Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 1
DÁOUR kemur út & hv«rjum íimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞOB, Norö- urgötu 3. Talslmi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XXI . árg. | Akureyri 22. desember 1938, 54. tbl. B. Selma Lagerlöf 80 ára. Hinn 20. nóvember síðastliðinn varð sænska skáldkonan Selma Lagerlöf áttræð. Með eftirfarandi línum verður gerð tilraun, til að hnýta henni ofurlítinn blómsveig í þakklætisskyni fyrh' það, sem hún hefir gefið lesendum sínum með hinum frábæru og góðu skáldritum. Selma Lagerlöf er fædd í Vermalandi í Svíþjóð og býr í fæðingarstað sínum. Vegna heilsu- leysis fékk hún næði til að lesa mikið í æsku og byrjaði snemma að skrifa sjálf. Hún var nokkur ár kennslukona við barnaskóla, en helgaði sig svo algjörlega rit- störfum. Köllun hennar til að skrifa heimtaði tíma hennar allan og óskiptan. En þó hún hætti að kenna bömum, hefir hin gáfaða og hugmyndaríka skáldkona ekki hætt að kenna. Allir lesendur hennar eru lærisveinar. Og þegar hún lýsir bezt mannlífinu með sigrum þess og ósigrum, er það hart hjarta, sem ekki kemst við. ■ Fyrsta bók hennar var Gösta Berlings.saga. Efni bókarinnar eru ýmsar sagnir úr átthögum hennar. Mikið af því eru sögur, sem amma hennar sagði henni, þegar hún var barn. Það er fjölbreytt og lifandi bók. Þó er hún ekki skrifuð nm neitt visst málefni. Hún er skrifuð af þörf skáldsins, sem þarf að túlka þær sýnir, sem það sér. Bókin minnir á þann gamla sannleika, að maimlífið er það dýrðlegasta, sem til er, og býr yfir ótal möguleikum. Sagan af Gösta Berling er ekki nein siðgæðisprédikun, þar er lýst drykkjuskap og slarki og ýmsu lágu og ljótu. En yfir þessum lýs- ingum hvelfir sér hinn blái him- inn, og þó hann sé oft hulinn skýj- um og þoku, sézt þó rofa í hann alltaf Öðru hvoru. Það er lýsingin á því, að það bezta í hverri manns- sál, jafnvel hjá þeim, sem dýpst éru sokknir, sigrar þó að lokum. Á þann hátt gerist hún boðberi hins göfugasta siðgæðis. í þessari fyrstu bók Selmu Lag- erlöf kemur strax fram þessi und- ursamlegi hæfileiki hennar, að sjá hlutina ihnan frá, en láta sér al- drei nægja að lýsa hinu ytra útliti þeirrá. Þetta er aðalsmerki henn- ar sem skálds, og minnir hún í því mikið á æfiirtýraskáldið fræga H. C. Andersen. Fjórar sögur Selmu Lagerlöf hafa verið þýddar á íslenzku: Jerúsalem, Föðurást, Helreiðin og Njálssaga þumalings. Jerúsalem lýsir bændum í Döl- unum og áhrifum þeim, sem heit- trúarstefna í trúmálum hefir á þá. Verður þar alvarlegur árekst- ur milli átthagaástarinnar og hinna nýju kenninga. Síðari hluti sögunnar gerist í Jerúsalem. Lýs- ingin á Ingimörunum í þessari bók er eitt af því bezta, sem Selma hefir skrifað. í Föðurást lætur hún vitskertan bónda, sem þykist vera keisari í Portugal, túlka djúpa speki og framsýni á einfaldan hátt, sem hinir vitru menn sjá ekki. Það er eftirtektarvert, að bókin kom út sama árið og þjóðhöfðingjar Ev- rópu steyptu þjóðunum út í hið ægilega blóðbað heimsstyrjaldar- innar. Getur ekki skeð, að hinir vitru hefðu ástæðu til að setjast við kné einfeldningsins og læra þar einföld, andleg lífssannindi enn þann dag í dag? Annars hefir Selma Lagerlöf notað svipað efni í fleiri sögum sínum, þar sem hún lætur umkomulítið olnbogabarn flytja þau sannindi, sem hún vill boða mönnunum. í Helreiðinni lýsir hún sínu gamla efni á mjög einkennilegan hátt, að maðurinn sé af náttúr- unni og guði dásamlegt undur, sem búi yfir háleitum möguleik- um, hve djúpt sem hann er sokk- inn. Jafnframt er bókin vitnis- burður um hina fórnfúsu ást kon- unnar. Hér verður ekki getið fleiri bóka sérstaklega, þó ýmsar af smásögum hennar og líkingum séu kannske það bezta, sem hún hefir skrifað. En hvort sem Selma La- gerlöf skrifar um sænskt efni eða utan úr heimi, þá er rödd hennar auðþekkt, ólík öllum öðrum. Hún hefir sameinað það hvorttveggja prýðilega, sem við þekkjum frá Matthíasi Jochumssyni, að vera í senn sannur föðurlandsvinur og víðsýnn heimsborgari. Selma