Dagur - 20.06.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 20.06.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur it á hverju/n fimmtudegi Kostar kr. 6.00 úig. Gjaldk. Árni Jóhannsson < Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- simi 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. ■ -+—*9 - XXIII . árg. | Akureyri 20. júní 1940 ♦ • itf- -< 25. tbl. á* -m .-0•»• »• ■■ t Þóróltiir Sigurðsson Baldursheimi. I oooo« o >o<zr>o<zz>ooo<zz>o<zi>o<zi>oooo rramsóknarmaiia að Hrafnagili sunnudaginn 23. júní 1940, kl. 2 e. m. Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Bernharð Stefánsson. 2. Samkomustaðarins minnst: Guðmundur Guðlaugsson. 3. Ræða: Hermann Jónasson forsætisráðherra. 4. Mínni íslands: Pórarinn Kr. Eldjárn. 5. Minni Framsóknarflokksins: Dr. Kristinn Ouðmundsson. Á milli ræðanna syngur Karlakór Akureyrar. 6. Handknattleikur, reipdráltur o. fh 7. Frjáls ræðuhöld. 8. Karlakór Akureyrar syngur. 9. Dans í þinghúsi Hrafnagilshrepps (og úti, ef veður leyfir). Merki verða seld á staðnum. Veitingar fást keyptar. B. S. A. annast akstur milli Akureyrar og Hrafnagils fyrir kr. 3,50 báðar leiðir í fólksbílum og Bifröst í »boddy«-bí!um fyrir kr. 2,00 báðar leiðir. Flutningur hefst klukkan 1 e. m. Frjóls aðgangur að sundlaug og trjáretf Ungmennafélags Hrafnagilshrepps. Forstöðunefndin. 30oo<iz>o<cz>o<cz>*ooo<r>o<ci>o<z>oooc Aðfaranótt 15. þ. m. var enn höggvið skarð í fylkingu beztu manna okkar íslendinga. Þá nótt andaðist Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi eftir uppskurð við illkynjaðri nýrnaveiki. Hann and- aðist í Landsspítalanum. Hann hafði kennt sjúkdóms þessa fyrir löngu síðan, en harkaði hann jafnan af sér, svo að ekki kom til aðgerða fyr en nú og þá um sein- an. Og nú er hann lagður á lík- fjalir. Þórólfur var fæddur í Baldurs- heimi í Mývatnssveit 6. maí 1886, sonur Sigurðar bónda þar, Jóns- sonar Illugasonar og Sólveigar Pétursdóttur frá Reykjahlíð. En Pétur var sonur séra Jóns Þor- steinssonar, sem mikill ættmeiður er af risinn víða um land og vest- an hafs. Sigurður, faðir Þórólfs, er andaður fyrir mörgum árum, en Sólveig, móðir hans, lifir enn í hárri elli. Hún fær nú það hlut- verk, komin að fótum fram, að taka á móti síðustu heimsókn þessa ástkæra sonar, sem hún að verðugu elskaði af allri dýpt síns djúpa móðurhjarta. — Við, sem þekkjum Sólveigu — og við erum mörg — umvefjum hana kærleika okkar og fyrirbænum nú, er henni ber þessi ósegjanlega þunga sorg að höndum. í stuttri grein, eins og þeirri, sem hér verður rituð, geta æfi- atriði Þórólfs ekki orðið rakin til mikillar hlítar. Hann hlaut upp- vöxt sinn í Mývatnssveit, þar sem mætast öræfi Þingeyjarsýslu og byggð. Og hann hlaut að skapfari, karlmennsku og allri eðliseinkunn svip og innihald þessara andstæðu áhrifa. Hann var karlmenni mikið, sem var runninn mergur í bein við óblíðustu átök víð öræfa- grimmdina. En hann var líka barn fegurstu sveitar á landi hér og hlaut frá henni, stórfegurð hennar, blíðlæti hennar og sam- félagi þess stórbrotna, átthaga- rækna fólks, sem þar byggir, óbifanlegt skapfar og sérstæð lundareinkenni, sem Mývatnssveit fóstrar upp í börnum sínum. Og þó öræfin séu grimm, þegar vet- urinn geysar, eru þau líHa blíð ; faðmi sumarsins og fegurri, en með orðum verði lýst. Alls þessa fékk Þórólfur að njóta. Þess vegna varð hann, slíkur óvenjulegur maður sem hann var um gáfur og drengskap, okkur, sem þekkt- um hann, nutum kynningar hans og vináttu, einn af þeim mönnum, sem við viljum ekki gleyma og getum ekki gleymt. Þórólfur, vinur minn! Eg sit hér við skrifborð mitt og yfir þessum línum og á svo bágt með að sætta mig við þennan skilnað. Við hitt- umst ungir menn í Akureyrar- skóla, þar sem við urðum sam- ferða gegnum nám. Við höfum síðan aldrei skilið að vináttu og samhug. Þú varst einn af tiltölu- lega mjög fáum sannkölluðum drengskaparmönnum, sem eg hefi hitt á lífsleiðinni, og þú varst einn af þeim, sem ekki geta brugðist. Og hvers vegna er minning þín svo fögur og eftirminnileg? Það vita samsveitungar þínir, þeir sem stundum gerðust nauðleitarmenn þínir um ráð og dáð. Það vita hugsjónafélagar þínir frá árum æsku þinnar, sem áttu með þév átök um hugsjóna- og menningar- stefnur. Það vita samstarfsmenn þínir frá öllum skeiðum lífs þíns, sem áttu, þar sem þú varst, ótrauðan baráttumann. Það vita vinir þínir, eg og svo margir aðr- ir, sem þú aldrei brást. Og loks vita það ástvinir þínir, sem nú horfa társtokknum augum í gröf þína, með harm sinn og með þakk- læti sitt í hjarta fyrir það, sem þú varst þeim og öllum, sem höfðu af þér kynni. Þórólfur var kvæntur ágætis- konu, Hólmfríði Hemmert frá Blönduósi. Þau hjón höfðu eignast einn son, Sigurð, heitinn eftir Sig- urði í Baldursheimi, yndislegan dreng og líklegan til þess að halda uppi sæmd Baldursheimsættar. Þórólfur er því ekki fallinn óbætt- ur hjá garði. Og við vinir hans og samsýslungar fylgjum honum á grafarbakkann klökkvir, þakklát- ir, en með þá öruggu vissu í huga, að þótt hann sé nú genginn fyrir ætternisstapa, þá lifir ætt hans í landinu og hugsjónir hans lifa og drengskapur hans verður varan- legur. Þess vegna er það, að þótt við nú hörmum, þá bugumst vér ekki, heldur höldum uppi merki karlmennskunnar, sem hann rækti og dáði. í dag gerumst við liðsmenn hans. Reykjavík 17. júní 1940. Jótíos Þorbergsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.