Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX. árg. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urg'ötu 3. Talsími 112. Upp- sög-n, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 8. apríl 1937. •-• • • • | l 14. tbl. Konsert. Hinn nýi blandaði kór Robert Abrahams kvaddi sér hljóðs í fyrsta sinn á sunnudaginn var, kl. 3, í Nýja Bíó. Herra R. Abraham hefir æft kór þenna af og til í vetur. í honum eru 26 karlar og konur. Hefir sumt af því fólki, sem þar er, tek- ið allmikinn þátt í sönglífi bæjar- ins, en sumt mun aftur á móti vera nýgræðingar á þessu sviði. Maður hlýtur að undrast þann mikla árangur, sem orðið hefir af starfi þessa gáfaða listamanns, söngstjórans, á ekki lengri tíma en hann hefir haft til æfinga. Fær engum dulizt sá skapandi hæfi- leiki, sem hér hefir verið að verki. Söngstjómin var örugg og svo hárnákvæm að til fyrirmyndar má vera, enda var söngur kórsins frá- bærlega fágaður og smekklegur. Verkefni voru heldur ekki valin af verri endanum, öll eftir hina gömlu meistara: Gluck, Haydn, Brahms og Bach. Má því segja, að söngskráin væri ærið nýstár- leg, eftir því sem maður á að venjast hér. Frú Jórunn Geirsson aðstoðaði með undirleik á píanóið af mikilli prýði. Herra Abraham lék sjálfur eitt af verkum Beethovens (Andante með variationum) og hlaut þar fyrir dynjandi lófaklapp. Konsertinn var mjög vel sóttur, þrátt fyrir sólskin og veðurblíðu, sem freistaði til útiveru, og við- tökur hlustenda voru óvenjulega góðar og hlýjar og ljós vottur um hrifningu þá, er söngur kórsins vakti. Má konsert þessi teljast stór- merkur viðburður í músíklífi Ak- ureyrar. Bókarfregn. HuldaTuNDIR STEINUM. Smá- sögur. Akureyri 1936.— 117 bls. Sðgusafn þetta er að sönnu prentað sem handrit — aðeins 215 tölusett eintök, — en þar sem einhver merk- asta skáldkona fslands, og sú iang mikilvirkasta, á í hiut, þykir mér hlýða, að segja íslenzkum lesendum hériendis frá útkomu safnsins. Með fyrri ritum sínum, bæði fslll- ðstum Og Iveim Sögum, hefir Hulda sýnt, að hún kann að segja smásögur lipurlega og á listrænan hátt, þó hvorki séu ailar sögurnar i framannefndum bókum jafn efnismiklar né jafn vel gerðar frá listarinnar sjónarmiði. í þessu nýja safni skáldkonunnar eru 10 smásögur; nokkuð eru þær mismunandi að aldri, ritaðar á árunum 1905 — 1931, en eigi minnist eg að hafa séð neina þeirra á prenti fyrri. Pær eru aliar vel sagðar og hugð næmar, yfirlætislausar, en taka eigi að síður athygli lesandans föstum tökum, því að þær eru skýrar og sannar lífs- myndir, þó hvorki séu þær stórfeidar að efni til né sérstaklega tilþrifamiklar að frásagnarhætti. Raunveruleiki þeirra er engu minni fyrir það, þó Huldu sé tamara að lýsa göfgi og góðvild heldur en andstæðum þeirra í fari manna; annað viðhorf frá hennar hálfu væri hvort sem er gagnstætt skapi hennar og lífsskoðun; hún trúir á sigurmátt hins góða og hvikar ekki frá þeirri sannfæring sinni, enda eru einlægnin og innileikinn í umræddum sðgum hennar einhver hugþekkustu einkenni þeirra. Ekki svo að skilja, að yfir þeim sé einn samfeldur sumar- og sólskinsblær; skuggar og skin skift- ast þar á, sorgir og gleði. Eins og önnur rit Huldu, í bundnu máli sem óbundnu, bera þessar sögur hennar því ótvírætt vitni, að hún er dóttir íslenzkrar sveitar, þjóðleg í anda og þjóðrækin, glöggskygn og geymin á ættarerfðir sínar og þær »fornu dyggðir* íslenzkar, sem sumir vilja nú selja vægu verði við erlendri mynt, þó sú hin sama reynist næsta misjafn- lega á markaðstorgi mannlífsins. Efnið í öllum þessum nýkomnu sögum skáldkonunnar er sótt í íslenzkt sveitalíf að fornu og nýju; þær Iýsa hversdagsviðburðum og alþýðufólki, en löngum kjarnmiklum mönnum og kon- um, sem eiga bæði skapfestu og sálargöfgi, ábyrgðartilfinningu í ríkum mæli, og verða djarflega og drengilega við andvígum örlögum. Pannig skapi famar, þó ekki séu þær steyptar í sama mótinu, eru aðalpersónurnar — söguhetjurnar, skyldi eg sagt hafa, því að þær eiga það nafn skilið — í »Arngerður«, »Guðbjartur gamli*, »Ekki öðrum skyldara*, »LofturMark- ússon« og »Humlafell« og þykir mér hin síðastnefnda einhver bezta sagan í bókinni. En hvert stefnt er í sögum þessum kemur, að mér virðist ágætlega fram í þessum orðum, sem skáldkonan lætur sögumanninn segja um Loft og ættmenni hans: »Systkinin frá Stað eru greinar af göfugum stofni — eikur, sem sprottið hafa í góðum jarðvegi. Blóm ágætrar ættar, sem hefir stöðugt verið að þroska sjálfa sig með heil- brigðu og góðu líferni. Það er gott að vera íslendingur meðan slíkar greinar gróa á þjóðarmeiðinum. En þær eru of fáar. Fauskar og kalviði tíðséðari. — — Eg elska íslenzka ættgöfgi, ís- lenzka menningu. Eg vil gjörast einn þeirra hlekkja, er tengja saman fortíð og nútíð ættjarðar minnar — hennar sönnu fortíð og nútíð. Verja mína eigin ætt og óðal og vera öðrum fyrirmynd; þótt eg viti hvað örðugt það er«. Örlög Auðbjargar gömlu í sögunni »Huggun« snerta lesandann djúpt. Átthagatrygðinni, og þar með máttar- valdi íslenzkrar náttúru yfir hugum þeirra, sem gefa sig henni á hönd, er eftirminnilega lýst í sögunni »í afdal«. íslenzk þjóðtrú er uppistaðan í »Ljósið í klettinum*, og »Röddin« er prýðis- góð endursögn á gamalli þjóðsögu, og hvað þróttmest að stíl allra sagnanna í safninu. Af framanskráðu er auðsætt, að hóf- semi og smekkvísi einkenna enn sem fyrri frásagnarhátt Huldu; þessar sögur hennar eru stimplaðar ríkri fegurðarást hennar, samúð hennar og kvenlegum næmleik tilfinninganna; og málið er mjúkt og ljóðrænt. Þær auka lesand- anum trú á lífið og mennina, og má þar minna á orð Guðbjarts gamla: »En það er agnarögn af guðsbirtu í hverjum manni, eins og þú veist, Pórdís, — ef þeir ausa hana ekki f kaf með moldinni*. Richard Beck. (Lögberg). Kirkjan: Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hád. Zíon. Næstkomandi sunnud. kl. 10%: Sunnudagaskóli. öll börn velkomin. KI. 8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir. □ . Rún . 50374138 Frl.. BR.. R.'. M.. Konsert R. Abrahams verður endur- tekinn í Nýja-Bíó kl. 9 í kvöld. Rauðakross-deildin ú Akureyri heldur aðalfund sinn í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 4 e. h., svo sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Kvenfélagið Hlíf heldur dansleik í Skjaldborg næstk. sunnudagskvöld kl. 10 e. h. Þingstúka Akurcyrar heldur aðalfund sinn niiðvikudaginn 14. þ. m., á eftir Isafoldarfundi (um kl. 10). Kosning embættismanna, mælt með umboðsm., stigveiting og kosnir fulltrúar á um- dæmisstúkuþing. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 held- ur fund í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 8 e. h. stundvíslega. Áríðandi málefni. Iðnskóla Akureyrar verður slitið laug- ardaginn 17. þ. m. kl. 8% e. h. Teikn- ingar nemenda verða til sýnis í skóla- húsinu n. k. sunnudag kl. 2—6 síðdegis. Aðgangur ókeypis. NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Top Hat. Mest umtalaða dansmynd síðasta árs og ein með þeim íburðarmestu, sera sýnd hefir verið. Aðalhlutverkin leika og dansa: Fred Astaire og Ginger Rogers. Frægasta danspar i hvikmyndabeiminiim. tvær góðar stofur með sérinngangi í Brekkugötu 11. vantar i vist i sumar hjá Jen- sen Hamarst. 4. Raddsetning af söngiögum. Músikkennsla og kennsla í þýzku og dönsku. Lágt verð. Robert Abraham. Nokkrar ær og nokkur hæsni til sölu nú þegar. Upplýsingar i Þing- vallastræti 12. TILBOÐ óskast í flutuing á mjólk úr Öngulsstaðahreppi, til Mjólk- ursamlags K.E.A. Akureyri, á timabilinu frá 1. maí 1937 til jafnlengdar næsta ár. — Tilboðum sé skilað til und- irritaðs fyrir 20. þessa mán. Þórustöðum 7. apríl 1937. Helgi Stefánsson. Prédikuii í Aðventkirkjunni n. k. stinnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkotnnir. Dánardægur. Um síðustu helgi andað- ist að heimili sínu hér í oænum L. Funch Rasmussen vélameistari, danskur að ætt, en giftur íslenskri konu. NÆTURVÖRÐUR er í Stjörmr Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.