Dagur


Dagur - 02.09.1937, Qupperneq 2

Dagur - 02.09.1937, Qupperneq 2
174 DAGUR 42. tbl. jslendingur' ver kolíi- okrið með blekkiai||uiii „íslendingur", er út kom 27. f. m., hefir tekið að sér það hlut- verk að verja kolaokur heildsal- anna í Reykjavík. Kom það eng- um á óvart þó að ísl. reynist hús- bændum sínum dyggðugt hjú. En málstaður heildsalanna þolir það ekki, að sannleikurinn komi í ljós. Það veit ísl., og þess vegna breiðir blaðið yfir sannleikann og grípur til blekkinga. Vörn ísl. fyrir kolasalana er í tveimur þáttum. Fyrst skýrir blað- ið frá því, að K.R.O.N. (Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis) selji ensk skipakol fyrir 54 kr. smálest, en H.f. Kol & Salt bjóði þá sömu kolategund fyrir 52 kr. smálest. ísl. rennur hér í slóð annarra blaða heildsalanna, sem hafa verið að breiða það út, að kolategund sú, sem K.R.O.N. seldi, væri lítt not- hæf. Yfir hinu þegir ísl., að kaup- félagið hefir auglýst, ekki aðeins í Nýja Dagblaðinu og Alþýðublað- inu, heldur einnig 1 Morgunblað- inu, að það selji sömu kolategund- ir og kolakaupmennirnir fyrir 54 kr. smálestina, og geti því kaup- endurnir valið um kolategundirn- ar eftir vild. Yfir þenna sannleika hoppar ísl. af ásettu ráði. Hann lætur svo, sem kaupfélagið hafi aðeins eina kolategund til sölu og hana vonda. Blaðið treystir sér ekki að verja kolaokur heildsalanna, nema með blekkingum. Það er meira en vafa- samt að slíkur vopnaburður verði til ávinnings fyrir þá, sem blaðið er að verja. Það er hætt við að að- staða þeirra verði enn verri eftir en áður. Síðari þátturinn í vörn ísl. fyrir hönd heildsalanna fjallar um hina gífurlegu hækkun á útsöluverði kolabirgða, er þeir áttu fyrirliggj- andi, þegar kolin stigu í verði á er- lendum markaði, og sem þeir gátu selt án hækkunar. ísl. segir, að á þetta hefði Dagur ekki átt að minnast, því að í því efni hafi kolakaupmenn haft Kaupfélag Eyfirðinga til fyrir- myndar, sem hafi „leikið þetta bragð á þessu sumri“. Það er rétt, að Kaupfélag Ey- firðinga hækkaði kolabirgðir sínar úr 45 kr. smálestina upp í 50 kr., þegar kolakaupmenn í Rvík hækk- uðu sínar birgðir upp í 60 krónur. En sá þýðingarmikli munur er á þessari hækkun, að K.E.A. hækk- aði verðið hójlega í þeim tilgangi að jafna verðið, þ. e. draga úr háu verði á þá ókomnum kolum, enda selur nú K.E.A. kol sín á 53 kr. smálestina. Auk þess greiðir K.E. A. uppbætur eftir á, ef útsöluverð kolanna skyldi reynast of hátt. Aftur á móti hækkuðu kolakaup- menn birgðir sínar gíjurlega, ekki til þess að jafna verðið, heldur til þess að stinga ágóðanum í sínar eigin pyngjur. Vill verjandi kolasalanna „Is- lendingur“, halda því fram feimn- KRON selur SÖMU kolalegundir og heildsalarnir 6-8 kr. ódýrara tonnið en þeir. — Vill Isfi. beita áhrifuin sínuni til þess, að kolakaupmennirnir taki sér K. E. A. til fyrirmyndar? islaust og kinnroðalaust, að á þess- um tveimur verzlunaraðferðum sé enginn munur? Og hverja aðferð- ina telur hann happadrýgri fyrir almenning, sem kaupir kolin? Væntanlega svarar ísl. þessum spurningum refjalaust, en ekki með vífilengjum og nýjum blekk- ingum. En svo er enn annað: Ef það er rétt hjá ísl. að kolakaupmenn hafi tekið sér K.E.A. til fyrirmyndar um verðhækkun á kolabirgðum sínum, vilja þeir þá ekki taka sér félagið til fyrirmyndar í fleiru, svo sem því að selja kol sín sama eða svipuðu verði og K.E.A. gerir og að greiða uppbætur til kaup- enda, ef þeir skyldu samt sem áð- ur hagnast á kolasölunni? Vill ísl. beita áhrifum sínum í þá átt, að kolakaupmenn hagi sér á þenna veg? Svar óskast. Hver stofnaði varallð íhaldsins á Alþingi I kosningunum 1934 ? Dagur gat þess í síðustu viku, að íhaldið hefði hjálpað til að koma á flot móðurskipi „Bænda- flokksins“ í Vestur-Húnavatns- sýslu í Alþingiskosningunum 1934. Án þessarar hjálpar íhaldsins hefði Hannes Jónsson ekki komizt á þing, og um leið hefði það verið útilokað að Bændaflokkurinn á þingi hefði myndazt undir forystu Þorsteins Briem. Þetta hefir sjálfur formaður í- haldsins, Ólafur Thors, játað í þingræðu. Hann kvaðst bera „á- byrgð“ á