Dagur - 07.07.1938, Page 3

Dagur - 07.07.1938, Page 3
30. tbl. DAGUR 123 Hjartanlegar þakkir til allra þeirra er glöddu okkur d gullbrúðkaupsdegi okkar 30. júni síðastliðinn. Akureyri, 3. júní 1938. Ragnheidur /akobsdóítir, Árni Hólm Magnússon. Fólksstraumur til kaupstaða. Mikið er ialað um atvinnuleysi, bæði í ræðu og rxti. Menn brjóta heilann um orsakir þess og ráð til þess að útrýma því og öllu hinu illa, sem af því hlýzt.En það virð- ist erfitt að lækna þetta þjóðar- böl, þó tugir merkustu manna heimsins hafi lagt sig alla fram til þess að finna ráð gegn því. Þótt eg leggi nú hér nokkur orð í belg, þá ætla eg mér ekki þá dul, að geta komið með nokkurt einhlýtt ráð gegn þessari mein- semd. Það er hið fyrsta, sem lækn- ar þurfa að gera, að þekkja orsök sjúkdómsins, áður en þeir ákveða meðöl gegn honum. En því miður reynist það oft erfitt, þá vantar þekkingu. Svipað mun vera með þjóðarmeinin. Eg ætla nú að bregða mér ofur- lítið aftur í tímann, eða til áranna í kringum 1870. Eg man glöggt eft- ir ýmsu, sem þá gerðist. Ekki var þá talað um atvinnuleysi eins og nú, en mikið hefir nú breyzt síð- an. Kaupstaðir voru þá fáir og smáir; útgerð lítil, samanborið við það, sem nú gerist, en nú hefir hún aukist mjög mikið á fám ár- um. Tryggvi heitinn Gunnarsson hratt af stað stór-útgerð hér á landi. Þá voru það kaupmenn og aðrir efnamerm bæjaxma, sem lögðu fram stofnfé útgerðarinnar, en sveitirnar lögðu fram vinnu- aflið: mexmina. Þarmig byrjaði fólksstraumurirm frá sveitum til sjávar. Úr því fóru bæirnir að þjóta upp, enda voru þá fiskiár all góð. Og þá tók hver sinn hlut, bæði til sölu og heimanotkunar, án þess að deilur eða verkföll ættu sér stað. Menn fimdu fljótt, að þeir fengu betur borgaða virmu sína við sjóinn, heldur en við landbúnað. Kaupið var þó ekki svo hátt, að bændur hefðu í fyrstu getað keppt um vinnuaflið, en þeir gátu fengið ódýrari vinnu- kraft, því þá var ekki tilfinnanleg ekla á fólki til sveita. En þarna byrjaði meinsemdin, sem nú þjáir. Brátt óx straumurinn til kaup- staðarma, af því þar var greitt hærra kaup, en fáanlegt var í sveitum. Síðan hefir fólkstraum- urinn aukist ár frá ári, svo nú standa bæimir ráðþrota með at- vinnulaust fólk, því þótt fundið sé upp á nýjum verkefnum, vegur það ekki á móti fólksfjölguninni. Ástæðan til þess að fólk flytur í bæina er að sjálfsögðu sú, að það býst við að komast í gullnámu með hækkandi kaupi. Allir hugsa sér að grípa gullið, en vitanlega misheppnast mörgum það. Margir gæta þess ekki, hvað mikið dýr- ara er að lifa í bæjum, heldur en í sveitum. Fólkið fær húsnæði, því alltaf þjóta húsin upp, eins og allir sjá. Þegar einstaklingamir geta ekki lengur byggt með aðstoð bank- anna, hleypur ríkið imdir bagga og leggur fram fé til verkamanna- bústaða, Atvinnuleysið óttast margir ekki svo mjög, því ef að sverfur, þá er treyst á fátækra- styrkinn, sem ríkið veitir bæjun- um og nefndur er „atvinnubóta- vinna“. Ef allt um þrýtur, þá er bæjarsjóður, já, ekki er verra að vera á „bænum“, heidur en á hreppnum. Þó bæjarstjórnin sé vond við fátæka, pá er hrepps- nefndin verri! Svo gæti kaupið hækkað og hver veit hvað, — gera bara verkfall! Þá eru skemmtanirnar, þeim má ekki gleyma, þær fást á