Dagur - 29.12.1938, Side 3

Dagur - 29.12.1938, Side 3
55. tbl. DAGUR 229 NÝJA-BtÓ Nýjársdag kl. 5 og 9: Rosalie. Amerísk söng- og dansmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Hin heimsfræga dansmær Eleanor Powell og hinn glæsilegi söngvari Nelson Edsíy. i Skemmtileg og létt söngmynd með ljölda stórfenglegra danssýninga. Nelson Eddy mun ölium ógleymanlegur úr söngmyndunum »Rose Marie* og »Vordraumur«. — Eleanor Powell er ein fræg- asta stepp dansmær sem Ameríkumenn eiga og ágæt leikkona. Nýjársdag kl. 3: Sigurvegarinn frá Hampton Roads. Ljósmyndastofan í Gránuíélagsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Quðr. Funch-Rasmussen. Áramótamessur ■■ Gamlárskvöld kl. 6, Akureyri. — Nýjársdag kl. 2, Akureyri. Sama dag kl. 5, Glerár- þorpi. Kantötukór Akur'eyrar heldur sína fyrstu æfingu á árinu, þriðju- daginn 3. jan., kl. 8,30 síðd. í Skjaldborg. Allir meðlimir óskast mættir. Dánardœgur. Aðfaranótt 26. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu Jón J. Jónatansson járnsmiður, til heimilis í Glerárgötu 3 hér í bæn- um. Jón heitinn var bilaður á heilsu hin síðustu ár og lá síðast þunga legu. Hann var 64 ára að aldri, var kvæntur Þórunni Frið- jónsdóttur frá Sandi, sem dáin er fyrir allmörgum árum, og hafði dvalið hér í bæ um 40 ára skeið og stundað iðn sína. Jón sál. var ætíð glaðlyndur maður og geð- prúður, vinsæll og vel metinn af öllum, er einhver kynni höfðu af honum. Hann var Þingeyingur að ætt og uppruna. Frumsýning leiksins „Fróðá“, eftir Jóhann Frímann, var í Reykjavík 2. jóladag við mikla að- sókn. Áhorfendur tóku leiknum á- gætlega og voru leikendur þrisvar klappaðir fram að leikslokum. Slys vildi til vestur í Skagafirði á 2. í jólum. Unglingspiltur féll niður af vörubifreiðarpalli og hlaut samstundis bana. frá Úlfsbæ í Bárðardal. (Fáein minningarorð frá æsku- vini). „Hverfi góðvinur sýn undir lík- kistulín, þá finnst leitandi syrgj- endum eitthvað til hjartnanna kalla“. Vigfús andaðist 27. ágúst sl. Jarðarför hans fór fram að Ljósa- vatni 7. september. Hann var fæddur á Úlfsbæ 21. sept. 1869 og dvaldist þar svo að segja alla æfi. Með andláti Vig- fúsar er fallinn í valinn vandaður maður til orða og athafna, greið- vikinn, gestrisinn og uppbyggileg- ur bóndi sinnar sveitai’. Skóla- menntun hlaut Vigfús enga i æsku, enda örðugra þá um skóla- göngu en nú. Þá voru flestir ó- skiptir við heimilisstörfin og máttu ekki þaðan missast. Á þessum árum var Úlfsbæjar- heimilið stórt og umfangsmikið. Fénaðarferð feikna erfið og um- fangsmikil. Eg var sem léttadreng- ur iðulega með Vigfúsi heitnum við fjárgeymslu, b'æði utan húss og innan, og ýms störf önnur. Eg minnist þess, hve barngóður hann var og nærgætinn, og hve gott lag hann hafði á því að gera verkin aðgengileg og auðveld og vekja keppni hjá hugsunarlitlum, leik- gefnum krökkum. Trúmennska hans og skyldurækni í smáu og stóru kom alstaðar fram og var til eftirbreytni. Fjármaður var hann ágætur og fór vel með allar skepnur. Hann innrætti bömum kærleika til dýranna. Hann sagði mér margar fallegar sögur um dýrin, Vigfús var ekki neinn sérstakur brautryðjandi eða stórbrotamað- ur og um hann stóð aldrei mikill styrr í lífinu. Til þess var hann of yfirlætislaus, óáleitinn og fáskipt- inn um málefni, sem ekki snertu hann beinlínis. Hann hafði líka í mörg ár gengið með þann lasleika, sem olli honum oft mikilla þrauta og dró mjög úr lífsfjöri hans og athöfnum. Nú ertu horfinn, fomi vinur. Eg sakna þín. Eg man, hve góður þú varst mér sem umkomulitlum dreng. Vigfús var af góðu bárðdælsku fólki kominn í báðar ættir. For- eldrar hans bjuggu á Úlfsbæ í mörg ár við hina mestu rausn. Faðir hans, Kristján Jónsson, Vigfússonar, sem búið höfðu á Úlfsbæ hver fram af öðrum, var hinn mesti dugnaðar- og kjark- maður. Móðir Vigfúsar var