Dagur - 05.12.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 05.12.1940, Blaðsíða 3
50. tbl D A G U R 215 lefð. Flesta Islendinga dreymir um að sigla til útlanda. Þessi þrá er eins gömul og saga þjóðarinnar; þeir þóttu mestir menn, er framazt höfðu erlendis, gerzt hirðmenn konunga og unnið sér frægð i vikingaleiðöngrum í austurvegi. Líklega hefir engin kynslóð átt eins marga menn, sem hafa getað svalað þessari þrá sinni að einhverju leyti, og sú, sem nú lifir. En þeir eru þó miklu fleiri, sem verða að gera sig ánægða tneð að ferðast eins og Leacock segir í formála að einni af nýrri bókum Vilhjálms Stefánssonar: Eg var með Amundsen og Nansen, Ste- fánsson og Byrd, við bæði skaut jarð- ar, og aldrei blés svo svalt, að mér hrysi hugur við því, ef sæmilega notalegt var í stofunni minni, hægindastóllinn sæmi- lega þægilegur og toddyið nógu heitt! — Bóklesturinn hlýtur alltaf að verða leið þeirra, sem vilja kynnast fjarlægum löndum, og eiga þess ekki kost að fara þangað sjálfir. Það cr gaman að veita því eftirtekt hversu það, sem við óskum að sjá í ferðalagi til útlanda, eða gerum ráð fyr- ir að sjá, ef við gistum borgir stórþjóð- anna, er gjörólíkt því, sem stórborgar- búinn óskar að sjá þegar hann leggur i ferðalag. Islendingarnir tala um að sjá íagrar byggingar, rriikla umferð, og kannske bjórstofu eða næturklúbb, — eða annað það, sem fsland hefir ekki upp á að bjóða. Stórborgarbúinn fer ekki til þess að sjá þessa hluti; þeir eru við hvert götuhorn. Hann þráir fjöll og dali, ár og læki, og umfram allt gróður. Einnig margir, sem í borgum búa, verða að fara að dæmi Leacocks og fara með ferðalöngunum »í hægindastólnum«; eiga þess engan kost, að komast til dvalar út í ríki náttúrunnar. En það er einnig gaman að veita því Æftirtekt, að margir stórborgarbúar hafo alls ekki séð þau miklu mannvirki í borgum þeirra, sem ferðamenn leggja á sig langan krók til að sjá. Þeir hafa alltaf vitað að þessar byggingar voru þarna; það var sjálfsagður hlutur og ekkert »spennandi« við það. Þetta er blákaldur veruleiki. Af öllum þeim þús- uridum, sem á ári hverju skoða Empire Staje skýjakljúfinn i New York, eiga fæstir heima í borginni. Þeir eru ferða- menn. Þnð er nýlunda að sjá New York- búa, sem játar að hann hafi komizt á tind Empire State. Kannske er þetta ekkert undarlegt. Lítum bara í eigin barm. Allt í kring um okkur eru fjöll og dalir, holt og. hæðir, sem fæst okkar hafa kannað. Hvað væri þó auðveldara? Skíðaferðir geta þeir einir stórborgar- búar stundað, sem eiga gnægð fjár og mikinn frítíma. Fjallgöngur eru sérrétt- indi efnaðra angurgapa. Hin stórbrotna náttúra og þær íþróttir, sem eru bundn- ar við hana, er hulin flestum; þess vegna þrá hana svo margir. En. nú ætlaði eg að snúa lögmálinu við; hætta að dreyma um erlendar stór- borgir, og baða mig i snjónum, ganga á fjöllin hérna umhverfis; lifa eins og miljónamæringur á ferðalagi; yfara á skiði, þeysa um hæðir og lautir, njóta þessa dásamlega útilífs, sem engir miðl- ungsmenn í New York eða London geta veitt sér. En hvað skeður? Skíðin fást ekki, og ef þau fengjust mundu