hverju kvöldi og tími er til að njóta þeirra, því vinnutíminn er styttri en í sveit- inni o. s. frv. Vitanlega yfirgefur fólkið ekki heimili sín í sveitinni nema með þeirri von, að breyta til batnaðar. Það er og áreiðanlegt, að kaup það, sem goldið er í kaupstöðum, þolir landbúnaðurinn ekki að greiða nú orðið. Kaupstaðirnir vaxa ört og það veldur atvinnuleysinu, en hinn öri vöxtur þeirra stafar mest af kaupgjaldinu. Það má vel vera, að fólkið komist ekki af með minna kaup, með nútíma lifnaðarháttum, en eigi að síður er kaupið tælandi fyrir sveitamenn. En á meðan menn þyrpast í kaupstaðina úr sveitunum, er að búast við að þröngt verði í verinu. Sveitamenn- irnir ná vinnu frá kaupstaðabúan- um og þar af leiðandi fjölgar at- vinnuleysingjxmum; vinnuaukn- ingin verður of lítil og vegur ekki, upp á móti fólksfjölguninni. — Verkamenn verða of margir í kaupstöðunum, en vinnandi menn of fáir í sveitunum. Þegar það fréttist upp í sveitirnar, að stúlk- ur geti fengið 20—30 kr. eftir 24 tíma, þá er von að sveitastúlkurn- ar langi til að ná í gullnámuna, því í sveitinni þurfa þær langan tíma til að vinna sér inn þá upp- hæð. Þess er síður gætt að háa kaupið vill hverfa, þegar engin fæst vinnan, þær standa þá stundum tómhentar eftir. Sælt ef þær geta keypt sér einn ballkjól! Svipað er að segja um piltana, nema hvað flaskan krefur sinna fórna af sumum þeirra. Eg get ekki betur séð, en að svo langt sé komið þessu öfug- streymi, að það opinbera verði að' athuga möguleika á því, hvort ekki sé hægt að draga úr því öng- þveiti, sem straumurinn úr sveit- unum virðist orsaka. Það, sem eg hygg að ætti að reyna, er að setja lög um byggða- eða aðsetursleyfi, þó það sé að sumu leyti neyðarúr- ræði. Það gæti ef til vill orðið til þess, að létta undir því, að ný- býlahugmyndin kæmist til veru- legra framkvæmda; að sveita- menn, sem vildu breyta til, sner- ust fremur að því ráði að byggja nýbýli. En seint ætla eg að sveit- irnar byggist af kaupstaðafólki. Það mun ekki vilja yfirgefa glauminn og gleðina og vonina um háa kaupið. 1. júní 1938. Stefán Bergsson. ATH. Nýlega var að því fundið í blaði einu hér í bæ, að of ungir menn fengju rúm í Degi til þess að láta skoðanir sínar í ljós. Höfundur greinar þeirrar, er hér fer á und- an, er 84 ára gamall, en þrátt fyrir þann háa aldur er hann enn full- ur af áhuga og síhugsandi um málefni þjóðarinnar. Vísast er, að þeim hinum sömu, sem angrast hafa út af skrifum ungu mann- anna, aukist nú ógleðin við það, að of gamall maður fái að birta skoðanir sínar í þessu blaði. Slík- um firrum skeytir Dagm’ engu. Að hætti frjálslyndra blaða er honum ánægja að því að gefa bæði æskunni og ellinni færi á að ræða áhugamál sín á opinberum vettvangi. Ritstj. Guílbrúðkaup Hinn 30. s. 1. áttu þau Árni Hóim Magnússon kennari og frú Ragnheiður Jakobsdöttir frá Saurbæ, 50 ára hjú- skaparafmæli. Var dagsins minnst með gleðisamkomu að Saurbæ. Sátu hana um hundrað manns, ættingjar, vinir og sveitungar brúðhjónanna og ýmsir eldri nemendur Árna. Undir borðum voru brúðhjónunum flutt þrjú kvæði og margar ræður^ þar sem þeim var þakkað mikið og gott samstarf, og árnað allra heilla. Pakkaði gullbrúðguminn með snjallri ræðu. Sem iítinn þakklætisvott var