Dagur - 25.05.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 25.05.1939, Blaðsíða 2
84 D A G U R 21. tbl. Sjávarútvegurinn. Þorskafii togaranna minni en nokkru sinni áður. Vonirnar um bœrilega afkomu beinast nú að sildveiðunum. Sjávarútvegurinn greinist í tvo aðalþætti, eins og 'hann er nú rek- inn hér við land: Þorskveiðar og síldveiði. Eins og kunnugt er, hefir þorsk- aflinn brugðist xnjög hin síðustu ár, axík þess sem markaðshrun hefir átt sér stað á þeirri útflutn- ingsvöru á Spáni. Samfara -þessum erfiðleikum hefir verið gert mikið átak í síld- veiðunum, sem bætt hefir nokkuð upp þann fjárhagslega skaða, sem hlotizt 'hefir af þorskaflaleysinu og markaðshruninu. Stj órnarandstæð ingar hafa á undanfömum árum kennt vald- höfimum um alla erfiðleika sjá- varútvegsins eins og allt annað, sem ekki hefir farið að óskum manna. Nú eru fyrverandi stjómarand- stæðingar komnir í stjórnarað- stöðu. Áðm sýndu þeir mátt sinn í orði. Nú gefst þeim færi á að sýna mátt sinn í verki. Aldrei hef- ir verið meiri þörf fyrir það en nú. Ástandið með þorskveiðar tog- aranna hefir aldrei verið jafn aumt og nú. Afli þeirra eftir ný- afstaðna vertíð minni en nokkm sinni áður. Fiskurinn er horfinn af hinum venjulegu togaraslóðum. Fram undir þessa tíma 'hefir verið litið á Selvogsgrunn sem ömgga gull- kistu, er ekki gæti brugðizt frem- ur en gamalræktað tún hætti að gefa af sér töðu. Á þessum einum af beztu fiskimiðum heimsins, sem kölluð hafa ' verið og það með réttu, fæst nú varla uggi úr sjó. Þegar aflinn brást svo átakan- lega á hinum venjulegu fiskimið- um í vetur, sendi ríkisstjómin með stuðningi fiskimálanefndar 3 togara í fiskileit; leituðu þeir um- hverfis landið og til Grænlands, en því miður bar þetta engan ár- angur. Lítur út fyrir að hvergi sé togfiskur hér við land, hvað sem því veldur. Þrátt fyrir þetta telja fiskifræðingar og glöggskyggnir menn á þessa hluti enga ástæðu til að örvænta um þessi efni fyrir framtíðina, fiskurinn komi von bráðar aftur eins og jafnan áður, þegar aflaleysistímar hafi þrengt að kosti landsmanna. Ofan á aflaleysið bætist svo það, að sölumöguleikar á Spáni sýnast alveg útilokaðir, þar sem landið og þjóðin, sem það byggir, er flak- andi í sárum eftir hina hræðilegu styrjöld, er þar hefir geisað um nærfellt 3 ár. Hafa sendimenn verið gerðir út héðan til Spánar í fisksöluerindum, en sú för engan árangur borið. Aftur á móti hefir tekizt að selja nokkurn slatta af þessa árs framleiðslu saltfisks til Ítalíu. Þegar á allt þetta er litið eru horfurnar um saltfiskveiðar og sölu hinar ískyggilegustu nú sem stendur. Þessi höfuðútflutnings- vara þjóðarinnar er að mestu gengin okkur úr greipum um stundarsakir að minnsta kosti. Hefði slík blóðtaka á þjóðarbú- skapnum verið vituð fyrir nokkr- um árum, myndu flestir eða allir hafa verið þess fullvissir, að hún riði þjóðinni að fullu. Vegna ötull- ar bjargráðastarfsemi á öðrum sviðum hefir þó raunin orðið önn- ur og mun enn svo verða. Enn hafa menn þá bjargföstu trú, að síldin í sumar bjargi öllu og bæti úr þeirri neyð, sem afla- leysið á togurunum á síðustu ver- tíð hlýtur að valda. Útlit er fyrir, að þátttakan í síldveiðunum í sumar verði meiri en nokkru sinni fyrr. Talið er, að vegna gengisbreytingarinnar fari mörg skip á síldveiðar sem ella hefðu að líkindum legið við land- festar, þar á meðal flestir togar- amir. Talið er og, að verð á síld til söltunar hækki nokkru meira en gengisbreytingunni nemur, og verð á bræðslusíld hækkar að verulegum mim. Stjóm síldar- verksmiðja ríkisins hefir gert þá tillögu til atvinnumálaráðherra, að