Dagur - 24.02.1938, Blaðsíða 1
D AGUR
keimu' út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
tijalddagi fyrir 1. júlí.
XXI. árg
4Þ- ♦ » -O-
árg- \
Afgreiðslan
er hjá JÓNl Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 24. febrúar 1938.
11. tbl.
„Frjálsir iiieiiii
i frjálsu landi.M
„Orð, orð,
Jón Sveinsson lögfræðingur, sem
var efstur af þeim, er féllu við
bæjarstjómarkosninguna 30. f. m.,
hefir skrifað alllangt mál í „ís-
lending“ um kosningaundirbún-
inginn, úrslit kosninganna og fall
sitt. Eggjar hann flokksmenn sína
ákaft til að standa fast saman um
að vemda frjálst framtak og at-
hafnafrelsi einstaklinganna og
fylkja sér þétt um hið gamla víg-
orð íhaldsins: „Frjálsir menn í
frjálsu landi“.
Vígorð íhaldsins lætur vel í eyr-
um. Það hljómar fallega á vörum
Jóns Sveinssonar og annara í-
haldsmanna. En svo er það ekki
meira. Gjallandahreimurinn er
eini kostur þess. Vígorð íhaldsins
er með öðrum orðum ekki annað
en innantóm orð. Það er sem
hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla. Hljómurinn deyr út,
bjölluómurinn hverfur út í geim-
inn og skilur ekkert eftir. Þetta
hafa íhaldsmenn margoft sannað,
og Jón Sveinsson einna eftirminni-
legast í fymefndri íslendingsgrein
sinni.
Hvemig vill hann, að frjálst
framtak og athafnafrelsi einstakra
manna sé verndað? Hvernig vill
hann, að frjálsir menn fái sem
bezt notið sín í frjálsu landi?
Það er nú kunnugt orðið, og var
jafnvel vitað áður en bæjarstjórn-
arkosningin hér á Akureyri fór
fram, að margir sjálfstæðismenn
vom afar óánægðir yfir manna-
röðun á kosningalista Sjálfstæðis-
flokksins. Þessir óánægðu flokks-
menn Jóns Sveinssonar töldu sig
ekki geta greitt atkvæði með list-
anum óbreyttum. Þeir tóku því
það iáð að nota sér það frelsi, sem
þeim er gefið að lögum, sem eink-
um var í því fólgið að strika nafn
Jóns Sveinssonar út. Hinir óá-
nægðu flokksmenn J. Sv. tóku sár
það vald að ráða sjálfir einstakl-
ingsframtaki sínu og athafnafrelsi,
sem þeir höfðu fullt leyfi til sam-
kvæmt lögum. Þeir vildu í þetta
skifti fá að vera frjálsir menn 1
frjálsu landi, og það án gæsalappa.
Hvemig snýst svo J. Sv. við því,
að hinir óánægðu notuöu lög-
verndaö frelsi sitt til þess að
iniiiiiifóin.1**
strika nafn hans út á listanum?
Hann segir, að þeir hafi framið
,,svívirðingu“, „skemmdarstarf-
semi“, „stigamennsku“ og „laun-
morð“. Hann segir, að þeir séu
„lítiisigldir fávitar“, „samvizku-
lausir flokksníðingar“, „fíokks-
svikarar“ og „nátttröll“.
Það getur alls ekki orkað tvi-
mælis; að þetta frelsishjal J. Sv.
er ekkert annað en varafleipur,
glamuryðri, sem ekkert er á bak
við.
Strax og nokkrir flokksmenn J.
Sv. neyta athafnafrelsis síns við
kjörborðið á þann veg, er honum
þykir vera sér til persónulegra
óþæginda, þá er honum öllum lok-
ið. Auðvitað er þetta í fullu sam-
ræmi við algengan mannlegan
breiskleika, sem J. Sv. er langt
frá að vera yfir hafinn. En úr pví
svo er, því er þá maðurinn að
gera sig gleiðan með fimbulfambi
Sðoufélag Skagfifðiuga.
Stofnað hefir verið Sögufélag
Skagfirðinga. Ætlun þess er að láta
skrifa sögu Skagfirðinga og gefa
hana út. Helzt er í ráði, að sagan
komi út smám saman í þáttum.
Verður vandað til samningar rits-
ins eftir föngum. — Fjár til út-
gáfu og ritlauna er aflað, að
minnsta kosti fyrst um sinn, með
tillögum félagsmanna.
Deild í Sögufélagi Skagfirðinga
hefir verið stofnuð í Reykjavík.
Sýsumaður Skagfirðinga og
fleiri héraðsmenn hafa beðið mig
að gangast fyrir stofnun deildar í
félaginu hér í bænum.
Hefi eg lofað að beita mér fyrir
málinu, og leyfi mér hér með að
skora á alla Skagfirðinga í Akur-
eyrarbæ, þá sem styðja vilja þessa
viðleitni, að koma á fund næsta
sunnudag, 27. febr., kl. 4 e. h., í
bæjarstjórnarsalnum í Samkomu-
húsinu, til þess þar og þá að
stofna Akureyrardeild í Sögufé-
lagi Skagfirðinga, samþykkja lög
deildarinnar og kjósa stjóm.
Akureyri, 23. febr. 1938.
