Dagur - 20.06.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 20.06.1940, Blaðsíða 2
104 Ð A 6 U R 25. tbl. Hlnstið, eyflrzkir samvinnumenn. Sjá! spámaður mikill hefur upp raust sína og talar til samvinnu- manna og þá ekki sízt til okkar Eyfirðinga. Hann kvað heita Árni frá Múla og „íslendingur“ lítur í náð til okkar og flytur okkur fagnaðarboðskap hans. Að sjálf- sögðu erum við taldir villuráfandi sauðir og raunar verra en það, því að við drögum okkur einnig lamb fátæka mannsins (þ. e. kaup- mannsins) í viðbót við það, sem okkur ber samkvæmt guðs og manna lögum. Þessi Árni frá Múla minnir ósjálfrátt á söguna um apann, sem setti upp gleraugu til að jafna ostbitana tvo, með því að bíta í þá til skiptis. Honum sýnist ostbiti sam- vinnumanna of stór, en kaup- manna of lítill. Örlög ostbitanna hjá apanum urðu þau, að þeir hurfu á endanum allir ofan í hann sjálfan, sakir þess að hann þurfti að fá svo rífleg laun fyrir að jafna metin. Nú má vel vera, að það fari fyr- ir Árna eins og ýmsum öðrum, sem hafa lagt það á sig að prédika fyrir þverúðarfullum lýð, að „góð meining enga gerir stoð“. Til okkar Eyfirðinga hafa fyr komið spámenn, að vísu ekki sér- lega stórir, eins og t. d. Garðar Þorsteinsson, og hafa boðið okkur forsjá sína og umhyggju, með ein- lægum áhuga fyrir því að leiða okkur út úr eyðimörk samvinn- unnar í Abrahamsskaut kaup- manna. Þetta boð hefir enn ekki verið þegið, þrátt fyrir það, að Garðar hefir þó stundum fengið Sigurð Kristjánsson sér til að- stoðar við fundahöld sín hér í hér- aðinu. Og nú bætist Árni frá Múla í hópinn. Öllum þessum mönnum er sjálf- sagt sitthvað vel gefið, þó ekki sé það opinbert. Sagt er mér að Árni sé dável greindur og Sigurður ekki eðlisheimskur, en Garðar þekkja menn nú sæmilega í þessu héraði. Þeir munu allir hafa það sameiginlegt að hafa flúið erfið- leika sveitanna og leitað sér skjóls í fínum, vellaunuð störfum í Reykjavík. Hvers vegna ættum við þá ekki, sveitakarlarnir, að standa ber- höfðaðir og hrópa hósíanna, þegar slíkir spámenn láta rödd sína gjalla? Hvers vegna ættum við Eyfirð- ingar ekki að fara að vilja þessara sjálfkjörnu leiðtoga og leggja í rústir allt samvinnustarf, öll hagsbótafyrirtæki og lífsbjargar- framkvæmdir, sem nú í aldar- þriðjung hafa skapað atvinnuveg- um héraðsins lífvænleg skilyrði undir forystu þeirra Hallgríms og Sigurðar Kristinssona og Vil- hjálms Þpr? Hvers vegna hafa Eyfirðingar verið svo blindir, að meta meira starf þessara manna, heldur en gaspur Garðars, Árna og Sig. Kristjánssonar? Þeir Kristinssynir og V. Þór eru allir kallaðir, fyrst af Eyfirð- ingum sjálfum og síðan af lands- lýðnum, til starfs á þeim vett- vangi, að kraftar þeirra, atorka og forystuhæfileikar gætu verið þjóð- inni að sem mestu gagni. En hver hefir kallað á Garðar, Árna og Co.? Enginn, svo vitað sé, hvort sem því veldur dóm- greindarleysi þjóðarinnar á kost- um þessara manna, eða hæfileika- skortur þeirra sjálfra. Á það skal enginn dómur lagð- ur, og ekki heldur á það, hvort þessir menn hafi verið meira veit- andi en þiggjandi í þjóðfélaginu. Hitt get eg fullyrt, að enginn þeirra hefir nokkru sinni lagt samvinnumálum okkar Eyfirðinga liðsyrði, heldur þvert á móti. Má í því sambandi t. d. geta þess, að þegar Garðar komst á þing, ætl- aði hann að nota aðstöðu sína til þess að leggja kvöð á Kaupfélag Eyfirðinga um þá þjónkun við ýmsa utanfélagsmenn, að þeir ættu aðgang að vissum húsum félagsins þegar þeim þætti sér henta, og átti þá félagið sjálft að sitja á hakanum. Nú þegar „íslendingur“ flytur þessa nýju rödd Árna frá Múla um félagsmál Eyfirðinga, væri ekki úr vegi að þeir hlustuðu eftir tóninum, og gerðu þá um leið samanburð á þessum sex mönn- um, sem hér hafa verið nefndir og störfum þeirra í þarfir héraðs og alþjóðar. Sá samanburður verður ekki gerður hér að þessu sinni. En það er fullvíst, að hverjum einasta eyfirzkum