Dagur - 15.04.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 15.04.1937, Blaðsíða 3
15. tbl. DAGUR 59 Á að lækka krónuna t Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Maríu Jóhanns- dóttur, sem andaðist 9. þ. m., hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Aðalstræti 76, þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 1 e. h. Helga Frímannsdóttir. Ólafur Sölvason. Elínborg Jónsdóttir. Siguröur Sölvason. Jarðarför Þóru Sigtryggsdóttur, er andaðist 2. þ. m. á heim- ili sinu, Spítalaveg 1, fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 21. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. V andamcnn. Jarðarför föður okkar, Sveinbjörns J. Sigfússonar, frá Bú- landi, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 6. apríl, ferj fram á Möðruvöllum í Hörgárdag, þriðjudaginn 20. april og hefst kl. 1 eftir hádegi. Jón Sveinbjörnsson. Sigurður Sveinbjörnsson. Innilegt þakklæti votta ég öllum þeim, sem sýndu samúð og hjálp við jarðarför mannsins míns, Laurids Emanuels Funch- Rasmussens vélstjóra. tiuðrún Fuiich-Rasmussen. Fyrir skömmu var ég á fundi með nokkrum bændum, þar sem rædd voru ýms mál, sem nú eru ofarlega á dagskrá hjá þjóðinni. Eitt þeirra mála, sem þar var rætt, var gengismálið. Menn voru ekki á eitt sáttir í því máli og sýndist sitt hverjum. Eg lagði ekk- ert til þeirra mála þá, en þær um- ræður, sem um það féllu, leiddu til þess, að ég fór að íhuga það dálítið nánar en ég hafði áður gert, og þær íhuganir urðu þess valdandi, að mig fór að langa til að „leggja orð í belg“ um þetta mál. Ég geng þess ekki dulinn, að þetta er flóknara og meira vanda- mál en svo, að óbreyttir alþýðu- menn geti kafað þar til botns og dregið af því réttar ályktanir, þar sem lærðir hagfræðingar deila mjög um þýðingu þess, og hvaða áhrif það hefir á viðskipta- og at- vinnulíf þjóðarinnar. Þó finnst mér rétt, að við bændur reynum að gera okkur það eins ljóst og auðið er, á hvern hátt gengislækk- un hefir áhrif á efnalega afkomu okkar. Ég mun því ekki ræða mál- ið nema séð frá bæjardyrum bónd- ans. Mér finnst málið verða einna ljósast með því að draga fram dæmi af fjárhagsafkomu eins bénda og sjá hvaða áhrif gengis- lækkun hefir á efnahag hans. Þessi bóndi hefir vörur til að selja úr búi sínu fyrir 2000 kr., helmingur af því er mjólk, hitt kjöt, ull og gærur. Mjólkin er öll seld á innlendum markaði og 30% af öðru innleggi hans. Hann selur því út úr landinu vörur fyrir 700 kr og á innlendum markaði fyrir 1300 kr. Ef ég geri nú ráð fyrir 20% gengislækkun, þá hækka þær vörur sem því nem- ur, sem á útlenda markaðinn fara, en um sölu á innlenda markaðin- um er aftur vafamál að sú verð- hækkun verði jafn mikil, það er mál sem um má deila, en reynslan ein fær skorið úr. Ég ætla nú að gera ráð fyrir, að verðhækkun af- urða landbúnaðarins á innlenda markaðinum og hækkun kaup- gjalds haldist í hendur, og hvort tveggja hækki um 10%. Það eru að vísu ýmsir, sem halda því fram, að kaupgjald sé nú orðið svo hátt, að enginn sann- girni sé í því, að gera kröfu um hækkun þess, þó krónan falli. Ég skal engan dóm á þá skoðun leggja, en hitt er alveg víst, að kaupkröfur verða gerðar og reynslan hefir sýnt, að það er erf- itt að spyrna á móti þeim kröfum. Útkoman verður því þessi: Verð- hækkun á vörum á útlendum markaði kr. 700.00. 20% = 140 kr. Verðhækkun á vörum seldum á innlendum markaði kr. 1300 10% = 130 kr. Öll verðhækkun á af- urðum bóndans er því 270 kr. Nú vil ég áætla, að útlend vara, keypt í búð, sé 1000 kr., og það er efalaust það lægsta, sem hugsan- legt er að bóndinn komist af með, ef gert er ráð fyrir kaupum á út- lendum áburði. 20ýí hækkun á þeirri upphæð er 200 kr. Kaup- gjald ætla ég bóndanum að greiða 300 kr. 10% af því eru 30 kr. Það niá telja víst, að allir skattar og opinber gjöld hækki eitthvað, en þó ætla ég alveg að sleppa því og áætla bóndanum 200 kr. í öll opin- ber gjöld. Þá á hann eftir af tekj- um sínum 500 kr og væri það hreinn gróði, ef hann skuldaði ekkert. En nú er það svo um flesta bændur, að þeir skulda — já, og skulda mikið, flestir. Ástæður þessa bónda hugsa ég mér þannig, að hann eigi ábýlisjörð sína, en skuldi í allt að 5000 kr. Ég hugsa, eftir því, sem nú eru efnalegar á- stæður bænda, að þessi bóndi væri talinn sæmilega stæður, líklega vel í meðallagi. Vexti af þessum lánum áætla ég 61/2%. Það eref til vill eitthvað hærri vextir en bændur almennt greiða nú, en það má telja alveg víst, að vextir hækki eitthvað við gengislækkun, þar sem lánsfé bankanna er að mjög miklu leyti útlent fé, og vaxtagreiðslur bankanna til út- landa hljóta því að hækka að krónutali. 