Dagur - 15.04.1937, Blaðsíða 2
58
DAGUR
15. tbl.
Hugsýki varaliðsins,
Frá því segir í Sturlungasögu,
að Sturla Þórðarson í Hvammi
hafi, er hann heyrði lát Þorbjarg-
ar húsfreyju í Reykholti, lagst í
rekkju af hugsýki mikilli, og þótti
mönnum þó ólíklegt að Sturia
mundi syrgja hana. „Annað ber
til þess,“ mælti Sturla, „því ég
virði svo, að aldrei væri sakiaust
við sonu Þorbjargar, meðan hún
lifði. En nú samir eigi að veita
þeim ágang, er hún er önduð.“
Þessi óróaseggur þoldi það ekki,
að átylla fyrir fjandskap hans og
ófriði á hendur Reykholtsmönnum
væri burtu numin. Þess vegna tók
hann hugsýki mikla.
Það er orðið líkt ástatt í sálar-
lífi varaliðs íhaldsins, er nefnir sig
„Bændaflokk11. Liðið hefir tekið
hugsýki þunga. Og ástæðan til
þeirrar sýki er af svipuðum toga
spunnin og hjá Hvamms-Sturlu.
Varaliðið hefir lifað á því að of-
sækja og rógbera sína fyrri sam-
herja, Framsóknarmenn, sem það
sveik í tryggðum. Róginn og of-
sóknirnar hefir varaliðið byggt á
þeim grundvelli, að Framsóknar-
menn væru algerlega undir stjórn
og aga sósíalista og yrðu að hlýða
þeim í einu og öllu. Á þessu hafa
ílokkssvikararnir klifað sí og æ,
síðan flokksnefna þeirra varð til,
og á þessum rógi ætluðu þeir að
fleyta sér áfram við næstu kosn-
ingar til Alþingis og efla þá flokk
sinn. Með þenna róg að vopni ætl-
uðu þeir að halda áfram að troða
illsakir við Framsóknarflokkinn
og afla sér fylgis á kostnað hans.
En nú er þessi grundvöllur laus
orðinn undir fótum varaliðs í-
haldsins. Sósíalistar eru að slíta
samvinnu við Framsóknarflokk-
inn, af því að þeir þola það ekki
lengur að flokkurinn fari sinna
ferða í landsmálum, eins og hann
hefir jafnan gert. Fram undan er
því þingrof og nýjar kosningar.
í sambandi við eða í tilefni af
þessum samvinnuslitum stjórnar-
flokkanna, sem hafa verið, leitar
hugsýkin á varaliðið. Varaliðs-
menn sjá það nú, að enginn leið er
til þess að telja fólki, jafnvel ekki
því grunnhyggnasta, trú um, að
sósíalistar ráði stefnunni í Fram-
sóknarflokknum. Skilyrðið fyrir
rógsiðju þeirra á hendur Fram-
sóknarmönnum finnst þeim sem
burtu fallið. Þess vegna leitar
hugsýkin á þá. Þeir eru meira að
segja dauðskelkaðir út af því að
augu þeirra manna, sem einhvern
trúnað kunni að hafa lagt á orð
þeirra, muni nú upp ljúkast, og
þeir átti sig á þvi, að kenningar
varaliðs-foringjanna um yfir-
drottnun sósíalista og undirlægju-
hátt Framsóknarmanna hafi aldrei
verið annað en vísvitandi upp-
spuni foringjanna. Sú hræðsla við
skilning kjósendanna er heldur
ekki ástæðulaus.
Það getur heldur ekki hjá því
farið, að skilningur ýmsra kjós-
enda, sem glæpst hafa til fylgis
við varaliðs-foringjana, skerpist
hokkuð á því, hverrar pólitískrar
tegundar þessir foringjar eru, þeg-
ar það verður augljóst, sem nú er
i undirbúningi, áð allsherjar sam-
fylking verði við næstu kosningar
meðal stóra og litla íhaldsins,
þannig að t. d. hér í Eyjafirði
verði Garðar Þorsteinsson og Ste-
íán í Fagraskógi einir í kjöri í
sameiningu fyrir litla og stóra í-
haldið. Aðþrengdir af hugsýki
ætla foringjar litla íhaldsins á
þenna hátt að varpa liði sínu, eins
og það er til hér í Eyjafirði, í fang
stóra íhaldsins, opinberlega, fyrir
opnum tjöldum. Hið pólitíska dað-
ur milli íhaldanna beggja hefir að
vísu verið á flestra vitund að und-
Til er gömul sögn um tvær
systur, er voru tvíburar, vaxnar
saman á hryggnum, hétu báðar
Þuríðar og áttu heima undir Eyja-
fjöllum. Um þær var kveðið:
Fyrir því kviðu Þuríðarnar tvær
— samfastar á hryggnum voru
svínnar mær, austur undir Eyja-
fjöllum voru báðar þær — að önn-
ur mundi deyja fyrr en önnur.
Það er að verða svipað ástatt
með íhaldið og hinn svokallaða
„Bændaflokk“ hér í Eyjafirði og
þessar systur. Nú fyrir næstu
kosningar er verið að bræða þessa
tvo flokka saman í einn flokk,
gera þá samfasta á hryggnum. —
Onnur ásjónan á þessari ófreskju á
að vita að kaupsýslumönnum,
bröskurum og spekúlöntum, hin á
að brosa við saklausum bændalýð
og leiða hann til fylgis við sam-
bræðinginn. Þessar tvær pólitísku
sambræðslu Þuríðar eru hræddar
III.
Árið 1929 kom K. E. A. á fót
smjörlíkisgerð. Tók hún til starfa
á öndverðu ári 1930. Var mjög
vandað til allra véla og áhalda.
