Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 3
12. ti»l. DAQUR 47 Nn er hver siðastur að afla sér númera í happdrættinu. ‘/2- og !/1- miðar á þrotum en nokkuð eftir af */4-miðum. Frátekinna miða verður að vilfa fyrir 7. þ. m. Sel iniða til kl. IO þ<11111 9. marz. Ekki ltreppir sá er engu keetfir! Bðkaverzlun Þ. Thorlacius vinnur mest og bezt fyrir fólkið. En það tekst ekki, karl mimi! £ amvinnuf élögin hafa varizt spjótalögum haturs og öfundar í hálfa öld og eru lítt sár. Þau munu ekki falla fyrir árás eins og þessari, jafnvel þó að svo sé látið líta út, sem spjótinu sé kastað úr þeirra eigin herbúðum. Ungur samvinnumaður. Dylgjum finns Jnnssonar íinekkt. Eftir ósk Þormóðs Eyjólfssonar, hefir dómsmálaráðuneytið látið fara fram rannsókn á öllum við- skiftum hans, sem umboðsmanns Sjóvátryggingafélags íslands,. við Síldarverksmiðjur ríkins, þann tíma, sem Þormóður einnig sat í stjórn þeirra. Hafði Þormóður krafist rannsóknar þessarar út af dylgjum, sem fram komu í blaða- skrifum Finns Jónssonar um það bil, sem síðasta þingi lauk. En um- mæli Finns urðu helzt skilin svo, að í þeim feldist aðdróttun um fjárdrátt af hendi Þormóðs Eyj- ólfssonar í sambandi við þessi viðskifti. Rannsókn þessa framkvæmdi Ragnar Jónsson, lögfræðingur, samkvæmt skipim dómsmálaráðu- neytisins, og er rannsókninni nú lokið. Ályktunarorð rannsóknar- dómarans eru þessi: „Þá hefi eg farið yfir bækur verksmiðjanna árin 1930—1936 og gert skýrslur um allar tryggingar þeirra hjá Sjóvátryggingafélaginu. Þær skýrslur hefi eg síðan, tölu fyrir tölu, borið saman við skila- grein Þormóðs Eyjólfssonar til fé- lagsins svo og nótur yfir trygging- arnar í vörzlum þess og ennfrem- ur farið yfir viðskiptareikning hans við það. Hefir við þá athug- un ekki fundizt að Þormóður Eyj- ólfsson hafi á nokkurn hátt dreg- ið sér fé af viðskiptum verksmiðj- anna við félagið, né heldur þegið nokkra þóknun þeirra vegna eða annars frá félaginu, eða haft af þessum viðskiptum aðrar tekjur en umboðslaun sín, sem eru hin sömu og aðrir umboðsmenn fé- lagsins hafa.“ Endirinn á þessu árásarmáli er því sá, að vegur Þormóðs Eyjólfs- sonar hefir í engu minnkað, held- ur miklu fremur vaxið vegna drengilegrar framkomu hans í málinu. En vegur Finns Jónssonar hefir ekki vaxið að sama skapi. Iþróttakvikmynd var sýnd í Nýja-Bíó síðastl. mánudagskvöld að tilhlutun sund- félagsins »Qrettis« hér í bæ. Margskonar innlendar íþróttaniyndir voru sýndar, svo sem sund, hlaup, stökk, glímur, hnefaleikur, knattspyrna 0. s. frv. Hús- fyllir var og góður rómur gerður að sýningunni. Leikurinn »Upp til selja« verður sýnd- ur á Munkaþverá næstk. sunnudag og hefst kl. 8% síðdegis. Hjónaband; Ungfrú Þorgerður Ste- fánsdóttir Kristnesi og Sigurður Jónssoon barnakennari frá Brún, Hvað er ai oerast í RússWi? Samkvæmt frétt er íslenzka rík- isútvarpið flutti nú í vikunni, eru hafin ennþá stórkostleg málaferli í Rússlandi gegn ýmsum af helztu trúnaðar- og embættismönnum Stalins. Eru þeir sakaðir um morð, njósnir, sviksamlega starfsemi, samsæristilraun