Dagur - 05.01.1939, Síða 3

Dagur - 05.01.1939, Síða 3
1. tbl. DAGDR 3 farðarför fóns f. fónatanssonar járnsmiðs, sem andaðist 26. t.m. er kkveðin Laugardag- inn 7. þ. m., og hetst með húskveðju að heimili hans, Glerárgötu 3, kl. I e. h. Akureyri, 2. Jati. 1939. Vandamenn. Hér með tilkynnist að jarðarför okkar ástkæru móður og ömmu Ágústínu Benediktsdóttur Söebeck, sem andaðist að heimili sínu Hrafnagilsstræti 10 Akureyri, þ. 29. f. m. fer fram að hcimili hinnar látnu þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 1 e.h. Benedikt Söebeck. Sigríður Á. Söebeck. Bækur. Amma II. Nordlenzkir þætt- ir. Útg. Finnur Sigmunds- son. Bók þessi kom út á síðasta ári og er kærkomin öllum þeim, er sögufróðleik unna og raunar fleir- um, því hún er mjög skemmtileg aflestrar. Bókin er rúmar 100 bls. að stærð og hefir að innihaldi norðlenzka sagnaþætti. Hefst hún á frásögnum um Árna Eyjafjarð- arskáld og er tilfært nokkuð af ljóðum eftir hann. Hefir Árni ver- ið góðum gáfum gæddur og lipur hagyrðingur, en ekki gæfumaður að sama skapi. Hann andaðist ár- ið 1816 á sextugsaldri. Síðan er sagt nokkuð frá af- komendum Árna, einkum dóttur- syni hans, Sveini Sveinssyni, er oft var nefndur Sigluvíkur-Sveinn, sem margir rosknir menn í Eyja- firði muna vel, því hann lifði fram undir síðustu aldamót. Sveinn var síyrkjandi, kátur og gamansamur, en þótti ekki við eina fjöl felldur og nokkuð laus í rásinni. Er tilfært talsvert af kveðskap Sveins, sem jafnan var léttur og lipur og ber þess vott, að hagmælskan hefir verið honum í blóð borin, enda lifa sumar fer- skeytlur hans enn á vörum al- mennings. Ein vísa, sem þarna er eignuð Sveini, muir þó rangfeðr- uð. Er það vísa sú, er ort var við komu síra Guðjóns Hálfdánarson- ar að Saurbæ. Hún er á þessa leið: Loks þegar snjóa leysti í ár lands um flóa kunnan, kom með lóum grettur, grár grallaraspói að simnan. Vísa þessi var eignuð Jónasi bónda Jónassyni í Hólsgerði og mun það rétt. Þá kemur harðærislýsing úr Eyjafirði vorið 1869. Er það kafli úr dagbók Sveins Þórarinssonar amtskrifara, föður síra Jóns, hins alkunna rithöfundar. Þá voru harðindi mikil, einkum norðan- lands, hafís og frosthríðar fram í júní og mikill bjargarskortur fyr- ir menn og skepnur. Mundi mönn- um nú á tímum bregða í brún að verða að búa við slíkt, sem Sveinn lýsir. Hann átti þá heima á Akur- eyri og dó þetta sama vor. Næsti þáttur er úr endurminn- ingum Baldvins Bárðdals. Eru það frásagnir af uppvaxtarárum hans í Þingeyjarsýslu og Brasilíuferða- hug manna þar um slóðir. Eina athugasemd er vert að gera við þessar endurminningar. Á einum stað er vitnað til hinnar landskunnu vísu um síra Arnljót Ólafsson: í allri frásögninni er slíkur, að at- hugull lesari finnur að hann leit- ast við að skýra rétt og satt frá. Þess vegna þurfa menn að lesa þessa bók, ekki sízt þeir, sem hafa tilhneigingu til að gera fyrirkomu- lag þjóðmálanna í Rússlandi að á- trúnaði sínum, og Rússland að sinni paradís! X. Mér er um og ó um Ljót o. s. frv. og Páll Ólafsson sagður hafa kveð- ið hana. Gamall og mjög greinar- góður maður hefn sagt þeim, er þessar línur ritar, að hann vissi með sannindum, að vísan væri eft- ir síra Björn Halldórsson í Lauf- ási. Næst segir „Amma“ frá Guð- rúnu í Hrísgerði í Fnjóskadal, er „var héraðskunn á sinni tíð fyrir dugnað og skörungsskap í bú- sýslu“. En sögu hennar hefir ritað Tómas Jónasson bóndi að Hróars- stöðum í Fnjóskadal. Loks birtir „Amma“ 3 bréf frá Bólu-Hjálmari til Björns Jónsson- ar ritstjóra á Akureyri. Eftir lestur bókar þessarar verð- ur manni að orði: Meira af svo góðu. Nálægt miðri 19. öld bjó Þor- kell Bergsson á Þormóðsstaðaseli í Eyjafirði. Það er fremsti bær í Sölvadal að vestanverðu, nú kominn í eyði fyrir alllöngu. Þor- kell þessi var afabróðir síra Jón- asar Jónassonar á Hrafnagili, þótti smáskrítinn, og hentu sumir gam- an að honum. Magnús nokkur, að viðurnefni „rauðkollur“, kvað vísu þessa um Þorkel, þegar hann bjó í Seli: Fyrðum þykir felinn fámálugur Kelinn, sig við heldur selin, svengist því ei belinn. Magnús þessi hafði keypt kú, er nefndist Mæðin. Um Magnús og kúna orti Þorkell: Magnús keypti Mæðin, mikil voru gæðin! Forn við hikar fræðin, finnst því ekki ræðinn. Þegar Þorkell fluttist frá Seli, orti einn af sveitungum hans, Jónas að nafni: Þorkell Seli sveimar frá sem illhveli um hafið blá, æru stelur ýtum frá allskyns