Dagur - 20.03.1940, Page 1
DAGUR
kemur it á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 úig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson <
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
simi 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII
• árg.j
Akureyri 20. marz 1940
12. tbl.
HuDdrað ára minning.
Alþingi fékk löggjafar- og fjár-
veitingavald með stjórnarskránni
1874. Fóru Norðlendingar þá þeg-
ar fram á það, að skóli yrði settur
á stofn á Möðruvöllum í Hörgár-
dal, sem verið hafði amtmannsset-
ur frá því á ofanverðri 18. öld. En
1874 brann amtmannsstofan öðru
sinni, og flutti þá amtmaður á
Akureyri. Fyrsta löggjafarþingið
1875 veitti fé nokkurt til þess að
undirbúa stofnun slíks skóla, og á
næsta þingi, 1877, var samþykkt
frumvarp um skólastofnun þessa,
og náði það staðfestingu konungs
sama ár. En á næsta þingi, 1879,
var samþykkt nýtt frumvarp til
laga um Möðruvallaskólann, nokk-
uð breytt frá hinu fyrra, og var
staðfest af konungi hið sama ár.
Þingmenn úr Norðlendingafjórð-
ungi höfðu barizt mest fyrir skóla-
stofnun þessari. Voru margir
þingmenn henni andstæðir, m. a.
af því, að stofnunin yrði allt of
dýr fyrir landssjóð.
Árið 1879 var skólahúsið reist á
fyrgreindum stað, og hafði
Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri
Gránufélagsins tekið að sér að
koma því upp fyrir ákveðið verð,
en Jón Stefánsson timburmeistari
á Akureyri stóð fyrir að reisa það.
Árin fyrir og um 1880 eru
merkileg tímamót í sögu alþýðu-
menntunarinnar á íslandi.
Árið 1874 er Kvennaskólinn í
Reykjavík stofnaður, 1877 hefsl
alþýðuskólinn í Flensborg í Hafn-
arfirði, 1879 hefst kvennaskóli á
Blönduósi, árið 1880 byrjar
Möðruvallaskólinn starf sitt, sama
ár stofnar Torfi Bjarnason bænda-
skóla í Ólafsdal og út eru gefin
lög um fræðslu barna í skrift og
reikningi, tveimur árum síðar
tekur bændaskólinn á Hólum í
Hjaltadal til starfa og 1883 er
bændaskólinn á Eiðum stofnaður.
Möðruvallaskólinn var settur í
fyrsta sinn 1. október 1880 af Ste-
fáni sýslumanni Thorarensen fyr-
ir hönd Kristjáns amtmanns Krist-
jánssonar.
Skólastjóri var Jón Andrésson
Hjáltalín. Hann var fæddur á Stað
í Súgandafirði 21. marz 1840. For-
eldrar hans voru Andrés Hjalta-
son, síðast prestur í Flatey á
Breiðafirði, og kona hans, Mar-
grét Ásgeirsdóttir. Jón Hjaltalín
útskrifaðist úr lærða skólanum í
Reykjavík 1861 með I. einkunn.
Þann 23. maí 1863 kvæntist hann
og gekk að eiga Margréti Guð-
rúnu, dóttur Jóns landlæknis
Thorstensens. Árið 1864 útskrifað-
ist Hjaltalín úr prestaskólanum
með I. einkunn. Dvaldi hann svo
tvö ár í Reykjavík og stundaði
kennslustörf. Árið 1866 fóru þau
bæði hjón til Englands og dvöldu
í Lundúnum næstu ár, nema vet-
urinn 1868—69 voru þau í Kaup-
mannahöfn. Fékkst hann þessi ár
við kennslustörf og ritstörf, er
einkum snertu íslenzka tungu, og
hélt fyrirlestra í ýmsum borgum
á Englandi og Skotlandi um ís-
land og íslenzkar bókmenntir.
Þann 5. desember 1871 varð hann
undirbókavörður við Advocates
Library í Edinborg, en 19. nóvem-
ber 1879 gerðist hann undirbóka-
vörður við University Library í
sömu borg. Þánn 30. júní 1880 var
hann af konungi skipaður for-
stöðumaður Möðruvallaskólans og
kom heim til íslands í ágústmán-
uði sama ár, eftir 14 ára dvöl er-
lendis, þá fertugur að aldri.
Möðruvallaskóla veitti hann for-
stöðu, þar til skólahúsið brann
1902, en síðan fluttist hann með
skólanum til Akureyrar og hafði
forstöðu hans þar á hendi til
haustsins 1908, er hann andaðist í
októbermánuði.
Hjaltalín kenndi jafnan ís-
lenzku, ensku og sögu íslands og
átti ætíð vinsældum og virðingu
að fagna, bæði sem kennari og
skólastjóri.
