Dagur - 05.06.1941, Qupperneq 3
22. tbl.
DAGUH
93
Ummæli Norðurlandablaða
um ákvörðun Alþingis 17. maí
Pjiegur flokkur.
Fyrir nokkrum árum lét Stalin ófrið-
lega og skók hnefana framan í Hitler.
Þá máttu kommúnistar hér ekki sjá
hakakross án þess að íroðufella. Rúss-
nesk blöð skrifuðu þá illyrði ein unt naz-
ismann. Þá birtust í hverjum »Verka-
manni« svívirðingagreinar um nazistana,
óvini verkalýðsins nr. 1. Rússar töldu
sig þá vera verndara lýðræðisins og
smáríkjanna. Þá ritaði Steingrhnur
margar hjartnæmar greinar um frelsi. og
lýðræði. Rússar töldu sig vilja frið á
jörðu. Steingrímur og Jakob spenntu
friðarbogann og skutu heiptarörfum að
ófriðarseggjunum í Japan.
Stalin gerði hlutleysissamning við
Hitler. »Verkamaðurinn« hætti að skrifa
svívirðingar um Þýzkaland.
Rússar réðust aftan að Pólverjum með
her manns. »Verkantaðurinn« skrifaði
hólgreinar um þetta sniðuga dirfsku-
bragð. Stalin fór ineð styrjöld á hendur
Finnum. Friðarvinirnir i »Verkamannin-
um« fundu sárt til þess, að Rússar
skyldu hafa þurft að verja sig. Rússar
gera hlutleysissamning við Japani.
»Verkamaðurinn« birtir fregnir af þvi,
Hreinlætið í bænum.
Fyrir Hvítasunnu lét lögreglu-
stjóri festa upp áskoranir til hús-
eigenda í bænum um það að þrífa
til kringum hús sín, og var þess
ekki vanþörf.
Heilbrigðisnefndin fór síðan eft-
irlitsferð um bæinn og segir að
víðast hafi menn tekið vel undir
þessa áskorun lögreglustjóra og sá
nefndin ekki ástæðu til athuga-
semda nema á 2 stöðum í bænum.
Lögreglustjórinn fyrirskipaði að
tafarlaust yrði bætt úr vanræksl-
unni á þessum 2 stöðum.
Væntanlega hefir það verið gert.
Sfómannadagurlnxi.
Sjómannafélögin hér í bænum
gangast fyrir hátíðahöldum í til-
efni sjómannadagsins n.k. sunnu-
dag. Hefst hátíðin með guðsþjón-
ustu í kirkjunni klukkan 10 f. h.,
en eftir hádegi fer fram kappróð-
ur og stakkasund hjá Torfunefs-
bryggju og reiptog, knattspyrna
o. fl. á íþróttavelli „Þórs“. Merki
verða seld á götunum allan dag-
inn.
Lystigarðurinn er nú opinn fyrir
almenning daglega. Er garðurinn
skínandi fagur, tré laufguð og blóm
að springa út. Vert er ennþá einu
sinni að brýna fyrir fólki að góð
umgengni í garðinum er nauðsyn-
leg, ef hann á að geta orðið til
þeirrar gleði, sem til er ætlazt..
Börn mega ekki ganga um garð-
inn eins og hann sé leikvöllur, því
það er hann ekki, og sinnuleysi og
ónærgætni í þeim efnum getur
eyðilagt mikið starf við hirðingu
garðsins og ánægju þeirra, sem
æskja þess að eiga þar friðland í
umhverfi hins fegursta gróðurs.
Akureyrarrrevyan verður leikin
í síðasta sinn um næstkomandi
helgi; aðsókn hefir verið mjög
mikil, en sumir leikendur eru á
förum úr bænum, og er þess
vegna ekki hsegt að leika oftar
hversu vel riki verkalýðsins reynist Kína.
Stalin tekst að gera vináttusamning
við Jugo-Slava, rétt áður en Hitler vin-
ur hans sigar á þá herjum sínum. Stein-
grímur og Jakob verða glaðir við, er
þeir sjá hversu vel Rússum fórst þar
við lítilmagnann. Stalin rekur burt frá
Moskva sendiherra Jugo-Slava. Stein-
grími og Jakob finnst rétt af honum,
og þó fyrr hefði verið.
