Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfiróinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞÓB, Noró- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin tii afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 5. janúar 1939. 1. tbl. w Um hver áramót hvarflar hug- urinn til baka og dvelur við minn- ingar ýmsra liðinna atburða. Við þessi áramót endurtekur sú regla sig eins og jafnan áður. Við rifj- um upp nokkur aðalatriði, sem gerzt hafa á síðasta áfanga æfi okkar, því flestir daglegu smávið- burðirnir eru annaðhvort þoku huldir eða með öllu grafnir i gleymskunnar djúp. „Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælki þverr“, segir skáldið. Þó er það niðurstaðan af þessum samanlögðu smáviðburðum, sem að miklu leyti mótar skapgerð okkar og lífsstefnu. Að svo mæltu skulu hér rifjað- ir upp nokkrir viðburðir frá árinu 1938. VEÐRÁTTAN OG ATVINNU- VEGIRNIR. „Gef oss í dag vort daglegt brauð“. Þetta er sú bænin, sem efst er í hugum flestra á öllum árstímum, og þó einkum um bjargræðistímann, að sumrinu. Þarfir líkamans, föt, fæði o. s. frv. láta jafnan mikið á sér bera og krefjast fullnægju, en hún er mjög háð veðráttu og farsæld at- vinnuveganna. „Farsæl atvinnu- vegi vora til lands og sjávar“ er alkunn stólbæn presta. Um veðráttuna á árinu 1938 má það segja, að ekki er ástæða til að kvarta yfir heimi sérstaklega. Yfirleitt mátti hún heita góð. Vor- gróður kom snemma, enda veitti ekki af því eftir hina miklu hey- hrakninga um mikinn hluta lands- ins árið áður. Síðar komu að vísu langvarandi vorkuldar, svo að gróður sölnaði allverulega. En er á leið sumar, batnaði tíðin að miklum mun, svo að furðan- lega rættist úr eftir vorkuldana. Grasspretta varð reyndar heldur rýr hér norðanlands, einkum á mýrlendi, og heyskapur byrjaði með seinna móti. Lítið var um reglulega sumarblíðu á Norður- landi, þegar frá er talinn fyrri hluti ágústmánaðar, sem var ein- munagóður, en þrátt fyrir það gekk heyskapurinn furðanlega farsællega. Sunnanlands og vestan varð heyfengur manna að vöxtum meiri en í meðallagi, en norðan- lands og austan tæplega það að meðaltali. Heyskaparnýting mun sjaldan hafa verið jafngóð um allt land eins og í sumar. Þó hitnaði á nokkrum stöðum í töðum, þar sem menn voru of bráðir á sér að hirða þær inn. Uppskera garðávaxta í haust brást víða mjög tilfinnanlega vegna vorkuldanna og nætur- frosta síðla sumars. Dilkar reyndust með vænsta móti til frálags í haust um allt land. Vegur það nokkuð upp á móti óhagstæðara verðlagi á ull og gærum, miðað við verðlag þeirra vara árið 1937. Um verðlag á aðalframleiðslu bænda, kjötinu, verður ekki sagt til fullnustu enn, en líklega reynist það heTÖur lægra en árið áður. Að öllu samanlögðu mun mega telja árið 1938 meðalár fyrir landbúnaðinn. Engin stór óhöpp hafa komið fyrir þann atvinnuveg, þegar frá er skilin fjárpestin, sem enn herjar stór svæði í landinu. Á hálfu öðru ári, frá því í fardögum 1936 til ársloka 1937, er sauðfjár- fækkun af völdum pestarinnar 57 þúsund. Auknar ráðstafanir til varnar útbreiðslu hennar voru gerðar á síðasta ári, og fjárlög hækkuðu um 600 þús. kr. vegna baráttunnar gegn þessum vágesti. Þorskaflinn hefir gengið skár á liðna árinu en næstu árin á und- an, þó að mikið vanti á að hann jafnist á við það, er hann var fyr- ir nokkrum árum. Mikið af fiski var selt til Þýzkalands á árinu, en íyrir lægra verð en áður. Salt- fisksmarkaðurinn hefir rýmkast frá því, sem áður var, og eru nú allar saltfisksbirgðir seldar og er talið að hægt hefði verið að selja meira, ef til hefði verið. Síldveiði byrjaði snemma í sumar og fór vel af stað. En síðan tóku ógæftir og sjávarkuldar fyrir veiðina um langan tíma; þótti þá illa á horfast og voru menn ugg- andi um hag þjóðarinnar út af þessum sökum, þar sem svo mjög er undir því komið að vel takizt um þenna áhættusama atvinnu- rekstur. En sem betur fór, lagað- ist þetta mjög þegar fram í sótti. Síldin var óhemjumikil í sjónum, en löngum ókyrr og stygg. Þegar að lokum kom, var síldveiðin orð- in mikil, saltsíldin meiri en nokkru sinni fyr, mun alls þafa verið saltað um 350 þúsund tunn- ur í öllu landinu. Aftur á móti varð bræðslusíldaraflinn allmiklu