Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 3
14. tbl. DAGUR 55 Jarðarför mannsins míns Laurids Emanuels Funch-Rasmussen vélstjóra, sem andaðist 3. þ.m., fer fram frá heimili mínu Oránu- félagsgötu 21, laugardaginn 10. þ. m. kl. 1 e. h. Guðrún Funch-Rasmussen. Rykfrakkar fyrir karlmenn teknir upp í dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. iðnað voru til umræðu innan ein- stakra samvinnufélaga löngu áður en nokkurs verulegs atvinnuleysis gætti með þjóðinni. Á þessu sviði, eins og á mörgum öðrum, reynd- ust samvinnumenn skyggnir og giftudrjúgir, svo ýms iðnaðarfyr- irtæki stóðu fullbúin, áður en at- vinnuleysið tók að sverfa sem fastast að þjóðinni. Hefði sú plága lagzt miklu þyngra á landsmenn, et dugur og framsýni samvinnu- manna hefði ekki haldizt í hendur um að stofna hin nýju atvinnufyr- irtæki, og að koma rekstri þeirra í gott horf. — Hér á eftir verður vikið að þeim iðngreinum, sem Kaupfélag Eyfirðinga og Samband ísl. samvinnufélaga hafa stofnað og starfrækja á Akureyri. II. Mjólkursamlag K.E.A. er fyrsta iðnaðarfyrirtækið, sem kaupfélag- iö stofnaði. Er forsaga þess rakin í minningarritum félagsins og „Samvinnu bændanna" og verður því ekki endurtekin hér. Með stofnun mjólkursamlagsins var stórt spor stigið í menningarátt, og starfræksla þess hefir eflt bæði héraðs- og þjóðarhag. Áður var sala mjólkur á Akureyri skipu- lagslaus með öllu, enda nutu hennar ekki nema fáeinir bændur. Nú er mjólkin aðaKramleiðsluvara flestra bænda í nærsveitum Akur- eyrar. Eftirfarandi tafla sýnir mjólkurmagn það, er samlagið hefir veitt móttöku frá því það tók til starfa til ársloka 1936, á- samt árlegum greiðslum til bænd- anna (aurum er sleppt): Innvigtuð mjólk útborgað alls Ár Kg. Kr. 1928 600.000 134.787 1929 994.790 234.138 1930 1.312.681 297.480 1931 1.491.401 288.168 1932 1.462.569 284.843 1933 1.755.588 333.808 1934 1.951.623 371.742 1935 2,176,304 396,078 1936 2,538,189 y2 456,827 Tafla þessi sýnir, að eftir 9 ára starf Mjólkursamlags K. E. A., er árlegt mjólkurinnlegg bænda far- ið að nálgast Va milljón krónur. Hefir samlagið stórum bætt hag þeirra bænda, sem hafa aðstöðu til að nota sér markaðinn. En það eru fleiri hliðar á þessu máli, en sú, sem að bændunum veit. Áður en mjólkursamlagið tók til starfa, voru engin tæki til í bænum til gerilsneyðingar mjólk- ur, og því engin trygging fyrir heilnæmi hennar. Með gerilsneyð- ingu mjólkurinnar var stórt spor stigið í menningarátt og til öryggis heilbrigði bæjarbúa. Auk þess er nú tryggt, að í bænum er alltaf á boðstólum mjólk og mjólkurvör- ur, sem eru ódýrari en flestar aðr- ar fæðutegundir, ef miðað er við næringargildi og hollustu. Og síð- ast en ekki sízt veitir þetta iðnað- arfyrirtæki töluvert mörgum mönnum atvinnu. Síðastliðið ár voru fastir starfsmenn samlagsins 15 að tölu og launagreiðslur til þeirra 35,660 kr. Ennfremur hafði samlagið í þjónustu sinni 1 svína- hirði, 3 mjólkurpósta og nokkra drengi þeim til aðstoðar. Launa- greiðslur til þessara manna námu samtals um kr. 13,300.00 síðastlið- ið ár. Er það ekki ofmælt, að Mjólkursamlag K. E. A. veiti um og yfir 20 manns atvinnu árið um kring og greiði þeim í laun um 49 þús. kr., þar að auki er jafnan nokkur aukavinna á ári hverju við