Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 2
2 D A G U R 1. tbl. flutningur Norðmanna af slíkum vörum nemur yfir 30 milj. kr. Tveir náttúruviðburðir hafa orðið á árinu, sem frásagnarverðir eru. í maímánuði lokaði hafís fyr- ir mestallt Norðurland, eða frá Þistilfirði að Horni og náði ísinn inn á siglngarleiðir á Húnaflóa. Þó varð hann aldrei landfastur til verulegs baga og teppti lítt eða ekki samgöngur á sjó. í sama mánuði kom ógurlegt hlaup í Skeiðará og flæddi flóðið með miklum jökulhrönnum yfir allan Skeiðarársand og braut nið- ur símastaura. Var talið líklegt að hlaup þetta stafaði af eldsumbrot- um í Vatnajökli og voru gerðir út leiðangrar því til rannsóknar, en ekki mun neitt hafa sannast í því efni. Fallvatn og flugvél. Þá skal minnst tveggja framkvæmda, er snerta Akureyri sérstaklega. Akureyrarbær réðist í virkjun Laxár á síðasta ári. Er þó þeirri framkvæmd ekki nærri lokið. Unnið hefir verið að byggingu skiptistöðvarhúss við Þingvalla- stræti fyrir ofan bæinn, og staur- ar voru fluttir út á síðasta hausti til undirbúnings rafleiðslunnar að austan. Þá hefir verið reist stöðv- arhús við Laxá og íbúðarhús fyrir stöðvarstjóra, en stíflan sjálf bíð- ur næsta sumars. Er ætlast til að hin nýja stöð verði fullgjör og taki til starfa á næsta hausti. Flugstarfsemi Flugfélags Akur- eyrar er og allmerkileg. í byrjun maímánaðar hóf flugvélin TF Örn ílugferðir sínar og hélt áfram í sumar. Alls var flogið 60 sinnum milli Akureyrar og Reykjavíkur, en alls urðu flugin 358. Níu ferðir voru farnar til þess að flytja þungt haldna sjúklinga til Reykja- víkur; sex sjúklingarnir voru svo þungt haldnir, að þeir þoldu eng- an annan flutning. Flugvélin flutti alls 750 farþega um 50 þús. flug- kílómetra. Myndatökuflug voru nokkur, t. d. var flogið yfir hafís- inn í vor og til Vatnajökuls, þegar hlaupið kom í Skeiðará, og þar teknar hundruð ljósmynda auk kvikmynda. Flugvélin fór einnig nokkrum sinnum í síldarleitar- flug. Flugstjóri var Agnar Kofoed- Hansen. Slysfarir og mannalát. Minnis- stæð verða lengi tvö stórslys á ár- inu. Annað er drukknim frú Guð- rúnar Lárusdóttur alþm. og tveggja dætra hennar í Tungu- fljóti síðla sumars. Hitt, er togar- inn Ólafiu' fórzt með allri áhöfn um mánaðamótin október—nóv- ember. Meðal þjóðkunnra merkis- manna, er látizt hafa á árinu, má nefna Einar H. Kvaran rithöfund og skáld, Þorstein Gíslason rit- stjóra og skáld, Jón Baldvinsson bankastjóra og alþingismann og Böðvar Bjarkan yfirdómslögmann. í fjarsýn. Þegar skyggnst er eft- ir stórviðburðum ársins erlendis, blasir fyrst við sameining Austur- ríkis við Þýzkaland, er gerðist með hervaldi í marzmánuði. Þar næst er gjörræðið og ofbeldið, er Tékkóslóvakía varð íyrir í haust, þegar ríkið var limað í sundur, og þó einkum sú sorglega niðurstaða, að þetta lýðstjórnarríki er nú orð- in ósjálfstæð hjálenda Þýzkalands. Er þessi atburður ‘ glöggt dæmi þess, að smáríkin geta ekki treyst á hjálp stórveldanna, þegar i nauðir rekur. Verði slíkar fórnir færðar hvað eftir annað á altari stundarfriðar, án þess að sýnilegt sé að varanlegur friður sé nokkru nær, þá fer bezt á því að tala sem fæst um frið á jörðu. Hergnýrinn í Austur-Asíu, þar sem hinar gulu þjóðir berast á banaspjótum, og bræðravígin á suðvesturhorni Norðurálfunnar hafa haldið áfram í algleymingi til ársloka, án þess að nokkur úrslit séu sjáanleg fyrir hendi. NÆSTI ÁFANGINN. Nýtt ár er runnið upp. Við vit- um ekki hvað það geymir í skauti sínu. „Eitt er þó víst, það geymir hel og hildi“. Ýmsir munu í val falla og margvíslegt stríð mun háð verða, bæði af einstaklingum og þjóðarheildinni. Við vonum, að margir sigrar verði unnir á hinu nýbyrjaða ári þjóð og landi til frama og farsældar. Til þess að svo megi verða, þurfa sem flestir að taka höndum saman til sameig- inlegra átaka, því sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Dagur óskar íslenzku þjóðinni árs og friðar. GLEÐILEGT NÝJÁR! Framsóknarfélag Öngulsstaða- hrepps hélt skemmtisamkomu að Öngulsstöðum síðastl. fimmtudag. Halldór bóndi Sigurgeirsson á Öngulsstöðum setti samkomuna með ræðu. Þá töluðu alþm. Einar Árnason og Bernharð Stefánsson. Kvartett undir stjórn Ragnars Helgasonar á Þórustöðum söng nokkur lög, þar á meðal Söng Framsóknarmanna