Dagur - 05.12.1940, Blaðsíða 4
216
D AGUB
50. tbl.
sem er engin svör við spurningum
þínum og þér verður ekki boðið,
næst þegar fréttamennirnir fara
til vígstöðvanna. „Talaðu aldrei
um fréttirnar í síma“. Símar hafa
aukaeyru í einræðisríkjunum.
Það kemur stundum fyrir að yf-
irvöldin leyfa að fréttir, óhagstæð-
ar Þjóðverjum séu sendar út.
Reynsla rússnesku kommúnist-
anna varð til þess. Hið takmarka-
lausa sjálfshól og áróðursstarfsemi
frá Moskva hefir nefnilega orðið
til þess, að enginn tekur rússnesk-
ar fréttir alvarlega. Nazistarnir
eru því þeirrar skoðunar að með
því að leyfa óhagstæðum fréttum
að slæðast með annað slagið, verði
fréttum þeirra, yfirleitt, betur trú-
að erlendis.
Hið vandasama starf fréttaritar-
ans í Þýzkalandi er að reikna út,
hvað mikið af þessum óhagstæðu
fréttum má fljóta með, án þess að
hann verði rekinn úr landi. Það er
dugnaði amerísku fréttaritaranna
að þakka, að töluvert af áreiðan-
legum fregnum berst frá Þýzka-
landi annað veifið.
B æ k u r.
(Framhald af 2. siðu).
skyldi vera hægt að láta bókina
flytja fleiri myndir skipa og af
farviði. Hefði það aukið gildi
hennar sem heimildar og gert
lestúrinn aðgengilegri þeim, sem
alls ókunnir eru öllu er að sjósókn
lýtur. En samt sem áður höfum
vjer eignazt þarna góða bók um
merkan þátt þeirrar þjóðmenn-
ingar og þjóðhátta, sem eru að
hverfa eða þegar eru horfnir úr
þjóðlífi voru.
Gustaf af Geierstam:
Bókin um litla bróður.
Reykjavik 1940. Otg.
fsafoldarprentsmiðja.
Höfundur sögu þessarar er einn
vinsælasti höfundur Svía, og talið
er að þessi saga sé mest lesin allra
hans bóka þar í landi. Þegar hún
kom fyrst út, komu margar útgáf-
ur hennar þegar á fyrsta ári, og
mælt er að enn haldist vinsældir
hennar, þrátt fyrir breyttan bók-
menntasmekk. Hér á landi er höf-
undurinn kunnur meðal annars af
leikritinu „Tengdapabbi“.
Líklegt er, að „Bókin um litla
bróður“ eigi einnig vinsældum að
fagna hér á landi, því að enn
munu menn kunna að meta ljóð-
ræna fegurð í stíl og frásögn. Bók-
in fjallar um gleði og sorgir
mannlegs lífs. Hún lýsir innilegu
sambandi foreldra og barna, eink-
um sonar og móður, hinni dýpstu
sælu. þeirra og þyngstu sorgum.
Þýðarylinn er sr. Gunnar Árna-
son frá Skútustöðum. Virðist þýð-
ingin að mörgu leyti vel gerð, en
þó bregður fyrir orðum og setn-
ingum með erlendum blæ. Ytri
frágangur er fallegur, eins og á
flestum bókum ísafoldarprent-
smiðju.
Steind&r Steind&rsson
írá HlðSum.
KIRKJAN: Messað verður í
Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl.
12 á hádegi.
I. O. O. F. = 1221269 = O
Kvennadeild Slysavarnafélags
Akureyrar efnir til kaffisölu og
heldur Bazar í Samkomuhúsi bæj-
arins sunnudaginn 15. des. næstk.
Félagskonur eru beðnar að koma
munum á bazarinn til Sesselju
Eldjárn, og einnig eru munir frá
utanfélagskonum þakksamlega
þegnir.
Þess er vænzt, að almenningur
í bænum styðji gott málefni með
því að fjölmenna í Samkomuhús-
ið þenna dag.
Dánardœgur. Þann 2. þ. m. and-
aðist að heimili sínu, Eyrarlandi í
Öngulsstaðahreppi, Solveig J&ns-
dóttir, móðir frú Margrétar Ei-
ríksdóttur, konu Einars Árnasonar
alþingismanns. Hún var 91 árs að
aldri.
Nýlátinn er frammi í Eyja-
firði Guðmundur Gunnlaugsson
fyrrum bóndi í Hólakoti, aldraður
maður.
}yAllir eitt“. Næsta dansskemmt-
un sunnud. 15. des. kl. 10 e. h.
Hreinar léreftstuskur
(afþurkunarklútar) kaupir
Prentverk Odds Björnssonar.
Starfsemi þjóðmála-
námsskeiðs Framsókn-
arfél. Akureyrar.
(Framh. af 1. síðu).
ureyrar tekizt ágætlega og verð-
ur óefað starfsemi Framsóknar-
flokksins til mikillar eflingar. Á
námsskeiðinu héldust í hendur
dugnaður og þekking erindreka
flokksins og námfýsi og vakandi
áhugi nemenda hans. Það hafði
og eigi litla þýðingu, er atvikin
höguðu því svo giftusamléga, að
forsætisráðherra gat markað
fyrstu sporin með flutningi erinda
sinna á námsskeiðinu.
KAUPI
notuð ísl. frimerki hæsta verði.
Quðm. Quðlaugsson, Kea
Jörðin Grímsnes
á Látrarströnd er til sölu nú þegar. Landið er mjög grasgefið
og túnið mun gefa af sér um 300 hesta af töðu. Á jörðinni
eru 3 hús eftir af gömlum bæjarhúsum en steintóft mikil
niður við sjóinn. Reki er á jörðinni. Kaupverð er mjög lágt.
Semja ber við
KRISTJÁN ÁRNASON, kaupmann.
Laus staða.
Vélavarðarstaða við Laxárvirkjunina er laus til
umsóknar. Byrjunarlaun kr. 3600,00 á ári, og
auk þess hlunnindi og dýrtíðaruppbót.
Umsóknum sé skilað til rafveitustjórnar Akureyrar
fyrir 20. desember næstkomandi.
Nánari upplýsingar gefur Rafveitustjórinn.
Ákureyri, 29. nóvember 1940.
Rafveita AKureyrar.
Jólaskór!
við allra hæfl koma með m.». Esfu þ. lO. þ.m.
Hvannbergsbfæðai.
Dráttarvextir
falla á ógreiddan tekju- og
eignaskatt 10. þ. m.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, 4. des. 1940
Sig. Eggerz.
En sá munur á kaf finu
er við notum „Freyju“-l(aflÍllS!Í.