Dagur - 25.05.1939, Side 1
AFGREIÐSLAN
DAGUR
kemur ít á hverjum
fimmtudsgi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson 1
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
simi 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXII. árg. í
Akureyri 25. maí 1939.
21. tbl.
Stjórn Sambands ungra
FramsóknarBaona
tieldur MM á
Akureyri í sumar.
Ákveðið hefir verið að halda að-
alftind stjórnar Sambands ungra
Framsóknarmanna á Akureyri
dagana 11.—17. júní næstkom-
andi. Um þær mundir í fyrra var
sambandið stofnað að Laugar-
vatni.
Aðalstjóm Sambandsins er
skipuð 5 mönnum úr Reykjavík,
en auk þess eiga sæti á aðalfund-
inum einn fulltrúi úr hverju lög-
sagnarumdæmi, þar sem starfandi
eru samtök ungra Framsóknar-
manna. Voru þessir fulltrúar, 23
að tölu, kosnir í fyrra á stofnþing-
inu á Laugarvatni. Jafnframt er
ráðgert, að þeim forystumönnum
og áhugamönnum úr hópi ungra
Framsóknarmanna, sem þess óska,
verði veitt aðstaða til fundarsetu
og hafi þeir þar málfrelsi og til-
lögurétt. Má fastlega gera ráð fyr-
ir, að ungir Framsóknarmenn úr
nærliggjandi héruðum við Akur-
eyri notfæri sér þetta, vegna
hægrar aðstöðu um fundarsókn.
Á aðalfundinum verða tekin til
mnræðu og afgreiðslu mörg
merkileg mál, bæði þjóðmál og
þau málefni, er varða sambandið
sjálft.
Jónas Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Eysteinn Jóns-
son viðskiptamálaráð'herra, munu
mæta á fundinum og flytja þar er-
indi.
Á því eina ári, sem S. U. F. hef-
ir starfað, hefir það leyst merki-
leg störf af höndum, og er bóka-
útgáfustarf þess kunnast, auk
þjóðmálanámskeiðsins í vetur. Um
áramótin gaf það út fjórða bindi
af ritgerðasafni Jónasar Jónsson-
ar. Þó það rit væri gefið út í stóru
upplagi, á 3. þús. eintök, er bókin
nú þegar með öllu uppseld. Er nú
í undirbúningi útgáfa næsta bind-
is, sem hefir að innihaldi hinar
nafntoguðu greinar frá ungmenna-
félagsárum J. J., og mun það bindi
væntanlegt í haust. Þá hefir S. U.
F. og í hyggju að gefa út sögu
Framsóknarflokksins, er J. J. hef-
ir ritað. Verður sagan gefin út í
heftum og kemur hið fyrsta ef til
vill út þegar á næsta hausti.
Hit aweital
Beykja-
víkur.
Nýr skriður er kominn á hita-
veitumál Reykjavíkur. Eins og
fyr hefir verið getið, hefir danska
firmað Höjgaard & Schultz gert
Reykjavíkurbæ tilboð um fram-
kvæmd verksins og boðist til að
lána bæmun fé til framkvæmd-
anna.
Lánstilboð verkfræðingafirm-
ans er að upphæð 6.8 milljón
danskar krónur, og er þetta áætl-
aður stofnkostnaður hitaveitunn-
ar. Lán þetta á að endurgreiðast
á skömmum tíma, eða á 8 fyrstu
rekstursárum hitaveitunnar.
Áætlað er að árleg greiðsla
nemi rúmlega 1 milj. danskra
króna og borgast þá lánið upp á
tilsettum tíma. En á þessu 8 ára
tímabili er áætlað að brúttótekjur
hitaveitunnar nemi alls 8,7 milj.
d. kr. og er þá reiknað með 'kola-
verði 45 kr. d. fyrir tonn. Standist
þessi áætlun, nægja því tekjur
hitaveitunnar til greiðslu lánsins
á 8 árum.
Vextir af láninu eru minnst 4J/2%
og mest 5%%. En auk vaxtanna á
að greiða danska ríkinu 5% afföll
af lánsupphæðinni, eða 340 þús-
und krónur.
Þegar hitaveitan er komin í
allan Reykjavíkurbæ, er áætlað
að árlegur kolaspamaður nemi
33.600 tonnum. Með kolaverði því,
sem nú er, er talið láta nærri, að
hitaveitan spari í erlendum gjald-
eyri run 1.2 til 1.5 milj. kr. á ári.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hitaveitunnar hefjist
þegar á þessu ári og að verkinu
verði lokið í árslok 1940.
Verktaki hefir 1. veðrétt í fyrir-
tækinu með öllum réttindum til
tryggingar árlegum greiðslrun,
meðan lánið stendur. Ríkið skal
ábyrgjast lánið og Landsbankinn
árlegar yfirfærslur.
Þó að lánstilboð þetta sé ekki
eins hagkvæmt og æskilegt hefði
verið, mun þó nokkurnveginn
fullvíst að því verði tekið, og mun
framkvæmd þessa mikla menn-
ingarmáls vekja fögnuð, ekki að-
eins höfuðstaðarbúa, heldur og
allrar þjóðarinnar.
Fermd vom í Akureyrarkirkju
92 börn síðastliðinn sunnudag.