Þegar á fyrsta ári lækkaði félagið
útsöluverð smjörlíkis um 20 aura
kílóið. Árið 1933 lækkaði félagið
útsöluverðið aftur um 20 aura
hvert kg. og árið eftir enn um 15
aura. Hefir því stofnun og starf-
ræksla verksmiðjunnar orðið
neytendum mjög mikilsverð.
Síðastliðið ár var íramleiðsla
verksmiðjunnar 182,713 kg. (smjör-
líki, bökunarfeiti og steikarfeiti)
og var söluverðið um 243 þús. kr.
Er framleiðslan um 22 þús. kg.
meiri en árið 1935. Sannar það
bezt gæði framleiðslunnar, að sal-
an vex ár frá ári.
Fastir starfsmenn í smjörlíkis-
gerðinni eru 4.
IV.
Á öndverðu ári 1930 hóf K. E.
anförnu, nema nokkurra auðtrúa
sálna í liði varaliðsins sjálfs, sem
í blindni hafa trúað því, að for-
ingjar þess væru saklausir af af-
skiptum við íhaldsflokkinn. Bráð-
lega munu augu þessara manna
opnast fyrir sannleikanum í þessu
efni og má þá svo fara, að þeir
þykist hafa verið illa sviknir og
því ekki auðsveipir, þegar þeim
verður skipað að kjósa Garðar
Þorsteinsson og Stefán í Fagra-
skógi í því augnamiði að fella frá
kosningu samvinnuforingjana Ein-
ar Árnason og Bernharð Stefáns-
son.
við hið sama og samvöxnu tvíbur-
arnir, að önnur muni deyja fyrr
en hin, þ. e. a. s., stóra íhaldið er
hrætt um að sinn frambjóðandi
falli, en frambjóðandi litla íhalds-
ins k"nni að ná kosningu, og litla
íhaldið óttast hið sama fyrir sitt
leyti, að þess frambjóðandi falli,
en hinn komist að. En þá verður
annarhvor aðilinn að dragnast
með pólitískt lík í lestinni. Þetta
er óttaleg tilhugsun fyrir bæði í-
höldin.
En það er á valdi eyfirzkra kjós-
enda að gera miskunnarverk á
þessum brjóstumkennanlegu aum-
ingjum, forða þeim frá að lenda í
þessum voða með því að fella
frambjóðendur beggja íhaldanna,
láta báðar Þuríðarnar deyja á
sama tíma, á kjördaginn í vor.
Það ráð munu eyfirzkir kjós-
endur taka.
A. brauðgerð í brauðgerðarhúsi,
sem leigt var af A. Schiöth, brauð-
gerðarmeistara á Akureyri. Lækk-
aði félagið þegar útsöluverð rúg-
brauða um 12% og síðar á sama
ári lækkaði það útsöluverð allra
matarbrauða um 10%. Auk þess
fengu íélagsbundnir viðskipta-
menn 5% arð árið 1933, og síðan
hafa þeir árlega fengið 10% arð
af brauðúttekt sinni.
Brauðgerðin var rekin í hinum
leigðu húsakynnum til febrúar-
loka árið 1935, er hún var flutt í
hið nýja og íullkomna brauðgerð-
arhús félagsins í Hafnarstr. 87.
Framleiðsla og sala brauðanna
hefir farið sívaxandi. Árið 1936
var framleiðsla brauðgerðarinnar
seld fyrir um 150 þús. kr., og er
það tæpum 45 þús. kr. meira en
árið áður.
Fastir starfsmenn Brauðgerðar
K. E. A. eru 17.
V.
Árið 1932 stoínuðu K. E. A. og
S. í. S. í félagi Sápuverksmiðjuna
„Sjöín“ og kaffibætisverksmiðj-
una „Freyju“. Sápuverksmiðjan
var fyrst rekin í skúr, sem var
reistur austan við smjörlíkisgerð-
ina. En brátt gerðust húsakynnin
alltoí' lítil, þar sem framleiðslan
óx óðfluga. Sápugerðin var því
flutt í önnur og stærri húsakynni
árið 1934, sem eru í Grófargili
norðanverðu. Hefir verksmiðjan
verið rekin þar síðan. Framleiðsl-
an hefir vaxið hröðum skrefum ár
frá ári. Síðastliðið ár var söluverð
framleiðsluvaranna um 203 þús.
kr. og er það um 74 þús. kr. meira
en árið 1935.
Fastir starfsmenn Sápuverk-
smiðjunnar eru 14.
Kaffibætisgerðin „Freyja“ er
rekin á efri hæð kornvöruhúss K.
E. A. Gegnir sama máli um hana
og aðrar verksmiðjur samvinnu-
manna á Akureyri, að framleiðsl-
an fer vaxandj, því Freyjukaffi*
bætirinn flýgur út. Árið 1936 nam
salan um 101 þús. kr. Er það um
24 þús. kr. meira en árið áður. Við
verksmiðjuna vinna 5 fastir starfs-
menn.
(Framhald.)
Iðnskóla Akureyrar verður slitið föstu-
daginn 16. þ. m. (ekki laugardag), kl.
8.30 e. h. í Skjaldborg. Að skólaslitunum
lcknum fer fram sameiginleg kaffi-
drykkja nemenda kennara og gesta
þeirra. Dans á eftir. Aðgöngumiðar seld-
ir í Iðnskólanum á föstudaginn frá kl.
5.30—7 e. h. Áskriftarlisti í Electro Co.
Reiðhjól
karla og kvenna, ó d ý r.
Aðeins litlar birgðir.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervðrudeild.
mmmmmmmui
Þuríðarnar tvær.
Iðnaður samvmnnmanna
á Akureyri.