samlagið. Ef horft er um öxl, sýnir fortíð- in okkur, að Mjólkursamlag K. E. A. hefir verið og er vaxandi stofn- un, sem framleiðir hollar og góðar fæðutegundir úr mjólkinni, sem fjöldi sveitamanna hefir atvinnu við að framleiða. Starfrækslan eykur aftur atvinnu í bænum og tryggir það, að daglega séu þar á boðstólum hollari og ódýrari fæðutegundir, en flestar aðrar neyzluvörur. Starfræksla mjólkur- samlagsins sýnir því mjög skýrt, að bændur og verkamenn ,hafa ekki andstæðra hagsmuna að gæta, heldur sameiginlegra. Og ef horft er fram, þá stendur fyrir dyrum bygging nýrrar mjólkur- vinnslustöðvar, sem veitir fjölda manns atvinnu. Það á að verða fullkomnasta mjólkurvinnslustöð, sem enn hefir verið reist hér á landi. Og hún á að r;sa af grunni fyrir gagnkvæman skilning og þörf framleiðenda og neytenda. (Framh.). Bréf til Dags. (Niðurl.). Eða er það ekki sem næst barnaskapur að leitast við að berja þá skoðun í gegn, að í þingræðislandi skuli búnaðarmálin ekki lúta yfirstjórn landbúnaðarráðherra, heldur stjórn þeirri, sem nokkrir menn innan þjóðfélagsins megnuðu að setja á koppinn. Eg hefi séð þess getið að fallin þingmannsefni og aðrir mætir menn hafi átalið að styrkur til ýmsra framkvæmda hefir verið Iækkaður frá þvi sem áður var. Því er ekki að neita, að jarðræktar- lögin frá 1923, hafa markað mörg og djúp spor í viðleitninni til að hefja landbúnaðinn íslenzka á hærra stig. Á hinn bóginn hljóta þeir, sem skyn bera á þá hluti, að játa — að ýms spor hafa verið misstigin, og sum þeirra háskaleg. Kem eg hér að einu því atriði, sem eg hefi saknað í öllum umræðunum, en það er starf trúnaðar- mannanna, leiðbeinendanna í fram- kvæmdum og fulltrúanna sem meta eiga unnin verk. Pví miður hafa svo stórar misfellur verið á framkvæmd þeirra verka, sem styrkur hefir verið veittur til, að framlög ríkissjóðs hafa þráfaldlega beinlínis sokkið í kviksyndi túnsins eða mýrarinnar, sem átti að verða tún, en varð það ekki. Það væri ósanngirni að bera öllum trúnaðarmönnum það á brýn, að þeir hefðu verið hirðulausir og lélegir trún- aðarmenn, en á árunum 1925 — 31 þekkti eg glöggt muninn á framkvæmd- um þeim, er teknar voru til mælingar austan og vestan Öxnadalsheiðar, og skifti þar í tvö horn, öðru megin hirðu- semi, hinu megin hirðuleysi. Svipuð saga hefir sjálfsagt víðar viðgengist. Við breytingu jarðræktarlaganna ætti að hækka kröfurnar að mun og herða eftirlitið, því þeir sem best vita, hljóta að sjá, að mikið af því landi, sem kallað er ræktað, er í rauninni óræktað. Pakslétturnar eiga engan rétt til styrks, þær eiga að strykast út sem styrkhæfar. Græðisléttur eiga engan rétt til styrks, þar er ekki ræktað land á hagkvæm- asta hátt, þar sem tilviljun ræður frá upphafi hvort vaxa fíflar, sóleyjar og i annað illgresi, eða verðmætar fóður- jurtir. Veit eg vel, að slíkir strangir eftirlits- og trúnaðarmenn mundu fá skömm í hattinn hjá ýmsum og af öðrum verða kallaðir >sérvitringar«. En góðir menn og konur, bændur og landnytjendur! Þar er ekki ræktað land, sem mosi, stör og elting þrífst, eða snarrótarpuntur einn drottnar. t*ar er ekki sönn ræktun, sem hrafnaklukka og hófsóley finnst í túní, eða fíflar, sóleyjar og aðrar illgresisplöntur. Ríflegan styrk ber að veita til fram- ræslu gömlu