Dagur - 27.04.1939, Side 1

Dagur - 27.04.1939, Side 1
DAGUR kemur U á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Ámi Jóhannsson 1 Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. aaur AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- simi 112. Uppsögn, biindin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXII. árg. Úr greinargerð frnmvarpsins um krónalækkun. í frv. þessu er lagt til, að breytt verði gengi íslenzku krónunnar á þann hátt, að til hagsbóta verði fyrir útflytjendur íslenzkra af- urða. Að vísu gat verið um fleiri leiðir að ræða til þess að bæta þeirra hag. Fordæmi eru fyrirhjá einstöku öðrum , þjóðum, að sú leið hefir verið farin, að greiða verðuppbót úr ríkissjóði á ein- stakar útflutningsvörur. Ef sú að- ferð væri höfð hér, þyrfti að sjálf- sögðu að afla fjár til þess með nýjum tollum eða sköttum. Beinir skattar, að viðbættum útsvörum til bæjar- eða sveitar- félaga, eru nú orðnir miklum mun hærri hér á landi en í nálægum löndum. Það er því ekki miklum vafa xmdirorpið, að þess fjár- magns, sem þurft hefði að taka til þess að bæta upp verð á út- flutningsvörum landsmanna, hefði að langmestxun hluta orðið að afla með almennum óbeinum sköttum og tollum á innfluttum vörum. Niðurstaðan hefði því orðið mjög svipuð að því er dýrtíðaraukn- ingu snertir, hvort sem sú leið var farin eða verðgildi peninganna breytt eins og hér er lagt til. Enda þótt uppbótarleiðin hefði verið valin, hlaut nauðsynlegur stuðn- ingur fyrst og fremst að verða borinn uppi af sömu aðiljum og gengislækkunin snertir. En meðal annars vegna þess, að innheimta á nýjum tollum og sköttum svo milljónum kr. skipti, ásamt út- hlutun styrkja til útflytjenda, hlyti að verða afarumfangsmikil og erfið í framkvæmd, hefir sú leið verið valin, sem farin er í þessu frv. Breyting á verði íslenzku krón- unnar hefir í för með sér skerð- ingu á peningaeign manna, að því er virðist, en þó má benda á, að peningamir eru þvi aðeins nokkurs virði, að framleiðslustarf- semin stöðvist ekki. Þeir, sem taka föst laun fyrir vinnu sína hjá fyrirtækjum ríkis, bæja, fé- laga og einstaklinga, verða einnig fyrir nokkurri tekjurýmxm við gengisbreytinguna, þar sem gert er ráð fyrir, að laun þeirra verði, með undantekningum þó fyrir þá allra lægst launuðu, óbreytt að krónutali, en vel má þeim mönn- um vera ljóst, að ef framleiðslu- starfsemin. hrynur í rústir, verða itlir möguleikar til að greiða laun fyrir að starfa að öðrum viðfangs- efnum. Ríkið eða aðrar stofnanir myndu ekki til lengdar, þegar svo væri komið, geta innt af höndum aunagreiðslur né aðrar útborgan- ir. Verzlim og iðnaður hlyti að dragast mjög saman, ef.útflutn- ingsframleiðslan minnkar frá því, sem þegar er orðið, þar sem um leið hlyti að taka fyrir innflutning á verzlunarvörum og hráefnum til iðnaðarins. Hér ber því allt að sama brunni. Framleiðslustarf- semin er sá gnmdvöllur, sem öll þjóðfélagsbyggingin hvílir á. Ef hún stöðvast, er vá fyrir dyrum. Eigi aðeins hjá þeim mönnum, sem beinlínis hafa unnið að fram- leiðslunni, heldur einnig hjá öll- um hinum. Eins og rakið hefir verið að nokkru, eru ráðstafanir þær, sem hér eru gerðar til breytinga á verðgildi íslenzku krónuxmar, fyrst og fremst gerðar vegna framleiðslunnar í landinu, til þess að auka útflutninginn og örva at- vinnulífið. Þegar velja átti um leiðir að þessu marki, kom það að sjálfsögðu til álita, hvaða leið væri jafnframt líklegust til þess að hafa fljótvirk áhrif til bóta á gjaldeyrisverzlunina, sem hefir verið mjög örðug að undanfömu. Það er kimnara en frá þiufi að segja, að vegna þeirra erfiðleika, sem steðjað hafa að þjóðinni um skeið, hefir eftirspurn eftir er- lendum gjaldeyri um mörg und- anfarin ár verið meiri en hægt hefir verið að fullnægja, enda þótt ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr innflutningi og auka útflutning. Ef verði erlendra gjaldeyrisins hefði ekki verið haldið föstu að undanförnu, með einkasölu gjaldeyrisins, hefði hann vafalaust verið stiginn í verði, eða m. ö. o. íslenzka krónan fallin. Allar þjóðir reyna að halda peningagildi sínu sem stöðugustu, annaðhvort með viðskiptahömlum eða með gengisjöfnunarsjóðum, þar sem gjaldeyrisverzlunin er frjáls. Það er alviðurkennt, að æskilegt sé, að gengissveiflur séu sem minnstar og sjaldgæfastar. En það raskar því ekki, að þegar til lengdar lætur, er ákaflega örð- ugt, og raunar ókleift, að halda við gengisskráningu, sem er mjög fjarri því verði, sem gjaldeyririnn yrði seldur í frjálsum viðskiptum. Undir þeim kringumstæðum er afarerfitt að koma í veg fyrir ólöglega gjaldeyrisverzlun og fjárflótta. Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, og önnur, sem hér eru eigi rakin, hafa átt mjög verulegan þátt í því, að lagt er til, að ein- mitt sú leið verði farin til þess að styðja framleiðslu landsmanna, að breyta verðgildi krómmnar. Það má segja með miklum rétti, að í þessum ráðstöfunum felist í raun og veru aðeins viðurkenning á þeirri staðreynd að erlendur gjaldeyrir hefir undanfarin ár verið seldur þeim landsmönnum, sem hann hafa þurft að nota, all- verulega undir verði, ef miðað er við frjálsa sölu. Enda þótt nauðsynlegt sé að gera þær ráðstafanir, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, til stuðnings útflutningsframleiðslxmni, á þann hátt að breyta verðgildi íslenzku krónunnar, getur alls ekki talizt fært að gefa frjálsa verzlun með gjaldeyri, eins og sakir standa, og er nauðsynlegt að koma í veg fyr- ir frekari röskim á verðgildi pen- inganna. Verður að gera öflugar ráðstafanir til að halda þeirri gengisskráningu til frambúðar, sem í þessu frumvarpi er lagt til að verði ákveðin. Bæjaímál. Brekkan austan við Eyrarlands- veg á milli Sigurhæða og Barðs- gils, hefir til þessa verið lítil bæj- arprýði, þar eiga engar byggingar að koma þó illu heilli hafi verið sett þar eitt hús, sem aldrei heiði þar átt að vera. Brekka þessi blasir við frá Hafnarstræti og frá höfninni, en hefir ekki verið til fegurðarauka, og ekkert rnn hana hirt, ekki svo mikið sem hlaðin upp á bak við húsin við Hafnarstræti. Nú hafa nokkrir framtakssamir bæjarbúar myndað samtök um að laga og prýða þessa brekku. Hafa þeir fengið leyfi bæjarins til að girða hana og er ákveðið að það verði gert þegar á þessu sumri, síðan er ætlunin að gróðursetja þar tré og' nmna, leggja gang- stigi og yfirleitt að |era þetta svæði að bæjarprýði í framtíð- inni. Er vonandi að bæjarbúar kimni að meta þetta framtak og Ijá því það lið, sem þarf til þess að unt sé að ljúka því sem fyrst. á. alþingismaður að Hólum í Horna- firði, andaðist síðastl. sunnudag að heimili sínu, eftir langa og þjáningarmikla legu, 48 ára að aldri. Banameinið var innvortis- meinsemd. Þorbergur var sonur Þorleifs Jónssonar fyrv. alþingismanns á Hólum. Varð hann þingmaður í Austur-Skaftafellssýslu 1933, þeg- ar faðir hans lét af þingmennsku. Hann átti sæti í neðri deild þings- ins. í tilefni af andláti hans féllu fundir niður í Alþingi á mánudag- inn. Þorbergur reisti bú á Hólum ár- ið 1930. Áður hafði hann veitt búi föður síns forstöðu. Hann var dugnaðar- og áhugamaður og röskur drengskaparmaður að dóml þeirra, er hann þekktu. Skátaskenuntanir. Skátar hér í bænum fögnuðu komu sumarsins með skemmti- samkomu í Samkomuhúsinu á sumardaginn fyrsta. Fluttu þar ræður þeir Friðrik Rafnar vígslu- biskup og Hans Jörgenson kenn- ari. Síðan voru sýndir ýmsir smá- leikir. Þá var á vegum skáta sýndur sjónleikurinn „Svmnudagur á Amager“, eftir frú J. L. Heiberg, s.l. laugardags- og sunnudags- kvöld. Leikstjóm annaðist Jón Norðfjörð og lék jafnframt eitt hlutverkið. Áhorfendur skemmcu sér vel, enda er leikurinn léttur og fjörugur gleðileikur með söng og glæsilegum þjóðbúnngum. Vinna er hafin við Laxárvirkj- unina. S. Hinriksen verkfræðingur fór með 6 verkamenn til Húsavík- ur með Dettifossi í síðustu viku og 9 fóru með Súðinni. Alls er talið að muni vinna við virkjun- ina í sumar 70—80 manns. Eins og kunnugt er, er ætlast til að verk- inu verði lokið á næsta hausti. Gagnfrœðaskóla Akureyrar var sagt upp laugardaginn 15. þ m. Burtfararprófi luku 17 nemendur, 23 tóku próf upp í III. bekk og 40 upp í II. bekk. Af þeim, er út- skrifuðust fengu 15 II. einkunn, 1 I. og 1. III. einkunn. Hjónaefni: Ungfrú Krístín Egg- ertsdóttir verzlunarmær og Stefán Halldórsson vélstjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.