Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 2
54 DAGUR 14. tbl. Þingrof og nýjar kosningar. Nú er svo komið á Alþingi, að talið er nokkrnveginn víst að Al- þýðuflokkurinn slíti stjórnmála- samvinnu við Framsóknarflokk- inn, og liggur þá ekki annað fyrir en þingrof og nýjar kosningar. Upphaflega ætluðust þingmenn Alþýðuflokksins til þess, að sam- vinnuslitin byggðust á ágreiningi flokkanna í Kveldúlfsmálinu, en sá ágreiningur er einkum fólginn í því, að þingmenn Alþýðuflokks- ins vildu óðfúsir láta Alþingi fyr- irskipa með lögum uppgjör Kveld- úlfs nú þegar, þó að það kostaði einnar milljónar gjöf til Thors- bræðra, sem þeir hafa dregið út úr rekstri fyrirtækisins. Á þetta gátu þingmenn Framsóknarflokks- ins með engu móti fallist á, af því þeir töldu þá úrlausn málsins mik- ið heppilegri, sem þeir hafa unnið að og er í því fólgin að knýja for- ráðamenn Kveldúlfs til þess að láta af höndum sem veð fyrir bankaskuldum sínum það fé, sem þeir hafa dregið út úr rekstrinum. Ella hefðu þeir getað braskað með það að eigin vild. Eftir að útvarpsumræður um Kveldúlfsmálið fóru fram á dög- unum, þar sem miklum hluta þjóðarinnar gafst kostur á að hlusta á sókn og vörn flokkanna í þessu máli, munu þingmenn Al- þýðuflokksins hafa áttað sig á því, að almenningur í landinu myndi ekki telja rök þeirra í Kveldúlfs- málinu svo veigamikil, að þeirra vegna væri hægt að réttlæta stjórnarsamvinnuslit Alþ.flokks- ins, þingrof og nýjar kosningar. Það er og víst, að ekki aðeins Framsóknarkjósendur, heldur líka margir af hinum gætnari og skyn- samari fylgismönnum íhalds og jafnaðarmanna töldu rök og mál- færslu fulltrúa Framsóknarflokks- ins bera langt af frammistöðu hinna í útvarpsumræðunum frá Alþingi. Það var því ekki vænlegt fyrir Alþýðufl.þingmenn að hafa Kveldúlfsmálið eitt að grundvelli fyrir samvinnuslitum, þess vegna varð að finna ný ráð, þar sem flokkurinn var farinn að van- treysta afstöðu sinni í Kveldúlfs- málinu. Og ráðið var að leita að nýjum kosningabombum. Þær birtast í frumvörpum, sem flokk- urinn ber fram í sjávarútvegsmál- um og myndu í framkvæmdinni hafa í för með sér margra miljóna útgjöld fyrir ríkissjóð. Smíðið á þessum frumvörpum ber það með sér, að þau eru búin til í þeim á- kveðna tilgangi að finna upp á- greiningsmál milli stjórnarflokk- anna, sem ætlazt er til að geti orðið grundvöllur undir þingrofi og nýjum kosningum, til skemmt- unar fyrir íhaldið og varalið þess, sem nú er fullyrt að gangi til kosninga undir einum hatti. Búizt er við, að þessi bombu- leikur Alþýðuflokksþingmanna leiði til þingrofs seinni hluta þessa mánaðar og fara þá kosningar fram seinni hluta júnímánaðar næstkomandi. Framsóknarflokkurinn gengur ó- skelfdur .til þeirra kosninga. Á víðavangi. Örvœnting „Verkamannsins.'1 Blað kommúnista hér í bæ er alveg vonlaust um, að Kveldúlfur sjái að sér, og telur engar líkur til að hann breytist í engil. Það get- ur svo sem vel verið að þetta reynist svo, að forráðamenn fé- lagsins séu orðnir svo forhertir í syndinni, að þeir bæti ekki ráð sitt, þó að Framsóknarflokkurinn .„láti lögmál byrst lemja og hræða,“ en „enginn örvænta skyldi, þó iðrast hafi seint.“ Vm. ætti því ekki í bili að sleppa allri von um afturhvarf Kveldúlfs og reyna að hugga sig við þessi orð sálmaskáldsins. Það ætti ekki að vera mjög erfitt fyrir jafn kristi- lega sinnaða menn og kommún- istar eru. Kommúnistar halda því fram, að í Rússlandi hafi englar breytzt í slíka manndjöfla, að ekki hafi verið um annað að gera en afmá þá af jörðinni. En úr því þeir trúa þessu, þá ættu þeir eins að geta trúað því mótsetta: að syndaselir geti breytzt í engla. Kommúnist- ar ættu því að leggjast á sveif með Framsóknarmönnum og reyna að knýja Kveldúlf til að bæta ráð sitt, svo að hann þurfi ekki að deyja í syndinni. Ekki veðhæfur. í einni útvarpsræðu sinni um Kveldúlfsmálið tók Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra það fram, að allar eignir Thorsaranna væru nú veðsettar, nema þingmaður Vestur-Húnv etninga, Hannes Jóns- son frá Hvammstanga. Skýringin