Dagur - 01.08.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.1940, Blaðsíða 2
184 D A G U R 31. tbl. >-• • • • - -n • ••• - Einræðisherrarnir í Evrópu segj- ast vera „frelsarar“ smáþjóðanna. í vetur bauð Stalin Finnum upp á að ,;frelsa“ þá, en þegar þeir ekki vildu þiggja það, réðst hann á þá með ofurefli liðs og öll drápstæki nútímans og að lokum tókst honum að þröngva smáþjóð- inni til að láta af hendi við sig nokkur landamærahéruð. En svo lítið kunnu Finnar að meta þetta „frelsunar“-starf Stalins, að hver einasti þeirra, er búið hafði í þess- um héruðum, kaus heldur að yfir- gefa átthaga sína en að búa undir rússneskri stjórn. En einræðisherra Rússlands hef- ir svo sem boðið fleiri smáþjóðum en Finnum að „frelsa“ þær. Síð- astliðið haust var rússnesku setu- liði og rússneskri leynilögreglu þrengt upp á smáríkin þrjú við Eystrasalt, Eistland, Lettland og Lithauen, eftir að Stalin hafði sent rauða herinn aftan að Pól- verjum, sem frægt er orðið. Nú hafa kommúnistar hér sagt okkur, að Rússland væri „vernd- ari“ smáþjóðanna og í samræmi við það væri setuliðið og leynilög- reglan höfð í smáríkjunum við Eystrasalt. En nú bregður svo kynlega við að „verndin“ og „frelsunin“ hefir snúizt upp í það að innlima þessi lönd í Sovétríkja- sambandið. Það gerðist með þeim hætti, að fyrir nokkru síðan voru stjórnir allra smáríkjanna við Eystrasalt reknar frá völdum og aðrar nýjar settar í þeirra stað, er voru Sovétstjórninni mjög að skapi. Síðan var efnt til kosninga í þessum löndum, og fóru þær fram að rússneskum sið eða með þeim hætti, að aðeins einn listi var í kjöri, sem kjósendur urðu annaðhvort að kjósa eða hafna, en hið síðara getur verið hættulegt í Rússlandi. Síðan hefir allt gengið eins og í sögu með „frelsun“ þessara smá- ríkja. Kommúnistar í höfuðborg- um þessara landa komu af stað kröfugöngum, þar sem heimtað var að Eistland, Lettland og Lit- hauen væru innlimuð í Rússland eða tekin upp í tölu Sovétríkj- anna. Vitanlega er látið heita svo, að Stalin hafi verið alls ókunnugt um þessa atburði þar til þeir skullu yfir. En svo hafi hann ver- ið svo veglyndur að sinna beiðni smáþjóðanna um að þær væru innlimaðar í Rússland. En margir eru þess fullvissir, að hér sé eitthvað óhreint á bak við og að smáþjóðirnar hafi blátt áfram verið kúgaðar af hinu sterka valdi til að lúta boði þess. Menn eru eðlilega orðnir nokkuð hvekktir á kenningum kommún- ista um frelsandi og vernandi kraft Rússa í garð smáþjóðanna. Þar til í fyrrahaust fullyrtu komm- únistar, að Stalin væri sjálfsagð- ur foringi gegn „fasisma og stríði“, en í sþmu svifum gerði Stalin vináttusamning við Hitler. Þá sögu þarf ekki að rekja; það vita allir, að sá samningur milli einræðisherranna tveggja hefir orðið að íjörlesti frelsi smáþjóð- anna, þar á meðal Norðurlanda- þjóðanna. Þýzki nazisminn og rússneski kommúnisminn hafa í sameiningu III. (Framhald). Klukkan var komin yfir 10, þeg- ar við lögðum af stað frá Laugum þann 13. júní, eftir að hafa kvatt brytann og blessaðar stúlkurnar, er stjanað höfðu svo vikalipurt við okkur og sem við höfðum fengið svo margt og mikið hjá. Syngjandi héldum við úr hlaði, glaðir af góðum beina. Allir voru líka endurhresstir af ylvolgu vatni sundlaugarinnar, því þó að sumir væru ekki syndir, höfðu þeir samt blotnað líka af bægslagangi þeirra, sem í baðinu voru. Við höfðum notið þarna þess, sem var opið fyrir okkur, enda þótt skólastjór- inn sliti ekki skónum við að sýna okkur staðinn. Leiðin til Mývatns sóttist seint, því nú var bíllinn farinn að bila aftur og útlitið lofaði engu góðu með veðrið, heldur — annað hvort mundi „hann“ rigna eða rífa sig upp með storm, spáðu þeir, sem „skoðuðu á skýin“, en undanfarið hafði verið bjartviðri og bezta skyggni. Og hvassviðri varð úr því, svo að þegar við komum að Mývatni, huldi móða fjarlægðar- innar og foksandsins til hálfs hinn dásamlega sjóndeildarhring sveit- arinnar, En fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott, og storminum áttum við það að þakka, að friður var fyrir mývarg- inum þenna dag, en eins og alþjóð er kunnugt, er mikið mýið við Mývatn á sumrin. Og við hefðum komizt í alvarleg kynni þess, ef