Rússar selja Þjóðverjum olíu og
stríðsnauðsynjar, og Stalin og Hitler
skiptast á nefndum og blíðubrosum.
Steingrínuir ritar svívirðingar um
helztu óvini Hitlers. Stalin styður helzta
óvin verkalýðsins til valda í heiminum.
Ritstjórar »Verkamannsins« reyna hvað
þeir geta til þess að veikja máttarstoðir
síns eigin þjóðfélags og búa jarðveginn
undir þá nýskipan, sem konia skal.
Því hefir verið haldið fram i »Þjóð-
viljanum«vsálaða og »Verkamanninum«,
að Sameiningarflokkur alþýðu, sósíal-
istaflokkurinn, væri stjórnmálaflokkur,
sem berðist fyrir þjóðlegri menningu,
réttlæti, lýðræði og kjarabótum fyrir
verkalýðinn og þjóðina alla. Stefnumál
hans væru af innlendum toga spunnin;
það væri aukaatriði hvað gerðist úti í
heiminum. Þetta er líklega alveg rétt.
71.
ÓDÝRASTAR
eru
kartoflurnar
hjá
• Eggert Einarssvni.
Armbandsúr
hefir tapast á leiðinni frá Menntaskól-
anutn að Eyrarlandsvegi 12. Finnandi
er vinsamlega beðinn að skila því á
afgreiðslu b'aðsins.
Kartðflnr
komu með Esju. —
Kaupfél. Verkamanna
Stóðhestur.
Hrossaræktarfélagið »Fákur« í
Arnarneshreppi hefir til afnota
þriggja vetra graðhest, sem er
undan fyrstu verðlauna hesti,
frá þessum tíma til júníloka. —
Hesturinn verður á Björgum
fyrst um sinn. Afnotagjald er
kr. 8.00, sem greiðist um leið.
20. maí 1941.
S t j ó r n i n.
lapast hefir af vörubfl lítil
handtaska, frá benzínafgreiðslu K.E.A.
inn í bæ. Finnandi skili á benzín-
afgreiðslu K.E.A.
Rauð hryssa,
afrökuð og klippt í nárum, 2ja
vetra, var bjargað frá drukknun
á Hörgárgrunni.
Geymd á Gæsum.
Sendisveitarí'ulltrúi Islands í
Stokkhólnii, Vilhjálmur Finsen,
hefir sent utanríkisráðuneytinu ít-
arlega greinargerð um þær undir-
tektir, sem samþykktir Alþingis í
sjálfstæðismálinu hafa fengið.
Hefir ráðuneytið birt greinagerð
þessa og fer *hér á eftir kafli úr
henni:
„BERLINGSKE TIDENDE“
segja í ritstjórnargrein, að
í raun og veru hafi ekki verið
hreyft við status quo, því að ís-
land lýsi því yfir, að það telji ekki
enn tímabært að slíta sambandinu
formlega. Skipun ríkisstjóra er
ekki annað en praktisk ráðstöfun.
Blaðið lítur svo á, að stefna Jón-
asar Jónssonar, sem miði að alger-
um sambandsslitum, hafi nú þegar
beðið ósigur við samþykktir Al-
þingis. En tíðindi þessi séu hins-
vegar dönskum íslandsvinum ekk-
ert gleðiefni. Blaðið segist þó
vona, að þau bönd, sem tengja
bæði löndin saman, verði ekki að
fullu sundur slitin. Sambandið
milli íslands og Danmerkur sé
báðum til gagns og dýrmætur
þáttur í hinni norrænu samvinnu,
en mikilvægi þessarar samvinnu
hafi ekki minnkað á þessum al-
varlegu tímum, sem nú ganga
yfir.
