Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 3
26. tbl.
Ð A G U R
111
Um fegurð
og fúasprek.
F.nginn bær á islandi er eins ríkur ai
yndislegum gróðrarilm, eins og Akur-
eyri. Þeir sem efast um þetta, ættu að fá
sér göngutúr inn i bæ; ganga fyrst suð-
ur Spítalaveg og síðan sem leið liggur
inn að Gróðrarstöð.
Á þessari leið gefur að líta fegurstu
trjágarða bæjarins. Alla leiðina leggur
ilm af nýlaufguðum reynitrjám að vitum
vegfarenda. Við annaðhvert hús eru
snotrir runnar, fögur blómabeð og tígu-
leg, aldurhnigin tré. Og það sem meira
er. Sum gömlu húsin í innbænum eru
miklu fegurri, í miklu meira samræmi
við hið kyrrláta umhverfi í látleysi sínu
og umvafin gróðri, heldur en fjölmörg
þau minnismerki, sem byggingameistarar
hafa reist sér víðsvegar um nýrri hverfi
bæjarins, eins laus við fegurð og nokkrir
hlutir geta verið, og sem í stað gróðurs
eru umvafin hænsnakofum, kassarusli,
kofaskriflum, ryðguðum gaddavír, neta-
og pokaslitrum, rottum og flugnavargi.
Þeir sem geta hafizt við i sliku um-
hverfi, hafa áreiðanlega annan sálarsvip
en brautryðjendurnir, sem gróðursettu
fyrstu trén hér á Akureyri, hjúkruðu
veikum nýgræðlingunum af mikilli alúð,
til þess að fegra það umhverfi, sem þeir
áttu við að eyðu mestum hluta æfi sinn-
ar í.
Því að þótt hver maður geti glaðst af
fegurð sumra garðanna hér á Akureyri,
þá er sú ánægja blandin undrun yfir því
fádæma hirðuleysi og ómenningarhætti,
sem blasir við víða annarsstaðar í bæn-
um. Það er vel hægt að vera forsjóninni
þakklátur fyrir að hafa hlíft brautryðj-
endum trjáræktarinnar við því, að þurfa
að sjá ýsubönd hengd upp i greinar
skrúðugra trjáa og æruverðugar tré-
girðingar fúna niður og falla ofan á
gróðurmoldina, sem framfleytt hefir
hundruðum litskrúðugra bíóma, á undan-
gengnum árutn. Sumsstaðar bera ösku-
dallar, gamlar sláturtunnur og lemstrað-
ir kassar hinn ríkulegasta gróður alveg
ofurliði. Annarsstaðar er girt fyrir hina
fögru útsýn úr gluggum heimilanna með
ferlegum hænsnakofum eða stagbættum
kofaskriflum, alsettum gömlum fatnaði
og fiski, sem átti að vera I matinn í
fyrradag. Það er eins og engum finnist
það tiltökumál, þótt þetta flest sé strang-
lega bannað í samþykktum bæjarins og
nefnd æruverðugra borgara sé starfandi
undir nafninu Heilbrigðisnefnd.
Þrátt fyrir afskræmi sumra bygginga
í bænum, hefir Akureyri góð skilyrði til
þess að verða fallegur bær, sökum legu
sinnar og ávaxtanna af starfi brautryðj-
enda trjáræktarinnar hér. Bæjarfélagið
er í mikilli þakkarskuld við þessa braut-
ryðjendur. Þvi þeir liafa gert meira en
að gróðursetja tré og jurtir. Þeir hafa
gróðursett gleðitilfinningar gróðurs og
fegurðar i hjörtum þeirra bæjarbúa,
sem feta í fótspor þeirra og eyða fri-
stundum sínum til þess að gera umhverfi
heimila sinna verðug menntuðum mönn-
um, og þeir eru margir. En það verður
að vera takmark þeirrar kynslóðar sem
tekur við starfi þeirra, að sjá um að af-
skræmi brotinna kyrna og bramlaðra
bauka, hverfi úr návist gróðursins í þessu
bæjarfélagi. Því að slík umgengni gerir
meira en að opinbera ömurlegt sálar-
ástand eigendanna. Hún sýnir takmarka-
lausa lítilsvirðingu fyrir tilfinningum og
fegurðarsmekk nágrannanna. Menn búa
ekki I sátt og samlyndi innan um
skjöktandi girðingar, hriktandi kofa-
skrifli, tunnuræfla eða önnur merki fá-
dæma hirðuleysis, heldur í unihverfi feg-
urðar og gróðurs og skilnings á eðli
alira sæmilegra manna.
Hver er höf-
undurinn?
