Dagur


Dagur - 27.05.1937, Qupperneq 3

Dagur - 27.05.1937, Qupperneq 3
25. tbl. DAGUR 101 Minnisblað fyrir 3ændaflokksu-menn. VI. Nokkur stjórnarafrek Porsteins Briem, þegar hann var atvinnumálaráðherra: 1. Árið 1932 varði hann aðeins 573 þús. kr. samtals til nýrra þjóðvega, þjóðvegaviðhalds, fjallvega og sýsluvega, og var það miklu minna en fjárlögin fyrir það ár ákváðu. 2. Hann felldi niður framlag til Verkfærakaupasjóðs. 3. Hann taldi 72 aura nægilega hátt kjötverð. 4. Hann framkvæmdi ekki mjólkurlögin frá 1933. 5. Hann gerði yfirleitt ekkert til að hækka verð á fram- leiðsluvörum bænda. 6. Hann felldi ekki krónuna, meðan hann hafði vald til, þó hann telji það nú allra meina bót. 7. Hann greiddi ekki viðbótarstyrk til mjólkurbúa sam- kvæmt lögum. 8. Hann dró 27500 kr. af brúafé 1932. 9. Hann hreyfði sig ekki, þó að fátækrabyrðin væri að verða sveitafélögunum ofurefli, og lét Magnús Guð- mundsson sofa á þeim málum. 10. Hann leyfði Magnúsi Guðm. að draga 56 þús. kr. af fé til símalagninga 1932. 11. Hann leyfði Magn. Guðm. að draga 25 þús. kr. af fé til einkasíma 1932. Þetta er foringi hins svokallaða »Bændaflokks«. Hið ofangreinda ber kjósendum að muna á kjördegi 20. júní næstkomandi. Þorsteinn Jónsson I á Bakka. J Eins og áður hefir verið getið í „Degi“, lézt hann að heimili sínu, Bakka í Öxnadal, 17. apríl sl., efitir stutta legu. ‘Þorst. sál. var fæddur 14. júlí 1867 á Syðra-Fjalli í Aðaldal. Þeg- ar hann var á fyrsta ári, fluttu foreldrar hans, Jón Jónsson og Halldóra Jónsdóttir, að Fornastöð- um í Ljósavatnsskarði, og þar ólst hann upp til fullorðinsára. Árið 1889 réðist Þorsteinn vinnumaður vestur að Hólum í Hjaltadal, til Hermanns Jónasson- ar, sem þá var þar skólastjóri. Næsta ár gekk hann í Hólaskóla og lauk þar námi vorið 1892. Eftir það réðist hann til Stefáns Stefánssonar kennara, síðar skóla- meistara, á Möðruvöllum, og var ráðsmaður fyrir búi hans til vors- ins 1908, að Stefán lét af búskap. Ráðsmannsstaðan á Möðruvöll- um var óefað hin mesta vanda- staða; búið varð smám saman eitt hið allra stærsta hér nærlendis, fólkið margt, sem hann hafði yfir að segja, og forsjá þuríti fyrir mörgu að hafa. Var verkstjórn öll á hinu stóra búi mjög í höndum Þorsteins, því húsbóndinn var, sem kunnugt er, hlaðinn margs- konar störfum við embætti sitt, vísindastarfsemi og þátttöku í op- inberum málum. Fórst Þorsteini þessi vandastaða svo vel úr hendi, að hann ekki einasta naut fyllsta trausts og vináttu húsbænda sinna, heldur var hann einnig svo vin- sæll af því marga fólki, sem vann undir stjórn hans, að fágætt mun vera. Að svo mikil gifta fylgdi þessu starfi Þorsteins, má sjálf- sagt að einhverju leyti þakka því, að húsbóndi hans, Stefán skóla- meistari, var hinn mesti ágætis- maður, sem gott þótti að vinna ájá og gat hann því valið úr fólki, en þó komu auðvitað mannkostir Þorsteins sjálfs mest til greina í starfi hans: trúmennska hans, dugnaður, verkhyggindi og skap- festa, samfara glaðlyndi, góðu við- móti og velvild til allra, sem hann nautum. Kosningabaráttan er um verzlunargróðann. Ef Garðar og Stefán kæmust að, sem að vísu er ekki hætta á, þá myndi það undir eins næsta haust hafa þau áhrif, að kjötlögin væru afnumin eða framkvæmd þeirra lögð í hendur fjandmanna bændanna. Stjórnartíð Þ. Br. og íhaldsins frá 1932—34 var samfelt hallæri fyrir bændastétt landsins. Síðan hin nýja stjórn tók við og skipu- lagði verzlunina með kjöt, mjólk og grænmeti, hefir hagur bænda batnað með hverju ári. Og nú biður heildsalaklíkan í Reykjavík bændur að svíkja sjálfa sig, fjölskyldur sínar, stétt og þjóð, til þess að milliliðirnir geti sett á þá þrældómshlekkina frá tíð Þ. Briem. Velvakandi. hafði afskipti af, því þannig var hann. Árið 1899 giftist Þorsteinn Ólöfu Guðmundsdóttur frá Helgavatni í Vatnsdal og lifir hún mann sinn, en er nú mjög farin að heilsu. Ólöf er hin mesita ágætiskona í hví- vetna og var dugnaður hennar frábær, á meðan kraftar entust, jafnan var hinn mesti myndar- bragur á heimili þeirra hjóna og voru þau samhent í því sem öðru. Hjónaband þeirra var hið farsæl- asta. Þau eignuðust 5 syni og eru þeir allir á lífi og uppkomnir. All- ir eru synir þeirra hinir mann- vænlegustu; 2 þeir elztu eru góðir og nýtir