Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 03.03.1938, Blaðsíða 1
DAOUR lcemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 ftrg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júli. • • • • • • XXI. árg. j Afgreiðslan er hjft JöNl Þ. ÞÓK, Norð- urgötu 8. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramðt, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. -» *• • *••• Akureyri 3. marz21938. } 12. tbl* Að Úfgarði. í morgun átti eg eina endur- minningu úr Glerárdal. Nú á eg tvœr, því í dag eignaðist eg aðra, sem verður mér lengi hugstæð. Eldri minningin er nokkuð gömul. Hún er tengd vegvillu og sveipuð dimmviðri. Eg átti ókunnugur leið að bænum Glerá, en misskildi leiðsögn og missti bæjarins. Hélt ég því fram Glerárdal í þoku og hríðarveðri, unz ég rakst á beit- arhús eftir lengri göngu, en við mátti búast. Þótti mér þá fyrir von komið, að ég fyndi bæinn á þeirri leið og sneri við. Tókst mér að finna bæinn eftir villu þessa. Þessi enduxminning vaktist upp í dag, ekki af því að hún sé frá- sagnarverð út af fyrir sig, heldur vegna þess að í sambandi við komu mína að Útgarði, skólaseli menntaskólanemenda á Akureyri, verður hún einskonar leiðar- mark á æfinni ög krefst viðdval- ar til yfirlits um farin ár og sam- tíðar viðburði- Koma mín í Glerárdal í dag er með næsta ólíkum hætti. Ég ek með skólameistara ruddan veg um gildrög og hæðir. Áhugamenn í hinni ungu sveit landsmanna, sem sækja Menntaskólann, hafa rutt veginn. Á gömlum selrústum norðvestanmegin í dalnum er ris- ið hús af grunni, tvísettar burstir, og vita stafnþil móti hœstum sól- argangi. Veggir eru klömbru- hlaðnir úr íslenzkum jarðvegi, traustir og snyrtilegir. Umhverfis húsið er vallgróin flöt, traustlega umgirt. í dyrum mætir okkur dr, Trausti Einarsson, sem hefir 6. bekk í seli þessa dagana, við kennslu í landmælingum og ann- arri stærðfræði. Skólameistari hefir með sér íslenzku stílana og heldur kennslustundn með nem- endunum daginn eftir- Þegar að dyrum kemur, kveður við úr húsinu þróttmikill söngur piltanna, samstiltar raddir, mikið samæfðar, — skólasöngvar nútímans, máske ekki fyrirtaks- skáldskapur, en vel fallinn til þess að veita útrás glaðværð og þrótti. Úr forstofu er gengið í eldhús og matskála. Þar starfa námsmeyjar 6. bekkjar að matseld. Úr mat- skála er gengð í stofuna, sem er hálft húsið niðri, og upp á svefn- loftin. í stofunni fer fram kennsla, þegar dvalið er til námsiðkana, en gleðimót þegar um hressingar- dvöl eina er að í frístund- um er þar glatt á hjalla. Nemend- urnir eru mannvænlegir, frjáis- mannlegir, hlaðnir lífsþrótti, úti- teknir í fjallalofti og þorrasól- skini Norðurlands. Frá Útgarði eru þreyttar skíðagöngur og skíða- hlaup. Trausti kennari lætur nem- endur sína mæla skíðalandið og kortleggja hæðalínur og verða þá snjóalög auðveldlegar ráðin af veðuráttu og landslagi. Á svefnloftum er slegið upp gólfrekkjum og geta sofið um fimmtíu manns á Útgarði, þegar flest er. Nemendur höfðu nýlega sótt 600 kr. í leikför til Siglu- fjarðar og varið til sængurbún- aðar. Fyrir þremur árum síðan skaut Sigurður Guðmundsson skóla- meistari fram í blaði skólans hug- myndinni um þetta skólalandnám og hefir því síðan miðað áleiðis með samtökum, þegnskaparvinnu og fjárframlögum kennara og nemenda. Slík átök eru gerð ein- ungis þar sem framhugur og hug- sjónir eru að verki. Undir borðum við kaffidrykkju á Útgarði eru rædd framtíðarverkefnin í þessu aukna landnámi og stórar hug- sjónir marka leiðina fram á við til meiri afreka. Sigurður Guðmunds- son er mikill skólamaður. Skól- arnir eru í vitund hans og fram- tíðardraumum ekki einungis upp- fræðslustofnanir, heldur og upp- eldisstofnanir og það fyrst og fremst. Ætlunarverk þeirra á að verða það, að veita æskumönnum, auk námsvinnunnar, félagsþroska og verluegt rsám á stóru sk úabúi, þai sem hönd þjónar hugsjón og stritið gæðist viti. Starf skólann i á að verða leit að mannrænu og göfugu skapfari æskumanna og veita hvorutveggja í farveg þjóð- nýtra