túnanna og nýyrkjunnar og til áburðarhirðingar, haughúsa og þvaggryfja, fyrst og fremst, Pað er ekki nóg að veita styrk til þarflegs og þjóðnýtilegs fyrirtækis, það verður líka að sjá svo um, að verkið og styrkur- inn komi virkilega að tilætluðum not- um í einstaklings og þjóðfélags þágu. Vel á minnst. Eg sá það einhverju sinni í málgagni Bændaflokksins ís- lenzka, að sjálfsagt væri að fara að dæmi bændaflokksins danska (L. S. = Landbrugernes Sammenslutning), stofna til kröfugöngu og heimta af ríkisstjórn- inni eitt og annað handa landbúnaðin- um. Sannleikurinn er sá, að kröfuganga L. S. átti ekkert skylt við bætur í af- stöðu danskra bænda, hvorki út á við eða innra, og var beinlínis í andstöðu við stefnu meginþorra þeirra, erbúnað stunda. Forystumenn L. S. og oddvitar kröfugöngunnar voru greifar og stór- eignabændur, — miljónamæringar, — sem ekki fengu rentur af jörðum sín- um á kreppuárunum, af þeirri einföldu ástæðu, að stórbýlin báru sig sízt, smábýlin, þar sem fjölskyldan ein vann að, sýndi bezta afkomu. Stórbýlunum — gömlu »herragörðunum« fækkar stöðugt, en smábýlunum fjölgar. Smá- býlalöggjöfin (Husmandslovgivningen) er þó enn breytingum undirorpin, var breytt síðast í fyrra og miðar að því að hafa býlin nokkru stærri en fyrr gerðist, þar eð það virðist hagkvæmara í reyndinni. Atriði, sem vert er að at huga vandlega í sambandi við nýbygg- ingarnar á íslandi, hve stórt landsvæði skuli fylgja hverju býli, Og fást nú. Járn- og glervörudeild. Fólksfæð og fjármunaskortur stend- ur framtökum vorum fyrir þrifum. Væru íslendingar 10 sinnum fleiri en nú, mundi aðstaðan allt önnur. Ýms- um hefir ef til vill þótt broslegt, og kallað fávisku eina, útreikninga Frí- manns heitins Arngrímssonar, og nið- urstöður þær sem hann komst að um fólksfjölda þann, er lifað gæti á sauð- fjárrækt í Norður-Pingeyjarsýslu einni. Niðurstöðutölur Frímanns voru miklu meiri skynsemi túlkandi, en skrif og ræður þeirra manna, sem ímyndunar- veikir halda því fram, að fólkið sé of margt á íslandi og af því stafi atvinnu- leysi. Þeir, sem svo mæla, eru gædd- ir grunnfærni I stað skynsemi. Hitt er öðru máli að gegna, að fÓlksfjÖlflUn ofl efling atvinnuvega veröur að haldast I hendur, sá hluti þjóðarinnar, sem lifir í þorpum og kauptúnum, stundar fiski- veiðar og iðnað, og eftir atvikum yrk- ir land til öryggis og heilsubótar. Búandinn í sveitinni skal stunda bú sitt og ekkert annað, hann á að mennt- ast og þroskast í því starfi og komast feti framar fyrir hvert ár sem líður. Hve langt búfræðisþekking íslcnskra bænda stendur að baki því sem gerist á Norðurlöndum, kem ég ef til vill inn á við annað tækifæri. Nú vil ég nema staðar. Bréfið er ekki fréttabréf, hér eru hvorki landsskjálftar né eldgos, ekki kosningar né »agita- tionir« í svipinn, engar áberandi erjur eða slagsmál milli kommúnista og nas- ista, svo ég hefi enga stórviðburði skrásetta í almanakinu. Það getur heldur ekki talist til tíð- inda, þó vindar blási af vestri, eða kerling ein 103 ára sé jarðsungin, en stórar yfirskriftir mátti sjá í blöð- unum á dögunum, er fjórburar fædd- ust hér í landi; lifa þeir allir og dafna vel. Pað þóttu tíðindi. Kaupmannahöfn 7. febrúar 1937. Cisli B. Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.