Dagur - 28.09.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'ií á hverjum fimrntudJgi Kostnr kr. 6.00 áig. Gj.ildk. Arni JóhannssoB • Kaupfél. Eyfirð*iga. Gjaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Noróurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. * *■-» e ► o * * • * ■ • * XXII. árg. J Akureyri 28. september 1939. 39. tbl. - f «9 -Vð # — Rannsóknar le i ðangur Helga Valfýssonar. Hún er t alin gíæsilegasta skip landsins. Esja kom til Reylfcj,avíkur laust íyrir hádegi s.l. föstutiag. Múgur og margmenni fagnaiSi' hinu nýja skipi Skipaútgerðar rík.isins. Er íullyrt að ekki hafi orkað tvímæl- is, að Esja væri glsesilegatsta skip íslenzka skipastólsins. _____ Hún fékk ekki gjott sjóvjeður hingað til lands, en xeyndist hið ágætasta sjóskip. í aðalatriðum er lýsiitig á skip- inu á þessa leið: Smíði skipsins allt er mjög vandað. Með sérstökuni stálþilj- um er skipinu deilt í írinm vatns- þétt hólf og engin haeftta á að skipið sökkva, þótt eitt þessara hólfa fyllist af sjó. Brenrosluolíu skipsins er komið fjfrir í háirylkj- um og botnhylkjum. og rúma alls 180 smálestir. Hylki. fyrir neyzku- vatn taka 38 smáleœtir. Bilið milli ytra og innra byrpings er njptað sem hleðsluhylki ásamt staifn- hylkjum skipsinsH og rúma þau. samtals 175 smále-stir af sjó. Skipið er knúið af tveim „diesel“-vélum og hefir hvor 1000 hestafla styrkleikja. Hraði þess er mestur 15 mílur á klukkustund. Auk þessa eru hjálparvélar, sem framleiða' raforku fyrir aðalvél- amar og ljósakerfi skipsins. Vatnsþrýstikerfið er myndað af tveim þrýstivatnshylkjum fyrir kaldan sjó og heitt vatn og kalt. Salemisdælur eru einnig fyrir salemi skipsins. Til þæginda íyrir farþega má með breytinginm á vatnsmagni í háhylkjum og botn- hylkjum, breyta jafnvægishiíut- föllum skipsins og draga þannig úr veltingi þess. í skipinu eru klefar fyrir 160 farþega, flest tveggjte marnna klefar. Á fyrsta farrými geta ver- ið 88 farþegar, en á öðru farrýjni 72. Er mjög til farþfjgaxýmancna vandað, loftræsting af nýjuíítu gerð og allur útbúnaiður. að öðfcu leyti í bezta lagi. í eldhúsi skipsins má matreiða handa 200 farþegum. 1 Á stjórnpalli eru íbújðir yfir- manna, en vistarverui ■ Iháseta undir bakkanum að frqrman. Skipstjóri er hh|n. sami og 4 gömlu Esju, Asgeir Sigurðsson, og skipshöfn að mestu hin sama. Fyrir tæpum tveim árum gerði Pálmi Loftsson, framkvæmda- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, til- lögur til ríkisstjórnarinnar og Al- þingis um að fá nýtt skip í stað Esju. Á vetrarþinginu 1938 flutti Jónas Jónsson þingsályktunartil- lögu um heimild handa ríkis- stjórninni að selja Esju og láta byggja nýtt skip í hennar stað. Var sú tillaga samþykkt. Litlu síðar ákvað ríkisstjórnin að nota heimildina og í maímánuði fór Pálmi Loftsson utan þeirra erinda að leita fyrir sér um smíði nýs skips. Voru samningar um smíði nýja skipsins undirskrifaðir í október næsta haust. Eins og kunnugt er var gamla Esja seld kúr landi og er nú járnbrautarferja í .Chile í Suður-Ameríku. Nýja Esja verður undireins tek- 1 ín til strandferða. Á mánudags- kvöldið lagði hún af stað frá Rewkjavík aukaferð til Norður- lantRs að vestan. Er þetta glæsi- lega skip því væntanlegt hingað alvegr á næstunni og mun ekki síður íag.nað hér en á öðrum höfn- um, þnr sem það kemur við. Um mánaðamótin hefjast svo reglulegar strandferðir Esju sam- cvæmt áætlun. Á styTj aldartímum er það venja, að verð á skinnavörum stígurmjög mikið. Þessi venja sýnist heldur ekki æíla að bregðast nú. Sam- band ísl. samvinnufélaga hefir þegar byrjað að selja þessa árs framleiðslu á gærum fyrir mjög gott verð, og er allt útlit fyrir að það fari hiækkandi fyrst um sinn. Það getur því verið