þau og annað tilheyrandi kosta yfir 300 krónur! Draumurinn hverfur eins og ský fyrir sólu. Eftir er aðeins að feta í fótspor Leacocks og lesa frásögn sem byrjar svona: »Það var einn bjartan vetrar- morgun þegar sólin glampaði á snjó- hvítan Súlutind«. O. Þrjátíu ameriskir blaðamenn dvelja nú í Berlín; starf þeirra er að reyna að komast að því hvað er raunverulega að gerazt, og senda fréttirnar heim; það er 3ó erfiðast. Margir hafa verið reknir úr landi fyrir að segja meira en stjórnar- völdin töldu æskilegt. — Þrátt fyrir jetta, eru áreiðanlegustu fréttirnar, sem koma frá Þýzkalandi, frá þessum frétta- mönnum. I eftirfarandi grein segir ERNEST POPE frá dvöl sinni í Berlín; hann er nú kominn heim til Ameríku. (Lauslega þýtt). Frá samvinnufélögunum: InnílutniBgur ávaxtaleyfðun Þótt oft hafi verið ávaxtalítið hér á landi undanfarin ár, eiga margir erfitt með að sætta sig við að lifa ávaxtalaus jól. Það getur kannske ekki talizt þjóðlegur sið- ur að hafa lítilræði af ávöxtum á borðum um jólin, en þó svo gam- all, að yngri kynslóðin a. m. k. er ekki ánægð, nema hún fái ein- hverja úrlausn. Sunnanblöðin fluttu frétt um það fyrir skemmstu að leyfi mundi veitt til innflutnings á einhverju af nýjum og þurrkuðum ávöxtum nú fyrir þessi jól. Eg leitaði því frétta hjá K. E. A., hvort ekki mætti vænta þess að eitthvað af þessum ávöxtum kæmi hingað norður. K. E. A. hefir gert ráðstafanir til þess fyrir löngu síðan, að fá eitthvað af þess- um ávöxtum, en eftir því sem bezt er vitað nú, er vafasamt að það nái hingað fyrir jól. Skipið, sem flytur þessa vöru og aðra frá Ameríku, er um það bil að fara frá New York; hinsvegar er nokk- urnveginn víst að þessir ávextir nái hingað siðar. Síðastliðið vor voru seld hér epli úr s»n»ku skipi, seiti leitaðí til Reykjavlkur vegna stríðsins. Ennþá mun vera eitt- hvað af þurrkuðum ávöxtum úr þessu skipi þar, en leyfi ekki fengizt til sölu hér, vegna þess að andvirðið þurfti að greiða í dollurum. Nú er Sís að vii.na að því að eitthvað af þessum ávöxtum fáist innflutt og ef að það leyfi fæst hjá stjórnarvöldunum, er liklegt að þeir ávextir nái hingað norður með síðustu ferðum fyrir jól. Svo ekki eru öll sund lokuð enn. Eg tók eftir því um daginn, að ný- lenduvörudeild K. E. A. hefir á boðstól- um ýmiskonar búðinga (ávaxtahlaup) með ávaxtabragði; þessir búðingar eru búnir til úr nýjum ávöxtum og allmikið notaðir bæði í 'Englandi og Ameríku. Ef öll sund lokast með ávextina er þarna úrlausn, sem fólk ætti að athuga. Co. WlÆDÚR' « ■ ■ ■ Níu tíundu hlutai- stríðsfrétt- anna koma frá útbreiðslumála- ráðuneyti Goebbels eða utanríkis- ráðuneyti Ribbentrops. Dag hvern ayrpazt útlendu blaðamennirnir inn í hin glæsilegu salarkynni út- breiðslumálaráðuneytisins til þess að heyra nýjustu opinberu til- tynningarnar. Boemer, yfirmaður erlendrar fréttastarfsemi, er þar í forsæti, umkringdur af sérfræð- ingum í lögum, samgöngum o. s. frv., sem gefa honum ráðlegging- ar, þegar svara skal spurningum olaðamannanna. Boemer les fyrir okkur síðustu tilkynningu herstjórnarinnar. Því næst er okkur boðið upp á sér- stakt erindi