Dagur - 01.08.1940, Page 1

Dagur - 01.08.1940, Page 1
DAGUR Keraur 'ií á hverju/n fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Arni Jóhannsson < Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þör, Norðurgötu 3. Tal- sími H2. Uppsögn, bundin við áramót, sé kotnin til afgreiðslu- manns fyrir I. des. XXIII . árg.jj Akureyri 1. ágúst 1940 Samta! við forseta Sálar- rannsóknarfélags íslands Síra Jón Auðuns, forseti Sálar- rannsóknarfélags íslands, kom hingað til bæjarins um síðustu helgi og hefir dvalið hér undan- farna daga. Á þriðjudagskvöldið flutti hann fyrirlestur í Samkomu- húsinu um sálarrannsóknir og spíritisma, og ræddi hann einkum um, hvað rannsóknirnar hefðu sannað um framhaldslífið eftir dauðann. Eftir fyrirlesturinn hitti Dagur hann að máli og átti við hann eft- irfarandi samtal: Flytjið þér fyrirlestra víðar en hér á Akureyri? Já, ég flyt nokkra fyrirlestra í sumar hér á Norðurlandi og á Vestfjörðum, á vegum Sálarrann- sóknarfélags íslands. Mér fannst að ég gæti ekki varið sumarfríinu til annars betra. Það er eins og sálir alltof margra séu að drukkna í látlausu fréttaflóði af hernaði og hryðjuverkum. Það var því freist- andi að reyna, hvort eyrun væru ekki opin fyrir því friðarmáli, sem til jarðneskra manna hefir borizt frá þeim víða og mikla heimi, sem sannað er að umlykur oss á alla Vegu og leggur fram meira magn vitsmuna og kærleika en vér get- um gert oss hugmynd um, til að leiðbeina oss og hjálpa úr þeirri hafvillu, sem allir hljóta að sjá, að orðin er ægileg. Eyrun eru op- in. Hér á landi vilja margir hlusta á þau friðarmál. Hvað líður sálarrannsóknamál- inu á íslandi? Það er vafalaust, að því er stöð- ugt að vaxa fylgi. Sálarrannsókna- félag íslands held ég að vinni þarft verk, ekki aðeins með því að útbreiða málið heldur einnig með því, að reyna að vera sú kjölfesta, sem vinnur gegn vitleysunni. Því verður ekki neitað að hér á landi, eins og annars staðar, kemur fyrir það, að þeir menn fást við málið, sem engan veginn eru því vaxnir. Þær greinar hafa vissulega vaxið á stofni spiritismans á íslandi, sem Sálarrannsóknafélagið mundi vægðarlaust sníða af, ef það hefði vald til þess. En vér treystum svo dómgreind almennings, að mönn- um lærist að hlaupa ekki eftir því, sem ýmist er stórgallað eða eink- isvirði. Hvað hyggur íélagið til fram- tíðarinnar? Verkefnin eru mörg. Okkur vantar tilfinnanlega hús fyrir starfsemina, bæði fyrir miðlafundi og almenningsfræðsiu. Tímarnir eru raunar erfiðir, en góður vilji er sigursæll og við erum vongóðir. Frá mörgum unnendum málsins út um landið hafa okkur borizt gjafir í hússjóðinn, smáar og stór- ar, en betur má ef duga skal og við væntum þess að enn muni mörgum leika hugur á að leggja fram sinn skerf til að gjalda þakk- arskuld göfugu málefni. Spiritistarnir eru dreifðir um allt land og væri nauðsyn á, að eitthvert samband gætu þeir haft sín á milli. Ef áhugamenn vildu stofna með sér smádeildir úr Sál- arrannsóknafélagi íslands, mund- um við syðra taka því með fögn- uði og hjálpa þeim um fundar- efni, bækur o. fl. Annars á tíma- ritið Morgunn að vera tengiliður allra þeirra manna á íslandi, sem áhuga hafa fyrir málinu. Útsölu- maður hans hér á Akureyri er hr. Hallgrímur Valdemarsson. Morg- unn staðfestir árlega sannleikann í orðum Shakespeares, þar er hann lætur eina persónuna í sjón- leikjum sínum mæla við einn af fornaldarspekingunum: „Það eru fleiri hlutir á himni og jörð, en heimspeki þína grunar“. Hvað gengur sálarrannsókna- málinu erlendis? Eins og nú er umhorfs í heim- inum á það sumstaðar erfitt upp- dráttar. í heimsstyrjöldinni síð- ustu vann það geysimikið á, og ég sé það af síðustu blöðunum frá Englandi, að þörfin vex enn jöfn- um skrefum við þrautir mann- anna. í Evrópu er spiritisminn öflugastur í Englandi, Frakklandi, Póllandi; í Ítalíu og Hollandi hafa merkir vísindamenn verið merkis- berar hans, og ailmargir ágætir Þjóðverjar. Hvað verða muni næstu áratugina get ég ekki sagt yður fremur en þér mér, en það væri mikill barnaskapur að efa framtíð hans. — Dagur þakkar fyrir samtalið og kveður forseta Sálarrannsókna- félagsins. 