Dagur - 15.04.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 15.04.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 15. apríl 1937. 15. tbl. Hallgrímskirkja - Matthíasarkirkja Fyrir nokkrum árum hófu nokkrir áhugamenn almenna fjár- söfnun til að byggja veglega kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, er vera skyldi minnisvarði hins ódauðlega sálmaskálds Hall- gríms Péturssonar. Fjársöfnunin hefir gengið svo vel, að kirkja þessi mun bráðlega rísa frá grunni. í ráði er að ný kirkja verði reist á Akureyri mjög bráðlega. Þeir, er bezt til þekkja, telja nokkurnveg- inn öruggt að mál þetta komizt til framkvæmda í nánustu framtíð. Akureyrarkirkja hefir verið úr- skurðuð sjálfseignarstofnun, og samkvæmt því mun hún verða af- hent söfnuðinum innan skamms til allra umráða. Það er talið, ef kirkjujarðasjóð- ur stendur skil á því sem honum ber, þá muni kirkjan geta að mestu byggt sig upp sjálf, þegar um húsabygginguna eina er að ræða. En þar við bætist að sjálf- sögðu allmikill aukakostnaður. Líklegt er að bálstofu til lík- brennslu verði komið upp í sam- bandi við kirkjubygginguna. En í sambandi við byggingu Hallgrímskirkju í Saurbæ og byggingu nýrrar kirkju á Akur- eyri vaknar ein spurning. Matthías Jochumsson var, sam- fara því að vera þjóðskáld, svo andríkt trúar- og sálmaskáld, að hann má hiklaust setja á bekk með Hallgrími Péturssyni, þó að ólíkir séu þeir í sálmakveðskap sínum sem eðlilegt er, þar sem annar var 17. aldar, hinn 19. aldar maður. Matthías er því mikið nær okk- ur, sem nú lifum, í tíma og hugs- un en Hallgrímur. Matthías var um skeið þjónandi prestur á Akureyri og hér ól hann síðari hluta aldurs síns. Væri nú ekki maklegt og vel við eigandi að hin nýja Akureyr- arkirkja væri gerð að minningar- kirkju síra Matthíasar Jochums- sonar, hliðstætt því sem nýja. kirkjan í Saurbæ er helguð minn- ingu síra Hallgríms Péturssonar? Kirkjan yrði þá kennd við nafn hins ástsæla og andríka þjóðskálds og sálmaskálds. Hún hlyti nafnið Matthíasarkirkja. Að vísu hefir Matthíasi verið ætlaður annar minnisvarði hér á Akureyri, sem er fyrirhuguð bók- hlöðubygging. Á engan hátt skal sú hugmynd löstuð. En er ekki bókhlöðubygging, sem jafnframt væri hæfilegur minnisvarði þjóð- skáldsins, fjarlægur framtíðar- draumur, sem enginn veit hvenær eða hvernig verður að veruleika? Um það skal reyndar ekkert full- yrt. En hvað sem um það er,' verð- ur því vart neitað, að vegleg kirkja væri veglegt minnismerki Samkvæmt álitsgjörð og tillög- um verkfræðinga hefir bæjar- stjórn Akureyrar tekið þá ákvörð- un í rafveitumálinu, að Laxá verði tekin til virkjunar, en ekki Goða- foss, sem upphaflega var ætlað. Er ætlunin að virkja fyrst 2000 hest- öfl og bæta síðan öðrum 2000 við, þegar þörf krefur. Virkjunin er á- ætluð um IV2 millj. kr. Síðastl. sunnudag efndi rafveitu- stjórn Akureyrar til almenns borgarafundar um mál þetta. Sóttu fund þenna um 400 manns. Til máls tóku Steinsen bæjarstjóri, Sig. Eggerz sýslumaður, Þorsteinn Þorsteinsson bæjarfulltrúi og Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Voru þeir allir sammála um aðalatriði máls- ins. Snerust ræður þeirra mjög um þörf á ríkisábyrgð vegna lántöku til framkvæmdar verkinu. Skýrði Sig. Eggerz m. a. frá því, að hann hefði haldið fund í Reykjavík með Sjálfstæðisflokksþingmönnum um nauðsyn þessa máls. Hefði hann fengið svo góðar undirtektir, að hann hefði ekki haft frið að tala fyrir brennandi áhuga þingmann- anna og hrópum, jafnvel þeirra allra gætnustu (þ. e. íhaldssöm- ustu), um að þetta og þetta væri alveg sjálfsagt (fyrir kosningarn- ar)! Til enn frekari fullvissu hafði þó Sig. Eggerz snúið sér til for- manns flokksins eftir heimkom- una og spurzt fyrir um, hvort það væri nú alveg áreiðanlegt að flokkur hans