Dagur - 29.07.1937, Síða 3
37. tbl.
DA6UR
155
Samvinnuiélög —
Samvinnnþekking
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengda-
móður, Hólmfríöar Arnadóitur frá Hvassafelli.
Júlíus Gunnlaugsson, böru og tengdabörn.
I.
Um meir er 50 ára skeið hafa
Eyfirðingar unnið að því að móta
og exla samvinnufélagsskapinn í
héraðinu. Saga þessarar baráttu
hefir orðið saga aukinnar velmeg-
unar og framfara á flestum svið-
um á meðal fólksins í landinu yf-
irleitt. Af rótum hins litla Pöntun-
arfélags, sem stofnað var á Grund
árið 1886, hefur vaxið upp hið öfl-
uga Kaupfélag Eyfirðinga, sem nú
er orðið prýði Akureyrarbæjar og
einn aðalmáttarstólpi nærliggjandi
sveita.
Á þessu tímabili hafa orðið
meiri og stórstígari framfarir hér
á landi, en nokkru öðru tímabili
sögunnar. Þjóðin hefir verið önn-
um kafin við að byggja upp nýjar
atvinnugreinar. Verkefnin hafa
alls staðar blasað við, þar sem
landið mátti heita aðeins hálfnum-
ið. Ekki aðeins hér í Eyjafirði
hafa samvinnumenn háð baráttu á
þessu tímabili. Kaupfélögin, sem
risu upp um land allt, voru einnig
afleiðing þessa nýja tíma og
breytta viðhorfs. Nýjar stefnur, ný
verkefni og nýjar lausnir á göml-
um verkefnum, — allt skeði þetta
ef til vill fljótar en svo, að allir
fengju áttað sig á því, og þeim af-
leiðingum, sem það myndi hafa.
Sú framfaraalda, sem reis með
tækni og vélamenningu 20. aldar-
innar, hitti hér fyrir samvinnu-
stefnuna í bernsku og lítt á veg
komna. Þjóðin, sem áður hafði átt
við hina sárustu fátækt að búa,
eignaðist á skömmum tíma ný
framleiðslutæki og ný verðmæti.
Fjármagnið í landinu jókst stór-
kostlega og öllu fleygði fram til
þess, er við eigum nú að búa við.
Eðlilega mótaðist samvinnufé-
lagsskapurinn mikið af þessu á-
standi. Og afleiðingin varð óhjá-
kvæmilega sú, að íslenzka sam-
vinnuhreyfingin hefir náð því
þroskastigi, sem hún nú stendur á,
á dálítið annan hátt en sumar ná-
grannaþjóðir okkar. Á hálfrar ald-
ar skeiði höfum við íslendingar
náð hKitfallslega nærri því eins
hárri félagatölu eins og Englend-
ingar hafa í nærfellt heila öld.
Þeir kappkostuðu allt frá byrj-
un að útbreiða þekkingu á sam-
vinnuhugsjóninni. — Tiltölulega
snemma á þroskatímabili ensku
samvinnuhreyfingarinnar stofnuðu
félögin samband með sér, til þess
að annast útbreiðslu og fræðslu-
starfsemi í stórum stíl, jafnframt
því, sem félögin sjálf tóku slíka
fræðslustarfsemi að sér heima á
félagssvæðinu. Öll ógrynni af bók-
um, blöðum og tímaritum hafa
verið gefin út, fyrirlestrar fluttir,
námskeið haldin, námshringum
kömið af stað og fleiru, er verða
mætti til þess, að menn íhuguðu,
hvert raunverulega er takmark
slíks félagsskapar, og til þess að
hver einstakur félagsmaður væri
sér þess meðvitandi, að hann væri
ekki í félaginu eingöngu til þess
að hirða ógóðann. Þetta hefir auð-
vitað haft stórkostleg áhrif. Enskir
samvinnumenn eru mjög vel
menntaðir um samvinnumál og
vakandi og áhugasamir um fram-
gang samvinnusteinunnar í sinu
iandi og annarstaðar.