til þess að myrða einvaldann Stalin o. fl. o. fl. Með- al þeirra, sem handteknir eru, eru fyrrverandi yfirmaður OGPU, rússnesku leynilögreglunnar, fyrr- verandi ritstjóri Sovét-blaðsins Isvestia, fyrrverandi sendiherra Rússa í París, o. m. fl. kunnir menn. Fréttaritari Reuters telur víst, að allir þeir sakbornu verði dæmdir til lífláts. Einu fregnirnar, sem vesturlandabúum berast úr þessari Paradís kommúnismans, eru þær, að höfuðin fjúki af búk- unum þar eystra, jafnótt og lauf- blöðin af trjánum í haustveðrum annarstaðar. Flestum mönnum mun finnast það undarlegt þjóðskipulag, þar sem flestir trúnaðarmenn ríkisins eru sakaðir um svo alvarlegar yf- irsjónir, að þeir verða að láta lífið fyrir. K 0 s n i n 0 a f r é 11 i r. Úrslitin í hinum mjög „spenn- andi“ kosningum í Rússlandi eru nú kunn og hafa orðið þessi: Stalinistar 52%, Stalinflokkur- inn 20%, Stalinvinir 20%, Stal- inovar8%. Þannig lyktaði þeirri „einu sönnu og réttu lýðræðiskosningu, sem fram hefir farið.“ Þess má geta, að aðeins einn frambjóðandi var í kjöri í hverju kjördæmi, og þeir, sem ekki kusu hann, áttu á hættu að verða skotn- ir eða hengdir. Hinn 30. jan. s. 1. andaðist að heimili sínu, Núpufelli í Eyjafirði, Kristjana Guðrún Einarsdóttir, ekkja eftir Þorstein Pálsson, fyrr- um bónda í Ytra-Dalsgerði í Eyja- firði, tæplega 82 ára gömul. Eftir- lifandi börn þeirra hjóna eru: Hólmgeir bóndi á Hrafnagili og Auður, húsfreyja í Núpufelli, gift Pálma Þórðarsyni, bónda þar. Fyrir rúmum 50 árum sá ég frú Kristjönu Einarsdóttur í fyrsta sinn. Er mér enn í fersku minni hve glæsileg kona hún var og háttprúð í allri framkomu, hún hafði eitthvað elskulegt og aðlað- andi við sig, sem vakti traust og virðingu manns. Var það reynsla þeirra, sem kynntust henni, að henni var óhætt að treysta* var hún hollráð og einlæg svo að af bar. Þó að frú Kristjana starfaði mest innan heimilis-vébandanna og léti lítið á sér bera út á við, átti hún samt mikinn áhuga fyr- ir ýmsum mannúðar- og menning- armálum, og var alla æfi vina æskunnar og vorsins í þjóðlífinu. Þegar fjársöfnun var hafin til byggingar heilsuhælis fyrir Norð- urland og geislastofu fyrir Akur- eyrarspítala, lagði hún ríflegan skerf til þess hvorutveggja með fjárframlagi og hvatningum. „Við getum svo mikið, ef við vinnum saman og viljinn er nógu góður og sterkur", sagði hún. Einnig var hún fyrsta konan, sem gaf fé til kvennaskólans á Laugalandi. Þannig var hún æfinlega reiðubú- in að hjálpa til þess að bera góð málefni fram til sigurs með víð- sýni, dáð og drengskap: „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna“.