stæði við loforð sín um stuðning við þetta mál. Hafði Olafur Thors svarað með sím- skgyti,. er bæjarfógeti las upp, og var það þess efnis, að þingflokkur- inn ætlaði ekki að svíkja loforð sín um þetta efni (nú fyrir kosn- ingarnar). yfir æðsta presti þjóðarinnar í ríki andans og skáldskaparins, því það var síra Matthías. Hann var ó- þreytandi að boða þjóð sinni trú á mátt kærleikans í altilverunni og sigur hins góða að lokum. Hugmyndinni um Matthíasar- kirkju á Akureyri er hér með varpað fram. Vilja menn athuga hana og ef til vill láta eitthvað til sín heyra um hana? Fyrir hönd rafveitustjórnar var lögð fram svohljóðandi tillaga: „Með því að telja má víst að hagstætt lán til virkjunar Laxár- fossa fáist ekki án ríkisábyrgðar, og með því að undirbúningi máls- ins er svo langt komið, að hægt er nú þess vegna að byrja á virkjun- inni, ef fé væri fyrir hendi, þá skorar almennur borgarafundur á Akureyri á Alþingi að veita ríkis- ábyrgð fyrir 1.500.000 króna láni til virkjunarinnar nú þegar, áður en þingi verður slitið.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði, með 400 atkvœðum. Segi menn nú, að Akureyrar- búar geti aldrei verið sammála. ítialdsdilkur jarmar. Nýtt blað hljóp af stokkunum hér í bænum í gær, er nefnir sig „Bændablað“ og segist vera gefið út af Bændaflokksfélagi Eyja- fjarðar. í útgáfustjórn blaðsins eru Jón Rögnvaldsson, Fífilgerði, Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum og Svafar Guðmundsson (bæjar- radikal!). Stefán á Varðgjá fylgir blaðinu úr hlaði, Gísli Brynjólfs- son frá Rvík er sagður ritstjóri, en ekki finnst nafn hans í blað- inu. Ábyrgðarmaður er Stefán í Fagraskógi. Kirkjan. Messað nk. sunnudag i Gler- árþorpi kl. 12 á hádegi og á Akureyri kl. 2 e. h. Zíon. Næstkomandi sunnud. kl. 10%: Sunnudagaskóli. Öll börn velkomin. KI. 8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir. NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Prá n. k. mánud. er næturvörður í Stjömu Apóteki.) Svarfdælingamót verður haldið i Sam- komuhúsinu síðasta vetrardag kl. 9 e. h. Fimmtudagskvöld kl. 9: 1936. Niðurselt verð. í síðasta sinn. Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Endur- fæðing. Tal- og hljómmynd, tekin eftir hinni heimsfrægu sögu »Opstandelse«, eftir skáldjöf- urinn rússneska Leo Tolstoy. Aðalhlutverkin leika: Rússneska leikkonan Anna Sten Og Frederich March. 12—15 þúsund krónur. Meiri hluti bæjarstjórnar, með Jón Sveinsson í fararbroddi, hindraði, fyrir nálægt mánuði síð- an, útgröftinn á lóðinni undir fyr- irhugaða mjólkurvinnslustöð Kea. Atvinna hefjr engin verið í bæn- um allan þennan tíma sem liðinn er síðan ú-tgröfturinn átti að hefj- ast, og verkamenn hafa gengið at- vinnulausir í stað þess að þeir hefðu nú verið búnir að vinna fyr- ir 12—15 þúsund krónum. Dálag- legur skildingur, en Jón Sveinsson telur þetta kannske smámuni. Akureyringar eiga Jóni margt að þakka og verkamennirnir alveg sérstaklega þetta síðasta dreng- skaparbragð hans, að lofa þeim að hvíla sig og vera lausum við þess- ar tekjur. Hvenær verður það fullþakkað? V erkamaður. ísland, skip Sameinaða félagsins, strandaði i fyrramorgun á skeri í Forth- firði. Þoka var á. Farþegum öllum var bjargað í land og taka þeir sér far með Brúarfossi til Reykjavíkur, er liingað til lands ætluðu. Síðast er fréttist sat skipið fast á skerinu, kominn leki að lestar- rúminu og óvíst talið að það næðist út. Prédikun í Aðventkirkjunni nk. sunnu- dag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Útvarp Leikfélags Akureyrar, sem á- kveðið var að færi franl næstk. laugar- dagskvöld, fellur niður vegna veikinda. Ný rafvirkjun fyrir Akureyri og nærsveitir. Laxá valin til virkjunar. Borgarafundur um málið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.