eða frásögn; kafbáts- foringi segir frá viðureign sinni við Breta, sem lauk með því að hann sökti herskipi; flugforingi segir frá síðasta flugleiðangri sín- um o. s. frv. Við megum spyrja Boemer eins og við viljum. Hann ýmist svarar spurningunum, eða sérfræðingar hans svara þeim, eða hann bara brosir. Brosið þýðir; „Eg segi ykkur þetta ekki, og ef þið kom- izt að því á annan hátt, þá sendið þið frásögnina um það á ykkar eigin ábyrgð“. Því næst tilkynnir Boemer okk- ír hvenær næsta ferð blaðamann- anna til vígstöðvanna sé; sprengju- flugvél að að taka 10 okkar til Ermarsunds. — Ný ákvæði um matarúthlutun eru tilkynnt, eða ný ákvæði um bensínúthlutun til okkar. Um leið og við förum kallar Boemer til okkar: „Gleymið ekki, að taka skömmtunarmiðana ykk- ar“. — Við fáum meira smjör og kjöt en flestir Þjóðverjar, því við erum settir í flokk „erfiðismanna“ með hafnarverkamönnum og skurðgröfurum. Fréttapistlar, sem senda á gegn- um útvarp eða síma, verðum við að fara með sjálfir á skrifstofur fréttaskoðunarinnar. Póstsendir pistlar eru skoðaðir á pósthúsinu. Ef við notum talsíma, er víst að einhver hlustar, og meira en það, allt sem við segjum er tekið upp á talplötur. Ef við eigum að útvarpa heim í 5 mínútur, skrifum við nóg til þess að lesa í 10 mínútur, í von um að 5 mínútna efni sleppi í gegnum skoðunina. Allar frásagn- ir um vopn, her og flota, sem ekki eru í opinberum tilkynningum, eru strikaðar út. Ekki má segja að veðrið sé yndislega fallegt, eða að tungl skíni í heiði. Fréttamennirnir vita oft um eyðileggingar á járnbrautum (þeir hafa séð farþegana dauðþreytta, sofandi á járnbrautarstöðvunum, bíðandi eftir lestum, sem koma hálfum degi of seint eða kannske aldrei); þeir vita, að margar þýzk- ar fjölskyldur hafa lagt sér himda- kjöt til munns (eg veit um mörg tilfelli); að nauðsynlegustu efni vantar í lyfjasöfn sjúkrahúsanna (læknar hafa sagt mér það) eða að Göring og Ribbentrop áttu í ógur- legu rifrildi í gær (flestir vita, að samkomulagið er heldur bágborið þar); þeir vita oft um ýmislegt, sem haldið er leyndu, jafnvel fyr- ir Hitler sjálfum, en þá dreymir sjaldnast um að freista þess, að koma þessum fréttum í gegn um fréttaskoðunina. Því allir vilja forðast örlög fréttamanna Herald Tribune og New York Times, sem voru reknir úr landi. Þess vegna eru margir þöglir. „Segðu Þjóðverjum aldrei frá neinu, sem þú veizt“, er fyrsta boðorðið. Þjóðverjarnir eru ákafir í að frétta hvað erlendar útvarps- stöðvar segja, en það er glæpur ef þeir hlusta, eða ef þú segir þeim það. „Varaðu þig á því, að láta í ljós skoðanir þínar eða spyrja of margra spurninga“; þú færð hvort Járðarför móður og tengdamóður okkar, Solvelgar Jónsdótlur, fer fram frá heimili okkar miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 11 árdegis. Eyrarlandi, 4. des. 1940. Margréí Eiriksdóttir, Einar Árnason. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Guðmundar Gunnlaugssonar, sem andaðist 29. nóv , fer fram að Hólum, þriðjudaginn 10. des. n.k. og hefst kl. 12 á hádegi. Eiginkona og börn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.