Snorri Sigfússon skólastjóri er
farirrn utan í skólaerindtnn,
Viðskiptamálaráðuneytið hefir
nýlega tilkynnt að eftirtaldar vör-
ur hefðu verið settar á „frílista“,
þ. e. að ekki þurfi sérstök inn-
flutningsleyfi fyrir þeim, þó að
innflytjendur verði eftir sem áð-
ur að tryggja sér gjaldeyri hjá
bönkunum fyrir innflutningnum:
Rúgur, rúgmjöl, hveiti, hveiti-
mjöl, hafragrjón, hrísgrjón, banka-
bygg, kol, salt, brennsluolíur,
smurningsolíur, benzín, hessian,
tómir pokar, prentaðar bækur,
blöð og tímarit.
Mun þetta nema hátt upp í
þriðjung af öllum innflutningi til
landsins.
Þessar breytingar eru gerðar
samkvæmt umtali milli stjóm-
málaflokkanna í sambandi við
þjóðstjórnarmyndunina. Er hér
ekki um raunverulegar stórbreyt-
ingar að ræða, þar sem á „frílist-
anum“ em mestmegnis nauð-
synjavörur, sem lítið hefir verið
takmarkaður innflutningur á und-
anfarin ár.
Framsóknarflokkurinn hefir
jafnan litið á innflutningshöftin
sem nauðsynlega ráðstöfun vegna
hins erfiða viðskiptaástands, sem
ríkir og ríkt hefir, en að þeim
bæri að létta af jafnóðum og
ástæður leyfðu. Væri að sjálf-
sögðu æskilegast að það ástand
gæti skapast sem fyrst, að fleiri
spor væri hægt að stíga í þá átt
að létta innflutningshöftunum af
með öllu.
Akureyrarprestakall: Messur
um hátíðarnar: Hvítasunnudag kl.
12 á hádegi: Lögmannshlíð (ferm-
ing og altarisganga). — Annan
hvítasunnudag: Akureyrarkirkju
kl. 2 e. h.
Ólafur Ólafsson, kristniboði,
heldur eftirtaldar samkomur i
Zíon:
Fimtud. 25. maí, kl. 8%: Trúaðra samk.
Föstud. 26. maí, kl. 8l/2: Alm. samkoma.
Hvítasunnudag:
Barnaguðsþjónusta kl. 10% f. h.
Almenn samkoma kl. 4 e. h.
Almenn samkoma kl. 8'/2 e. h.
Annan hvitasunnudag:
Almenn samkoma kl. 8% e. h.
Miðv.d. 31. maí, kl. 8/2: Trúaðra samk.
Föstud. 2. júní, kl. 8%: Almenn samk.
Sunnudaginn 4. júní:
Almenn samkoma kl. 4 e. h.
Lokasamkoma kl. 8% e. h.
Andlát Sigfúsar Einarssonar
hefir vakið mikla eftirtekt meðal
tónlistarmanna erlendis; svo
þekktur var hann í heimi söng-
listarinnar.
í næsta blaði birtist væntanlega
minningargrein um hið látna tón-
skáld.
Hfóndband. Á laugardaginn
voru gefin saman í hjónaband í
Reykjavík ungfrú Lovísa Frí-
mannsdóttir frá Akureyri og Povl
Thomsen bankamaður frá Kaup-
mannahöfn. Brúðhjónin komu
hingað með Dettifossi, en taka sér
far með Dr. Alexandrine til Kaup-
mannahafnar.
Ferðafélag Akureyrar: 29. maí:
Hringferðir í tveimur hópum. Ek-
ið að Stóradal í Djúpadal. Gengið
vestur Branda.
Ekið að Gloppu í Öxnadal.
Gengið austur Gloppuskarð. Mæt-
ast þá hóparnir á fjallinu.
Leið þessi liggur um eitt hið
fegursta byggðalag landsins, um
þröngan þverdal, yfir fjallgarð,
þar sem víðsýni er mikið, og um
dalinn, „þar sem háir hólar....“.
Aukákosning á að fara fram í
Austur-Skaftafellssýslu sunnud.
25. júní. Verður þá kosinn þing-
maður í stað Þorbergs heitins Þor-
leifssonar.
Framboðsfrestur er til 4. júní.
Dánardægur. Þann 18. þ. m.
andaðist hér á sjúkrahúsinu ekkj-
an Jóhanna Bjömsdóttir, Eyrar-
landsveg 27. — Sama dag andaðist
á sjúkrahúsinu María Jóhanns-
dóttir, Spítalaveg 19, kona Sig-
valda Þorsteinssonar sjómanns.
Þann 14. þ. m. andaðist að heim-
ili sínu, Engimýri í Öxnadal, Jón
Jónsson fyrrum bóndi í Efsta-
landskoti í sömu sveit.
Á sunnudaginn andaðist að
heimili sínu hér í bænum Sig-
björn Bjömsson verkamaður, á
áttræðisaldri.
Síðastl. mánudag andaðist að
heimili sínu hér í bæ Kristín Al-
bertsdóttir, ekkja Hallgríms Hall-
grímssonar útgerðarmanns.
Pétur Gunnarsson, forseti Al-
liance Francaise í Rvík kom hing-
að með Drottningunni í gær. Mun
hann halda hér fund og ræða um
möguleika til stofnunar Alliance
Francaise hér í bæ.
Aflahrotœ var á Hornbanka
nokkra daga um fyrri helgi.
Þyrptust þá togararnir þangað á
veiðar, þegar fiskisagan barzt.
Síðan hefir verið þar reitingur.