„Innrásin í Finnland er ofbeldis-
verk, framið af svikara og illræð-
ismönnum í hans þjónustu. Tvœr
og hálf miljón Finnlendinga geta
vitaskuld ekki verið með neinar
bollaleggingar um uppreisn gegn
okkur, en við, allir rússneskir
borgarar, getum ekki annað en
fundið til þeirrar niðurlægingar,
sem okkur hefir verið sýnd með
þessu athæfi. Við erum ennþá
þrœlar í svo ríkum mœli, að við
Hjónaband: Ungfrú Sigríður
Hallgrímsdóttir (Kristinssonar)
frá Reykhúsum og stud. mag.
Ingvar Brynjólfsson.
Matthías Eggertsson fyrrum
prestur í Grímsey varð 75 ára 15.
þ. m.
Silfurbrúðkaup áttu 17. þ. m.
Stefán Jónasson útgerðarm. og
Gíslína Friðriksdóttir Knarar-
bergi.
„Leikhúsmál“ heitir nýtt tíma-
rit, sem er að hefja göngu sína.
finnum ekki til sektar okkar með
því að leiða þrœldóm yfir aðrar
þjóðir. Við þolum það ennþá, að
hafa yfir okkur ríkisstjórn, sem
með grimmd harðstjórans brýtur
á bak aftur hverja einustu tilraun
til meira frjálsrœðis í Rússlandi,
og auk þess notar œ fleiri rúss-
neska hermenn til þess að slökkva
eld frelsisins með öðrum þjóðum“.
Höfundurinn er Lenin; Lenin,
höfuðpostuli kommúnista. Grein-
arkorn þetta er tekið úr rúss-
neska blaðinu „Iskra“, 20. nóvem-
ber, 1901, þar sem Lenin ræðir um
þá ákvörðun Nikulásar II. Rússa-
keisara að senda herlið inn í Finn-
land. (Úr Reader’s Digest).
Er þetta fyrsta tímarit hér á
landi um þessi efni. Útgefandi er
Haraldur Björnsson leikari í
Reykjavík. Ritið er prýtt myndum
og fjallar um leikhús, kvikmyndir,
útvarpsleiki o. fl. Þeir, sem vilja
gerast áskrifendur geta gefið sig
fram við Jón Norðfjörð eða Hall-
grím Valdemarsson. Ritið er hið
eigulegasta.
Skákkeppni fór fram á Hótel
Gullfoss á sunnudagskvöldið milli
Reykvíkinga og Akureyringa. —
Unnu Reykvíkingar með 15 gegn 5.
Hjartans þakkir öllum þeim mörgu, er auðsýndu samúð við
andlát og jarðarför
Mariu Flóventsdóttur að Barði.
Böra og tengdabttrn.
1 1 ni)iii
I eftirfarandi grein gerir Henry Ai-
beri Philips, amerískur rithöfundur og
blaðamaður, ástandið í Evrópu að um-
talsefni, eins og honum kom það fyrir
sjónir á ferðum um meginlandið á und-
anförnum niánuðum. Að lians áliti er
framtíðin ekki glæsileg fyrir þjóðirnar
jar. Meðan við erum einungis áhorfend-
ur að hörmungum Evrópuríkjanna, höf-
um leiðir opnar til auðlindanna
fyrir vestan haf og næg matvæli í land-
inu, virðist allur hallærisótti ástæðulaus
á íslandi. En vegna þess, að í fregnum
utanlands frá, er nú oft talað um yfir-
vofandi hallæri þar, vildi blaðið gefa
lesendum sínum kost á að kynnast áliti
hins ameríska manns, sem hefir kynt
sér ástandið af eigin sjón og raun á
undanförnum mánuðum.
Eg hefi ferðast um mestan
hluta Evrópu á undanförnum
mánuðum og eg er sannfærður
um að hungurvofan er komin í
oæjardyrnar.
I Transylvaniu, því frjósama
héraði, sem Rúmenar fengu frá
Ungverjum 1918, var eg gestur á
búgarði einum, sem eitt sinn átti
glæstari daga. „Ef þú hefðir verið
á ferðinni fyrir ári síðan, þá
nnundi eg hafa sent bíl til þess að
sækja þig“, sagði húsbóndinn við
mig, „en nú eru allir bílar í ríkis-
újónustu. Þeir eru búnir að taka
vörubílinn og traktorinn og létu
mig skilja að hjólbörur væru full-
góðar á slíkum tímum fyrir okkur
nændur. Okkur? Allir vinnufærir
'tarlmenn eru komnir í herinn og
aðeins eldri menn til þess að
halda í horfinu hér, með hjálp
parna og kvenna. Að ári liðnu
verður ekki matarbiti á þessu
ieimili“.