bændur í Öxnadal og all- ir eiga bræðurnir heima þar í dalnum. Þegar Sitefán skólameistari lét af búskap árið 1908, tók Þorsteinn Möðruvelli til ábúðar og bjó þar til 1911. Flutti þá að Arnarnesi og bjó þar eitt ár. En vorið 1912 flutti hann að Bakka í Öxnadal og átti þar heima til dauðadags, en af bú- skap lét hann fyrir nokkrum ár- um og tók þá Þór sonur hans við jörðinni og hjá honum var hann það sem eftir var æfinnar. Á bú- skap Þorsteins var jafnan mesti myndarbragur, en aldrei varð hann auðugur að fé, þó komst hann vel af. Hann var leiguliði, en þó bætti hann ábúðarjörð sína mikið, enda var hann hinn mesti áhugamaður um allar búnaðar- framkvæmdir. Gestrisinn var hann, og þau hjón bæði, enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra. Þorsteini var mjög fjarri skapi að láta mikið bera á sér, enda tók hann ekki mikinn þátt í opinber- um málum. Ákveðinn var hann þó í skoðunum og jafnan einlægur og öruggur flokksmaður þess stjórn- málaflokks, sem hann fylgdi að málum. Hann var um tíma for- maður í Búnaðarfélagi Öxndæla; í hreppsnefnd Öxnadalshrepps átti hann sæti samfleytt í 12 ár; sóknarnefndarmaður og meðhjálp- ari var hann og lengi. Öll þessi störf rækti hann með hinni mestu samvizkusemi og má ég vel um það bera, því við vorum saman í hreppsnefnd Öxnadalshrepps allan þann 'tíma, sem Þorsteinn átti þar sæti. Hefi ég aldrei átt betri né drengilegri samstarfsmann. Eftir að Þorsteinn flutti að Bakka, hafði ég náin kynni af honum í þau 25 ár, sem þá voru eftir af æfi hans, og tókst með okkur alúðar vinátta. Hygg ég fáa menn betra að eiga að vin heldur en hann. Vinátta hans var svo hrein og fölskvalaus, drengskapur- inn svo mikill, bjartsýnin og trúin á hið góða í tilverunni svo sterk, að styrkur og öryggi fylgdu vin- áttu hans. Hann var karlmenni í lund og bjartsýnn trúmaður að lífsskoðun. Að öllu var hann hinn ágætasti drengur. Jarðarför Þorsteins fór fram laugardaginn 8. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Ræður fluttu sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöll- um og sr. Theodór Jónsson á Bæg- isá. Gamlir vinir Þorsteins úr Möðruvallasókn báru kistuna í kirkju, en Öxndælingar úr kirkju að gröfinni. Sólskin og hlýr sunn- anvindur var jarðarfarardaginn. Þannig hafði líka líf Þorsteins verið. Það var bjart yfir því alla tíð og hlýtt í návist hans. Bernh. Stefánsson. Uppncfni - réffnefni. í 5. tbl. „Bændablaðsins“ er greinarkorn eftir Þelmerking með yfirskriftinni: „Margur heldur mann af sér.“ Á það að vera svar við smágrein, er birtist í 18. tbl. „Dags“ þ. á., þó það að vísu nái ekki tilganginum. Það var efni greinarinnar í „Degi“ að vekja at- hygli á því, að þeir sömu menn, sem fyrir skömmu síðan mynduðu með sér félagsskap til að styðja nýstofnaðan „Bændaflokk“ í land- inu og sem hafði það með fleiru á stefnuskrá sinni að halda niðri kaupi verkafólks, — stofna nú með sér verkamannafélag. En það er vitað að verkamannafélög eru hugsuð og starfrækt sem stéttar- félög með það aðalmarkmið, að vernda hagsmuni verkafólks, sér- staklega í kaupgjaldsmálum. — „Bændaflokkurinn“ var einnig hugsaður sem stéttarflokkur og hefir mjög verið brýnt fyrir bændum að þoka sér saman í þann flokk, „sinn eigin flokk“, „allir bændur eitt“ hefir verið eitt af kjörorðum Bændaflokksins — þessa keypta málaliðs íhaldsins, sem hefir það eitt markmið undir niðri, að sundra bændum sem allra mest. — Þessvegna er það — eins og áður hefir verið bent á — Ollum þeim, sem sýndu okkur vlnachug vlð fráfall og (arðarför móður okkar, Olafar M. Þorsteinsdóttur, sendum vlð hugheilar kveðfur og þakklœtl. littrn, tengdabttrn og barnabttrn. Maðurinn minn, Auton Eyþór Jóhannesson, andaðist að heimili sínu, Lundargötu 17., þann 24. þ. m. Jarðarförin er ákveðin sunnudaginn 30. maí og hefstkl.il f. h. frá Akureyrarkirkju. — Húskveðja verður engin. Sigurbjörg Bjarnadóttir. Hér með tilkynnist, að móðir okkar, Sigurjóna Jónsdóttir, Dagverðareyri, andaðist 25. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn 2. júni og hefst með húskveðju frá heimili hennar kl. 1 e. h. María Daníelsdóttir. Oddur Daníelsson. mmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmmm

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.