eftir Guðm. Inga. Að lokum var stiginn dans fi'am eftir nóttu. Skemmtunin var svo fjölmenn, sem húsrúm leyfði, og urðu þó nokkrir frá að hverfa. Á Önguls- stöðum eru góð og rúmmikil húsa- kynni, eins og víðar í Önguls- staðahreppi, en þau eru þó ekki nægilega stór fyrir samkomur sem þessa, eða aðrar fjölmennar samkomur, væri full þörf að ráða bót á því og koma upp myndar- legu samkomuhúsi fyrir hreppinn svo fljótt sem unnt er. En þrátt fyrir þrengslin skemmtu menn sér hið bezta. Hjónabönd: Frú Ingibjörg Aust- fjörð og Bjarni Jóhannesson frá Glerá. — Ungfrú Svanfríður Sig- urgeirsdóttir frá Vöglum og Guðni Jónasson frá Laugalandi. — Ungfrú Marta Jónsdóttir og Hörður Haraldsson iðnaðarmaður. — Ungfrú Guðbjörg Ingimundar- dóttir og Sverrir Magnússon verkamaður. Dánardœgur. Síra Jón Þorvalds- son, prestur að Stað á Reykjanesi andaðist í Landakotsspítalanum í Rvík á gamalárskvöld. Pjónusta - Prældomur - heitir nýútkomin bók, skrifuð af finnskum presti úr þeim hluta Ingermanlands, sem er á valdi Rússa, en íslenzkuð af sr. Gunn- ari Jóhannessyni. Höf. gerist prestur í hinum rússneska . hluta Ingermanlands, sem þó er raunar finnskur að menningu og máli. Hann lýsir þar hinni ægilegu kúgun valdhafanna rússnesku, hinum skelfilegu trúar- ofsóknum, og því hörmulega á- standi, er fólkið verður að búa við. Hann segir frá því, hvernig aftur og aftur átti að kúga hann til að njósna um hitt og þetta meðal safnaðanna, svo hægt væri að fá einhverja átyllu til að varpa fólkinu í fangelsin og kúga það til hlýðni og neyða það til guðsaf- neitunar. í þessum kafla blasir við lesaranum hið svo kallaða „trú- frelsi“ hjá kommúnistunum! Al- staðar eru njósnarar á hælum hans. Aftur og aftur er hann kall- aður fyrir „rétt“ til þess að ógna honum og neyða hann til undir- gefni og hlýðni við Tékkuna (leynilögregluna alræmdu) og er hann neitar að ganga í þjónustu hennar, er hann handtekinn og dæmdur til dauða! Er nú nokkur lýsing á hinu fyrsta fangelsi, sem hann er í, og meðferðinni og „menningunni“ þar, og gefur held- ur á að líta! Þá er dóminum skyndilega breytt í 10 ára þrælk- unarvinnu, og nú er presturinn, ásamt hundruðum íanga, ungra og gamalla, karla og kvenna, er höfðu verið dæmdir fyrir svipuð „afbrot“ og hann, þ. e. a. s. fyrir það, að hafa á einhverju aðra skoðun en kommúnistarnir, flutt- ur langar leiðir norður í gadd- hörkur Norður-Rússlands, og þar byrjar nú fyrir alvöru þrælkunin, hungrið og hverskonar kvalir og pyndingar, enda voru sumir yfir- mennirnir dæmdir þjófar og morðingjar, líklega til að tryggja það, að meðferðin yrði ekki oí góð! Er öll sú frásögn um með- ferð fanganna, hungrið, vinnu- brögðin, siðleysið og ruddaskap- inn, átakanlegri en orð fá lýst. En loks eftir langa veru og margvíslegar þjáningar tekst NÝJA-BÍÓ H Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kh 9: Peir fengu honunivopn Mikilfengleg og spennandi M etro-Goldwyn-Mayer-tal- mynd, er sýnir áhrifamikla sögu er gerist i lok heims- styrjaldarinnar. Aðalhlutverkin eru snildar- lega leikin af Spencec Traey og Franehof Tone Myndin er bönnuð fyrir börn innan 16 ára. prestinum að flýja þessa vítisveru bolsanna. Skall þá stundum hurð nærri hælum á þeim flótta, því al- staðar voru njósnarar. „En úr ríki þrælkunar og eymdar komst ég til hins frjálsa Finnlands“, segir höf., „eftir að hafa farið fótgangandi um skóga og óbyggðir 300 km. langan veg. Og fögnuðui'inn var ósegjanlegur: „Eg var alls ekki þreyttur, en mér virtist sem ég vaknaði af illum draumi. Eg get ekki sagt frá öllu því, sem bærð- ist í huga mér þennan merkisdag lífs míns. Mér fannst náttúran öðruvísi en áður, jafnvel var söng- ur fuglanna öðruvísi í þessu frjálsa landi.-Nú skildi ég til fulls, hvað frelsi er í raun og sannleika. Eg var sloppinn úr búri mínu, já, betra en það, eg var sloppinn úr hinu jarðneska víti Bolsévikkanna11. Þessi athyglisverða frásaga prestsins af staðreyndum, er hann sjálfur hefir séð og lifað, er mjög látlaust skrifuð. Og grunntónninn L/ósmyndastofan I Qránufélagsgðtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI Ó.DÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. Skiðafólk! Kaupíð: Skíðabuxur, Skiðaslakka, Skiðaskó. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.