða. Svo þegar hann kemur heim, bætir hann gráu ofan á svart með fram- komu sinni. Hann lúber bæði kon- una og börnin, sem oft hafa beðið soltin og klæðlítil heima, hendir til ýmsum húsmunum, tvinnar 'blótsyrðin, froðufellir af bræði og leikur þann leik, sem vitskertum manní helzt hæfði. Hver verða svo leikslokin? Fjölskyldan leysist upp og framfærslusveit hvers að- ila verður að taka við honum. Þetta eru vextirnir af peningum þeim, sem maðurinn lagði inn hjá eiganda veitingahússins. Leiksvið- ið, sem þessi þáttur gerist á, er allt málað með hinum svarta 15t sorgarinnar. Það virðist í fljótu bragði sem örlögin hafi spunnið mönnum þessum of veikan þráð, en svo er ekki. Þeir hafa með súiu persónulega ósjálfstæði gert líf sitt og annarra að bláþræði. Nú er hafinn harðvítugur hild- arleikur með þjóð vorri. Það er ó- sættanleg orrusta móti Baklcusi, sem krefst úrslita. í henni tekur þátt ein hin hraustasta og djarf- asta hersveit þjóðarinnar, sem hún hefir á að skipa í þessum efnum, hin unga og uppvaxandi kynslóð. Sú hersveit hefir á þroskaskeiði sínu búið sig undir að veita við- nám, er hinar illu og skaðlegu nautnfr ætla að gera atlögur að henni. Hún hefir einnig tamið sér að vera reiðubúin að grípa til vopna, er herlúðrar skyldunnar kalla hana til þess. Við skulum hlaupa yfir 10—20 þrep í stiga tímans og sjá hvað Gauta er bestur. 2 — 3 HK. vélar aðeins 340 krónur. Vélar og varastykki frá verksmiðj- unni hér á staðnum. Gunnar Guðlaug'sson. Síml 257. Jörilin Hraunshöfði í Öxnadalshreppi er laus til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Skjaldastööum 21. jan. 1937. Jón Jóns§on. Auglýsing. Síðastliðið haust, voru mér dregnar þrjár kindur með mínu marki, sem er: Gagn- bitað hægra, biti framan vinstra. Pað er svartkollótt ær með svartkollótia gimbur og goltóttur lambhrútur. Þessar kindur á ég ekki. Eig- andi snúi sér til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Skógum i Öxarfirði 8. jan. 1937. Sigurður Gunnarsson 3 — 4 hesta, í góðu lagi, selst fyrir 150 kr. eða í skiftum fyrir minni vél. — Árni Jóhannsson Kea vísar á. Odýr trjáviðnr: Plánkar, tré, stoðir og fleira hentugt í hlöður og penings- hús (skipaviður). Ennfremur krossviður, Galv. slétt járn, ýmsar þykktir, selst nú þegar. Gunnar GuÖlaugsson. Síml 257. blasir þá við. Bakkus stendur af- vopnaður frammi fyrir þjóðinní með skorpna skó á fótum sér og má sig hvergi úr stað hræra. Til þess að þetta, sem nú er aðeins draumsýn, geti orðið veruleiki, verður þráður samtakanna að binda hendi við hönd. Hermann A. Kristjánsson, Hvassafelli, PPOf h inniheldur hreina 1 JuilIiH sápu og súrefni. Vér ábyrgjumst, að klór eða skaðleg klórsambönd eru ekki notuð í PERLV-þvottaduft. \ prpi h þvær vel og fer vel 1 með þvott og hendur vegna þess, að aðalefnið er bezta tegund af þvottasápu, sem verk- smiðjan sjálf framleiðir úr fyrsta flokks olíum. — Ársfimdnr Mjólkursamlags K. E. A verður haldinn í samkomuhúsinu »SkjaIdborg« á Ak- ureyri, föstudagins 5. febrúar n.k. og hefst kl. 1 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt reglugerð Mjólkursamlagsins. Akureyri 27. janúar 1937. FÉLAGSSTJÓRNIN. Djóðjörðin Vaglir á Pelamörk er laus til ábúðar í næstu fardögum. — Umsóknir sendist til hreppstjóra Glæsibæjarhrepps fyrir febrúarlok. Benedikt Guðjónsson. Ritstjóri; Ingimar Bydai, Prentsmiðja Odds BjÖrnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.