Dagur - 01.02.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 01.02.1940, Blaðsíða 3
5. tbl. D A G U R 21 Vornáinsskeið. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað heldur eins og að undanförnu námsskeið frá 8. maí til 18. juní næstkomandi í þessum námsgreinum: Kjólsaum Vefnaði Matreiðslu Garðyrkju Námsskeiðskostnaður var s. I. vor kr. 90.oo nema á garðyrkju- námsskeiðinu, þar vinna nemendur fyrir fæði sínu, en greiða 15.oo kr. skólagjald. Hallormsslað 19. janúar 1940. Sigrún P. Blöndal. Nokkur atriði úr samningi Bílstjórafélags Akureyrar viðkomandi kaupi bifreiðastjóra og þar að lútandi breyt- ingar samkvæmt gengislögunum. Lágmarkskaup bifreiðastjóra. Mánaðarlaun ársmanna kr. 250.oo -j- kr. 22,5o = kr. 272.5o Mánaðarlaun mán- aðarráðinna manna kr. 210.oo + kr. 18.9o = kr. 228 9o Eftirvinna ofangreindra kr. 1.65 pr. klst. -f kr. 0.15 = 1.8o. Kaup dagsráðinna manna kr. 1.5o pr klst. -j- kr. 0.14 = kr. 1.64. Eftirvinna kr. 2.1o pr. klst. + 0.19 = kr. 2.29. Akureyri 20. jan. 1940 Stjórn Bílstjórafélags Akureyrar. I/ A I | P I jatnan og tek til sðlu ^ r 1 notaðar ísl. bxkur - nýlegar og gamlar. — O S. HAFDAL. Hafnarstraeti 37, Ak: KAUPl notuð isL frímerki hæsta verði. Guðm. Guðlaugsson Kea flgætur kolaofn íúmslæði Og gott til sölu með tœkifœrisverdi í Laxagötu 2. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför Krislfáns Benediktssonar, er andaðist að heimili mínu 25. þ. m., fer fram að Möðruvöllum, mánudaginn 5. febrúar n. k. kl. 12 á hád. Möðruvöllum 30. jan. 1940. Jóhann Valdemarsson. Stefán Árnason í Götu, sem andaðist 25. þ. m., verður jarðsunginn að Stærra-Árskógi þriðjudaginn 6. febrúar kl. 12 á h. Petta tilkynnist vinum hins látna. Aðstandendur. Pökkum kærlega auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför rnóður okkar, Ólafar Árnadóttur. Kristin M. Ste/dnsdóttir Stefdn Jóh. Stefdnsson. Staðgreiðsla. Frá og með 1. febrúar þ. á. verður öll vinna og efni frá verkstæðum vorum, undantekningalaust að staðgreiðast að viðgerð lokinni. Tryggvi og Vilhfálmar Jónsson * Bilaverkstðð Bifreiðaverkstæði B.S.A. Strandgötu 53 og flugvélin snertir íslenzku ströndina við sunnanverðan Faxa- flóa hverfur sýnin, en önnur helj- arstór upphleypt mynd birtist við hægri enda tjaldsins. Hún sýnir Reykjavík eins og hún er nú, séða úr lofti, og landslagið run- hverfis. Yfir borginni svífur flug- vél, ímynd vélar Lindberghs sem lenti á Reykjavíkurhöfn 15. ágúst 1933. Myndin er fögur og yfir hvelfist heiðblár íslenzkur sumarhiminn. Þessi mynd hverfur eftir stutta stund og beinist at- hyglin nú að hringnum í hægra horni tjáldsins, efst, sem áður var lýst. Ljósrákir sýna þar hverja flugleiðina á fætur annari frá Ameríku til Evrópu, sem allar skerast á íslandi ef hin norðlæg- ari flugleið er valin. Að þessu loknu siglir skip Eiríks enn út Breiðafjörð og öll sýnin endurtek- ur sig. Með þessari ágætu hug- mynd eru gamli og nýi tíminn á skemmtilegan hátt hnýttir saman og samband íslands við Ameríku að fornu og nýju greinilega sýnt. Þá er hnattstaða íslands ekki lengur neitt leyndarmál gestunum og fráleitt að þeir haldi lengur að það sé í Hvíta hafinu eða Suður- Ameríku! Kortið vakti óblandna ánægju allra sem sáu og öfund a. m. k. norska blaðsins í New York, sem átaldi norsku sýningarstjórn- ina fyrir að hafa ekki látið sér detta neitt jafn sniðugt í hug! Nú snúa menn baki við tjald- inu og þá blasir fiskveiðadeildin við fyrst. íslenzka sýningarstjórn- in