Brynleifur Tobiasson.
um athafnafrelsi og frjálsa menn
í frjálsu landi?
Kosningalögin heimila mönnum
tilfærslur og útstrikanir við kjör-
borðið. Þau ákvæði eru sett af
löggjafanum, til þess að veita
kjósendum sem víðtækast frelsi
við kosningar. Það er því í raun
og veru ekkert við því að segja,
þó að kjósandi noti sér þessa laga-
heimild, ef honum sýnist svo. Hitt
er rétt, að kjósendum innan Sjálf-
stæðisflokksins hefir fundizt að
þeir þurfa sérstaklega mikið á
þessari heimild að halda gagnvart
efsta manninum á lista flokksins.
Bendir það til þess, að þeir, sem
réðu listanum, hafi ekki verið
nægilega kunnugir hugum manna
í Sjálfstæðisflokknum.
Að öðru leyti ætlar Dagur ekki
að blanda sér í heimiliserjurnar
innan Sjálfstæðisflokksins.
Kirk}umál.
Andlega menningu hverrar
þjóðar má mikið marka af því,
hversu vel er þar hlúð að kirkju
og skóla. Svo er og um hverja
sveit cg hvern bæ.
Það er raunar ekki að undra
þótt oss íslendinga vanti margt.
Fámenn og fátæk þjóð k jalnan
örðugt uppdráttar. Og muna meg-
um við fimmtugir og eldri það, að
þessi öld hefir þó leyst mörg vand-
ræðin og hrundið mörgu lengra
fram en oss dreymdi um. Yfir því
má vissulega gleðjast. Og hitt
jafnframt staðhæfa, að langt er
enn í land.
Svo er einnig og ekki sízt í mál-
efnmn kirkju og skóla. Þar vantar
vissulega margt og á þessi öld þar
mörg verkefni óleyst. En eg efa
ekki að henni muni lánast að
hrinda mörgu fram, þjóð vorri til
heilla og blessunar, og koma þá
vissulega kirkju- og skólamálin
þar í fremstu röð. Og þó vitanlegt
sé, að ekki er hægt að framkvæma
allt í einu, þá er þó nauðsynlegt
að halda vakandi þeim nauðsynja-
málum, sem hrinda þarf fram til
úrlausna smátt og smátt.
Margt vantar oss Akureyringa í
þessum efnum. Oss vantar íþrótta-
hús, viðbót við barnaskólann eða
annan nýjan, hús fyrir gagnfræða-
og húsmæðraskóla, sjúkrahús o.
fl. En ekki sízt vantar oss nýja
kirkju. Gamla kirkjan inn í fjör-
unni er allsendis óviðunandi orðin
og ósamboðin vorri öld. Þessvegna
þarf ný kirkja að rísa af grunni
sem allra fyrst. Hún hefir líka þá
Fimmtudagskvöldið kl. 9:
Romeo
Og Julia.
Niðursett verð.
Sýnd í síðasta sinn.
sérstöðu meðal þessara mála, að
hún á nokkurt fé og fær lögboð-
inn skatt af hverjum þeim, er tel-
ur sig til hinnar virðulegu, and-
legu stofnunar. Og það munu all-
flestir bæjarbúar gera. En líklega
gerum vér oss oft og tíðum tæp-
ast nægilega ljóst, hve mikið
þjóð vor á kirkjunni að þakka.
Oss hættir svo oft til að líta fyrst
og fremst á það, er henni hefir
miður tekist, en gleymum því, að
hún hefir þó jafnan verið hin
mikla andlega líftaug í þjóðlífi
voru, og mannað þjóð vora meir
en nokkur önnur stofmm, þrátt
fyrh mistökin. Það á því að vera
oss heilög ræktarskylda, að hlúa
að henni og hún mun þá eihnig
vissulega gjalda framtíðinni þá
skuld. Því kröfur nútímans eru
þær og eiga að vera þær, að kirkj-
an vinni af alefli að því, að krist-
indómurinn nái tökum á þjóðfé-
laginu og einstaklingunum, og að
hún verði þjóð vorri þannig sú
fóstra, er leiðir hana til siðferði-
legs þroska og háleitra hugsjóna.
Nú hafa konur í bænum tekið
saman höndiun til þess að hrinda
kirkjumálinu fram. Fer vel á því.
Konur hafa á undanförnum árum,
víða um land, unnið stórvirki í fé-
lags- og menningarmálum þjóðar-
innar með samtökum sínum, ekki
til framdráttar neinum pólitískum
flokki, heldur þjóðinni allri. Má
þar nefna, sem dæmi: Landsspí-
talann, slysavarnirnar og kirkju-
málin. í sumar kom eg í tvö þorp
á Vesturlandi. í þeim báðum voru
nýbyggðar fallegar kirkjur, skuld-
lausar, og höfðu konur haft þar
alla forgöngu, ásamt sóknarnefnd-
um. Og víðar hefir svipað gerzt.
Þessvegna eru það gleðitíðindi, að
konur hér hafa hafist handa. Og
þess er að vænta að allir taki sam-
an höndum til þess að styðja þær
að veglegu starfi, svo fögur khkja
rísi hér innan skamms, við hæfi
vorra tíma, og glæði trúarlíf og
andlega menningu bæjarbúa á
komandi tíð. Sn, S,