Dagur - 20.05.1937, Page 4

Dagur - 20.05.1937, Page 4
94 DAGUR 23. tbl. 1 Landhelgisgæzlan. Óheilindi Sjálfstæðisflokksins við smá- bátaútveginn. Eitt af aðalmálum Framsóknar- flokksins hefir verið aukin land- helgisgæzla. í stjórnartíð Jónasar Jónssonar eignaðist þjóðin „Ægi“, bezta varðskipið, og honum stjórnaði duglegasti yfirmaður við landhelgisgæzluna. Og þegar Jón- as Jónsson flutti frumvarp sitt um að koma í veg fyrir að loftskeyti væru notuð til njósnarstarfsemi fyrir landhelgisbrjóta, er alkunna hvernig íhaldið snerist við því. Það taldi frumvarpið ekki aðeins óþarft, heldur væri það til skammar að gruna nokkra Islend- inga um slíka landráðastarfsemi. En hvað er nú komið á daginn? Ekki aðeins háttsettir flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum, heldur einnig þingmenn flokksins, full- trúar sjómanna, hafa orðið að játa á sig þetta glæpsamlega athæfi. Hér skal aðeins drepið á tvenn ummæli úr umræðum á Alþingi um eftirlit með lofskeytanotkun veiðiskipa og heilindi þessara manna. Jóhann Jósefsson sagði: „Það þarf mikla oftrú á gagnsemi njósnarstarfseminnar, ef nokkrum dettur í hug að nokkur heilvita útgerðarmaður fari að eyða tíma í það, að njósna um hvar „Óð- inn“, „Þór“, „Fylla“ og ,Ægir, eru þá og þá stundina. Ég held að enginn útgerðarmaður fari að eyða tíma sínum í svo árangurs- litið starf og ógöfugt. Ég hefi að minnsta kosti ekki slíka trú á gildi njósna.“ (Alþt. 1929, C 1836). Þannig mæltist þingmanni Vestmannaeyja. En síðan hefir það ótrúlega skeð. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í kjördæmi Jóhanns Jþsefssonar, Georg Gísla- son að nafni, hefir verið dæmdur fyrir njósnir um varðskipin. Und- ir handarjaðri þingmannsins hefir verið unnið að því að eyðileggja smábátamiðin fyrir sjómönnun- um, sem kusu hann á þing. Jón Auðunn Jónsson sagði í þingræðu: „Hann (J. J.) hélt í upphafi, að loftskeytin væri mikið notuð í óleyfilegum tilgangi, en ég er sannfærður um, að hann hefir nú fengið þær upplýsingar í þessu máli, að hann veit, að þetta er ekki rétt. Ég veit að flest eða öll íslenzk skip eru nú hætt að fara í landhelgina.“ (Alþt. 1932, C-deild) Nú nýskeð er það komið í ljós, að um sama leyti og J. A. J. talaði svona á Alþingi, sendi hann sjálf- ur dulskeyti um ferðir varðskip- anna. Hann hefir orðið að játa fyrir lögreglunni, að hann hafi látið togara vita um ferðir varð- skipanna, svo þeir gætu notfært sér fiskimiðin við Vestfirði, þar sem lífsbjörg sjómannanna, sem kusu hann á þing, var falin. Slík eru heilindi þessara manna við alþýðuna. En nú hefir J. A. J. bognað fyrir hinum þunga al- menningsdómi í þessu máli, svo ékki hefir þptt fært að sen<Ja hann í framboð aftur í kjördæmi sínu. Enda er það vitanlegt, að mkill hluti kjósenda hans hefir lífsbjörg sína af fiskiveiðum inn- an landhelgislínu, og eru ákveðn- ir andstæðingar þeirra óhappa- manna, sem vilja láta togarana eyðileggja smábátamiðin. Sjálfstæðisflokkurinn þykist vilja hlynna að sjávarútveginum. En öll framkoma þingmanna flokksins bendir ótvírætt í þá átt, að þeir hafi að vísu nokkurn á- huga fyrir rekstri hinna stóru togarafélaga, svo máttarstoðir flokksins fái hærri rekstursafgang í góðu árunum. En lengra nái á- huginn ekki. Þeir vilja ekki að- eins koma í veg fyrir, að smá- bátamiðin séu tryggð gegn eyði- leggingu togaranna, heldur bein- linis vinna að því að eyðileggja þau. Þetta sýnir gleggra en nokk- uð annað inn í hugarfar þessara manna, þar sem steinblind eigin- girni situr að völdum, en fórna á hagsmunum almennings á altari hennar. Af þessu ætti öllum að vera ljóst, að sjómenn, sem stunda veiðar á smærri bátum með ströndum landsins, geta ekki treyst Sjálfstæðisflokknum til að verja fiskimið sín. Og annað það, að óheilindi Sjálfstæðismanna eru svo mikil, að orð þeirra og gjörðir eru í organdi ósamræmi hvað við annað. Skyldu þeir ekki oftar mæla af óheilindum? Nú hafa gerzt þau tíðindi að „Bændaflokkurinn“ hefir verið leigður af íhaldinu til þess að hjálpa því við kosningarnar, og hefir hann þá um leið tekið á sig meðábyrgð á landhelgisnjósnun- um, fjársukkinu í Kveldúlfi o. fl. Ekki er nú hægt að segja að sómatilfinning þess flokks sé á háu stigi. En þrátt fyrir það hefir „svarta fylkingin11 enga möguleika til að sigra við þessar kosningar. Fortíð flokkanna