Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 2
46 DAðUR 12, tbl. R æ H a Eysteins Jónssonar ffármálaráðherra við 1. umræðu ffárlaganna. Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr framsöguræðu fjármálaráð- herra, er hann flutti við 1. um- ræðu um frv. til fjárlaga fyrir ár- ið 1939. SKATTAR OG TOLLAR. Árið 1937 hefir orðið allmiklu betra tekjuár en árið 1936. Heild- artekjur á rekstrarreikningi hafa reynzt um 18 milj. kr., en voru á- ætlaðar tæpar 16 milj- og hafa því farið 2 milj. kr. fram úr áætlun. Tekjur af sköttum og tollum hafa orðið um 13.860 milj. kr., en voru áætlaðar 12.6 milj. Tekjur umfram áætlun hafa því á þessum lið numið kr. 1.26 milj. Um einstaka liði er þess helzt að geta, að aðflutningsgjöldin bera uppi þá hækkun, sem orðið hefir- Verðtollurinn hefir orðið 378 þús. kr. hærri en áætlað var, tóbaks- tollurinn um 290 þús. kr. hærri og áfengistollurinn 226 þús. kr. um- fram áætlun. Tekjur af ríkisstofnunum hafa farið hlutfallslega meira fram úr áætlun en tekjur af tollum og sköttum. Samtals hafa þessar tekj- ur farið 860 þús. kr. fram úr áætl- un- Munar þar mest um umfram- tekjur áfengisverzlunarinnar, kr. 600 þús. Þá hafa viðtækjaverzlun- in og ríkisútvarpið gefið 100 þús. kr. meiri tekjur en búizt var við, og tóbakseinkasalan hagnazt kr. 84 þús. meira en áætlað var RÍKISÚTGJÖLDIN Gjöld ársins 1937 hafa farið ná- lægt 15%% fram úr áætlun eða 2.3 milj. kr. miðað við áætlun fjárlaganna. Þó að hér sé um verulega fjárhæð að ræða, þá eru þetta samt hlutfallslega minnstu umframgreiðslur, sem orðið hafa undanfarin 12 ár, þegar frá er tal- ið árið 1936. Vaxtagreiðslur hafa reynzt um 230 þús- kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ástæðan til þessarar hækkunar er fyrst og fremst sú, að þótt skuldir ríkissjóðs hafi far- ið lækkandi á árinu 1937, þá geng- ur breytingin á skuldum ríkis- sjóðs í þá átt, að föstu lánin lækka, en lausaskuldir hafa hækk- að, og vextir af þeim eru nokkru hærri en af hinum föstu lánum. Stjórnar-, löggjafar- og lög- gæzlukostnaður hefir farið nokkuð fram úr áætlun, t. d. alþingiskostn- aður um 100 þús. kr. Stafar það af því, að Alþingi kom tvisvar saman árið 1937. Umframgreiðslur til heilbrigðis- mála hafa orðið kr. 236 þús., og veldur rekstur sjúkrahúsanna hækkuninni nær eingöngu. Rekst- ur sjúkrahúsanna er orðinn ákaf- lega þungur baggi á ríkissjóði og verður að sjálfsögðu tekinn til rækilegrar athugunar af fjárveit- mganefnd þessa þings. Þarf að at- huga á hvern hátt megi þar koma við sparnaði, en hitt er þýðingar- laust að gera áætlun um sparnað, sem engar leiðir virðast opnar til að framkvæma- Kostnaður við vegamál hefir farið verulega fram úr áætlun eða um 334 þús. kr. Er það einkum viðhaldskostnaður þjóðveganna, sem veldur þessari miklu umfram- greiðslu. Er um gífurlega aukn- ingu viðhaldskostnaðar að ræða frá því sem áður hefir verið, þrátt fyrir óbreytt kaupgjald. Rétt um leið og gengið var frá fjárlögun- um fyrir árið 1937 voru samþykkt á Alþingi ný vegalög, sem gerðu að þjóðvegum fjölmarga vegi um land allt, sem áður höfðu verið í sýsluvegatölu. Þrátt fyrir þessa stórfelldu breytingu, hækkaði þingið ekkert fjárveitingu til vegaviðhalds frá því sem var í frumvarpi stjórnarinnar og sem var vitanlega miðað við óbreytt ástand í þessum efnum. Útgjöld til samgangna á sjó hafa orðið um 83 þús. kr. meiri en fjárlög heimiluðu. Er þetta bein afleiðing af verðhækkun vara til strandferðaskipanna, einkum kola. Kostnaður við kennslumál hefir farið 215 þús. kr- fram úr áætlun. Tveir stærstu liðirnir eru barna- kennaralaun, sem hafa reynzt 100 þús. kr. umfram áætlun, og rekstr- arstyrkur gagnfræðaskóla 36 þús. kr. hærri en fjárlög ráðgerðu. Útgjöld til verklegra fram- kvæmda hafa reynzt 100 þús. kr. lægri en gert var ráð fyrir. Hafa nokkrir liðir verið svo ríflega á- ætlaðir, að nokkur afgangur hefir orðið. Greiðslur til almennrar styrkt- arstarfsemi hafa orðið 115 þús. kr- minni en fjárlög ráðgerðu. Stafar þetta af því, að kostnaður við al- þýðutryggingar hefir orðið minni en gert var ráð fyrir. Óviss útgjöld hafa orðið 160 þús. kr. hærri en fjárlög ákveða. Þá eru loks nokkrar greiðslur samkv. sérstökum lögum, þing- ályktunum og væntanlegum fjár- aukalögum, sem