samvinnu- manni, sem ber það nafn með réttu, mun verða létt um þann samanburð. Eyfirðingar hafa ekki enn gleymt sínum forystumönn- um, þeim Hallgrími Kristinssyni, Sigurði Kristinssyni og Vilhjálmi Þór. Garðar verður að koma fleiri biðilsferðir og Árni verður að skrifa miklu meira, ef mál eiga að skipast svo í þessu héraði, að þeim verði að skapi. Mætti benda Árna á að semja doktorsritgerð um það, hvernig velmegun vex í bæjar- félagi, sem prettað er um greiðslu á þeim tekjum, er því ber og lög- lega eru á lagðar, og þá jafn- framt hvort sú prettvísi skatt- borgara sé skilyrði fyrir því, að komast í margar og vel launaðar virðingarstöður. Geri hann slíku máli góð skil, skal ekki fyrir það synjað að hann gæti slegið sér upp. Og svo að síðustu eitt orð til ritstjóra „íslendings“, sem borinn er og barnfæddur í eyfirzkri sveit. Greindur piltur, en líklega skoð- ana- og áhugalítill um flest eða öll félagsmál héraðsbúa sinna, og virðist láta sig litlu varða at- vinnu- og dagskrármál almenn- ings. Hann hefir nú einu sinni leigt sig fyrir einhverja skildinga til að stjórna blaði, sem út er gef- ið til þess að leggja kalda hönd á áhugamál samvinnumanna. Aðstandendur og ráðamenn blaðsins munu vera lítt skrifandi og ritstjórinn sjálfur ekki skel- eggur, og því verður honum að tína upp dreggjar úr reykvískum íhaldsmálgögnum, eins og t. d. grein Árna frá Múla. Það sannast því á ritstjóranum, sem skáldið Stephan G. segir: „Á annarra strokkuðu áfum hann elur upp volaða guðskálfa hjörð“. Eyfirzkur bóndi. Halir Árnannssoi). Er styrjaldargnýrinn um storðina fer og stórveldin riða frá grunni, mig helmingi sárar í hjarta þó sker ein helfregn að norðan — frá Unni. Og hugur minn sveigir frá hernaðarátt og heim til þín frændi og vinur. Þar hægt er að rata þó húmi að nátt, sem hrönnin við fjöruna stynur. Frá útsogi bylgjunnar aftur eg sný, sem allt hefir rifið úr skorðum. Því helzt vil eg dvelja þar hrauninu i, sem hugleiknast var okkur forðum. Þar undum við bernsku og æskunnar vor á æfinnar léttustu dögum. Þar gengum við hryggðar og gleðinnar spor á grjóti og blómstruðum högum. Við hræddust það eigi að skeikaði skref og skeiðuðum þúfur og steina. En örfaganornirnar ófu þann vef, sem augu vor kunnu’ ekki að greina. Vér fengum ei skynjað vorn framtíðarveg. — Þá fortíð nú hillir þess meira. I hugsunarleysi það undraðist ég í æsku. — En nú skil eg fleira. Ef sæjum vér fyrir hin kröppustu kjör og kvalir og nístandi sorgir, þá yrði vor gleði og æskunnar fjör að engu við hrynjandi borgir. — Hin straumþunga elfur með rótum þig reif úr runna I hraunjaðri grónum. Og flóðbylgja tímans í faðm þinn sig hreif og flutti þig norður að sjónum. Þú festir þar rætur sem aðstreymið er, en ekki á ræktuðum vangi. Og öldurnar brotnuðu andspænis þér með útsog í hafdjúpsins fangi. Svo ugglaus þú sigraðir sérhverja raun á samfeldu þroskandi skeiði, að anginn sem hvarf mér við Aðaldals- hraun var orðinn að rótgrónum meiði. Því hér var það ekkert, sem grundvöllinn gróf, sem gefið er mannlegu valdi. Því yfir þig magnþrungin hrönnin sig hóf til himins með brotnandi faldi. já, leiðirnar skilja svo leiftrandi fljótt. Vér lútum þeim sannindum hljóðir. Og harmþrunginn reikar minn hugur í nótt um hálfgrónar fanntroðnar slóðir. I hyldýpi grafar er helkaldri sæng að höfði og fótum þér vafið. En lífseigar vonir með lemstraðan væng frá lendingu mæna út á hafið. Víst hryggir mig stórum sú hernaðar vá, sem heyrist úr myrkrinu svarta. — En titrandi stunurnar ströndinni frá, þær stinga mig sárar I hjarta. Apríl, 1940. Heiörekur Guðmundsson frá Sandi. KAUPI □otuð ísl. frímerki hæsta verði. Ouðm. Guðlaugsson, Kea Kartöflur til sölu: Rauðar íslenzkar og Akurblessun. Ármann Dalmannsson, Aðalstr.62, Ak. Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funcfi-Rasmussen. ■HHwroinwwiwwqi Vélapakning m m margskonar. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.