Dagur - 05.12.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fímmtudegi. Argang- urinn kostar kr. 6.00. Ritstjóri: lngimar Eydal. Prentverk Odds Björnsonar. APGREIÐSLAN og innheimtan í skrif- stofu blaðsins við Kaupvangstorg. Simi 96. Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Jóhann ö. Haraldsson XXIII • árg.j 4» ♦ ♦ ♦ - Akureyri 5. desember 1940 Stacfsemi þjóðmála- námsskeið§ í'ram- sóknarfél. Akureyrar. e®Soc>ooooo< Kœra kveðju og þökk sendi eg öllum þeim, er glöddu mig með heillaóskum og heimsóknum d 65 dra af~ mœli minu. Eyrarlandi 28. nóv. 1940. Þjóðmálanámsskeiði Framsókn- arfélags Akureyrar, er staðið hefir yfir hér í bænum undanfarnar tvær vikur, lauk með fjölmennri skemmtisamkomu í „Skjaldborg“ sl. laugardagskvöld, og er þess getið sérstaklega á öðrum stað hér í blaðinu. Þátttakendur í námsskeiðinu urðu alls 33, þar af 3 stúlkur. Sex nemenda voru óreglulegir. Sjö af þátttakendúm voru af Akureyri, en hinir flestir úr Eyjafjarðar- og S.-Þingeyj arsýslum. Fyrirkomulag námsskeiðsins var á þá lund, að daglega voru fluttir tveir fyrirlestrar og einn málfundur haldinn. Þessir menn fluttu erindi um eftirfarandi efni: Hermann Jónasson forsætisráð- herra: Dóms- og löggæzlumád.. — Framtíðarmál landbúnaðarins. Daníel Ágústínusson, erindreki Framsóknarflokksins, er jafn- framt var stjórnandi námsskeiðs- ins: Skipulag Framsóknarflokksins. Slysfarir. Vélbáturinn „Eggert“ frá Kefla- vík, 22 smálestir að stærð, fórst með 7 manna áhöfn laust eftir 20. f. m. Síðastl. laugardag vildi það slys til í Dráttarbraut Akureyrar, að maður varð fyrir rafstraum og beið bana af. Hét hann Sveinbjörn Sigurðsson og var verkstjóri hjá Guðmundi Péturssyni útgerðar- manni, en til heimilis í Gránufé- lagsgötu 1. Hann var 38 ára að aldri og lætur eftir sig konu og tvö ung böin. Umferðaslys varð hér í bænum á laugardagskvöldið. Konráð Ant- onsson, unglingspiltur til heimilis í Hríseyjargötu 1, varð fyrir vöru- bifreið og skaddaðist svo á höfði, að hann var fluttur meðvitundar- laus í sjúkrahúsið og andaðist þar snemma í þessari viku. Lögreglan hefir haft mál þetta til rannsóknar. — Stjórnmálaflokkarnir á ís- landi. — Sjávarútvegsmál. — Kosningar á íslandi síðustu 20 árin. — Viðskipta- og skipulags- mál. Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri: Sjálfstæðismál íslendinga fyrr og síðar. — Lýðræði og ein- ræði. — Grundvallarhugsjónir Framsóknarflokksins. Árni Jóhannsson gjaldkeri: Stofnun Framsóknarflokksins og ungmennafélögin. — Samvinnan í framkvæmd. Dr. Kristinn Guðmundsson, menntaskólakennari: Skattamál. — Fjármál. Haukur Snorrason, verzlunar- maður: Samvinnumál. Arnþór Þorsteinsson, sölustjóri: Iðnaðarmál. Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi, Hrafnagili: Landbúnaðarmál. Snorri Sigfússon, skólastjóri: Menntamál. Einar Árnason, alþm., Eyrar- landi: Störf og skipulag Alþingis. Jónas Kristjánsson, samlags- stjóri: Áburðarþörf landbúnaðar- ins. Páll Zophoníasson, alþm.: Af- urðasölulögin. Um öll erindin fóru fram nokkr- ar umræður. Þrjú kvöld voru fyrirlestrar haldnir í Verzlunarmannafélags- húsinu fyrir flokksmenn almennt, auk námsskeiðsfólks. Fyrirlestra þessa fluttu þeir dr. Kristinn Guð- mundsson, Þorsteinn M. Jónsson og Daníel Ágústínusson. • ÚTBREIÐSLUFUNDUR F. U. F. í sambandi við starfsemi