Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 2
224 D K ö n R 54. tbl. Fólkið kaupir fólagfafir i Kaupfélagi Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild Skiðakeppni. daglega. Hann les ekki mikið, og eftir honum er haft: „Þegar menn hafa náð vissum aldri, vill lestur leiða heilann burtu frá stærðfræðilegum viðfangsefnum. Með því að lesa mikið og láta heilann hafa lítið að starfa, getur maðm- hæglega orðið latur rann- sóknari“, Einstein ber enga virðingu fyrir kurteisisvenjum. Það kom meðal annars í ljós, þegar Swarthmore College hélt stórveizlu honum til virðingar. Það var farið fram á, að hann héldi ræðu. Einstein stóð upp og sagði: „Herrar mínir og frúr. Mér þykir miður, að eg hefi ekkert til að segja yður“. — Síðan settist hann. Litlu síðar stóð hann upp aftur og bætti við: „Ef eg fœ nokkuð til að segja yður, skal eg koma til yðar aftur“. Missiri seinna símaði hann til háskóla- félagsins: „Nú hefi eg nokkuð á samvizkunni”. Stofnað var til miðdegisveizlu á ný, og Einstein hélt tölu. Nýlega spm'ði hefðarfrú Ein- stein, hvort hann væri sannfærð- ur um, að afstæðiskenning hans væri rétt. Hann svaraði: „Það hygg eg, en það verður fyrst sann- að sumarið 1981, þegar eg er dauður“. Hvað gerist þá? spyr frúin. „Jú, sjáið þér, kæra frú. Ef kenning mín er rétt, munu Þjóð- verjar í minningargreinum um mig kalla mig Þjóðverja og Frakkar kalla mig Gyðing, en ef kenningin er röng, munu Þjóð- verjar nefna mig Gyðing, en Frakkar munu kalla mig Þjóð- verja“. (Pýtt). Bending til J. S. K. í grein, sem birtist í „íslendingi“ 16. þ. m., tekur J. S. Kvaran skó- verksmiðjueigandi það fram, að það sé langt frá því að hann telji það eftir sér að standa niðri á bryggju og athuga vöruinnflutn- ing til þeirra samvinnufyrirtækja, sem hér eru starfandi, og út frá þessum bryggjuathugunum hans er svo skrifuð heil löng langloka um misbeitingu valdhafanna á innflutningi véla og annara vara til landsins. Það eru þó sérstak- lega 2 smávélar, sem Skinnaverk- smiðjan Iðunn hefir fengið í nóv- ember s. 1., sem hafa raskað svo mjög jafnvægi sálarinnar og or- sakað að fyrrnefnd grein hefir verið skrifuð. Þar sem það kemur mjög greini- lega fram í nefndri grein, að Kvaran telur ekki eftir sér að standa niðri á bryggju og athuga innflutning til samvinnufyrirtækj- anna hér, þá skal honum bent á að vera á verði þegar fyrstu skip sigla héðan í janúarmánuði n. k. og athuga, hvort Skinnaverksmiðj- an Iðunn ekki sendir út úr land- inu 2 skógerðarvélar, og ef sú til- gáta reynist rétt, væri æskilegt að hann gæfi þá lesendum „íslend- ings“ um það aðra skýrslu, X. Bækur. Nokkrar nýjar bækur hafa blað- inu verið sendar til umgetningar að undanfömu. Skal þeirra hér getið í stuttu máli. Bjöm flugmaður, þýdd saga úr norsku. Bókin er fremur skemmti- leg, einkum við hæfi drengja. Það er líf og fjör í frásögninni, og hafi hún nokkur áhrif á ungdóminn, ættu þau að verða fremur bætandi en spillandi. Sagan er hentug til jólagjafa handa drengjum. Vaka, tímai'it um þjóðfélags- og menningarmál. Er þetta 1. hefti ritsins, sem gefið er út af „Vöku- mönnum“. Fer það myndarlega af stað og er vandað að frágangi. Flytur það ritgerðir um margvís- leg efni eftir þjóðkunna menn, sem tilheyra ýmsum stjórnmála- flokkum, einnig nokkuð af kveð- skap, þýdda sögu o. fl. Vaka er óháð einstökum stjórn- málaflokkum. Ritstjóri er Valdi- mar Jóhannsson. Dvöl, 3. h. 1938. Efnið er marg- breytt að vanda. í þessu hefti eru 6 þýddar sögur eftir úrvalshöf- unda, frumsamdar ritgerðir eftir Pál Þorleifsson, Hannes J. Magn- ússon, Bjartmar Guðmxmdsson, Guðmund Davíðsson og Kristján frá Garðsstöðum. Ennfremur kvæði, þýdd og frumsamin og fl. smávegis. Bjöm á Reyðarfelli, einyrkja- saga í ljóðum, eftir Jón Magnús- son. Höf. er þjóðkunnur sem skáld. Hafa komið út eftir hann þrjár kvæðabækur, Bláskógar 1925, Hjarðir 1929 og Flúðir 1935. Þessi síðasta bók hans er 140 bls. Eru það