Dagur - 30.12.1937, Page 3

Dagur - 30.12.1937, Page 3
62. tbl. D A G U R 253 / lýsing þeirra hefði verið samþykkt þó fyr hefði komið fram á fund- ínum, og þá „sennilega11 með fleiri atkvæðmn, þá getur Á. S. ekkert fullyrt um það, og því síður, að hann geti fært nokkur rök fyrir því nú. Að lokum 'segir Ásk. S. frá því, að „tilraun" hafi verið gerð af sveitunga Ljósvetnings til að fá yfirlýsingu okkar flutta á fundi Reykdæla. Ekki veit eg um þetta, en þykir það fremur ótrúlegt. Væri réttast fyrir Á. S. að nefna nafn mannsins en vera ekki með dylgjur. Hér að framan hefi eg dregið fram nokkur atriði í grein Á. S. og svarað þeim. Af athugxm um þetta mál kemur í ljós, að Á. S. tekur til meðferðar í grein sinni aðeins aukaatriði málsins, en gengur fram hjá því, sem er aðal- atriðið, og lýsir því meira að segja yfir að hann „ætli ekki að svara“ því eða „mótmæla“. Slík er þá frammistaðan! „Ljósvetningur“ lýsti því yfir í Degi 19. ágúst s.l., að hann gerði ekki kröfu til þess, að Reykdælir svöruðu spiuningum þeim, er hann leiddi þar fram í sambandi við bréf Arnórs, og var það gert af hreinni hlífðarsemi. En nú hef- ir Áskell Sigurjónsson skapað sér þá aðstöðu í umræddu máli, að hann verður að svara spurningum Ljósvetnings, eða að gefast upp ella. Aðstaðan er slæm. En að hanga í aukaatriðum einum sam- an hefir viðlíka þýðingu fyrir Á. S., eins og þegar hvolpur hangir í pilsfaldi. 15 nóvember 1937. Baldvin Baldvinsson. Gisli Svcinsson og Sjálistæðisflokkuónn. Það vakti ekki litla undrun, þegar Ríkisútvarpið flutti þá fregn, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði valið Ólaf Thors í Sáttmála- nefndina svokölluðu, í stað Magn- úsar Guðmundssonar. „Dagur“ hefir enga löngun til þess að eiga hlutdeild í, á hvern hátt Sjálfstæðisflokkurinn „skiftir sól og regni“ milli flokkshöfðingja sinna, en í þetta sinn varðar al- þjóð hvernig var valið. Dansk- íslenzku sáttmálanefndina skipa fjórir íslendingar, sem stendur, formenn Framsóknar- og Jafnað- armanna, þeir Jónas Jónsson og Jón Baldvinsson, af hendi Sjálf- stæðisflokksins Magnús Jónsson og svo hinn nýkosni, í stað Magn- úsar sáL Guðmimdssonár. Þó Sjálfstæðismenn hafi líklega, að venju, verið af veikum mætti að apa eftir hinum flokkunum með því að velja formann sinn í nefndina, var það ÓVERJANDI, úr því svo hittist nú einu sinni á, að þeir áttu í sínum flokki mann, þar sem Gísli Sveinsson var, sem að allra landsmanna dómi og af öllum flokkum, hefði verið vel þeginn í nefndina, þegar athuguð eru afskifti hans alla æfi, — frá unga aldri og allt til þessa dags — af öllu því sem snertir sambúð íslendinga og Dana. — Auk þess er enginn íslendinganna í nefnd- inni nú lögfræðingur, og á það hefði Sjálfstæðisflokkurinn enn- fremur mátt líta. Það sýnir sig stöðugt, er máli skiftir og þegar meiri hluti Sjálf- stæðisflokksins er einráður — hvert Kvöldúlfskan stefnir. B æ k u r. (Framh. af 1. síðu). Skýrsla Menntaskólans í Reykja- vík, skólaárið 1936—1937. í upphafi skólaársins voru skráð- ir í skólann 221 nemandi, og skipi- ust þeir þannig milli deilda, að í gagnfræðadeild voru 80, máladeild 78 og í stærðfræðideild 63. Á skólaárinu dvaldist rektor erlend- is um tveggja mánaða skeið. Var Bogi Ólafsson yfirkennari settur rektor þann tíma. 51 stúdent út- skrifuðust, 27 úr máladeild og 24 úr stærðfræðideild. íslands mikli arfur — Icelands Oreat Inheritance. — Margar og misjafnar eru þær bækurnar, sem útlendingar hafa skrifað um ísland, og ekki hafa þær allar hlaðið lofi á landið né þjóðina; stundum bregður þó út af þessari venju, en hvergi minn- ist eg að hafa séð á einum stað saman komna þvílíka lofgerð, sem i riti einu á ensku, er nefnist: Icelands Great Inheritance. Bókin kom út í London s.l. vor, og er prentuð á kostnað höfundarins, en hann heitir Adam Rutherford og er án efa mjög menntaður maður, en virðist vera eindreginn Occultist eða dulspekingur. Hann byrjar bókina með því að fullyrða að. íslendingar séu ein hin sann- menntaðasta þjóð heimsins, og því til sönnunar nefnir hann nokk- ur skipulagsatriði, stjórnarfarsleg, kirkjuleg og menningarleg, og tel- ur að þau beri vott um, að guðleg forsjón — Divine Providence — hafi fyrirhugað landið og þjóðina til að framkvæma