Dagur - 07.05.1937, Síða 2

Dagur - 07.05.1937, Síða 2
76 DAGUR I 19. tbl. Hafnarbætur á Dalvík. Á síðustu árum hefir sjómanna- stéttinni í Dalvík bætzt álitlegur hópur ungra dugnaðarmanna, sem alizt hafa upp þar í þorpinu. Ekki einasta Dalvíkurbúar, heldur hver og einn einasti Svarfdælingur ósk- ar þess af heilum hug, að þessara vösku sjómanna bíði nægileg verkefni á æskustöðvunum, svo að sveitarfélagið í heild megi njóta krafta þeirra og manndóms. En eins og málin horfa nú við, blæs ekki byrlega um þetta. Útgerð þorpsins þarf hvergi nærri á allri fólksaukningu þess að halda. En ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir aukn- ingu útgerðarinnar eru hafnar- bætur í Dalvík. Hin upprunalega höfn hefir tvo megin ókosti. í fyrsta lagi er skjól ekkert fyrir brimi. Á hverjum vetri má því búast við, að timburbryggjur ver- stöðvarinnar sópist burtu eins og spilaborg, sem andað er á. Að vor- og haustlagi er algengur sá sjó- gangur við bryggjur á Dalvík, að bátar verða þar hvorki fermdir eða affermdir. Er ljóst, hver hnekkir það er útgerðinni og mik- ill Þrándur í Götu aukningar hennar. í annan stað er útgrynni mikið við bryggjur þorpsins. Al- gengasta stærð á bátum í Dalvík er 10—14 tonn. Og þeir mega naumast vera stærri, ,því að þá verður að sæta sjávarföllum til þess að þeir fái lagzt að bryggju. Allir munu sammála um það, að stærri báta væri hin mesta þörf. Síldveiðarnar gefa ekki góðanarð, séu þær stundaðar á svo litlum bátum. En síldveiði gæti að sjálf- sögðu verið töluverður þáttur í útgerð frá Dalvík. Allar endur- bætur á timburbryggjunum eru útilokaðar. Enginn getur vænzt, að eigendur þeirra vilji láta vetr- arbrimin skola burtu meiri verð- mætum, en í þeim liggur nú. Lausn þeirra vandamála, sem nú steðja að atvinnulífi Dalvíkur, er aðeins ein: hafnarbætur. Þegar þær eru fengnar, koma þangað stórir og vel búnir mótorbátar. Bátar, sem ekki eru bundnir við að leita til hafnar á hverjum sól- arhring með afla sinn, heldur geta „legið úti“, þegar þörf krefur. Bát- ar, sem sýna góða rekstrarafkomu á síldveiðum og verða alhliða lyftistöng undir atvinnulíf þorps- ins. Aukin síldveiði og síldarsöltun á Dalvík leiðir af sér byggingu síldarverksmiðju. Sjómenn kann- ast vel við tafirnar og tapið, sem leiðir af því að neyðast til að sigla með úrgangssíldina til Siglufjarð- ar, Dagverðareyrar eða Krossa- ness. Og það er alveg fullvíst, að þegar Dalvík hefir fengið höfn og útgerðin blómgast í skjóli hennar, þá verður byggð þar síldarverk- smiðja, sem ynni úr ca. 400—600 málum síldar á sólarhring. Auk þess ynni hún að sjálfsögðu úr öll- um fiskbeinum og fiskúrgangi ver- stöðvarinnar. Sjómenn og verkamenn á Dal- vík hafa sýnt að ekki stendur á þeim til eflingar atvinnulífinu þar. Á síðasta vetri stofnuðu þeir með sér samvinnufélag til útgerðar. Þótti þeim þá að vonum mikið tjón, að eigi voru lögfést þau hlunnindi, er fólust í frumvarpi Framsóknarmanna um samvinnu- útgerð. Og eigi fengu þeir skilið andúð þingmanna sósíalista gegn þessu nauðsynjamáli sjómanna- stéttarinnar. Gifta þessa nýstofn- aða útgerðarsamvinufélags í Dal- vík er algjörlega komin undir þeirri lausn, sem verður á hafnar- málum þorpsins. Meðlimir sam- vinnufélagsins vita vel, hverjar stefnubreytingar útgerðarmál í Dalvík þarfnast. Hugir þeirra stefna til stórra og vel búinna báta, sem gefi hinum ungu og efnilegu sjómönnum þorpsins kær- komið tækifæri til að sýna hug sinn og dug í fangbrögðunum við Ægi. Þá skal vikið að því, á hvaða stigi hafnarmál Dalvíkur standa nú, og hversu horfir um lausn þeirra. Á haustþinginu 1931 fengu þingmenn Eyfirðinga, þeir Bern- harð Stefánsson og Einar Árnason, samþykkt lög um hafnargerð i Dalvík. Bernharð flutti frumvarp- ið, og hafði þingið haft það áður til meðferðar. En vífilengjur þeirra, er létu sig litlu skipta um mesta nauðsynjamál Dalvíkur, töfðu framgang þess. Á næstu ár- um eftir samþykkt hafnarlaganna var hafinn undirbúningur nokkur í héraði. Nálega hver maður í Svarfaðardalshreppi hefir einlæg- an áhuga fyrir hafnargerðinni. At- vinnulíf Dalvíkur stendur og fell- ui með henni. Sveitabændum er ljós markaðsaukningin, sem efling þorpsins hefði í för með sér. Og allir eru einhuga um þá ósk, að æsku allrar sveitarinnar bíði ein- hver verkefni heima fyrir. Þegar aimennur var orðinn skilningur á nauðsyn málsins, var næst að at- huga fjárhagshliðina. Til þess að gefa mönnum hugmynd um, hversu lögin gera ráð fyrir að henni verði borgið, skulu teknar hér upp tvær fyrstu greinar hafn- arlaga fyrir Dalvík: 1. gr. Til hafnargerðar á Dalvík veit- ast úr ríkissjóði, eftir áætlun, sem ríkisstjórnin samþykkir, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum, % kostnaðar, allt að kr. 150000, gegn því, að frá hafnarsjóði Dalvíkur komi % kostnaðarins, kr. 150000, og frá Svarfaðardalshreppi Vs kostnaðar, kr. 75000. 