þingmennsku Hannesar Jónssonar og þá auðvitað jafn- framt á Bændaflokknum á þingi. Á þennan hátt liggja fyrir full- komnar sannanir fyrir því, að það var íhaldið, sem stofnaði varalið- ið á Alþingi 1934. Og það gerði meira én stofna til þess. Það held- ur í því líftórunni enn þann dag í dag með því að koma á flot nýju móðurskipi í Dölum við síðustu kosningar, þegar ófært reyndist að halda lengur ofansjávar móð- urskipinu í Vestur-Húnavatns- sýslu frá 1934. Öllum er vitanlegt að Þorsteinn Briem situr áfram á þingi aðeins fyrir hjálp íhaldsins og í skjóli þess, og þá jafnframt hinn eini uppbótarþingmaður varaliðsins. Hitt er og öllum vitanlegt, að íhaldið nagar sig í handarbökin eftir á yfir því að hafa veitt vara- liðinu þessa hjálp í sumar. En það breytir engu til um það, að það er íhaldið, sem heldur hinni vesælu líftóru í Bændaflokknum á Alþingi, sem að vísu er ekki annað og hefir ekki verið síðan 1934 en angi út úr íhaldsbúknum, og hefir lifað og nærzt á honum eins og sníkjuplanta. Þessum staðreyndum getur „ís- lendingur11 ekki haggað við, þp hann sé að sýna tilburði í þá átt í smáklausu á föstudaginn var. Það er og þýðingarlaust fyrir ísl. að ætla sér að flýja undan þeim sannindum, að íhaldið kom Hannesi Jónssyni á þing 1934 með því að svíkja sinn eiginn fram- bjóðanda í Vestur-Húnavatnssýslu. Ólafur Thors hefir játað þetta, og það hlýtur þó að vera fremur óað- gengilegt fyrir ísl. að segja for- mann flokks síns ljúga þessu. Það er því allt rétt, sem Dagur sagði um þetta í síðustu viku. Það var íhaldið, sem stofnaði þing- flokk varaliðsins 1934, og það var gert með pólitískum svikum innan íhaldsflokksins. Biskupsvígsla ú Hólum. Síðastliðinn sunnudag fór fram biskupsvígsla á Hól- um í Hjaltadal. Var síra Friðrik Rafnar vígður sem vígslubiskup i hinu forna Hólabiskupsdæmi. Vígsluna framkvæmdi Jón Helgason biskup að viðstöddum 30 prestum. Við athöfn þessa var viðstatt 600—700 manns. »Verkamai)uriiiiK er út kom sl. laugardag, flytur greinarstúf með yfirskriftinni: „Til athugunar fyrir „rétttrúaða“ K. E. A.-menn“. Þessi greinarstúfur end- ar á þessa leið: „Eftir að þetta er skrifað hefir Dagur (19. ágúst) viðurkennt, að kolasalar, sem hækki gamlar birgðir í skjóli verðhækkunar á nýjum kolaförmum, geri það til að græða svo um muni. „Dagur“ er þar með ósjálfrátt búinn að viður- kenna gagnrýni „Vm.“ á þetta at- hæfi K.E,A.“ Við þetta er það að athuga, að Degi hefir aldrei dottið í hug sú vitleysa að viðurkenna ekki gagn- rýni Vm. Hún á sér áreiðanlega stað. Hinu hefir Dagur haldið hik- laust fram, að þessi gagnrýni Vm. sé svo fjarri því að vera á rökum reist, að hún sé ekkert annað en aulalegur, illgirnislegur og á- stæðulaus samsetningur ritara Vm. Að öðru leyti getur svargrein til „Isl.“ hér í blaðinu jafnframt verið svar við þessum ómerkilega grein- arstúf Vm. Togarirm St. Minver, er varðbálurinn Hafaldan tók í Þistilfirði þann 12. f. m., var dæmdur 27. f. m. í lögreglurétti Ak- ureyrar fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi í 25 þús. kr. sekt, og afli og veiðarfæri gert upptækt. Var hvorttveggja metið á 6400.00 kr. Dóminum hefir verið áfrýj- að. Skipstjóri togarans neitaði að mæl- ingar varðbátsins væru réttar. Var því farið með skipstjórann ásamt siglinga- fróðum manni, er hann valdi sér til far- arinnar, austur á Þistilfjörð, og staður- inn mældur upp að nýju. Við þá athugun kom í ljós að varðbáturinn hafði haft algerlega rétt fyrir sér. Síldveiðin. Um síðustu helgi var verð- mæti síldaraflans talið 22 millj. og 378 þús. kr. eða rúmum 8 millj. meira cn alls í fyrra. • Leikjélag Akureyrar hélt aðalfund sinn síðastl. sunnudag. í stjórn félagsins voru kosnir: Vigfús Jónsson málari, for- maður, Björn Sigmundsson, gjaldkeri (endurkosinn) Agnar Magnússon, ritari. Hallgrímur Valdimarsson, sem lengi hefir gegnt formannsstörfum í félaginu, og Ingimar Eydal báðust undan endur- kosningu. Fimm nýir meðlimir bættust í félagið. jp*«ISSf*lll*Sf*l*Sf*»S* | Perlii^iini Babygarn iiýkoniið í fallegum liluni. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.