Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 4
4 Ð A G U H 1. tbl. ur gegn afskræmunum af þeim, eða eins og þær verða, þegar þær eru notaðar sem skálkaskjól sví- virðilegustu lasta. Ádeila S. E. á Guðmund Friðjónsson og aðrar viðlíka íhaldssamar og þröngsýnar persónur er fyrst og fremst sprott- in af áhuga vígreifs umbótamanns, en ekki hatri byltingamannsins. Ritgerðirnar „Farið heilar fornu dyggðir“ og „Nesjamennska“ hef- ir hr. B. G. áreiðanlega lesið á sama hátt og Skrambinn stautar biblíuna, ef hann hefir ekki kom- izt að raun um, að tilgangur S. E. er ekki að afmá, heldur lœkna. Og vil ég, hóflega ásakandi, leyfa mér að biðja tónskáldið að taka við- horf sitt til rækilegrar endurskoð- unar, áður en hann fer að hugsa um að senda mér, eða öðrum, næstu hnútu, fyrir að tala ekki ljótt um Sigurð dósent. Eg vil sömuleiðis biðja hr. B. G. að endurskoða mat sitt á erlend- um þjóðum. Mér virðist svo, sem hann, í þessari umræddu grein sinni hér í blaðinu, láti vímu of æstrar ættjarðarástar ná full miklu valdi yfir skynsemi sinni. Því meðal réttmætra vanþóknana á Stalin, Hitler og öðrum slíkum, hyllir þar undir víðtækari fyrir- litningar, sem ef til vill geta far- ið að taka upp á því, að krefjast dómsorðanna: íslendingar eru flestum meiri, — þurfa fátt að læra. Aðrar þjóðir hafa hingað til lands svo ósköp lítið gott og nyt- samt yfir djúp að rétta — „oss“ höfðingjum. 29. desember 1938. Sigurður Draumland. Ungmennastúkan „Akurlilja“ heldur fyrsta fund sinn á þessu ári sunnudaginn 8. jan. næstk. á venjulegum stað og tíma. Guðmundur Arnlaugsson, kenn- ari, flytur erindi. Bamastúkan Sakleysið heldur jólaskemmtun í Skjaldborg, laug- ardaginn 7. jan., kl. 6 síðdegis. — Barnastukan Samúð heldur jóla- skemmtun í Skjaldborg, sunnu- daginn 8. jan., kl. 1 e. h. Félagar úr báðum stúkunum sæki að- göngumiða í Skjaldborg laugar- daginn 7. jan., kl. 10—12 f. h. og er áríðandi að ALLIR sæki að- göngumiða sína á þessum tíma, því þeir verða ekki afhentir við innganginn. Vegna þrengsla geta ekki aðrir fengið aðgang en félagai’ barna- stúknanna. Hríðarveður af norðri með miklu hvassviðri annað slagið hef- ir verið norðan- og austanlands um vikutíma að undanförnu. Frost hefir ekki stigið hátt, en svo mik- ill snjór hefir fallið á þessu lands- svæði, að umferð hefir víða teppst. Ófært hefir og verið á sjó af völd- um veðursins. Mjólkurflutningar hingað til bæjarins hafa reynst erfiðir og lagst að nokkru leyti niður. Reykjavíkurpóstur, sem sendur var með bíl að sunnan til Norðurlands, hefir legið tepptur á höfnum hér vestur undan. í stórhríð þessari urðu símabil- anir víða um land, einkum þó norðanlands. Ritfregn. Þorkell Jóhannesson: Ör- nefni í Vestmannaeyjum. Það má heita svo að „Árbók Fornleifafélagsins“ og „Árbók Ferðafélags íslands“ séu einu rit- in, sem flutt hafa örnafnaritgerðir síðustu árin. Þar áður birti „Safn til sögu íslands“ greinar um staða- nöfn, sem þóttu hinar merkustu, t. d. örnafnaritgerð séra Sig. Gunn- arssonar á Hallormsstað. Lítið eitt af sama tægi má og finna í Blöndu, tímariti Sögufélagsins. Þessar ritgerðir allar eru góðra gjalda verðar, það sem þær ná og geyma margvíslegan fróðleik, sem ella hefði týnzt. Og þó að þær beri vitni um á- huga höfundanna á þessu fræði- efni, hefir ekki tekizt að ryðja því til rúms, sem sérstökum rann- sóknarverðum fræðum. En nú kemur stór bók um þetta efni, og má því segja, að útkoma hennar leggi grundvöll að sjálfstæðum þætti bókmenntanna. Aðalefni bókarinnar, sjálfum ör- nöfnunum, skiptir höf. í þrjá flokka: Bólstaðaheiti, Landsheiti og fiskimið. Til fyrsta ílokks telj- ast öll býlanöfn, gömul og ný. I öðrum og þriðja flokki eru svo öll önnur staðaheiti talin, sem þekkj- ast eða þekkzt hafa í Eyjum. Kennir þar margra grasa og mik- illar fjölbreytni í nafnagiftum. Tvær ritgerðir um Vestmanna- eyjar lætur höfundur fylgja nafnaskránni. Er önnur eftir séra Gissur Pétursson, sem var prestur í Vestmannaeyjum frá 1687 til 1713. Hin er samin af séra Jóni Austmann Vestmannaeyjaklerki, d. 1858, og er svar við spurningum þeim, er Bókmenntafélagið sendi 1839 til allra presta landsins. Koma báðar þessar ritgerðir víða við og eru hinar fróðlegustu um Eyjarnar, íbúa þeirra, siðu og at- vinnuháttu. Ekki þarf lengi að lesa í bók þessari til að ganga úr skugga um mikla vandvirkni höf. á meðferð efnisins. Þar sem því verður við komið, rekur hann sögu nafnanna og sýnir mismunandi myndir