valdi þá skynsamlegu leið að sýna ekki íslenzkar framleiðslu- vörur beinlínis, því þær eru flest- ar hrávörur og ekki fallegar álit- um, heldur sýna framleiðsluað- stæður og tvinna saman upplýs- ingar um vörurnar og fegurð landsins, svo að allir mættu njóta þess að sjá. Þetta var gert með mótuðum myndum (dioramas) og hafði Jón Þorleifsson listmálari umsjón með litavali og frágangi myndanna, en þær voru allar gerðar vestra. í hverjum boga voru nokkrar slíkar myndir fellt- ar inn í vegginn og sérstaklega lýstar. Kom nú berlega í ljós ágæti þess að hafa veggi og loft í dökkum lit, því að hinir einstöku sýningarmunir nutu þá einvörð- ungu sérstaks ljósaútbúnaðar og komu svo greinilega fram að fram hjá þeim varð ekki gengið. í fiskveiðadeildinni var fyrst slík mynd af Vestmannaeyjum og sást vélbátahópurinn stefna út úr höfninni til hafs, en Heimaklett- ur reis tígulegur og fagur fremst til vinstri á myndinni. í sambandi við myndina voru svo upplýsingar um vélbátaútgerð íslendinga. Næsta mynd sýndi Kirkjusand við Reykjavík og þurrkun þorksins og þar fróðleikur um þurrfisksút- flutning íslendinga. Þriðja mynd- in var af gufuskipaveiðum á ís- lenzkur miðum og var þverskurð- armynd af hafinu, en í fjarska sáust sólroðin íslenzk fjöll. Fjórða myndin var af Síldarverksmiðj- unni á Hjalteyri og fimmta mynd- in af Siglufirði um síldveiðitím- ann. Var þannig lýst meginþáttum íslenzkra fiskveiða. Er þessu sleppti tók við land- búnaðardeildin og var fyrst mynd af Hvanneyri og umhverfi, þá af nýtízku íslenzku mjólkurbúi, þá af íslenzkum fjalladal og streymdi snjóhvít fjárbreiðan niður dalinn. Fremst voru þrjár kindur í fullri stærð, en íslenzkur fálki sat á bergsyllu og horfði fránum aug- um yfir sveitina. Myndinni fylgdu upplýsingar um ull og kjöt. Næsta mynd var af gróðurhúsi, hituðu með hveravatni. Sást mökkur hversins í gegnum gler hússins en inni svignuðu greinar undan rauð - aldinum o. s. frv. Síðasta myndin var af hestum í íslenzku öræfa landslagi. Síðasti boginn var helgaður samsteypu-ljósmyndum af íslenzk- um byggingum og landslagi. Af þessu má verða ljóst að aðal- skálanum var skipt í tvo megin- þætti. Annarsvegar voru landa- fundir íslendinga til forna og samband þeirra við Ameríku að fornu og nýju. Hinsvegar voru at- vinnuhættir og framleiðsluvörur þjóðarinnar. Þessar tvær myndir voru traustlega mótaðar í huga gestanna er héldu upp á svalirn- ar til þess að sjá hina tvo þættina á sýningunni, en það voru stjórn- arfar og menning landsins og gull- aldar-bókmenntir þjóðarinnar. Listaverkasýning var engin sem heild heldur voru listaverkin not- uð sem þáttur í skreytingu skál- ans og varð svo að vera sökum rúmleysis, en þetta fór vel og rauf hvergi samræmið og stílfeg- urðina sem íslenzka sýningin var rómuð fyrir. Á framhlið svalanna hafði Jón Þorleifsson málað fagra mynd af íslenzkri landsýn er náði svalaendanna á milli.' Þegar upp á svalirnar var kom- ið, sást að fyrirkomulag var þar með svipuðum stíl og á aðalgólfi. Var veggnum skipt í bogadregnar deildir, en fyrir framan var breið- ur gangur eftir endilöngum svöl- unum og var þaðan hin bezta út- sýn til tjaldsins stóra andspænis, sem fyrr er lýst. Fyrst tók við baðstofan. Það var eftirlíking íslenzkrar baðstofu og voru þar sýndar handritaprentan- ir Munksgaards af íslenzkum forn- ritum, með skýringum. Næsta deild var helguð stjórnarfari (Framhald á 4. síðu)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.