Þegar við, íslenzkir samvinnu-
menn, lítum til baka yfir liðin 50
ár, þá gleðjumst við yfir því sem
gert hefir verið, en við verðum ó-
hjákvæmilega að horfast í augu
við þann sannleika, að fjöldi með-
lima kaupfélaga landsins er lítt
fróður um samvinnuhugsjónina,
og að mörgu leyti áhugasnauðari
um félagsmál, heldur en sam-
vinnumenn erlendra þjóða. Einnig
verðum við að gera okkur grein
fyrir því, að æska landsins á, sem
stendur, lítinn kost þess að kynn-
ast samvinnusteínunni almennt,
og að lítið eða ekkert er gert til
þess að vinna hugi unga fólksins í
þessu efni. Þetta er ekki sagt til
lasts íslenzkum samvinnumönn-
um, eða íorráðamönnum félag-
anna, heldur er þetta afleiðing
þess ástands, sem áður er lýst. Fé-
lögin, í eins hröðum vexti og þau
voru, gátu ekki sinnt hvoru
tveggja, að stýra hagsmunamálum
félaganna heilum í höfn, og annast
fræðslustarfsemi eins vel og
skyldi. Nú er það auðvitað mál, að
það er undir skilningi og þekkingu
félagsmannanna á starfseminni
komið, hvort félögin eiga farsæl-
lega að geta unnið að samvinnu-
málum landsins og hagsmunamál-
um neytenda. Félagar, sem kann-
ske þegar mest á ríður snúa baki
við félagsskapnum, eru ekki sá
grundvöllur, sem allt á að hvíla á.
Sá grundvöllur eru menn, sem
skilja og vita hvert takmarkið er,
og eru jafnframt áhugasamir og
láta til sín taka um félagsmálin.
Þeir menn, sem nú skipa kaup-
félög landsins, verða að gera sér
það ljóst, að æska landsins, sem
við á að taka, er eðlilega lítið upp-
lýst um samvinnumál. Verði allt
látið reka á reiðanum um þetta
efni, er ekki að efa að samvinn-
unni í landinu er stór hætta búin,
og starfi þeirra manna, er hófu
merkið fyrir meir en 50 árum.
Þáttur samvinnúnnar í íslenzku
athafna- og menningarlífi hefir
ennþá ekki verið færður í letur.
En merki þess, sem gert hefir ver-
ið, biasa við auganu hvarvetna, og
í hugum margra góðra íslendinga
mun samvinnuhugsjónin skipa
eí'sta bekk. Og öllum þeim, sem
staðið hafa í baráttunni, hlýtur að
vera það ljóst, hve stórkostlega
þýðingu það hefir, að sá tími, sem
íramundan er, sé undirbúinn, með
því að gera æskumenn landsins að
heilhuga samvinnumönnum.
Við eigum að vísu ágætan sam-
vinnuskóla, gott blað og marga á-
gæta menn, sem um fram allt óska
meiri og betri árangurs í framtíð-
inni, heldur en hingað til. En þetta
er ekki nóg. Slíkum árangri verð-
ur ekki náð fyrir atbeina fáeinna
manna aðeins. Vakningaraldan
þarf aj vera sterk og ná til allra
félagsmanna, vinna hug þeirra og
vekja hjá þeim áhuga á starfinu.
Áhugaleysi er oft afleiðing þekk-
ingarleysis. Til þess að menn séu
færir um að skapa sér heilbrigða
skoðun, þurfa þeir að skilja og
hafa þekkingu á þeim stefnum, er
um er að ræða. Og það er einmitt
þetta, sem skapar áhuga á meðal
félagsmanna, og hefir orðið þess
valdandi, hve heilsteyptar og vel
skipulagðar samvinnuhreyfingar
sumra nágrannaþjóða okkar eru.
Menn skilja þá aðeins til hlítar, að
öll starfsemin er til hagsbóta og
menningarauka fyrir þá.
Einmitt þetta er veigamikið at-
riði. Og þessvegna hafa samvinnu-
menn víðast um heim kappkostað
að láta fræsðslustarfsemina og
aðra starfsemi félaganna fylgjast
að. Þannig verður félagsskapurinn
öruggastur og farsælastur.
II.
Á hvern hátt eiga íslenzkir sam-
vinnumenn þá að taka þessu máli,
og hvernig eiga eyfirzkir sam-
vinnumenn, sem byggt hafa upp
mesta kaupfélag landsins, að
tryggja framtíð þessa félags og
varðveita og ávaxta þann skerf,
er þeir hafa lagt til samvinnumál-
anna?