Lagerlöf er ein af þeim skáldum sem sér, að það er bar- átta h.ins góða til sigurs, sem gef- ur lífinu gildi, en samtímis er hún svo trú veruleikanum, að hún gengur ekki fram hjá ósigrunum, sem óumflýjanlega fylgja með. Og undirstraumurinn í öllum hennar ritum er trúin á það góða í hverri mannssál, sem sigri að lok- um. En það, sem gefur henni þessa trú, er það, að hið góða í mönnunum standi í órofa sam- í fimm ár hefir Gyðingurinn Albert Einstein, faðir afstæðis- kenningarinnar, verið prófessor í eðlisfræði við Princeton*-háskól- ann í Bandaríkjunum. Á þessum árum hafa íbúarnir í Princeton lært að þekkja einn af mestu djúphyggjumönnum nútímans, rannsóknar- og vísindamanninn Einstein, sem mjög blátt áfram og látlausan mann. En þetta vissU íbúarnir ekki, þegar Einstein kom að háskólan- um árið 1933. Menn voru mjög forvitnir að fá að vita um háttu þessa fræga manns. Jafnvel gaml- ir háskólakennarar litu um öxl til að horfa á eftir honum, þegar hann gekk út um háskólahliðið og tók sér göngu um borgina. Þeir forvitnustU fylgdu í humátt á eft- ir honum, ákafir að komast eftir því, hvert hinn mikli maður færi, og hvað hann tæki sér fyrir hend- ur. Menn sáu hann hverfa inn í ís-krá. Þarna fengu þeir að sjá hinn heimsfræga vísindamann setjast að snæðingi og eta ísköku. Einstein býr í múrbindingshúsi í kyrrlátri hliðargötu. Vinnustofa hans er lítið herbergi með stórum glugga út að garðinum. Heima er hann venjulega óformlega klædd- ur, flibba- og bindislaus, í flónels- buxum, einföldum jakka og sport- skyrtu, opinni í hálsinn. Þegar hann vinnur, situr hann við skrif- borðið sitt og skrifar örk eftir örk af stærðfræðilegum reglum með smágerðri, fallegri skrift. Hann getur setið og unnið tím- um saman. En nemi hann staðar við erfitt viðfangsefni, sem hann getur ekki strax leyst, sezt haim við pianóið, eða hann fer að leika á fiðlu sína, ellegar hann tekur sér göngu. Vitandi eða óafvitandi * Princefon er smábær í New Jersey i Bandarikjunum með gömlum, frægum háskóla. bandi við æðri völd. Þess vegna er grundvöllurinn. undir mörgum skáldritum hennar dulrænn og trúarlegs eðlis. Þaðan hefir hún bjartsýnina og þann kraft, sem hefir hjálpað mörgum til að eign- ast meiri lífstrú og lífsgleði. dvelur hugsunin alltaf við úr- lausnarefnið og. eldsnöggt, ef til vill í miðju lagi, kemur úrlausnin í hug hans eins og leiftur. Sumt hið mikilsverðasta í afstæðiskenn- ingu hans ránn upp fyrir honum, meðan hann ók syni sínum í barnavagninum. Það er ekki meðvitundin um, að hafa orðið frægur fyrir að setja fram kenningu, er umbylt hefir vísindunum, er gefið hefir ásjónu Einstein’s endurspeglun af þeim innra friði, sem ljómar í svip hans. Það er blátt áfram það, að hann er óvenjulega einlyndur maður og mjög kærleiksríkur. Óeigingjarn er hann og leitast við að lifa svo einfaldlega sem hægt er. Hann nötar t. d. sömu sáputeg- undina á andlit sitt og til að raka sig. Svipað er með klæðnaðinn. Þegar heitt er í veðri, gengur hann berfættur heima. Bréfum, sem enga þýðingu hafa fyrir hann, kastar hann í pappírskörfuna, frá hverjum sem þau eru. Peningar eru honum einkis virði. Einu sinni notaði hann 1500 dollara ávísun sem bókmerki í margar vikur, þangað til bókin hvarf og ávísun- in með henni. En það olli honum engrar áhyggju. Og þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin, rúmar 100000 krónur, gaf hann alla pen- ingana til guðsþakka, jafnvel þótt laun hans nægðu aðeins til dag- legra þarfa. Skemmtanir hans og tómstundavinna eru fábreyttar. Hann tekur sér göngu eða siglir báti sínum. Á siglingunni vefur hann stundum handklæði að höfði sér til hlífðar við sólinni — og lík- ist hann þá helzt elskulegum sjó- ræningja. Ekki vill hann nota andlega krafta sína til að tefla skák eða spila bridge, en honum geðjast vel að léttum samkvæmis- leikjum og að setja saman gaman- vísur. Hann neytir aldrei áfengis, en reykir dálítið, oft þrjár pípur Eiríkur Sigurðsson. afburðamanns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.