vélasmiður sá. Þorkeli barzt vísan til eyrna og þótti hún allill. Bar hann upp á Jónas, að hann hefði gert um sig skammarvísu og lét hann heyra. Jónas kvað því fjarri fara; hefði einhver illgjarn maður snúið vísu sinni, sem hefði hljóðað svo: Þorkell Seli situr á, sóminn dvelur honum hjá, auðnu velur veginn sá, vizku elur geðs í krá. Lét Þorkell sér þetta vel lynda. Bvggingarkostnaður steinsteypu- húss í Reykjavík, sem er að stærð 8.5x7.2 m., ein hæð, portbyggt, krossreist, með geymslukjallara, loft og gólf úr timbri og útveggir allir þiljaðir innan með pappa á milli, húsið strigalagt innan og málað, en án allra pípulagninga, hefir árið 1938 numið um 21 þús. 500 kr. Af því er vinnukaup rúm 10 þús., en efni rúm 11 þús. kr. Árið 1914 nam byggingarkostn- aður slíks húss rúmum 7 þús. kr., þar af vinnukaup rúm 2000, en efni rúm 5000 kr. Húsið er þvf þrefalt dýrara nú en þá, vinnu- kaup allt að 5 sinnum hærra, en efni helmingi hærra. (Eftir Hagt.). * Árið 1937 var matsverð skatt- skyldra fasteigna á öllu landinu alls tæplega 218 milj. kr. Þar af landverð rúmar 62 milj., en húsa- verð rúmar 155 milj. kr. Af sýsl- unum er Árnessýsla efst á blaði, með 3.407.400 kr. landverð og 4.137.100 húsaverð, eða alls rúm- lega 7.5 milj. kr. Næst er Eyja- fjarðarsýsla með 2.323.200 kr. landverð og 3.994.900 húsaverð. Lægst er Austur-Barðastrandar- sýsla með 442.000 kr. landverð og 326.500 kr. húsaverð. Samanlagt landverð allra sýslnanna er rúm- lega 30 milj., en húsaverð rúmar 45 milj. kr. eða alls nálega 76 milj. kr. Af kaupstöðunum er Reykjavík auðvitað langhæst, með 19 milj. kr. landverð og 73 milj. kr. húsa- verð, samtals 92 milj. kr. Akureyri er næst með 2.601.900 kr. landverð og 9.169.900 kr. húsaverð, samtals 11.771.800 kr. Af kaupstöðunum er Neskaupstaður lægstur, með kr. 184.000 landverð og 1.492.000 kr. húsaverð, samtals 1.676.000 kr. Landverð allra 8 kaupstaðanna er rúmlega 31 milj. kr., en húsa- verð nálega 110 milj. kr., eða alls um 141 milj. kr. (Eftir Hagt.). KIRKJAN. — Sunnudag mess- að í Akureyrarkirkju klukkan tvö. I. O. O. F. == 120169 = Af embœtti létu nú um áramótin tveir aldraðir embættismenn, þeir herra Jón Helgason biskup og Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífilstaðahæli. Hinn nýi biskup, sem við tekur, er séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði, en yfirlæknir á Vífilstöðum verður Helgi Ingvarsson, sem gegnt hefir þar læknisstörfum undanfarin ár. »Pið skuluð ekki vera að spara rólyndið, piltar mínir«. Það er sagt, að bóndi nokkur hafi jafnan haft þetta heilræði á hraðbergi, er honum þóttu deilur vinnumanna sinna keyra úr hófi. — Eg minnist oft þessa gamla heilræðis og þó að óviðeigandi kunni að þykja, að stefna því gegn sYngjandi gulltungum vorra tíma voldugra listamanna, þá leyfist mér sennilega, að vera sjálfum undir áhrifum þess, er ég deili. Nýlega birtist í „Alþýðumann- inum“ smágrein, þar sem ég var eitthvað að hallmæla árás Sigurð- ar dósents Einarssonar á Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en lét S. E. að öðru leyti njóta lofsverðra sannmæla um ritverk sín. Hélt ég að þetta þyrfti engan að hneyksla. Sigurði Einarssyni hefir svo oft verið sungið verðugt lof, án þess að því hafi verið svarað með þykkjukenndum mótmælum, að það var engin ástæða fyrir neinn, að ansa þannig að heimska sig á því, nú fremur en áður. En svo kemur þá hr. Björgvin tónskáld Guðmundsson tilhlaupandi af þrí- tugum björgum, og vill fara að hafa handagang í öskjunni út af þessu. Hin langa grein hans hér i blaðinu, þar sem hann ýmist skammast eða gerir grín að rót- tækum ritskap, er að vísu alveg eftir mínum haus, hvað orðfæri og pústranir snertir í garð komm- únista. En þegar hann fer að stilla sjónleiknum upp á þann hátt, að svo virðist sem hann ætlist til að ég standi klesstur inn í andstyggð- ina á leiksviðinu, svo lítill og aumingjalegur sem framast má verða, til aðhláturs fyrir væntan- lega áhorfendur, þá get ég ekki lengur fylgst með, fullur af hjart- anlegu þakklæti. Eg þykist ekki vera að þjóna neinum landráða-tilhneigingum, þegar ég læt í ljósi aðdáun mína á Sigurði Einarssyni dósent. Því að S. E. er af öðru sauðahúsi en kommúnistar. Ádeilur hans í sam- bandi við fornar dyggðir t. d., eru ekki stílaðar gegn dyggðunum sjálfum í sönnustu myndum, held-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.