verð á bræðslusíldinni í sumar verði kr. 6.70 á mál. Er þetta verð með því hæsta, sem verið hefir. í fyrra var verðið kr. 4.50 á mál. Árið 1937 var það 8 kr., en tap var á verksmiðjunum það ár. Árið 1936 var verðið kr. 5.30 á mál. Geta má þess, að þetta verð, kr. 6.70, er fasta verðið, sem greitt er, ef síldin er keypt. Hinsvegar hafa útgerðarmenn heimiid til samkv. lögunum um rekstur síldarverk- smiðjanna að taka hið svonefnda vinnsluverð fyrir síldina. Verður þeim iþá greitt 85% af áætlunar- verðinu við afhendingu, en end- anlegt verð síðar, þegar reksturs- reikningar ársins liggja fyrir upp- gerðir. Enga fyrirframsamninga um sölu matjessíldar frá þessu sumri mun Síldarútvegsnefnd enn hafa gert. En gert hefir nefndin út tvo menn, þá Jóhann Jósefsson og Er- lend Þorsteinsson, til utanfarar, til þess að annast sölu matjessíldar. Fara þeir til Póllands og Þýzka- lands. Aftur á móti hafa einstakir saltendur gert talsverða fyrir- framsamninga um sölu á saltsíld og kryddsíld. Útlitið um síldar- söluna í Svíþjóð er sízt talið verra en verið hefir. í Mið-Evrópu er allt í óvissu, vegna ófriðarblik- unnar, sem þar er sífellt á lofti. Frá Ameríku hafa enn ekki bor- izt fregnir um markaðsútlit, en Vilhjélm.yir Þgv mtrn vinna að sölu vestra fyrir Síldarútvegsnefndina eins og imdanfarin ár. Mikill og margþættur undirbún- ingur er þegar hafinn fyrir síld- veiðarnar. Ýmsir búast við, að síldin komi snemma að þessu sinni, þar sem mikil áta sé þegar komin í sjóinn. Ríkisstjórn, Síldarútvegsnefnd og stjórn síldarverksmiðjanna hafa hrundið af stað ýmsum ráð- stöfunum, til þess að greiða fyrir veiðinni. Þannig var sú ákvörðun tekin, að varðbáturinn Óðinn færi til Norðurlands í þessum mánuði í síldarleit og áturannsóknir. Þá er og í ráði að fá flugvélina T F Örn í síldarleit um tveggja mánaða tíma, meðan á síldveiðum stendur. Er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við för varðbátsins og síldarleit flugvélarinnar verði alls um 35 þús. kr., og er ætlazt til að ríkissjóður, síldarútvegsnefnd, ríkisverksmiðjumar og einkaverk- smiðjur greiði þann kostnað að jöfnum hlutum. Þá er ætlazt til, að síldarverk- smiðjur ríkisins verði tilbúnar til þess að taka á móti síld í bræðslu 10.—15. júní. Af öllu þessu er það ljóst að hátt er reitt til höggs gagnvart síldveiðunum í sumar og er von- andi að árangurinn verði eftir því. Veitir sannarlega ekki af úrbót- um á hinum fádæma rýra afla togaranna á síðustu vertíð. Að lokum skal þess getið, að þó afli togaranna að þessu sinni væri enn rýrari en áður, þá er samt heildaraflinn dálítið ríflegri en hann var í fyrra. Munurinn er ná- lægt 4 þús. smálestum. NÝJA-BfÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: íl I Afar fjörug og skemmtileg mynd. Aðalhlutverkin leika: Joan Blondell Og Melwyn Douglas. Niðursett verðl Sýnd í siðasta sinn. I I. O. 0. F. 1215269 Ljósmyndastofan í Gránufélagsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. Samkomur haldnar í Verslunarmannahúsinu Hvífa§nnnudag kl. 5 Efni: Ný er tungan, nýtt er málið Annan í Qvífasunnu kl. 6,30 Velkomnir. Karldkór Akureyrar syngur í Nýja Bíó kl. 5 á hvítasunnudag. Skemmtisamkoma verður að Saurbæ kl. 8V2 annan hvítasunnu- dag. Aðgangur 1 kr. Ágóðinn rennur í ferðasjóð fullnaðarprófs- barna í Saurbæjarhreppi. Vil selja Ianggrind og kerru. Bförn Sigmundss. K. E. A. Prjónagarnið komið. Hannyrðaverzlun Ragnheiðar O. Björnsson. ■iwmwiHWHwmu sRúmleppi | g* ýmsat geiðit l«j S við allra bæfiSS Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeildin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.