BÖRSEN skrifar þannig:
„Það sþor, sem Alþingi hefir
stigið, vekur mikinn sársauka. Við
höfðum ekki getað hugsað okkur
þann möguleika, að ísland notaði
sér erfiðleika Danmerkur til þess
að segja skilið við hana með skír-
skotun til vanefndaásambandslaga-
sáttmálanum af hálfu Danmei’kur,
þegar litið er á það nauðungar-
ástand, sem Danmörk á nú við að
búa. Með tilliti til þess verður
ekki annað en viðurkennt, að
danska stjórnin sé saklaus. ísland
er sjálft hernumið land. Þess
vegna hefði átt að mega vænta
þess, að það tæki meira tillit til
Ðanmerkur, . án þess þó að það
fyrirgerði á nokkurn hátt sjálfsá-
kvörðunarrétti sínum“.
„NATIONALTIDENDE" segir:
„Það, sem ísland hefir ákvarð-
að, er í raun og veru ekki annað
en það, að áskilja sér öll réttindi,
en halda hinsvegar sambandinu til
ófriðarloka eða segja því upp með
fyrirvara. Engu að síður vekur
það form, sem ákvörðuninni hefir
verið valið, nokkra undrun í Dan-
mörku, Danmörk vill ekki hindra
ísland í því, að ráða sér sjálft. En
við skiljum ekki, hvers vegna ís-
land lýsir nú þegar yfir þeim vilja
sínum að verða lýðveldi, þar eð
svo virðist, sem uppsögn sam-
bandslagasáttmálans samkvæmt
þeim ákvæðum sambandslaganna, i
sem þar um fjalla, ætti að fara á
undan slíkri yfirlýsingu“.
SÆNSK BLÖÐ.
Sænsku blöðin hafa yfirleitt far-
ið mjög vinsamlegum orðum um
samþykktir Alþingis.
„STOCKHOLMS-
TIDNINGEN“ skrifar:
„Síðustu tengslin, sem hingað til
hafa bundið saman tvö af hinum
norrænu löndum, hafa verið rof-
in. Eftir það standa Norð-
urlöndin fimm hlið við hlið, án
nokkurra annara tengsla en
þeirra, sem við köllum norrænt
bræðralag. Vissulega mun ísland
ekki hugsa til þess að bindast
brezka ríkinu neinum nánari
böndum. Vissulega mun það ekki
hafa í hyggju að skiljast við Norð-
urlönd. Og vissulega munu sam-
bandsslitin ekki vekja neina
beiskju né óvináttu í garð íslend-
inga hjá Dönum, sem alltaf taka
svo mikið tillit til réttinda annara
þjóða“.
„SVENSKA DAGBLADET" segir
í ritstjórnargrein, að óþarft hafi
verið af Alþingi að gera slíkar
samþykktir nú. Blaðið spyr hvers
vegna þær hafi verið gerðar að
næturlagi; hvort hinir háfleygu
íslendingar hafi hugsað sér að
gefa þessum ákvörðunum sínum
eitthvert dramatiskt form. Sam-
þykktirnar hafi þó ekki getað ver-
ið neitt undrunarefni fyrir menn
á íslandi, en fyrir Danmörku séu
þær hinsvegar hálfgerður sorgar-
leikur. Blaðið lætur þá von í ljós,
að ísland haldi eftir sem áður á-
fram að skoða sig í hóp með öðr-
um Norðurlöndum, því að þau séu
öll grein af sama stofni, hvort
heldur á sögu þeirra, tungu eða
menningu sé litið.
„AFTONBLADET"
telur samþykktir Alþingis ekki í
samræmi við norrænt stolt o, s.
frv. Tíminn væri svo óheppilegur,
sem hugsazt gæti, til innbyrðis á-
taka á Norðurlöndum. Blaðið læt-
ur þá skoðun í ljós, að samþykktir
Alþingis muni standa í einhverju
sambandi við það, að Bretar hafa
hernumið ísland og segir síðan:
„Ef einmitt undir slíkum kring-
umstæðum er sagt skilið við Dan-
mörku, er ástæða til að óttast, að
það geti leitt til þess, að landið
verði í framtíðinni lagt í fjötra,
sem eru allt annars eðlis en
nokkrir þeir, sem þekkzt hafa
undir norrænum himni“. Blaðið
segir ennfremur, að „Reykjavík-
urpólitíkin“, eins og það kemst að
orði, muni með þessu frumkvæði
‘sínu ekki verða til annars en að
særa gamla, sögulega hefð, og lík-
ur grein sinni með þeim ummæl-
(Framhald á 4. síðu).