Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 2
162 D A G U R 40. tbl. » • • -•-• • ••^•< (safold setur nytt met í Á fyrstu síðu: »Framsókn hefir foringja Alþýðuflokksins algerlega á sínu valdi«. Á annari síðu: »í skjóli valdaaðstöðu sinnar og takmarkalausrar yfirdrotnunar yfir Framsóknar- flokknum knúðu sósíalistar fram hækkun á tímakaupk Lesendur íhaldsblaðanna hafa margoft veitt því eftirtekt, hversu riturum þeirra er gjarnt til að krydda ritsmíðar sínar með hin- um herfilegustu mótsögnum. Hef- ir þetta meðal annars komið fram í skrifum þeirra um samstarf Framsóknar- og Alþýðuflokksins. í því efni hefir ísafold, sem eink- um er ætluð bændum til lesturs, haft það hlutverk með höndum, að fræða lesendur sína á því, að sósíalistar kúguðu foringja Fram- sóknarflokksins til alls konar hermdarverka. Samkvæmt því átti Alþýðuflokkurinn einn öllu að ráða, en Framsóknarmenn að vera þrælar þeirra. Aftur á móti hefir íhaldsblaðið Vísir, sem ætlaður er verkalýðnum í Reykjavík til lest- urs, haldið því mjög á lofti, að foringjar Alþýðuflokksins fengju engu að ráða vegna ofsa og yfir- gangs Framsóknarforingjanna, sem hugsuðu ekki um annað en skara eld að kökum bænda, en skeyttu ekkert um velfarnað verkalýðsins. Á þenna hátt hafa íhaldsblöðin hagað vinnubrögðum sínum og skipt með sér verkum í þeirri við- leitni sinni að bera róg á milli þessara tveggja stétta, verka- manna og bænda. Vinnubrögðin eru ekki beinlínis skynsamleg, þar sem menn hlutu að veita því eft- irtekt, að annað blaðið reif jafnan niður það, sem hitt hélt fram. Árangurinn hefir líka orðið sá, að enginn skynbær og gætinn maður trúir þessum málgögnum. En þó kastar fyrst tólfunum, þegar mótsagnirnar í einu og sama blaðinu ríða hvor annari á slig. En þetta hefir hent vikuút- gáfu Mbl., ísafold, mánudaginn 5. þ. m. Á forsíðu blaðsins hefst grein undir fyrirsögninni: „Flvað er í vændum?“ Fjallar hún um sam- starf Framsóknar- og Alþýðu- flokksins. í þessari forsíðugrein stendur meðal annars: „Framsókn hefir foringja Al- þýðuflokksins algerlega á sínu valdi. (Leturbr. Dags). Hún þarf ekki annað en minna þá á hin mörgu íeitu embætti, sem þeir hafa fengið í sambúðinni við Framsókn. Og Framsókn er klók. Hún geymir nokkur feit embætti — bankastjórastöðurnar við Út- vegsbankann o. fl. — til þess að hafa enn b^tri tök á hinum gráð- ugu og þurftarfreku foringjum Alþýðuflokksins“. Nú flettir lesandi ísafoldar við blaðinu og lítur yi'ir aðra síðu. Þar birtist eitt hinna alkunnu „Reykjavíkurbréfa“. Þar er m. a. enn verið að ræða um samstart Framsóknarílokksins og Alþýðu- flokksins. Þar er samstarfinu lýst á þessa leið: „í skjóli valdaaðstöðu sinnar og takmtirkalausrar yfirdrotnunar yf- 4. júlí s.l. sendi verkakvennafé- lagið „Eining“ 11 fátæk og veikluð börn, á aldrinum 6—12 ára, í 8 vikna sumardvöl að Laufahlíð í Reykjahverfi, auk þess sendi kvenfélagið „Hlíf“ þangað 4 börn. Laufahlíð er nýbýli í Brekkna- kotslandi. Búa þar Þórður Jóns- son barnakennari og Guðrún syst- ir hans frá Brekknakoti. Hafa þau bygt þarna myndarlegt stein- steypuhús, sem er hitað upp með hveravatni og matur allur gufu- soðinn og brauð bökuð með hita frá hitaveitu frá hverum. Á staðn- um er yfirbygð heit sundlaug' ög í sambandi við hana gufubaðstoía, sem ungmennafélagið hefir með höndum. Börnin 15 voru undir hand- leiðslu Jónasar Jónssonar leik- fimi- og sundkennara. Voru þau látin synda á hverjum degi og iðka aðrar líkamsæfingar við þeirra hæfi. Auk þess voru þau að leikjum og ýmiskonar sjálfráðu starfi. T. d. fóru þau á grasafjall og komu heim með allmiklar birgðir af hinum hollu íslensku fjallagrösum. Er óhætt að fullyrða að börnin lærðu að skilja og meta tign og dásemdir hins víðfeðma, gjöfula ríkis náttúrunnar eins og það birtist í hinni íslensku sveit- arkyrð. Alstaðar var nýjungar að sjá fyrir