Elín Jónsdóttir, Sigurðssonar frá Lund- arbrekku, hin mesta myndar- og gæðakona. Meðal systkina Elínar voru: Sigríður, móðir Hermanns Jónassonar fyrrum skólastjóra; Aðalbjörg, móðir Ingjaldar i Gai’ðshomi og Jóns bónda Jóns- sonar frá Mýri (Jón fluttist til Ameríku laust eftir aldamótin með börn sín. Aðeins ein dóttir hans varð eftir heima, Aðalbjörg, húsfreyja á Mýri); Ingibjörg, móð- ir Sigurgeirs Tómassonar bónda á Stafni og Jóels bónda á Arndísar- stöðum; Davíð á Heiði, móðm’afi Guðmundar Vilhjálmssonar fyrr- um kaupfélagsstjóra á Þórshöfn og Árna læknis á Vopnafirði. Sig- urður, fyrrum bóndi í Hriflu, fað- ir Elínar skáldkonu, sem dó i fyrra. Þessi Lundarbrekkusystkini voru fleiri. Vigfús heitinn giftist laust eftir aldamótin Hólmfríði Sigurðardótt- ur, Eiríkssonar og konu hans, Her- borgar Jónsdóttur — hinni mestu dugnaðar- og rausnarkonu, sem lifir mann sinn og veitir nú for- stöðu veitingahúsinu á Fosshóli Á Úlfsbæ stunduðu þau Vigfús með S. Lúther, syni þeirra hjóna. og Hólmfríður búskap yfir 30 ár og farnaðist vel. Á lífi eru 3 synir þeirra: Sigurður Lúther, bóndi á Fosshóli, ógiftur. Jón bóndi á Úlfs- bæ, giftur Guðrúnu Sigurbjarnar- dóttur, þingeyskri að ætt. Krist- ján, bílstjóri í Rvík, giftur Unni Þorsteinsdóttur, ættaðri úr Dala- sýslu. Jarðaríarardagur Vigfúsar sál. var heiðskír og fagux eins og æfi- dagur hans hafði verið. Ásamt söngflokknum þrumaði Goðafoss kveðjuljóð til síns látna vinar. 1. nóvember 1938. E. T. Kvenfélagið Hlíf heldur áramóta- dansleik í Skjaldborg á Gamlárs- kvöld kl. 10.30. Allur ágóði rennur til sumardvalar barna í sveit. Nýlátinn er í Reykjavík Lúðvík Sigurjónsson frá Laxamýri, bróðir Jóhanns skálds og þeirra systkina. Lúðvík var mörgum Akureyring- um að góðu kunnur, síðan hann dvaldi hér í bænum fyrir allmörg- um árum. Bamastúkurnar Sakleysið og Samúð halda jólatrésskemmtun fyrir meðlimi sína mánudaginn 2. jan. kl. 5 síðdegis. Félagar vitji aðgöngumiða sinna í Skjaldborg kl. 10—12 f. h. sama dag, og er mjög áríðandi að allir sæki þá á þessum tíma, því aðgöngumiðar verða ekki afhentir við inngang- inn. Vegna þrengsla geta aðeins með- limir bamastúknanna fengið að- gang. Stúlka óskast i vist, n ú þegar, vegna foríalla annarar. María Ragnar§. POLYfOlO myndastolaa er opin virka daga kl. 9 — 12 og 1—7, sunnudaga kl 2—4. U érðbréfSbankim Q ^cjsturstr. 5 sími 5652.0pi6 kl.11-12oc|4 kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Annast allskonar verð- bréfaviðskifti. Maður drukknar. Gamall maður á Siglufirði, Páll Björnsson að nafni, hvarf frá heimili sínu á Þorláksdagsmorgun. Var hafin leit að honum og fannst hann drukkn- aður við bryggju þar á staðnum. I. O. O. F. = 12012309 = Eldsbjarmi og leiftur sáust x Mývatnssveit úr suðurátt skömmu fyrir jólin. Var talið víst að hér væri um eldgos að ræða í Dyngju- fjöllum, sennilega í Öskju. Dynkir heyrðust og frá Námaskarði og jarðskjálfta varð vart alla leið norður á Raufarhöfn. Bráðlega féllu þó þessi fyrirbrigði niður og einskis öskufalls varð vart. Hafi því hér verið um eldgos að ræða má um það segja, að oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt. Hlutafélag er nýstofnað í Réykjavík í því skyni að kaupa nýtízku togara og gera hann út. Hlutaféð er 125 þús. og má auka það upp í 200 þús. án samþykkis hluthafafundar. Hlutir hafa þegar verið keyptir fyrir 100 þús. kr. í félaginu eru bæði verkamenn og sjómenn og ýmsir fleiri. A jóladaginn var hér 11 stiga hiti. Um sömu mundir voru frost- hörkur og hríðarveður víða um Evrópu. flrauðarðmiðum fyrir yfirstandandi ár verður að skila fyrir 20. janúar næstk. á skrifstofur verksmiðja vorra, Hafnarstræti 91, annars fyrirgera félagsmenn rétti til arðs af viðskiptunum við Brauðgerð vora þó að arði sé úthlutað. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.