þeirra eftir heimildum. Er skringi- legt að sjá hinn bjagaða og dönskuskotna rithátt á sumum þeirra, en sem betur fór festist fátt af slíkum ambögum í örnafna- máli Vestmannaeyinga. Hafa þeir yfirleitt varðveitt nöfnin vel, enda hafa þeir haft að ýmsu leyti betri aðstöðu en aðrir íslendingar til þess að glata ekki gömlum staða- nöfnum. Eyjarnar eru ekki stærri en það, að minnugum og greina- góðum mönnum þar' hefir verið auðvelt að kynnast þar flestum örnöfnum, ásamt öðrum átthaga- fróðleiks og festa sér í minni. í sérstökum kafla ræðir höfund- ur um nafnið Vestmannaeyjar. Telur hann söguna um Hjörleif og þrælana hina ótrúlegustu. Og einnig rengir hann þá skýringu Landnámabókar, að írar hafi ver- ið kallaðir Vestmenn. En þó að rök höf. fyrir þessum skoðunum hans séu að suxnu leyti góð, þá nægja þau ekki til að þrinda hinni Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt, ber að skila framtalsskýrslum til skattanefndar fyrir lok janúarmánaðar ár livert. Skattanefnd Akureyrar verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, alla virka daga i jan. n. k., frá kl. 8.30—9.30 síðdegis og geta fram- teljendur á þeim tima fengið aðstoð við útfyllingu framtalseyðublaða bjá henni. Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, verða að hala með sér ná- kvæma sundurliðun á eignum sinum og skuldum, sundurliðun á tekjun sinum árið 1938 og yfir gjöld þau, sem koma til frádráttar tekjum, svo sem vexti af skuldum, skatta af fasteignum og opinber gjöld. Þeim, sem framtalsskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sin, ber að vitja þeirra á skrifstotu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum að vitja þangað eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur. Akureyri 29. desember 1938. Skattanefnd Akureyrar. Aðalfundur h. f. Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri, verður haldinn í Verslunarmannafélagshúsinu á Akureyri þriðjud. 17. janúar n.k. og hefst fundurinn kl. 2 e.h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Akureyri, 3- janúar 1939. S t j ó r n i n. Nýbýlið Hlíð i Heiðsiandi iæsi iil kaups á nl vori. íbúðarhús úr steinsteypu. Fjárhús, fjós og hlaða fylgir. Landstærð 2 ha — að mestu ræktað. Viðbótarland fáan- legt. Leiga til surnars eða árs getur komið til mála. Upplýsingar gefa: Guðfón Jónsson, Hlíð, Jóhannes Halldörsson,Hrísey og Þengill Þórðarson, Akureyri ýtarlegu og eindregnu frásögu Landnámu um tildrög nafnsins. En um þetta atriði má hafa orð höf. sjálfs, „að því má hver trúa, sem honum þykir trúlegt eða hafna“. Annars lýsa skýringar höf. á torráðnum nöfnum skarp- skyggni hans og fróðleik, en oft er það, að munnmælin verða ein til frásagnar og mun svo víða verða. I formála bókarinnar gerir höf. grein fyrir þeim erfiðleikum, sem hann þurfti að yfirstíga, til þess að ná saman safni þessu og koma því á prent. Var það vitanlega fjárskorturinn, sem erfiðastur var viðureignar. Nú hefir Fornleifa- félagið beitt sér fyrir örnafnasöfn- un seinni árin meira en áður og orðið að vísu nokkuð ágengt; en þess ætti að vænta, að framvegis fengist nokkru meira fé til þessa starfs en hingað til, úr ríkissjóði, svo að ýtarlegri söfnun örnefna og munnmæla yrði lokið sem fyrst. Kæmust þá íslendingar einnig þar á bekk með öðrum Norðurlanda- þjóðum, sem leggja mikið í söl- urnar fyrir nafnasöfnun og rann- sókn þeirra, þó að Svíar séu þar fremstir. Hafa þeir stofnað sér- staka kennaradeild í örnafnavís- indum við háskólann í Uppsölum og skipulagt það mál af mikilli kostgæfni. Er talið, að safn þeirra inpihaldi um 900 þús. nöfn, og kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Annast allskonar verð- ________bréfaviðskifti. telja Svíar það sannnefnda fróð- leikslind um líf og háttu feðra sinna, sögu og málvísindi. Að einu leyti hafa íslendingar betri að- stöðu til nafnarannsókna en aðrir Norðurlandabúar. Hefir allur þorri bæjaheita og staða mjög lítið breyzt hér frá upphafi og eru því flest nöfnin vel skiljanleg, en ann- arsstaðar á Norðurlöndum hafa nöfnin aflagazt svo, á ýmsan hátt, að lærða menn þarf til að útskýra hina upphaflegu mynd þeirra. Dr. Þorkell Jóhannesson hefir með umræddri bók lagt íslenzkum alþýðufræðum mikilsverðan skerf, auk heimildargildis hennar. Ytri frágangur bókarinnar er hinn prýðilegasti og til sóma Þjóðvina- félaginu, sem kostað hefir útgáf- una. 20. des. 1938. Margeir Jónsson. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.