--------- Hún átti yfir að ráða óvenju mikilli andlegri orku, sem varð- veitti æskuna í sál hennar og gerði henni mögulegt að vinna þau störf á efri árum, sem mörg- um reynast full erfið á mann- dómsárunum. í langvinnum og margendur- teknum veikindum elskaðrar dótt- ur hennar, tók hún böm hennar og stórt heimili á arma sína og vakti yfir velferð þess eins og góð, elskuleg móðir bezt getur gert; undraðist eg styrk hennar, sem orðin var þreytt að bera hinar margvíslegu byrðar lífsins. Eitt siim, þegar við vorum að tala um þetta, spurði eg hana hvernig stæði á því, að hún gæti borið veikindi og ástvinamissi með þessu dæmafáa þreki og stillingu. Eftir ofurlitla umhugsun sagði hún: „Á erfiðustu stundum æfi minnar hefir mér æfinlega komið hjálp frá æðri stöðum, einhver undursamlegur kraftur streymir þá um sál mína og gefur mér styrk til þess að gera skyldu mína“. Síðast fann eg þessa látnu vinu mína fyrir fáum vikum. Barst tal okkar að ástvinum hennar og lið- inni æfi. Hún var eins og glatt og þakklátt barn, skoðaði þessa til- veru sem dásamlega guðsgjöf og endaði með því að segja: „Eg skil ekkert í því, hvað eg á mikið betra en flestir aðrir, eg er borin á elskuríkum höndum barna og tengdabarna og allt er gert, sem hægt er, til þess að mér líði sem bezt. Eg vildi óska, að sem flestir ættu þeirri hamingju að fagna“. Frú Kristjana var glaðleg og stillt í daglegri umgengni, hvort sern húp bar sorg eða gleði í Það tilkynnist að Halldór Ágústsson frá Dunhaga andaðist í Kristneshæli 28. febr. síðastlið- inn. Jarðarförin er ákveðin mið- vikudaginn 9. marz næstk. að Möðruvöllum í Hörgárdal og hefst í kirkjunni kl. 1 e. h. Aðstandendur. hjarta, og bjartur og göfugur geð- blær hennar gerði andrúmsloftið hlýtt og hreint í kringum hana. Hún var góð húsmóðir, ástrík eig- inkona og elskuleg móðir. Það var sagt við Rembrant, málarann mikla, að hann ætti sólskin í sál- inni. Frú Kristjana átti áreiðanlega sólskin í sál sinni og örugga trú á sigur þess góða í tilverunni. Hún var alla æfina að flytja einhverja, sem í skugganum og kuldanum voru, „til blómanna í birtuna og ylinn“. Einmitt af því, að hún átti sólskin í sál sinni, málaði hún bjartar og litfagrar myndir með æfistarfi sínu, myndir, sem ekki mást úr huga þeirra, sem bezt þekktu hana. „Hinn góði, vitri og göfugi kýs að gera jörðina að Paradís." Og nú er hún horfin inn á ó- kunna landið, en samt ber hún okkur til blómanna. Um helgan blómareit minninganna reikum við, minninganna um hana, þessa göfugu hetju, sem falið var það veglega en vandasama hlutverk að vaka yfir vöggum tveggja kyn- slóða, og bera þær á örmum sér yfir marga ‘ erfiðleika og hættur þessa jarðlffs. Á leið minninganna um æfistarf hennar berumst við inn í birtuna og ylinn og trúum því, að hún lifi „í englaröðum glaðværðar og góðs.“ Vinkona. Steinn Steinsen bæjarstjóri fór með I'ettifossi nú i vikunni áleiðis til útlanda. I*er hann utan i þarfir bæjarins og þá serstaklega rafveitumálsins. Basar heldur kvennadeild Verklýðsfé- lags Akureyrar í »Zíon«, föstudaginn 4. þ. m. kl. 3 e. h. Þar verða á boðstólum margir ágætir munir við lágu verði. Einnig kaffi með pönnukökum. — Bæjar- búar! Fjölmennið í »Zíon« á föstudaginn og styðjið gott málefni. Ágóðinn rennur allur til björgunarskútu Norðurlands. Bragi Steingrímsson dýralæknir gegnlr embætti Sigurðar Hlíðar, meðan hann sifur á þingi. Kom Bragi með »Drottn- ingunni« síðast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.