við hefðum ferðast þarna fáum dögum síðar. Þá varð bitmýið svo magnað, að engum nautpeningi var úti vært og okkur þá ekki heldur. Viðkomulaust ókum við austur með vatninu, fram hjá ýmsum fögrum stöðum og fyrir ofan Garð hjá Þuru. Hvergi kom- um við þó auga á ungfrúna, en í von um að hún hefði opinn ein- hvern glugga fyrir ómum vorsins og áhrifum ungra manna, hrópuð- um við húrra fyrir skáldkonunni, með ósk um langlífi hennar og lipurs kveðanda. Kom til tals að við sendum henni vingjarnlegar tortímt frelsi og sjálfstæði smá- þjóðanna í Evrópu. En þrátt fyrir þessi augljósu sannindi er til hópur manna á ís- landi, sem hyllir þessar tvær ein- ræðistefnur, er ganga vilja af öllu lýðræði og lýðfrelsi dauðu. Þessir menn eiga í raun og veru hvergi heima nema í yztu myrkrum naz- imans og kommúnismans. En ógeðslegast af öllu er þó það, þeg- ar þessir íöðurlandssvikarar bera nafn Jóns Sigurðssonar á vörum sér. vísur, en ekki kann eg nema eina, sem elzti nemandinn gerði, og er hún svona: Ef eg væri ungur sveinn með alla fingur hreina, skyldi eg ekki svifaseinn sitthvað við þig reyna. Set eg hér vísuna 1 von um, að hún berist Þuru méð Degi, þó frekar sé þetta kvöldljóð. Og við höldum fram hjá Höfða, þar sem Bárður heitinn bjó og smíðaði fleiri tugi spunavéla — þessi vildisverkfæri, sem hann seldi út um sveitir landsins, heim- ilisiðnaðinum til eflingar og auk- innar búsældar og hollustu hverj- um eðlissönnum íslendingi. Ætti Samband norðlenzkra kvenna með samhjálp heimilisiðnaðarfélaga að heiðra minningu þessa manns á viðeigandi hátt, t. d. með því að stofna og starfrækja þjóðþrifa fyr- irtæki í þágu heimilisiðnaðarins, er væri við hann kennt. Svo er komið að Geiteyjar- strönd. Þar fáum við dreng til fylgdar í Dimmuborgir, þessa hrikalegu hraunsmíð, sem allir voru undrandi að sjá. En svo er þar villusamt, að eflaust værum við þar ennþá, ef fylgdarsveinn- inn, þó ófermdur unglingur væri, hefði ekki verið til að leiðbeina okkur í ljósheima aftur. Greidd- um við honum leiðsögulaun — 25 aura af manni — og ókum svo áfram. í Borgunum hafði borizt sandur í vit okkar af veðrinu, og tókum við að verka hann úr, er við vorum seztir í bílinn, svo við gætum skynjað allt sem skýrast, þegar í Reykjahlíð kæmi. Það veitti heldur ekki af, því auk óvenj ulegs landsköpulags fyrirhittum við þar 22 kvenskáta frá Siglufirði undir forustu frú Hrefnu Thynæs — en við vorum 25. Sló flokkunum saman til fylgd- ar um gjár og hella í hrauninu báðum aðilum til ánægju. Klifr- uðum við eftir ýmsum sjaldgæf- um grösum, s. s. fimmblöðuðum ferlaufasmára, í greiðaskyni við skátana. Nokkrir sýndu líka leikni sína og stórhug og steyptu sér í hina sérkennilegu sundlaug inn undir stuðlabergsvegg Stórugjár. Að síðustu var svo stiginn dans á steinóttri flöt við söng og undir- leik Álfhildar og fleiri fagurra skáta. Urðu sumir herrarnir svo heillaðir, að þeir misstu af hinu ríkulega útilátna kaffi í Reykja- hlíð. Um þenna samfund ortu svo skátarnir skemmtilegan brag, sem birtist þó ekki hér með. Eftir innilegar kveðjur var svo ekið til baka og var þá farið að lygna og létta til, svo við gátum greint að mestu svipfegurð sveit- arinnar. Eg hafði fyrr um vorið verið uppi á Eggjum í Tungusveit og séð Skagarfjörð skína við sólu, svo ég dáðist að, en þarna fannst mér þó fegurra og það samþykktu jafnvel Skagfirðingarnir, sem heillaðir eru þó af héraði sínu. Og allir voru á einu máli um það, að leiðar lokum, að þetta hefði verið langskemmtilegasti dagur ferðarinnar. Á Einarsstöðum var keypt ben- zín á bílinn eftir óþægilega langa bið eftir afgreiðslumanninum. Eru slíkar tafir illa liðnar hjá hrað- ferðafólki. Að Fosshóli var farið úr bílnum og gengið að Goðafossi — fossin- um sem vitnar um víðsýni og þreklyndi Þorgeirs Ljósvetninga- goða. Samanborið við Vestfjarða- (Framh. á 4. síðu). L/ósmyndastofan í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 er opin jrá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN. *fffI ffff¥f« f fffVVfffffl hvít, nýkomin Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Magnús )ónsson Skógi: Verknámsför Hólasveina 193 9.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.