börnin, sem komu af mölinni og fjörunni, þar sem heil- brigð líísskilyrði eru meira og minna takmörkuð og skortir jafn- vel alveg, í bænum, þar sem æsk- an sogar í sig göturykið og kola- reykinn og leikvangurinn er i sorpinu í fjörunni og á Tanganum og við kolahaugana í miðbænum. Heimilið í Laufahlíð er hið myndarlegasta. Við fyrstu sýn mætir manni alúð og prúðmenska, sem heillar jjann, sem að garði ir Framsóknarflokknum (leturbr. Dags) knúðu sósíalistar fram hækkun á tímakaupi með verk- föllum og á annan veg“. Hver maður sér, að fullyrðingin á fyrstu síðu er riðin niður með gagnstæðri fullyrðingu á annari síðu. Á fyrstu síðu er samstarfinu lýst þannig, að Framsókn sé svo klók, að hún hafi full tök á for- ingjum sósíalista og hafi þá al- gerlega á sínu valdi. Á annari síðu er staðhæft, að yfirdrottnun sósí- alista yfir Framsóknarflokknum sé takmarkalaus og að þeir knýi flokkinn gegn vilja sínum inn á brautir sósíalista. ísafold er því orðin sjálfri sér sundurþykk um samstarf Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins. Fyrsta og önnur síðan eiga í stríði hvor við aðra. Blaðið hefir sett nýtt met í mótsögnum, óheil- indum og ósannsögli. ber og vekur hjá honum traust og öryggi en það er einmitt það; sem börnin þarfnast, er þau verða að yfirgefa foreldrahúsin. En enda þótt mörgu sé ábótavant heima hjá mömmu og pabba, og jafnvel þó skortur sé á frumstæðustu lífs- nauðsynjum, þráir barnið þó altaf helst að dvelja hjá þeim. En börn- in 15 í Laufahlíð nutu hinnar fullkomnustu líkamlegrar og and- legrar umhyggju hins ágæta heimilis. Fæðið var ágætt og við þeirra hæfi. Meðal annars var fært frá til þess að börnin hefðu næga, góða mjólk, skyr og smjör. Enda litu þau afarvel út og voru á alla lund hin hressustu, þegar þau voru sótt austur 29. ágúst s.l. Og umræðuefni þeirra á leiðinni heim var harla ólíkt því, sem tíðk- ast meðal barnanna, sem neyðast til að leika sér í óhreinum bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem svona stór barnahópur hefir verið í sumardvöl á þessu heimili. Við konurnar í „Einingu11, sem höfum Fimmtudagskvöld kl. 9: Sprengblægileg gamanmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Thor Modéen og Calle Hageman. starfað að þessu máli, teljum okk- ur skylt að skýra opinberlega frá þessu og hvetja enn fleiri til þess að vinna að því að margfalt fleiri börn eigi kost á því að njóta samskonar aðbúnaðar á sumrin eins og börnin 15 í Laufahlíð. En til þess þarf mikið átak, sameig- inlegt átak fjöldans. Dvalarkostnaður barnanna var kr. 1.75 á dag fyrir hvert barn, auk sundlaugar- og baðstofugjalds (sem rennur til ungmennafélags- ins), en það var kr. 1.50 á barn fyrir allan tímann. Ferðakostnað- ur fram og til baka var samtals kr. 88.00 og alls var því kostnað- urinn við dvöl hinna 11 barna, sem „Eining“ sá um, kr. 1201.75. Greiddi „Eining“ þetta alt for- eldrum barnanna að kostnaðar- lausu. Þess er skylt að geta að Soffía Sófoníasdóttir garðyrkju- kona, færði félaginu til styrktar þessari starfsemi 100 krónur i sumar, sem var ágóði af blóma- sölu sem hún hafði með höndum s.l. haust. Ennfremur að fjárhags- nefnd og bæjarstjórn samþyktu góðfúslega að verða við beiðni fé- lagsins um 300.00 kr. styrk úr bæjarsjóði til styrktar þessari starfsemi „Einingar". Er þess að vænta að skilningur bæjarbúa á því að hér er um merkilegt menningarskref að ræða, glæðist svo mjög á næstunni að kleift verði að senda sem allra flest börn framvegis til sumar- dvalar í sveit. Þetta starf er eng- an veginn eingöngu bundið við félagskonur í „Einingu“ eða „Hlíf“. Allir eiga að leggja fram •mniwmHWHff Silklnœrfot Silkisokkar Slæður Silkivasaklntar F|ölbreylt úrval. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Eftirtektarverð menninoarstarlsemi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.