starfa við útsýn hollia mennta. Eg er þakklátur fyrir boðið inn í þessa höll æskunnar í landinu og til þess útsýnis, sem henni heiir verið kosið. Yfir Glerárdal er fag- ur svipur og harla ólíkur þoku- myrkrinu í minni fyrri för í dal- inn. Hlákuþeyrinn blæs af Súlum ofan og fellin ypta öxlum upp úr fönnunum. Dalurinn er skreytt- ur blettaskini mildrar Góusólar, og hnígur af háfjöllum höfgur blámi undir norðlenzku skýjafari. Síðan eg villtist á Glerárdal, er liðin stutt stund í þjóðaræfinni, þó hafa síðan orðið mikil umhvörf um þjóðmenningu okkar og þjóð- arhag. Heimsóknin í Glerárdal í dag er mér táknrænn vottur um þversu miðar, þrátt fyrir örðug- leika. Vegur þjóðarinnar horfir fram á leið, út úr þoku og auðn fyrri alda inn í bjart sólskin í opn- um dal, þar sem hin djarfhuga æska nemur land að nýju. í stórfögru kvæði, „Að leikslok- um“, segir St. G. St.: »Hlægir þig að hér var steinum þungum hnykkt úr leið, ef aðstoð þína brast. Vissa ljós að leika á yngri tungum lljóðin, sem þú aldrei kveðið gazt. Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast, þína hönd, sem aldrei fær þú léð. Og enn segir hann: »Yður hjá, sem hugsuðum oss saman, Hjartað skilur gesturinn, sem fer, Varmt og heilt. — Að hverri stund var gaman. Hönd hans óveil, — sé hún kulda-ber — Rétt er þeim, sem lánast á að erfa Æsku vorrar stærri þrár og dug. Með hugsun þessa kvæðis vildi eg kveðja þig, norðlenzk skóla- æska, og árna þér gengis. Og eg vildi mega vona, að íslendingar, einnig þeir, sem komnir eru af léttasta skeiði, bæru jafnan slíkan hug til æskumanna. Meðan eg veit að hugsjónamenn, hjartaheit- ir, með eld viljans í augum og þrótt til drengilegra átaka, vaxa upp í landinu, verð eg aldrei gam- all. 25. febrúar 1938. Jónas Þorbergsson. í M hjá KQL Síðastl. föstudag bauð K. E. A. nemendum kvennaskólans á Laugalandi, forstöðukonunni og kennurum að skoða verksmiðjur og iðnað félagsins og Sambands ísl. samvinnufélaga. Var boðsfólk- ið sótt á bílum og flutt til bæjar- ins. Var þVí tilreiddur miðdags- verður í húsakynnum félagsins og framkvæmdastjóri veitti því kaffi á heimili sínu. Um kvöldið var skólanum boðið til kvikmyndasýn- ingar í Nýja-Bíó. Þótti' skólanum dagurinn hirm ánægjulegasti og hefir hann beðið blaðið að flytja framkvæmdastjórn K. E. A. og þó einkum framkvæmdastjóranum sjálfum hugheilar þakkir fyrir þetta rausnarlega og ánægjulega boð. NÝJABfÓ 1 fimmtudaginn 3. þ.m. kl. 9 Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. Brauðserðar KEH. Vinsældir Brauðgerðar K. E. A. fara stöðugt vaxandi. Bezta sönn- un þess er hin mikla framleiðslu- aukning hennar síðustu missirin. Á bolludagiim árið 1935 voru bakaðar 12000 bollur, árið 1936 15000, árið 1937 20.600 og nú síð- astliðinn bolludag 23,480 bollur. í sambandi við bolludaginn í ár hafði brauðgerðin getraun fyrir almenning, þannig að hver sá er keypti 5 bollur fékk miða, er hann ritaði á hversu margar bollur hann áliti að brauðgerðin mundi hafa framleitt þennan dag, og var heitið 3 verðlaunum fyrir réttustu tilgátuna. I. verðlaun, eina 12 króna tertu, hreppti III. bekkur B, Menntaskólans hér, fyrir til- gátuna 23,479 bollur.. II. verðlaun fékk hr. Helgi Bernharðsson Ak- ureyri, en tilgáta hans var 23,486 bollur og III. verðlaun hlaut hr. Kristófer Vilhjálmsson Akureyri, og var hans tilgáta 23,487 bollur. I.« O F = 11034» = III. KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi. Guðsþjónustur í Grundarþingapres'a- kali': Grund, sunnudaginn 13. márz ki. 12 á hádegi. Kaupangi, sunnudaginn 29. marz kl. 12 á hádegi. Afunkaþverá, sunnudaginn 27. marz kl. 12 á hádegi. Kantötukór Akureyrar efnir til hljóm- leika næstk. sunnudag kl. 3 e.h. í Nýja Bíó. Verða að þessu sinni flutt tónverk eftir Lindblad, Kreuzer, Abt, Palm, An- jou, Mendelsohn, Borg, Möhring, Sigurð Þórðarson og Björgvin Guðmundsson. Einsöngvarar verða frúrnar Eva Kröyer og Helga Jónsdóttir, sem einnig syngja þrjá tvíeöngva, og Hermann Stefánsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.