náms- skeiðsins hélt Félag ungra Fram- sóknarmanna á Akureyri almenn- an útbreiðslufund í Bæjarstjórn- arsalnum sunnudaginn 24. nóv- ember. Héldu margir nemendur þjóðmálanámsskeiðsins þar ræð- ur og ennfremur Haukur Snorra- son og Daníel Ágústínusson. Var fundurinn fremur vel sóttur og bættist félaginu tugur nýrra með- lima á fundinum. Varaformaður F. U. F., Hjörtur Gíslason, undir- bjó fundinn í fjarveru formanns, Stefáns Reykjalíns. Skemmtikvold Framsóknarfélags Akureyrar í Skjaldborg síðastl. laugardags- kvöld var fjölmennt og fór vel fram. Fyrir hönd skemmtinefndar setti Hólmgeir Pálmason samkom- una, er hófst með sameiginlegri kaffidrykkju. Tóku þátt í henni hátt á 2. hundrað manns, þar á meðal þátttakendur í námsskeiði Framsóknarfél., er voru gestir þess á samkomunni. Daniel Ágúst- ínusson, erindreki Framósknar- flokksins, flutti snjalla og áhrifa- mikla stjórnmálaræðu, sem gerður var að mikill rómur, er hann einna bezt máli farinn þeirra yngri manna, sem gefa sig við stjórnmálum. Síðan ’ tóku náms- skeiðsmenn til máls, hver af öðr- ÖNNUR STÖRF. Nemendur þjóðmálanámsskeiðs- ins skoðuðu allar verksmiðjur K. E. A. og S. í. S. á Akureyri og voru á kvikmyndasýningum K. E. A. Þann 25. nóv. hélt námsskeiðið skemmtun fyrir sig og allmarga gesti í Skjaldborg. Til skemmtun- ar var: Framsóknarvist, söngur og dans. Þá æfðu átta piltar nokkur lög í tvöföldum kvartett. Framsóknarfélag Akureyrar og einstakir menn innan þess sáu flestum nemendum námsskeiðsins fyrir dvöl þeirra hér í bæ. Hina síðustu daga hafa þeir ver- ið að hverfa heim. Bíður þeirra þar allra mikilvægt starf í þágu málefna Framsóknarflokksins, og þarf ekki að efa, að þeir munu rækja það með sama áhuga og dugnaði, er fram kom hjá þeim í öllum störfum á námsskeiðinu. Hefir þetta fyrsta þjóðmála- námsskeið Framsóknarfélags Ak- (Framhald á 4. síðu). um, 12 að tölu, og fluttu stuttar ræður og ávörp margvíslegs e£n- is, einn þeirra í bundnu máli. Fórst hinum ungu mönnum allt þetta prýðilega. Við og við var sungið, m. a. söng tvöfaldur kvart- ett, er stofnaður hafði verið á námsskeiðinu, nokkur fjörug lög, og vakti það mikla gleði. Að lokum flutti formaður Fram- sóknarfél. Akureyrar, Guðm. Guð- laugsson, vandaða ræðu, og var síðan staðið upp frá borðum, er klukkan var 12 á miðnætti. Eftir það var dans stiginn fram eftir hóttinni. hefir í sinni þjónustu í vetur ung- frú Ólafíu Þorvaldsdóttur, sem er nýkomin heim frá Svíþjóð, þar sem hún hefir dvalið undanfarið við vefnaðarnám. — Félagið hefir sett á stofn vefjarstofu og eru 3 vefstólar þegar í gangi, það hyggst að hafa vefnaðarkennslu eftir ný- árið (námsskeið), en til jólanna verður ofið þarna ýmislegt, sem er hentugt til jólagjafa. — Þar geta þær konur, sem kunna nokk- uð að vefa, einnig átt kost á að vefa smávegis fyrir væga borgun. — Vefjarstofan er í Brekkugötu 3 (bakhúsið). — Þeir, sem hafa áhuga fyrir vefnaði, ættu að líta inn til ungfrú Ólafíu. Á vegum Heimilisiðnaðarfélags- ins hefir verið haft saumanáms- skeið nóvembermánuð, mest megnis fyrir einyrkja konur. — Þessu námsskeiði er nú nýlokið, verður sýning á handavinnu nem- enda næstk. sunnudag í Brekku- götu 3B kl. 2—6. Allir velkomnir. Formaður félagsins er frú Elísa- bet Friðriksdóttir, Eyrarlandsvegi 19, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.