sérstakt ætlun- arverk. Þá finnur hann líkingu milli íslendinga og minnstu ætt- kvíslar ísraels, þ. e. Benjamíns œttkvíslarinnar, og er skoðun hans sú, að íslendingar séu komnir út af þeirri ættkvísl; telur Ruther- ford að mikill hluti þeirra Benja- minita, er bjuggu í Jerúsalem — áður en borgin var lögð í eyði — hafi sloppið þaðan, flutzt til Litlu- Asíu, hafst þar við um hríð, eða fram á þriðju öd, en 267 e. K. hafi íbúðarhú§ til sölu. Efri hæð syðri helmings íbúðarhússins nr. 15 við Norðurgötu, ásamt hluta af skúr á baklóðinni, er til sölu og laus til íbúðar 14. maí n.k. — Til mála getur komið að seldur verði allur suður helm. hússins (efri og neðri hæð). — Upplýsingar gefur Vilhlálmur Þór. Tilkynning. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt ber að skila framtalsskýrslum til skattanefnda fyrir lok JANÚAR- MÁNAÐAR ár hvert. Skattanefnd Akureyrar verður því til viðtals á skrifstofu bæjar- stjóra alla virka daga í Janúar næstkomandi frá kl. 8,30—9,30 síðdegis, og geta framteljendur á þeim tíma fengið aðstoð við útfyllingu framtalseyðublaðanna hjá henni. Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, verða að hafa með sér nákvæma sundurliðun á eignum sínum og skuldum, lista yfir tekj- ur sínar á árinu 1937 og yfir gjöld þau, sem koma til frádrátt- ar tekjunum, svo sem vexti af skuldum, skatta af fasteignum og opinber gjöld. Peim, sem framtalsskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sín, ber að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum í bænum að vitja þangað eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur. Akureyri, 28. des. 1937. Skattanefnd Akureyrar. ÞAKKARÁVARP. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem á cinn eða annan hátt hafa glatt mig með gjöfum og heimsóknum nú fyrir jólin, er eg varð fyrir því óhappi að handleggs- brotna. — Sérstaklega vil eg þó þakka skólastjóra barnaskólans, kennurum og bekkjarsystrum m'mum, og ekki sízt frk. Sigríði Skaftadóttur. Guð gefi ykkur öllum hamingjuríkt nýtt ár. Akureyri 29. des. 1937. Svava J. Þorsteinsd. og foreldrar. Alladans og biennn Iieldur íþróllalélagið „Þór“ á leik- velli sinum að forfallalausu mlðvlkudagskv. 5. Jan. n. k. Eggert St, Melstad hefir nú um ára- mótin gegnt slökkviliðsstjórastarfi fyrir Akureyrarbæ i samfleytt 20 ár og mun vera næstelztur launaðra starfsmanna bæjarins. Áramótasamkomur í Zíon. Gamalárs- kvöld, 31. des. kl. 11: Miðnætur sam- koma. Nýjársdag, 1. jan. kl. 8,30 e. h.: Almenn samkoma. Sunnudaginn, 2. jan. kl. 8,30 e. h.: Almenn samkoma. Barnastúkurnar »Sakleysið« og »Sam- úð« halda sameiginlega jólatrésskemmt- un fyrir meðlimi sína í Samkomuhúsinu sunnudaginn 2. janúar kl. 5 e. h. Félag- ar stúknanna eru beðnir að vitja að- göngumiða sinna í stúkustofuna í Skjald- borg sama dag, kl. 10—12 f. h. Þeir kosta ekkert, en þeir, sem eiga ógreidd ársfjórðungsgjöld, greiði þau um leið. Það skal tekið fram að aðgöngumiðana verður að sækja á hinum tiltekna tima. Gotar farið herskildi um Litlu- Asíu og flutt þaðan mikið af kristnum föngum, er svo hafi ílengst í Dónárdalnum og búið þar saman við þá kvísl Gota, er nefnd- ir voru Dacians og er tímar liðu og blöndun Gota og Benjamins ættkvíslarinnar hafi verið orðin mikil, hafi Benjaminitar einnig verið nefndir Dacians. Þaðan hafi þeir flutzt til Norðurlanda og orð- ið forfeður Víkinganna. Máli þessu til stuðnings vitnar höf. í nokkra sagnaritara: Josephus, Evsibius og Dudo, en aðal sönnun- argögn sín — og greinar tekur hann úr ritningunni, eru sumar þeirra alllangt sótt og torskilin, — en samkvæmt skilningi Ruther- ford’s benda þau öll til íslands og þess sérstaka hlutverks, sem því sé ætlað meðal þjóðanna. Vitan- lega verður enginn dómur lagður á bók þessa né skoðanir höf., ann- ai en sá, að allt er þar mælt af aðdáun og velvild í garð lands og þjóðar og hvergi hallað réttu máli né skilningi á þeim hlutum, sem frá er sagt og snerta nútímasögu íslendinga. F. H. B. Stúlka óskast í vist hálfan daginn. — Upplýsingar í Oddagötu 5 (uppi). Kantötukór Alcureyrar. Söngæfing í Skjadborg Mánud. 3. jan. n.k. kl. 8,30. Afar áríðandi að aliir mæti. Bassinn beðinn að mæta kl. 8. I /

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.