2. gr. Ríksstjórninni veitist heimild til að ábyrgjast, fyrir hönd ríkissjóðs, allt að 150000 króna lán, er hafn- arsjóður Dalvíkur kann að fá til hafnargerðar, gegn ábyrgð sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu, enda sé lánið tekið fyrir milligöngu Lands- bankans, ef það er tekið erlendis. Tillag úr ríkissjóði og ábyrgð rík- isins, er bundin því sk;ilýrði að yf- irumsjón með verkinu og reikn- ingshald sé falið manni, sem síjórnarráðið samþykkir. í héraði hefir verið hafin fjár- söfnun, og hafa undirtektir yfir- leitt reynzt góðar. Þá kom til kasta Alþingis. Þingmenn Eyfirð- inga ætluðu engan veginn að láta staðar numið með samþykkt hafn- arlaganna. Á þinginu í vetur hafði íjárveitinganefnd til athugunar á- ætlun og teikningar af fyrirhug- aðri hafnargerð í Dalvík. Bernh. Stefánsson á sæti í nefndinni og ætlaði hann að fá tillögu um styrk og ábyrgð vegna hafnargerðar í Dalvík borna fram af fjárveitinga- nefnd þá á þinginu. En þegar sýnt var að fjárlög yrðu ekki afgreidd, og því ekki heldur samþykkt fjár- veiting til þessara hluta, tók Bern- harð þann kostinn í málinu, sem beztur var: Hann tryggði málinu fylgi meirihluta fjárveitinganefnd- ar. — Á fundi nefndarinnar bar hann fram svohljóðandi tillögu: „Fjárveitinganefnd mælir með því, að ríkisstjórnin taki upp á fjárlagafrumvarpið fyrir árð 1938, styrk og ábyrgðarheimild til hafn- argerðar í Dalvík, samkvæmt lög- um um hafnargerð þar, og áætlun er fyrir liggur.“ Á þeim fundi var atkvæða- greiðslu um tillöguna frestað, samkvæmt beiðni frá Sjálfstæðis- mönnum, en ákveðið að greiða at- kvæði um hana á nœsta fundi. Þá var tillagan samþykkt með at- kvæðum Framsóknarmannanna þriggja (Bernh. St., Bj. Bj. og Þ. Þorl.), jafnaðarmannanna tveggja og eins Sjálfstæðismanns. Hinir þrír sýndu hug sinn til málsins með því að mæta ekki á fundin- um. Kemur slíkt engum á óvart, er til þekkir, því að alkunn og skiljanleg er andúð ýmsra áhrifa- ríkra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri gegn hafnarbótum á Dalvík og auknu atvinnulífi þar. Þessi tillaga er auðvitað engin samþykkt þingsins. En hún er bindandi fyrir þá, sem nú greiddu henni atkvæði. Hún er álit -og vilji fjárveitinganefndar í þessu máli, eins og hún er nú skipuð. Og það má telja fullvíst, að stjórnin taki tillit til þessarar tillögu og geri allt sitt bezta í málinu. Eyfirzku þingmennirnir munu ekki láta sitt eftir liggja að hrinda Framsoknarflokkurinn 1 er samkvæmt stefnuskrá sinni og starfsemi fyrst og fremst flokkur bænda og annara framleiðenda til sveita og sjávar/ og allra þeirra, sem viðurkenna gildi og nauðsyn sam- vinnunnar, en jafnframt er hann frjálslyndur miðflokk- ur, er starfar að alhliða framförum, menningu og bættum kjörum allra yinn- andi stétta. — Þetta verða kjósendur að hafa hugfast við kjörborðin 20. júní næstkomandi. I þessu máli í framkvæmd, fremur en hingað til. Það þarf sjálfsagt ekki að gera því skóna, að íhaldið og varaliðið vinni Eyjafjörð við næstu kosningar. En ef sú ógæfa henti eyfirzka kjósendur, að senda á þing fulltrúa kyrrstöðunnar í ís- lenzku þjóðlífi, fengi hafnarmál Dalvíkur hægt andlát. Ekki aðeins andúð íhaldsmanna á Akureyri myndi orsaka það, heldur einnig óþreytandi andróður gegn hags- munum fólksins í landinu. Hag reykvískra heildsala ber íhaldið fyrir brjósti, og varaliðið er auð- mjúkur þjónn þess og heildsala- klíkunnar. í Svarfaðardal og Dal- vík hefir fylgi Framsóknarflokks- ins verið eindregið. En í þessum kosningum mun það verða óskipt- ara en nokkru sinni áður. Kjós- endur þar vita, að sigur Fram- sóknarflokksins í næstu kosning- um þýðir framgang hafnargerðar í Dalvík. Þessvegna gefa þeir Ein- ari á Eyrarlandi og Bernharð Stef- ánssyni atkvæði sín 20. júní n. k. Svarfdœlingur. NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Apfr- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki.) Fréttir af aðalfundi K. E. A., sem lauk síðastl. þriðjudagskvöld, verða að bíða uæsta blaðs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.