kvæðaflokkar um söguhetj- una, Bjöm á Reyðarfelli, og hefir höf. reist þessum stórbrotna en mæðusama einyrkja óbrotgjaman minnisvarða með þessum ljóðum. Inni á milli eru þættir úr sögu Björns í óbundnu máli til skýr- ingar kvæðunum. Viðar, ársrit íslenzkra héraðs- skóla, III. árg. Þetta er hið prýði- legasta rit að efni og frágangi og myndum skreytt. Á kápunni er þrílit mynd af héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. í ritið skrifa einkum kennarar héraðsskólanna og fleiri skólamenn. Er útgáfa ritsins héraðsskólunum til sóma. Ritstjóri er Þóroddur Guðmunds- son, en bókin er prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar. Kári litli og Lappi heitir ný barnabók, sem barnablaðið „Æsk- an“ hefir gefið út, eftir Stefán Júlíusson kennara í Hafnarfirði. Bókin er snotur og myndum prýdd. ÖLDUNGUR. Vorsins þrá er vikin frá, vonir háar falla. Haustið stráir hrími á hærugráan skalla. 5.-D. Menntaskólanemendui’ kepptu í skíðaíþrótt fyrra sunnudag. Fyrst fór fram 2000 m. brekkuskrið. Skíðamennimir renndu sér af stað úr Hlíðarfjalli með einnar mínútu millibili í C- og B-flokki, en með hálfrar mínútu millibili í A-flokki. Skriðið endaði í miðjum Torfdal, en þar var eitt og sama mark fyrir allar brautir, sem keppt var á, bæði í „slalom“ og brekkuskriði. Úrslit í brekkuskrið- inu urðu þessi: 1. Magnús Árnason. 2. Hörður Ólafsson. 3. Bjöm Þorbjörnsson. Aðeins ein verðlavm. voru veitt í þessari grein. Þá var keppt í „slalom“, í A- og B-flokki. Braútir beggja voru jafnlangar, en braut B var nokkru léttari með því að í henni var ekki stuttur „vertikale" sem A-flokks- menn urðu að smeygja sér í gegnum. En „vertikale" er með þyngstu raunum í „slalom“, —■ bein röð af rauðum og bláum flöggum og verður skíðamaðurinn að renna sér allsstaðar milli sam- litra flagga. Þrenn verðlaun voru veitt í hvorum flokki og hlutu þau þessir: A-fl.: 1. verðl. Þórður Gunnarsson. 2. verðl, Magnús Árnason. 3. verðl. Björn Þorbjamarson. B-fl.: 1. verðl. Hörður Bj ömsson. 2. verðl. Eggert Kristjánsson. 3. verðl. E. Þ. Guðjóhnsen. Veður var stillt og bjart með 6° frosti. Skíðafæri var hið ákjósan- legasta, 10 cm. þykk mjöll ofan á jafnföllnum eldri Snjó. Fjöldi fólks var samankominn til þess að horfa á skíðakappana. Kaffi var selt í Útgarði og var þar gleðskapur mikill. Undanfarið hafa nepaendur æft á hverju kvöldi frá kl. 8—10. Hef- ir þeim verið skipt í flokka eftir kunnáttu og leikni, og hverjum flokki kennt það, sem við hans hæfi er, enda hafa engin meiðsli orðið, þó æft hafi verið hér niðri í bæmun annað slagið, en vitanlega er mikið snjóléttara hér neðra heldur en uppi við skíðaskálann. KIRKJAN: Messur um jólin: Aðíangadagskvöld kl. 6, Akureyri Jóladag kl. 11 f. h., Akureyri. Sama dag kl. 2 e. h., Lögmannshl. 2. jóladag kl. 2 e. h„ Akureyri (barnaguðsþj ónusta i. Zíon: Almenn samkoma báða jóladagana kl. 8y2 e. h. Al'lir vel- komnir. Enginn sunnudagaskóli n. k. sxmnudag. Brynja nr. 99. Fundur miðviku- daginn 28. des. á venjulegum stað og tíma. Inntaka. Erindi. Nýr höf. Allir félagar á áramótafund. Bœjarstjórn Akureyrar hélt fund í fyrradag. Aðeins eitt mál var á dagskrá: Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1939, síðari umræða. Umræður urðu langar og var fundi ekki lokið fyrr en nokkru eftir miðnætti. Við þessa síðari umræðu hækkuðu niður- stöðutölur gjalda og tekna um kr. 7400.00 og munaði þar mestu gjaldamegin 5 þús. kr. fjárframlag til samskólabyggingar fyrir Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Iðnaðar- mannaskólann. Niðurjöfnun út- svara eftir efnum og ástæðum fór upp í 446860 kr. og er það mikið hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Niðurstöðutölur gjalda- og tekjumegin eru 972310 kr„ eða hátt upp í eina miljón kr. U. M. F. Ársól skemmtir að Munkaþverá 2. jóladag. — Hluta- velta. Dans. Lýður spilar. Veiting- ar fást á stsðnnm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.