Það var mikið happ fyrir
Möðruvallaskóla að fá jafn víð-
sýnan menntamann, til þess að
veita honum forstöðu, sem Hjalta-
lín var. í öllu skólastarfi hans
héldust í hendur hæfilegur strang-
leiki og frjálslyndi gagnvart nem-
endum. Starf hans við skólann
var brautryðjandastarf, og hann
leysti það þann veg af hendi, að
nú, á 100 ára afmæli hans, minn-
ist þjóðin hans með þakklátum
hug og djúpri virðingu. Honum
tókst að gera skóla sinn að þýð-
ingarmikilli menntastofnun, sem
borið hefir margvíslega ávexti í
þjóðlífi voru. Þó að Hjaltalín
hefði dvalið langvistum með er-
lendri stórþjóð, var hann ósvik-
inn íslendingur, ramíslenzkur í
anda og háttum. Einn af læri-
sveinum Hjaltalíns, Páll J. Árdal
skáld, minntist hans í kvæði, er
hann flutti á minningarhátíð
Möðruvallaskólans árið 1900, m.
a. á þessa leið:
„Þó byggir fjarri fósturgrund
við fé og stöðu valda,
þín ástin lifði alla stund
til ættarlandsins kalda;
þú vildir okkar allra heill
og okkar gömlu móður,
og aldrei hálfur vannst né veill,
en vannst sem drengur góður“.
Þenna fagra vitnisburð á Hjalta-
lín skilið. Slíkra manna er ætíð
gott að minnast.
Hljómleikar.
Samkór R. Abrahams efnir til
hljómleika í Nýja Bíó á Páska-
dagskvöld. Meðal verkefna má
nefna: „Keisari nokkur mætur
mann“, eftir S. Einarsson, „Tinda-
fjöll skjálfa‘“ eftir Weber, „Svark-
urinn“, nýtt lag fyrir bassasóló
með kór, eftir söngstjórann, Gon-
dolasöngur úr óperunni „Æfintýri
Hoffmanns“, eftir Offenbach. Enn-
fremur andleg tónverk eftir
Brahms og Hándel og þættir úr
sálumessu eftir Mozart.
Einsöngvarar verða: Sigríður
Guðmundsdóttir, Gunnar Magnús-
son og Guðmundur Gunnarsson.
Frú Jórunn Geirsson verður við
hljóðfærið, og hafa þau, frúin og
söngstjórinn, samleik á mörsum
eftir Schubert.
Vænta má ánægjulegra hljóm-
leika eftir undanfarandi reynslu
að dæma.
Gjöf til Akureyrarkirkju: Frá
ónefndum kr. 300.00. Þakkir. Á. R.
Landsmót skíðamanna hefst hér
á Akureyri á morgun (skírdag) og
lýkur því 2. dag páska. Fer þar
fram brekkuskrið, ganga, svig og
stökk. í landsmóti þessu taka þátt
keppendur frá níu félögum.
Hin árlega skemmtun barna-
skólans fór fram fyrir og um síð-
ustu helgi. Voru skemmtiatriðin
fjölbreytt að venju, söngur, upp-
lestur, smáleikir o. m. fl., og
skemmtu áhorfendur sér ágæt-
lega. Ágóðinn rennur í ferðasjóð
barnanna.
Bríet Bjarn-
héðinsdóttir
Bríet Bjarnhéðinsdóttir andaðist
í Reykjavík aðfaranótt síðasta
laugardags, 84 ára gömul. Hún
varð snemma þjóðkunn fyrir bar-
áttu sína í kvenfrelsismálum o. fl.
Hún var gift hinum kunna fræði-
manni Valdimar Ásmundssyni rit-
stjóra, er andaðist árið 1902. Börn
þeirra eru Héðinn alþingismaður
og Laufey Valdimarsdóttir.
Látinn
öldungur.
Þann 17. þ. m. andaðist að Ási
á Þelamörk öldungurinn Sigfús
Jónsson 98 ára gamall, fæddur 10.
des. 1841. Hafði hann fótavist allt
fram til hins síðasta. Sigfús bjó
fyrr á árum frammi í Saurbæjar-
hreppi og síðar á Rangárvöllum í
Glæsibæjarhreppi. Hann var tví-
kvæntur, fyrri kona hans var Sig-
urbjörg Jóhannesdóttir, en sú síð-
ari Sigríður Þorkelsdóttir. Meðal
barna hans og fyrri konunnar er
Sigríður, ekkja Þorvalds Árnason-
ar frá Villingadal, búsett hér í bæ,
og Benedikt, bóndi á Hofi í Hörg-
árdal.
SeEma Lagerlöl,
hin heimsfræga, sænska skáld-
kona, er nýlega látin, 81 árs að
aldri. Heimsfrægð sína hlaut hún
fyrir skáldsögur sínar, svo sem
„Gösta Berlings Saga“ og margar
fleiri. Hún hlaut Nobelsverðlaun
1909.
Nokkrar sögur hennar hafa ver-
ið þýddar á íslenzku.
□ Rún 59403276 == II
MESSUR UM PÁSKANA:
Skírdag kl. 5 e. h. Akureyri
(altarisganga).
Föstud. langa kl. 2 e. h. Akureyri
Páskadag kl. 11 f. h. Akureyri
Páskadag kl. 2 e. h. Lögmannshlíð
2. Páskadag kl. 11 f. h. Glerárþorpi
(barnaguðsþjónusta).
Dánardœgur. Oddur Sigurðsson,
stöðvarstjóri og fyrrv. skipstjóri í
Hrísey, andaðist 15. þ. m. 65 ára
gamall.