Norðar eru rússneskir her-
flokkar á verði. Skotgrafir liggja
ótal í krákustigum um frjósama
hveitiakrana. í Bukovníu, þeim
hluta Rúmeníu sem hefir fóðrað
a. m. k. 12% af kvikfénaði Þýzka-
lands með höfrum, sem þar eru
ræktaðir, var eina járnbrautin í
héraðinu svo þakin olíuvögnum,
að engir aðrir flutningar gátu átt
sér stað. Þar að auki eru 100 þús-
und pólskir flóttamenn, alls-
lausir af öllu nema þörfinni að
viðhalda lífinu, á rúmenskri
grund, og eyða daglega mörgum
smálestum af hinum takmörkuðu
matarbirgðum landsins. Og með
innrásarhættuna á þrjá vegu, hafa
Rúmenar kvatt 2 miljónir manna
til vopna. Þannig er eitt mesta
matarforðabúr Mið-Evrópu að
engu orðið.
í Jugoslafíu, Tyrklandi, Grikk-
landi og Búlgaríu var eg áhorf-
andi og svipuðu ástandi. Setuliðs-
stöðvar iðjulausra hermanna allt
í kring um ósána og óunna akr-
ana.
Italir litu ekki björtum augum
á ástandið. Aðeins 20% af ítalskri
jörð er ræktanleg og nýlendur
þeirra eru fátækar. Það sem Balk-
anríkin gátu misst af matföngum
fór til hinna stríðsþjóðanna. Mat-
vöruverð hækkaði um 10% á
einni viku.
Ungverjar urðu fyrir þungum
búsifjum af völdum uppskeru-
brests s.l. sumar. Þar við bættust
100 þúsund pólskir flóttamenn.
Einnig hér er landbúnaðarríki
sligað undir herbúnaði; akrarnir
ósánir og ein miljón bænda undir
vopnum.
Fyrr á tímum treystu stríðsþjóð-
irnar á þær, sem utan við stóðu,
um framleiðslu matfanga og ann-
ara nauðsynja. Það sem mér virt-
ist einna eftirtektarverðast við
ástandið nú, er að hlutlausu þjóð-
irnar eru ekki aðeins vanmegnug-
ar að styrkja stríðsaðilana, heldur
er allt í óvissu um hvort þær
sleppa við hungrið sjálfar. Stríðs-
draugurinn er í hverri gátt og all-
ar hafa þær eytt margfalt meira
fé í herbúnað, en þær hafa nokkur
efni á. Allir vinnufærir menn í
þeim löndum Evrópu, sem enn
eru hlutlaus, eru orðnir einkennis-
búnir „atvinnuleysingjar“.
Þýzkaland varð fyrst allra Ev-
rópuríkja til þes sað hefja undir-
búning til varnar þessu ástandi.
En aldrei hefir það náð lengra en
að framleiða 80% af nauðsynleg-
ustu matföngum. Og hver einasti
dagur styrjaldarinnar færir þenna
hundraðshluta niður. Þrem dög-
um fyrir innrásina í Pólland til-
kynntu stjórnarvöldin að til væru
8.600.000 smálestir af kornmat, —
en venjuleg ársneyzla er 25.000.000
smálestir!
Mesta áfall, sem Þýzka-
land hefir orðið fyrir í
styrjöldinni, er veturinn 1939-—
1940, sem var sá versti um tugi
ára. Frostin eyðilögðu stórar
birgðir af grænmeti og öðrum
matföngum. Akrarnir í Póllandi,
sundurtraðkaðir af stríðandi herj-
um, bjóða nú einungis upp á
miljónir hungraðra Pólverja, en
ekkert korn. Fiskimiðin eru lokuð.
Argentína var bezta hveitihlaða
Þjóðverja, en nú er hún harðlæst,
og akrar Balkanríkjanna fram-
leiða varla nóg fyrir heimamenn.
Aðeins kraftaverk getur bjargað
þriðja ríkinu frá endurtekningu
hungursins 1918.
En hvað um Rússland? Það er
eitt mesta hveitiræktarland ver-
aldar. En samt eiga aðeins Kína
og Indland fleiri hallærisár í sögu
sinni. Veturinn 1939 byrjaði með
skorti á grænmeti og mjólk og í
ársbyrjun 1940 fóru að berast
fréttir af mesta matvælaskorti þar
síðan í hallærinu 1932—33. Bænd-
ur voru að þyrpast til borganna,
og það er alltaf ills viti. Lögregl-
an var önnum kafin við að stöðva
matarflóttann úr borgunum.
Eins og Þýzkaland eru Frakk-
land og England mikil iðnaðar-
lönd. Af þessum þremur var
Frakkland bezt sett um fram-
leiðslu matvæla, En Frakkar geta