varasamt fyr- ir sauðfjáreigendur að selja Pétri og Páli gærur sínar fyrir fast- ákveðið verð, og ættu þeir eins og áður að fela K. E. A. þær til sölu- meðferðar, þar sem vissa er fyrir, að þar verða þær greiddar með sannvirði. Aðeins ÍOO hreindýr eru ttl á íslandi. Seinni hluta ágústmánaðar í sumar fór Helgi Valtýsson rithöf- undur að tilhlutun ríkisstjórnar- innar suðaustur á öræfi til at- hugunar á hinum íslenzka hrein- dýrastofni. í rannsóknarleiðangri þessum tóku þátt, auk Helga, þeir Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari og Friðrik bóndi Stefánsson á i rlóli í Fljótsdal, sem var fylgdar- maður og þaulkunnugur á þessum slóðum. í sumar, er rannsóknin fór fram, voru hreindýrin. öll í svo- nefndum Kringilsárrana suður undir Vatnajökli. Töldu þeir fé- agar þar um 40 tarfa, 40 kýr og 20 kálfa. Öll voru dýrin mjög óroskavænleg og báru vott um kynfestu og engin hnignunar- merki á þeim að sjá. Hefir þessi rannsókn Helga Valtýssonar leitt Dann leiða sannleika í ljós, að hreindýrastofninn hér á landi er orðinn mjög fáliðaður og hríð- fækkar ár frá ári, þrátt fyrir sæmilega viðkomu. Mun þessi fækkun stafa af hreindýradrápt um það leyti árs, sem dýrin halda sig í grennd við byggð, því að vetur hafa verið svo mildir að undanförnu, að óhugsandi er að þau hafi fallið fyrir harðræði frá náttúrunnar hendi. Endar í svívirðingu. Innrás Rússa í Pólland mælist hvarvetna hið versta fyrir sem von er til og er talið eitt versta níðingsbragð, sem mannkynssag- an hefir að geyma. Jafnvel aðal- málgagn kommúnista hér á landi, Þjóðviljinn, hikar við að verja hana. „Verkamaðurinn“ reynir aftur á móti með botnlausu mál- æði að halda því að lesendum sín- um, að innrásin hafi einhvern æðri tilgang, sem enginn skilji, því vegir Stalins séu óskiljanlegir! Blað eitt í New York fer svo- felldum orðum um kommúnism- ann í heild: „Kommúnisminn f heiminum hefir endað í svívirð- ingu. í Rússlandi hefir hann snú- izt upp í nazisma. í Frakklandi þar sem kommúnisminn var mjög sterkur, er hann að deyja í hinum andstyggilegu faðmlögum Hitlers og Stalins", Verður að gera gangskör að því, að sá hreindýrastofn, sem enn er til, sé varðveittur fyrir eyðilegg- ingu af manna völdum. Erlendar liegiiif. Samkvæmt Þýzkum fréttum á Varsjá að hafa gefizt upp eftir látlausa fallbyssuskothríð á borg- ina dag eftir dag. Þessu er þó neitað í Varsjá og sagt að borgar- júar verjist, meðan nokkur þeirra er uppistandandi. Eins og nærri má geta, er á- standið í borginni hið hræðileg- asta. Stórir hlutar hennar eru lagðir í rústir og stórbrunar geisa á mörgum stöðum. Manntjónið í aorginni er gífurlegt og margs- konar hörmungar þjá þá, sem eft- ir lifa. Eirm af kunnustu herforingjum Þjóðverja, von Fritsch, er fallinn við Varsjá. Frá Moskva er tilkynnt, að full- komið samkomulag hafi náðst um skiptingu á Póllandi milli Rússa og Þjóðverja. - Forsætisráðherra Rúmeníu, Calinescu, var myrtur í Bukarest sl. fimmtudag af fasistum þar í landi. Morðingjarnir voru teknir höndum og drepnir miskunnar- laust. Brezk lierna ðar f lug vél með 9 manna áhöfn nauðlenti á Raufarhöfn í fyrradag, vegna villu í þoku. Að tilhlutun dómsmálaráðu- neytisins hefir flugvélin og áhöfn hennar verið kyrrsett hér. Flugmennirnir segjast hafa ver- ið 5 klukkustundir í lofti, frá því þeir yfirgáfu England. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Ferming. Sundkeppni fer fram í sundlaug bæjarins n. k. sunnudag, kl. 1.30 e. h. Ágóðanum verður varið til styrktar þátttakendum frá Akur- eyri á sundmeistaramótið í Rvík, er hefst 9. okt. n. k. Skákfélag Akureyrar heldur fundi sína framvegis á mánudög- um og föstudögum kl. 8V2 síðd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.