á því, að þessi eign er óveðsett, mun vera sú, að H. J. þyki ekki veðhæfur. Alþýðuflokksmenn í mótsögn við sjálfa sig. Framsóknarflokksmenn hafa með áhrifum sínum knúið Kveld- úlfsmenn til að veðsetja fyrir skuldum sínum við bankana þær eignir, sem þeir hafa dregið út úr rekstri fyrirtækisins og sölsað undir sjálfa sig. Þessar eignir hafa verið metnar á um eina milj. kr. Alþýðuflokksforingjamir hafa á undanförnum tímum gert afar mikið úr þessu ósæmilega athæfi Thorsaranna, að draga út úr rekstrinum stórfé til eigin afnota, og óspart látið dynja á þeim skammirnar út af þessu, og til þess hefir verið full ástæða. En nú er komið annað hljóð í strokk Al- þýðuflokksins. Nú halda foringj- ar flokksins því fram með miklum gorgeir, að þessar eignir, sem skapazt hafa á þenna hátt, séu ógnar lítils virði, og gefa þar með í skyn að stóryrði þeirra fyrr um þetta efni hafi verið á litlum rök- um byggð; það muni svo sem ekk- ert um það, sem Kveldúlfsmenn hafa dregið undir sig af því rekstrarfé, er bankarnir létu þeim í té! Þannig eru þessir merin komnir í algerða mótsögn við sjálfa sig, en það finnst þeim tilvinnandi til þess að geta gefið Thorsurum eina milljón. Þœgt verkfœri íhaldsins. Thorsbræður þóttust ætla að leysa skuldamál Kveldúlfs með því að selja Landsbankanum jarð- eignir Thors Jensen í Mosfells- sveit með áhöldum og áhöfn fyrir 2 millj. og 50 þús. kr. Landsb. fékk 2 menn til að meta eignir þessar, þá Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra og Pálma Ein- arsson ráðunaut. Steingr. mat eignirnar á 948 þús kr., en Pálmi bændaflokksmaður mat þær á 1 millj. og 700 þús. kr., og vita allir, sem til þekkja, að það mat er fjarri öllu viti. Má af þessu marka, að ekki mun standa á „Bænda- flokknum" að gerast þægt verk- færi íhaldsins í Kveldúlfsmálinu. Havð gerir „Sjálfstæðið“ við Jón Auðunn? Á fundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins 30. f. m. var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Þar sem einn af núverandi al- þingismönnum hefir orðið sannur að sök um landhelgisnjósnir og játað brot sitt fyrir lögreglunni, lýsir miðstjórn Framsóknarflokks- ins því yfir, að hún telur að þess- um alþingismanni, Jóni Auðunn Jónssyni, beri af velsæmisástæð- um að segja af sér þingmennsku þegar í stað.“ Það má fullyrða, að réttarmeð- vitund almennings er í samræmi við þessa kröfu miðstjórnar Fram- sóknarflokksins. En sér Sjálfstæðisflokkurinn sóma sinn? Iðnaður samíinnumanna á Akureyri. i. Á síðustu árum hafa orðið all- mikil straumhvörf um atvinnu- háttu íslendinga. Erfiðleikar um sölu framleiðslunnar á erlendum markaði hafa þrengt mjög kosti framleiðendanna, hvort sem þeir hafa stundað sjávarútveg eða landbúnað. Og vegna hinna miklu viðskiptahafta síðari ára, hefir þjóðin orðið að spara við sig kaup á erlendum varningi, svo sem imnt hefir verið. Einkum hefir verið bannaður innflutningur þeirra iðnaðarvara, sem lands- menn geta sjálfir framleitt úr innlendum eða erlendum efnum. Þegar hinar stærri þjóðir víggirtu sig viðskiptahömlum og tollmúr- um, þá var hinum smærri þjóðum nauðugur einn kostur að gera slíkt hið sama, og þá okkur ís- lendingum eins og öðrum. Hið sí- vaxandi atvinnuleysi síðustu ára ýtti og mjög undir það, að íslenzk- ar hendur ynnu sem allra mest að framleiðslu þeirra matvæla og iðnaðarvarnings, sem þjóðin þarfnast. Enda hefir sú raunin á orðið, að iðnaður landsmanna fer nú stöðugt vaxandi með hverju ári sem líður. Það verður líka ljósara með hverju ári, hver höf- uðnauðsyn það er, að allir eigi kost atvinnu, sem unnið geta. Verður því að kosta kapps um að auka atvinnu í landinu til veru- legra muna frá því, sem nú er. Og um það verður ekki deilt, að ís- lendingar verða að búa sem mest að sínu, að minnsta kosti meðan það ástand ríkir um öll viðskiþti, milli þjóða, sem nú á sér stað. Samvinnufélög landsins eiga verulegan þátt í sköpun hins ís- lenzka iðnaðar. Ýms nýmæli um Skóhlifar nýkomnar Kaupfélap Eyfirðinga. Skódeild. WMfl8S8BBlÍfiR8981ISSÍÍÍ9i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.