Daglega bætist í meðlimahóp
kaupfélaganna, án þess að nokkur
vissa sé fyrir því, að þeir séu færir
um að gerast góðir félagar í sam-
vinnufélagi, eða reiðubúnir til
þess að leggja nokkuð á sig til efl-
ingar félagsskapnum. Styrkur
kaupfélaganna hefir verið sá, að
náin tengsl hafa verið milli félags-
manna og félags. Þeir þekktu fé-
lög sín út í æsar, áður fyrr. Með
auknum vexti félaganna hafa
þessi tengsl eðlilega að meira eða
minna leyti verið slitin. Félögin
hafa ósjálfrátt fjarlægzt félags-
mennina. án þess að nokkuð hafi
komið í staðinn. Nýir félagsmenn
verða því nú varla varir við hin
nánu kynni og þau áhrif, sem þau
höiðu á sambúð félags og félags-
manna. Einmitt þetta sama fyrir-
br!gði hefir gerzt á meðal annarra
þjóða í þróunarsögu samvinnu-
stefnunnar. Englendingar og Svíar
t. d. hafa til fulls skilið þá hættu,
scm stafar af því, að nýir félags-
menn kynnu að vera ófróðir um
samvinnumal. Og reynslu þessara
þjóða eigum við hér að hagnýta
okkur, þegar svipað ástand hefir
skapazt hér.
III.
Eitt af því, sem virðist þjá ungu
kynslóðina nú, er tregða til þess
að láta til sín taka um framfara-
og menningarmál. Ekki svo að
skilja að æskan sé andvíg þessum
málum, heldur að hún sé ekki
vakandi til starfa á opinberum
vettvangi. Þeir, sem muna blóma-
tímabil ungmennafélagsskaparins,
hafa án efa orðið varir við þau
umskipti, er orðið hafa í þessu
efni. Upplausn og glundroði, er
orðið hefir í æskumannafélagsskap
landsins á seinni árum, hefir ekki
gefið tækifæri til þess að örva fé-
lagskenndir eða glæða félagsá-
huga. Ungmennafélögin voru góð-
ur skóli fyrir þá kynslóð, sem nú
er af léttasta skeiði, en sá félags-
skapur er nú því miður aðeins
brot þess, sem fyrr var. Æskan í
dag hefir ekki verið þesss megnug
að fylla það skarð, sem skapaðist
í íslenzkum félagsmálum eftir
hrörnun ungmennafélaganna. Hér
er nauðsyn þess að hefjast handa,
og engum stendur það ‘nær en
samvinnumönnum landsins, er
vilja vinna saman að aukinni
menningu og velmegun þjóðarinn-
ar, og um leið fullvissa sig um að
sá arfur, er þeir hafa búið eftir-
komendum sínum, verði vel og
dyggilega ávaxtaður.
Eyfirzkir samvinnumenn hafa
hér tækifæri til þess að gerast
brautryðjendur. Kaupfélag Eyfírð-
inga hefir á undanförnum árum
hvað eftir annað sýnt það ljóslega,
að það skildi sitt menningarlega
hlutverk, og enginn efast um, að
félagið myndi af alefli styrkja fé-
lagslega starfsemi með svipuðu
sniði og samvinnufélög erlendra
þjóða gangast fyrir. En ekkert
verður gert og enginn árangur
mun fást, ef félagsmennirnir ekki
sýna skilning og áhuga. Áhuga-
leysi er öruggara banamein hverj-
um félagsskap en nokkur fjand-
skapur andstæðinganna.
IV.
Á meðal nágrannaþjóða okkar
er útbreiðslu- og fræðslustarfsemi
samvinnufélaganna mjög vel
skipulögð og rekin. Með starfsemi
námshringa, ungherjafélaga og
allsherjarhringa innan samvinnu-
félaganna sjálfra, hefir tekizt að
skapa það andrúmsloft á meðal
meðlimanna yfirleitt, að hér er
ekki álitið um neinn hégóma að
ræða, heldur mikilsvert starf, öll-
um til heilla.
Erlendar samvinnubókmenntir
eru auðvitað mjög fjölskrúðugar,
samanborið við okkar, og hafa þær
stórum auðveldað starfið, en eng-
inn skyldi ætla, að þær hafi orðið
til í einni svipan. Slíkar bók-
menntir skapast smámsaman um
leið og þjóðirnar eignast fleiri og
fróðari samvinnumenn. Við hér
verðum að hefja þessa baráttu
með tvær hendur tómar að þessu
leyti, en við getum verið þess viss,
að við náum aldrei öðrum þjóðum