6V2% vextir af 5000 kr. eru 325 krónur. Þá á hann eftir af tekjum sínum til greiðslu á skuld- um 175 kr. Sú upphæð mundi við gengislækkun raunverul. hækka um 35 kr. Dæmið lítur því þannig út: Auknar tekjur vegna gengis- lækkunar yrðu þessar: 20% af útfluttum vörum kr. 140 10% af vörum seldum á innlendum markaði — 130 Aukning afb. á skuldum — 35 Samtals kr. 305 Hinsvegar vaxa útgjöld hans þannig: 20% hækkun á útl. vörum kr. 200 Hækkun kaupgjalds — 30 Samtals kr. 230 Eftir þessu dæmi mundi bónd- inn hagnast um 75 kr. Nú er þetta dæmi þannig upp sett, að meiri líkur benda til, að hagnaður bóndans verði minni en þetta, og þá sérstaklega þeirra, er skulduðu meiri, og hefðu lítinn afgang í skuldagreiðslur. Eins misskilnings hef ég orðið var í sambandi við þetta mál. Því hefir sem sé verið haldið í'ram, að einmitt vegna hins hækkandi verðs á útlendri vöru, væri geng- islækkun enn meir aðkallandi, til að bæta úr því tjóni, er slíkar verðsveiflur valda atvinnuvegun- um. Vitanlega bætir gengislækkun ekkert úr því; erlenda varan yrði auðvitað aðeins þeim mun dýrari. Hitt er annað mál, að þar sem slíkar verðsveiflur auka enn á örðugleika atvinnuveganna, þá er enn brýnni þörf fyrir gengislækk- un, ef hún á einhvern hátt gæti létt undir með framleiðslunni. Mér dettur ekki í hug, að þess- ar hugleiðingar mínar geti orkað því, að hægt sé að slá því föstu, að gengislækkun létti ekkert undir Einar Árnason alþm. flytur frv. til laga um breyting á lögum nr. 36, frá 27. júní 1921, um samvinnu- félög. Segir svo um breytingarnar í greinargerð frv.: Frumvarp þetta er lagt fram samkvæmt ósk Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Höfuðbreytingar þær, er frv. gerir á samvinnulögunum, eru þessar: 1. Samábyrgð allra félagsmanna í samvinnufélögunum er afnumin sem skilyrði fyrir því, að þau geti orðið skrásett samkvæmt sam- vinnulögunum. - 2. Skýrari ákvæði eru sett um framlag í varasjóð og stofnsjóð og um útborgun úr stofnsjóði. — Sömuleiðis eru ný fyrirmæli sett um afskriftir af eignum félags og um ráðstöfun tekjuafgangs. 3. Ný ákvæði eru sett um sam- einingu tveggja eða fleiri sam- vinnufélaga í eitt félag. 4. Valdsvið skilanefndar við uppgerð félags er skilgreint. Um 1. lið: Sú breyting er gerð frá samvinnulögunum 1921, að fé- lögum samkvæmt 1. tölulið 2. gr., þ. e. kaupfélögum og pöntunarfé- logum, er leyft að hafa, hvort heldur þau vilja sameiginlega á- byrgð félagsmanna á fjárreiðum sínum eða takmarkaða ábyrgð. Á- byrgð félagsmanna má þó aldrei með framleiðslunni, en mér finnst þær benda ótvírætt í þá átt, að það sé að minnsta kosti mjög var- liugavert fyrir okkur eyfirzka bændur að gera mjög háværar kröfur um gengislækkun. vera lægri en 300 kr. auk stofn- sjóðsinnstæðu hans, nema í félög- um, sem aðeins selja gegn stað- greiðslu. í þeim má takmarka á- byrgðina við stofnsjóðsinnstæðu, enda skal þá leggja helming af tekjuafgangi þeim, sem félagsmað- ur fær úthlutað umfram stofn- sjóðstillag, sem greiða verður sam- kvæmt væntanlegri 26. gr., við stofnsj óðsinnstæðu hans, unz hún nemur 300 kr. Síðan samvinnulögin 1921 voru samþykkt, hefir starfsemi sam- vinnufélaga vaxið mikið og orðið fjölþættari. Það er því erfiðara nú en þá var fyrir félagsmenn í stór- um samvinnufélögum, að fylgjast með, hve miklu þeir bera ábyrgð á. Jafnframt hefir reynslan sýnt, að ekki er eins mikil trygging í sameiginlegu ábyrgðinni eins og á- litið var 1921. Trygging hennar hefir sérstaklega minnkað við að fjöldi fasteigna og mikið af lausa- fé hefir verið veðsett bönkunum og Kreppulánasjóði. Það virðist því, eins og nú horfir við, vera eins heppilegt, að kaupfélögum og pöntunarfélögum sé leyft að hafa takmarkaða ábyrgð eins og öðrum s amvinnuf élögum. Það mælir einnig með, að sam- ábyrgðarákvæðinu sé breytt, að á síðustu árum hafa í kaupstöðum landsins verið stofnuð allmörg kaupfélög og pöntunarfélög, sem starfa á samvinnugrundvelli, en hafa takmarkaða ábyrgð, og eru því ekki skrásett eftir samvinnu- Bóndi. Breytingar á samvinnulegunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.