fjármálaráðherr- am? gerði nákvæma grein fyrir í ræðu sinni. Næst kom ráðherrann að þeim liðum, sem hann kvað mestum trf- iðleikum hafa valdið ríkissjóði. Eru það útgjöldin til varnar út- breiðslu sauðfjárveikinnar og kostnaður við ýmiskonar rann- sóknir og tilraunir í því sambandi. Heiidarkostnaðurinn á árinu 1937 vegna veiki þessarar hefir orðið urn 740 þús. kr- TEKJ UAFGANGURINN. Samkv. rekstrarreikningi er gert ráð fyrir 874 þús. kr. rekstraraf- gangi árið 1937 og er það 170 þús. kr. minna en fjárlög ráðgerðu. En þrátt fyrir það er þetta hagstæð- a&ta rekstursniðurstaða, sem orðið hefir um mörg ár. Ber sérstaklega að minnast í því sambandi hinna mörgu óhappa, er ríkissjóður hef- ir orðið fyrir. Nægir að benda á, að ef ekki hefðu orðið töp vegna gengisfallsins á Ítalíu og ekki þurft að leggja fram fé vegna mæðiveikinnar, myndi rekstrar- 'afgangurinn hafa orðið um 1.4 milj- króna, eða allmiklu hærri en ráðgert var í fjárlögunum. (Framh.). >fn íyIqí pÉr einhnga i aldraða sveil, pi ertu á vegi lil plar«. » Það skrifar „aldraður samvinnu- maður“ í síðasta tölublað „Al- þýðumannsins“. Já, sá hlýtur nú að vera kominn til ára sinna. Það er komið rutl á hann. Hann tinar mitt í fullyrðingunum. Það má mikið vera, ef hann liggur ekki í kör, blessaður karlinn! Hann harmar það mjög, að K. E. A. skuli hafa reist stórhýsi: Þetta minnir mig mjög á söguna af kerlingunni, sem rak skraddar- anum rokna löðrung fyrir að sníða fötin á strákinn hennar við vöxt. En eftir árið voru þau þó orðin of þröng. Þurfti K. E. A. ekki að byggja? Byggði það að gamni sínu? Nei, ekki getur þú talið nokkrum manni trú um það, gamli minn. En átti það þá aðeins að reisa smá hús eða ekki stærri en svo, að þau nægðu aðeins brýnustu þörfum Iíðandi stundar og skella svo skollaeyrunum við öllum þró- unarmöguleikum framtíðarinnar? Þannig vilt þú víst hafa það. En hve þú átt mikið af stórhug ey- firzkra samvinnumanna! Þú ert upplögð söguhetja í harðindasögu eftir Guðmund Friðjónsson. Það er ekki hægðarleikur að elta ólar við allt, sem sá „aldraði“ finnur K. E. A. og forráðamönn- um þess til foráttu. Það er aðeins eitt atriði annað, sem mig langar til að minnast á. Hann talar af miklum fjálgleik um einkabíla og nýtízku hús, sem forráðamenn K. E. A. hafi efni á að eiga. Hann virðist jafnvel harma það, að þeir skuli ekki lifa við sult og seyru. Auðvitað talar hann um þetta af samúð með smælingjunum. Hið góða hjartalag leynir sér ekki. í þessu sambandi get ég sagt honum sögu af frambjóðanda, sem ferðaðist í tötrum um kjördæmið, til þess að ná hylli alþýðunnar og lék hlutverk smælingjans af mik- illi prýði. En hann féll þrátt fyrir allt. Smælingjarnir treystu honum ekki. Alþýða manna hér við Eyjafjörð hefði enga ánægju af því að for- ráðamenn K. E. A. hefðu varla til hnífs og skeiðar. Hún fordæmir þá ekki fyrir að búa í góðum hús- um né heldur fyrir það að eiga bifreiðar. Þvert á móti. Henni þykir vænt um það og finnst þeir eiga það skilið. Smælingjarnir í Kaupfélagi Eyfirðinga vita það vel, að laun forráðamanna þess eru síður en svo há. Þeir vita sömuleiðis, að ef þeir létu af störf- um hjá félaginu, myndu þeir vafa- laust geta fengið hærri laun ann- arstaðar. Þess vegna tekur alþýðu manna ekki sárt til þess, að þeir geti lifað sæmilega áhyggj ulitlu lífi fjárhagslega og leyft sér eitthvað af því, sem þá langar til. Hún treyst- ir þeim vel. Hún myndi ekki kæra sig neitt um það, að þeir færu að leika smælingja, eins og þing- mannsefnið gerði. Þau orð eru höfð eftir einum fyrrverandi frambjóðanda Al- þýðuflokksins, að sér hafi litist báglega á fylgjendur sína hér í bænum og þótt þeir harla gamlir. Það hafi enginn verið undir sex- tugu. Auðvitað er þetta ekki rétt. A m. k. þekki ég einn, sem er ekki nema hálffertugúr. En þrátt fyrir það er mikill sannleikur í þessum orðum. Liðið er aldrað og hefir allt á hornum sér. Þeir, sem þykjast vilja vinna fyrir alþýð- una, eru að reyna að vekja tor- tryggni til þeirrar stofnunar, sem Ljósmyndastofan I (Iránuféla£S£Ötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. ■HHffHHHHtHnHHJI eirtau: Bollapör, diskar, föt, skálar, mjólkurkönnur o.fl. nýkomið. 5j Kaupfélag Eyfirðínga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.