þeim afhent peningagjöf nokkur frá ýmsum viðstöddum vinum þeirra. Mörg heiliaóskaskeyti bárust þeim einnig. Auk þess var um hönd hafður söngur og dans stiginn af miklu fjöri Stóð fagnaður þessi fram yfir miðnætti og voru allir viðstaddir hinir ánægðustu með hófið. Gullbrúðhjónin, sem bæði eru yfir sjötugt, voru ern og kát. Leyndi sér ekki að þau varðveittu enn í sál sinni ylinn af ársól lífsins, sem brann þeim heitt á vanga fyrir 50 árum. Hjónaefni: Ungfrú Sigríður H. Jö- liannsdóttir verzlunarmær Siglufirði og Vigfús Þ. Jónsson málarameistari liér í bæ. Almennur kirkjufundur hófst í Rvík 29. f. m. og stóð yfir í 3 daga. Var fundurinn boðaður öllum sóknarprestum landsins og öllum söfnuðum landsins boðið að senda einn eða fleiri fulltrúa á fundinn. Þátttaka var niikil úr öllum fjórðungum landsins. Minningarsjóöur. Nokkrir vinir frú Stefaníu sál. Guðmundsdóttur leikkonu hafa gengizt fyrir því, að stofnaður yrði sjóður, er beri nafn hennar og notaður verði til að efla leikmennt hér á landi, eftir því sem nánar verði ákveðið í sam- ráði við eftirlifandi börn hennar, Hér raeð þökkura við ynnilega ölluni þeim, sera með nærveru sinni og á annan hátt heiðruðu minningu móður okkar við út- för hennar. Sigurlina Friðriksdóttir, Brynjólfur f'riðriksson, Hermundur Friðriksson. HíeppsiieliÉrkoiiií fóru fram um allt land fyrra sunnudag, þar sem ekki var kosið í vetur. Samtímis fóru fram kosn- ingar í sýslunefndir og skóla- nefndir. Kosningarnar fóni fram samkvæmt lögum frá 1936. í þeim er mælt svo fyrir, að hreppsnefnd- arkosningar skuli vera leynilegar og skylt að hafa hlutfallskosn- ingu, ef ákveðinn hluti kjósenda krefst þess. Var þetta því í fyrsta skipti, er listakosningar voru við- hafðar þegar um sveitastjórna- kosningar er að ræða, en þó var sú aðferð ekki notuð nærri alstað- ar. T. d. var hún hvorki notuð í Sarbæjar- eða Hrafnagilshreppi. Sumstaðar mun kosningin hafa verið allpólitísk, en víða ekki, jafnvel þó listakosning væri við- höfð. T. d. í Svarfaðardal er frá því skýrt, að þar hafi verið ópóli- tísk listakosning. Hér nærlendis munu kosningarnar hvergi hafa valdið annari eins umbyltingu og í Glæsibæjarhreppi, því þar var með öllu skipt um hreppsnefnd. Hreppsnefndaroddvitinn, Einar Jónasson, var settur 3. maður á lista Sjálfstæðis- og Bændafl. og féll. Nýr oddviti var kjörinn Stef- án Sigurjónsson, bóndi á Blómst- urvöllum, Framsóknarmaður. Þar' sem kosningarnar hafa ver- ið gerðar pólitískar og frétzt hefir til, mega Framsóknarmenn yfir- leitt vel við una úrslit þeirra. í Eyjafjarðarsýslu féll kosning sýslunefndarmanna þannig, að sýslunefndin er óbreytt frá því, sem áður var, nema hvað Hannes Davíðsson bóndi á Hofi var kos- inn sýslunefndarmaður í Arnar- neshreppi í stað Guðmundar Magnússonar í Arnarnesi. Misprentast hafa tvær gagnfræða- prófseinkunnir frá Menntaskóla Akureyr- ar í 28. tölubl. Ólafur Hallgrímsson (Sigluf.) hlaut einkunina 6.52 og Sigríð- ur Jóndóttir (Ak.) 6.67. I. O. G. T. Stúkurnar á Akureyri halda sameiginlegan fund í Skjaldborg næstkomandi miðvikudagskvöld 13. júlf kl. 8,30 e. h. Sagðar verða fréttir af Stórstúkuþingi. Einnig verða önnur fræðslu- og skemmtiatriði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.