hræðir. Mönnunum, sem tala eitt og gjöra annað, á sjálfu Alþingi, treystir enginn réttsýnn maður. Kirkjan. Messað n. k. sunnudag i Ak- ureyrarkirkju, ki. 2 e. h. Zíon. Næstkomandi sunnud. ki. 10%: Sunnudagaskóli. öll börn velkomin. Kl. 8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Kantötukór Akureyrar heldur konsert i Nýja Bíó, fimmtudagskvöld 20. þ. m., kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Nýja Bíó frá kl. 3—6 konsertdaginn og við innganginn. Frambjóðendur á Akureyri við næstu Alþingiskosningar verða þessir: Fyrir Framsóknarfl. Árni Jóhannsson, gjaldkeri. Fvrir Alþýðuf 1.: Jón Baldvinsson. Fyrir Sjálfstæðisfl.: Sig. Ein. Hlíðar. Fyrir kommúnista: Steingr. Aðalsteinss. Sundnámskeið heldur U. M. F. »Framtíð€ við sundlaug sma að Hrafnagili frá 31. maí til 19. júní n.k., að báðum dögum meðtöidum. Sundkennari er Hreiðar Eiríksson. Kennslan kostar kr. 7,50 fyrir utanfélagsmenn og kr. 5,00 fyrir félagsmenn. í kennslugjaldinu felst aðgangur að sundiauginni um helgar í sumar. Umsókn- ir sendist E. G. Brynjólfssyni, Kristnesi, Hreiðari Eiríkssyni s.st. eða Baidri Halidórssyni, Hvammi. Sundlaugin verður opin til afnota fyrir almenning frá 20. júní til 15. sept. n. k. sem hér segir: Á laugardagskvöldum ki. 8—10 og á sunnudögum frá kl. 9 f. h. til kl. 9 e. h. Aðgangur kostar kr. 0,50 fyrir manninn. Einnig fást aðgöngukort yfir alian tímann, sem kosta kr. 3,00, Félagsstjórnln. Keyrslutaxti vörubifreifla. Vegna breytingar á fyrirkomulagi við vinnu í bænum, höfum vér undirritaðir vörubílaeigendur ákveðið neðanskráðan taxta. Minnsta gjald sé kr. 1.00 og taki ekki lengri tíma en 15 mfn. Tímavinna í almennri vinnu . . . . . Kr. 4,50 á kl.st. — viö kol í bíng.................— 5,00 c — Eftirvinna og sunnudagavinna greiðist kr. 0.50 hærra pr. kl.st. ÁKVÆÐISVINNA. Möl og sandur um eyrina...........kr. 0,30 pr. tunnu — — á ytri brekku .... — 0,35 — — — - — á syðri brekku .... — 0,40 — — — - — á syöri brekku sunnan M.A. — 0.50 — — Útflutningur á kolum um bæinn ... — 3,00 — tonn, Öll keyrsla innan viö 100,oo krónur (miðað viö tímakaup) framkvæmist í tfmavinnu. Smátúrar verða að staðgreiðast. Taxtinn gengur f gildi 15. maf þ, á. og gildir þar til öðruvísi verður tilkynnt Akureyri 12. maf 1937. Bifreiðast. Bifröst. Nýja Bílastöðin. Bifreiðastöð Akur- eyrar. Bifreiðastöð Georgs Jónssonar og aðrir vöru- bílaeigendur utan stöðva. Draumur. (Framh. af 1. síðu). • hest, stóran vexti, og bar hann ó- tal böggla, stóra og smáa. Var á- letrun á flestum bögglunum. Ekki gat ég lesið nema sumar. Á einum stóð: „Fjármálastjórn Reykjavík- ur“, á öðrum: „Eftirgjafir til Kveldúlfs“, á þeim þriðja: „Gróði heildsalanna“. Aftan í taglið á þeim glámótta var hnýttur asni einn fremur lítill. Bar hann- tvo stóra sekki, sinn á hvorri hlið. Á annan sekkinn var letrað: „Land- helgisbrot“, en á hinn: Fjármála- stjórn Kveldúlfs“. Sýndist mér asninn alveg vera að sligast undir byrðunum. Á eftir þessari lest rölti svart tryppi og hneggjaði á þýzku. Ég vék mér að vini mínum og spurði hann, því Ólafur hefði svo þunga bagga á asnanum. Svaraði hann því, að byrðarnar hefðu ver- ið of þungar á þann glámótta, því hefði Ólafur fengið lánaðan asn- ann, en af því hann væri lánsgrip- ur, fengist hann lítið um, þó hann hefði fullmikið að bera. Drauma-Jói. Konungur Islands og Danmerkur átti 25 ára ríkisstjórnarafmæli á laugardag- inn v^r. Var þessa minnzt með miklum hátíðahöldum í Danmörku og nokkuð hér á Islandi. Ritstjóri: ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar. Takið eflir! Á vinuustofu minni, Hafnarstræti 103 B, skaffa eg með stuttum fyrirvara hurðir, glugga og alls- konar húsgöng, einnig viðgerð á gömlum hlutum tek eg að mér að vélvinna. Líkkistur ávalt fyrirliggjandi. Eyþór H. lómasson, trésmíðameistari. Sími 357 heima. Uny, nfborjn kfr til sölu nú þegar. Upplýsingar hjá Kea. Mótorlijól nýviðgert í góðu standi til sölu. Björn Guðnason, Brekkugötu 41. Kaupum flöskur Vi flöskur á 0,15 aura >/z - - 0,12 - Veitt móttaka frá kl. 1—7 e. m. í Smjörlíkisgerðinni. Karlakór Akureyrar efnir til ókeypis samsöngs i Samkomuhúsi bæjarins nk. sunnudag kl. 4 e. h. Dansleik heldur Taflfélag Hrafnagils- hrepps, laugardaginn 22. þ. m., að þing- húsi hreppsins. Hefst kl. 9% e. h.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.