minni en árið áður, eða rúmlega iy2 milj. hektólítra í stað nokkuð yfir 2 milj. árið 1937. Síldin í sumar reyndist með magrara móti. Síldarafurðirnar hafa selst. sæmilega nema lýsið, það féll stórum í verði frá því árið áður. Þegar á allt er litið, má telja að liðna árið hafi reynzt sæmilega farsælt hvað atvinnuvegi vora áhrærir, bæði til lands og sjávar, þó við marga erfiðleika hafi þar verið að etja. Þess má geta, að á liðna árinu voru seldar til Ameríku 30 þús. tunnur af matéssíld með fyrir- frámsölu. Er það helmingi meiri sala en næsta -ár? á undan, og gef- ur*það vonir um, að vestan hafs muni vinnást allverulegur mark- aður fyrir ~^es^a framleiðslu ís- lendinga. . 4 ÝMSIR VIÐBURÐIR. Stjómmálin. Alþing stóð yfir frá 15. febrúar til 12. maí, eða í 87 daga. Er það li—13 dögum styttri þingtími en á árunum 1925 —27. Þingið afgreiddi 60 lög og 13 þingsályktanir. Meðal hinna merk- ari laga frá síðasta þingi má nefna vinnulöggjöfina, sem gekk í gildi í haust og sett var fyrir til- stilli Framsóknarflokksins. Um miðjan marz gerðust þau tíðindi í þinginu, að Alþýðuflokk- urinn dró ráðherra sinn, Harald Guðmundsson, út úr stjórninni, vegna ágreinings við Framsóknar- flokkinn um eitt löggjafaratriði. Skömmu síðar kom Skúli Guð- mundsson þingmaður V.-Hún- vetninga inn í stjórnina sem at- vinnumálaráðherra í stað Haralds og hefir hrein Framsóknarstjórn síðan setið að völdum með stuðn- ingi Alþýðuflokksins. Þegar svo var komið, bar for- maður Sjálístæðisflokksins, Ólaf- ur Thors, fram vantraustsyfirlýs- ingu á landsstjórnina, og var hún felld með 26 atkv. gegn 16. Með tíðindum má það teljast, að flokkur kommúnista og fylgis- menn Héðins Valdimarssonar sam- einuðust í einn „marxistiskan“ flokk, sem skírður var nafninu „Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn“. Þessi nýja samsteypa bar síðan fram sam- fylkingartilboð til Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, og fylgdi tilboðinu hótun um „harð- vítuga baráttu", ef því yrði ekki □ Rún 5939167 - Hát. sinnt. Hvorugur flokkurinn tók tilboðið eða hótunina til greina. Landssamband ungra Fram- sóknarmanna var stofnað að Laugarvatni í júnímánuði. Var þátttaka mikil og öll framkoma stofnþingsins hin glæsilegasta. Verkíöll. Vinnudeila varð í árs- byrjun milli útgerðarmanna og sjómanna og stóð hún yfir í margar vikur. Var hún loks leyst með lögum um gerðardóm um miðjan marz. Beitti forsætisráð- herra og flokkur hans sér fyrir þeirri löggjöf. Það var út af ágreiningi um þetta mál, að Har- aldur Guðmundsson vék úr stjóm- inni. Þá varð einnig verkfalí í vor meðal stýrimanna á skipum Eim- skipafélagsins. Var það einnig leyst með lögfestum gerðardómi eftir allmikið stapp. Bœndaför sunnlenzkra bænda til Norðurlands stóð yfir frá 15.— 22. júní. Tókst þessi kynnisför ágætlega og rómuðu Sunnlending- arnir viðtökurnar hvarvetna. Sala Esju. Strandferðaskipið Esja var selt til Suðiu--Ameríku fyrir gott verð og gerðar ráðstaf- anir til að fá nýtt og stærra mót- orskip í staðinn til strandferða. Heimsóknir milli landa. Jónas Jónsson alþm. fór til Ameríku í öndverðum júlímánuði og kom heim úr þeirri ferð seint í nóvem- ber. Fór hann för þessa eftir til- boði og á vegum Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Ferðað- ist hann um allar byggðir ísl. vestan hafs, hélt fjölda fyrirlestra og var hvarvetna vel fagnað. I annan stað heimsótti Guttorm- ur J. Guttormsson skáld ættland sitt í fyrsta sinn í boði ríkisstjórn- ar og Alþingis; ferðaðist hann all- mikið um landið og þótti hvar- vetna góður gestur. Svona heimsóknir beztu manna frá báðum hliðum er tryggasta ráðið til að treysta böndin milli Austur- og Vestur-íslendinga. Þá má og minnast heimsóknar Friðriks ríkiserfingja og Ingiríðar drottningarefnis í sumar, ekki sizt vegna hinnar látlausu framkomu þessara tignu gesta. Niðursuðuverksmiðja. Til merki- legra framkvæmda má það teljast, að stjórn Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda hefir í sumar látið reisa vandaða niðursuðuverk- smiðju í Reykjavík, er tók til starfa í október. Á hún að geta framleitt 40 tegundir af niður- soðnum fi$Hafurðum. Árlegur út-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.