31. tbl. Halldóra ðjarnadóttií ritstjóri „Hlínar“ er fyrir nokkru komin hingað norður og vinnur að útgáfu ritsins sem hin fyrri sumur. Halldóra er nú alflutt til Norðurlands og hefir keypt gras- býlið Móland í Glerárþorpi og er að láta lagfæra það í sumar. Halldóra er ein þeirra kvenna, er jafnan eiga sér einhver áhuga- mál að berjast fyrir. Frá 1908 til 1918 var hún Akureyrarbúi og veitti þann tíma barnaskóla bæj- arins forstöðu. Síðan hefir hún lagt meginstund á að efla og bæta heimilisiðnaðinn. Munu Norð- lendingar kunna því vel, að hún er nú horfin til þeirra aftur að fullu og bjóða hana velkomna. Bækur um þjóðleg fræði. Rauðskinna IV. Safnað hef- ir jón Thorarensen. Útg. ísafoldarprentsmiðja. 1940. Mikill er sá brunnur þjóðlegra fræða, sem safnendur geta stöðugt ausið úr án þess að nokkurt þrot verði á Þó sést greinilega, að far- ið er að minnka um hinar eigin- legu þjóðsögur í hinum nýrri söfnum, og ber Rauðskinna þess eigi sízt merki. En þó að þjóðsög- ur í þrengsta skilningi orðsins þrjóti, þá kemur ýmislegt annað góðgæti í þeirra stað, og kennir margra þeirra grasa í þessu Rauð- skinnuhefti. Þar er sagt frá ein- kennilegum og afreksmönnum, sjóhrakningum og ýmsum atburð- um, nokkrum fyrirburðum o. fl. Draugasögur í fornum stíl, huldu- fólks- eða útilegumannasögur eru þar hinsvegar ekki. Flestar hafa sögurnar menningarsögulegt gildi. Þær gefa oss sýn inn í heim, sem nú er horfinn, eða er að hverfa, og kynna oss fólk, sem nú á fáa eða enga sína líka. Einkum gerast margar af sögum þessa heftis við sjávarsíðuna og bregða upp mynd- um af baráttu pjóðarinnar við hafið. Safnandi Rauðskinnu, síra Jón Thorarensen, hefir þegar fyrir löngu sýnt að hann kann þá list að fara vel með söguefni og blása þar lífi í, þótt ekki sé mikill efni- viðurinn ætíð. Fatast honum ekki smekkvísi í meðferð sagnanna og má telja hann í röð okkar beztu þjóðsagnameistara. Mál hans er þróttmikið og margt sérkennilegra orða og orðatiltækja, sem hann hefir numið af vörum sögumanna sinna. í þessu hefti þykir mér mest koma til sögunnar af Bjarna formanni, en annars ex-u þær yfir- leitt góðar og heftið líkt og hin fyrri hefti Rauðskinnu í fremstu röð íslenzkra þjóðsagnasafna. Jóhann Hjaltason: Frá Djúpi og Ströndum. Útg. ísafoldarprentsmiðja. 1939. Þessarar bókar hefir verið minna getið en hún verðskuldar, því að hún er að rpörgu leyti sér- stæð meðal þeirra bóka, sem út hafa komið um þjóðleg fræði. Hún er hvorttveggja í senn brot úr sögulegri héraðslýsingu og sagna- þættir um menn og atvinnulíf á svæðinu kringum ísafjarðardjúp og alla þess firði. Fyrsti kaflinn er héraðslýsingin. Þar er getið flestra bæja og eyði- býla, sem sagnir fara af, auk fjöl- margra örnefna, sem sagnir í ein- hverri mynd eru við tengdar. Þótt fátt sé sagt um hvei’n stað, verður frásögnin ekki þreytandi, en vit- anlega hefði xnargur kosið að heyra meira um byggðír þær, sem frá er sagt. En við lesturinn getur maður ekki varizt að minnast þess, hversu tilfinnanlega oss skortir sögulega staðalýsingu ís- lands. Iiið eina rit um landið allt í því efni ei íslands lýsing Kr. Kálunds, sem bæði er ritin á danska tungu og auk þess ófáan- leg fyrir löngu. Á eftir héxjaðslýsingunni fer greinagóð lýsing á vei’mennsku við Djúpið á hinum síðustu tím- um róðrar- og seglbáta. Þar er að finna, auk margs annars fróðleiks, lýsingar og skýringar margra þeirra hluta og hugtaka, sem að sjómennsku lúta en eru lítt kunn landkröbbum og yfirleitt hljóta að tapast úr málinu með breyttum atvinnuháttum. Fyrir þetta er rit- gerðin meðal annars mei’kilqg. Að lokum flytur bókin frásagn- ir um nokkra merka og einkenni- lega menn. Frá öllu þessu er sagt á kjarn- miklu, lifandi máli og frásögnin víða hin skemmtilegasta. Við lestur þessara tveggja bóka, sem nú er að nokkru getið, verð- (Framh. á 4. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.