Dagur - 24.01.1942, Side 2

Dagur - 24.01.1942, Side 2
Snemma sumars 1940 gerðust ein hin sorglegustu tíðindi, er mannkynssagan greinir frá. Ríki einnar mestu menningar- þjóðar Norðurálfunnar hrundi þá í rústir á fáum dögum. Það var Frakkland. Síðan hefir það verið varnarlaust á valdi vold- ugra, erlendra yfirdrottnara. Ástæðan til þess að Frakkland féll svo að segja á svipstundu var sú, að lítill hluti frönsku þjóðarinnar hafði um skeið rekið áróðursstarf þar í landi fyrir erlenda valdhafa. Það voru kommúnistar, sem þá óþjóðlegu starfsemi frömdu. Þeim haíði tekizt að spýta eitri sundr- ungar og haturs inn í þjóðlífið. Þeir mátu meira erlend fyrir- mæli heldur en skyldurnar við föðurland sitt. Þegar fyrra heimsstríðinu var lokið, var stærsta verkamanna- blað Frakka keypt fyrir rúss- neskt fé og stóð það síðan fyrir áróðri til framdráttar bolsé- vismanum. LýðræðisRokkarnir létu þetta viðgangast og sáu ekki hættuna fyrr en um sein- an. Fyrr en varði var kominn allsterkur kommúnistaflokkur í Frakklandi, bæði í þinginu og bæjarstjórnum víðsvegar um landið. Þessi flokkur boðaði í sí- fellu fagnaðarerindi byltingar- innar, sem skyldi framkvæma með blóði og brandi. Alla sam- landa sína, er ættu nokkrar eignir, kváðust kommúnistar ætla að drepa eða flæma í út- legð og slá hendi sinni á fé þeirra. Það var ofur eðlilegt, að þeir, sem fyrir ofsóknunum áttu að verða, snerust til varnar. Þeir tóku að vænta sér hjálpar frá ítalíu og Þýzkalandi. Þannig myndaðist nazisminn í Frakk- landi fyrir tilverknað kommún- ista, alveg á sama hátt og átt hafði sér stað í Þýzkalandi. Á þenna hátt voru tveir flokk- ar myndaðir í Frakklandi er hlýddu erlendri flokksforystu og sátu um líf hvor annars. Meg- inhluti þjóðarinnar bar að vísu í brjósti fölskvalausa föðurlands- ást, en honum varð þó á sú mikla yfirsjón að leyfa komm- únismanum að þróast innan þjóðfélagsins. Þegar svo Þjóð- verjar hófu innrásina í Frakk- land, drógu nazistar þar í landi lokur frá dyrum og varð þá Þjóðverjum auðunninn sigurinn. Óþjóðleg áróðursstefna laun- þega Stalins í Frakklandi var undirrót þess, að landið féll í ó- vinahendur, og að hin göfuga, franska þjóð var svikin undir yfirráð nazismans. Þessir atburðir hafa orðið lærdómsríkir fyrir aðrar þjóðir um skaðsemi kommúnismans og þjóðhættulegt starf erindreka rússneska valdsins. II. Hér á íslandi hafa valdamenn Rússlands komið á fót þjónustu- bundnum fokki, sem tekið hefir að sér að naga lífsrætur íslenzka þjóðfélagsins og vinna að bylt- ingu í landinu. Hér áður fóru ís- lenzkir kommúnistar ekki dult með fyrirætlanir sínar. Tak- markið var að stofna hér sam- eignarríki með ofbeldi og bylt- ingu. Þeir óðu opinberlega elg- inn um, að blóð skyldi fljóta og að tortíma þyrfti hinu' íslenzka mannfélagi m. a. með því að mergsjúga atvinnufyrirtækin, svo að þau yrðu máttvana. Með því átti að skapast hæfilegur jarðvegur fyrir byltingaráform kommúnista. Þessi boðskapur mætti hinni megnustu andúð og- fyrirlitningu allra þjóðrækinna manna. Með þessu ofbeldisrausi sínu um blóðstrauma og bylt- ingu var sýnt, að kommúnistar áttu enga leið að hug og hjarta þjóðarinnar. Þá var snúið við blaðinu. Kommúnistar fengu nýja skipun frá yíirboðurum sínum í Rússlandi. Þeir áttu að gera sig ógnar meinleysislega á svip, hætta að tala opinberlega um blóð og byltingu, en í þess KJÓSIÐ B-LISTANN stað áttu þeir að bjóða öllum þjóðlegum flokkum samfylk- ingu. En halda skyldu þsir þó fast við byltingastefnuna á laun. Frá Rússlandi skyldi fé íljóta í stríðum straumi til allskonar undirróðurs, en allt með leynd. Þó vitnaðist það fyrir alllöngu og var skjallega sannað að Rúss- ar hefðu á rúmu ári lagt fram 160 þús. kr. í útborguðum pen- ingum til áróðursstarfs komm- únista hér í landi. Var þá um leið sannað, að íslenzkir komm- únistar eru launþegar Moskva- valdsins. Samkvæmt hinni nýju skipan frá Moskva skyldu kommúnist- ar halda mjög á lofti ást sinni á ættlandi sínu og öllu því, er þjóðlegt væri. í stað þess að tala um blóðuga byltingu, áttu þeir nú að boða frið og bræðralag á yfirborðinu, þó að hugurinn væri varðveittur óbreyttur und- ir niðri. Þeir áttu að troða sér inn í öll opinber störf, svo sem í bæjarstjórnir, undir því yfir- skini að þeir væru einlægustu vinir alþýðunnar. Það þarf ekki að taka það fram, að öllum þessum fyrir- skipunum hlýddu kommúnistar tafarlaust. Þessi flærð kommúnista og fagurgali hefir áorKað meiru en reiddur hnefi þeirra áður. Marg- DAGUR ir hafa látið blekkjast a£ hinni fallegu en fölsku lýðræðis- og bræðralagsskikkju, er þeir hafa varpað yfir sig að boði Stalins. En ef menn vissu og skildu hver úlfur felur sig á bak við skikkj- una, myndu þeir nálega ekkert fylgi fá við bæjarstjómarkosn- ingarnar hér í bæ og annarstað- ar næstkomandi sunnudag. En nokkurt leiðarljós í þeim sökum ættu þó spor kommúnista í Frakklandi að vera öllum heil- skyggnum mönnum. Þau spor hræða. Og íslenzku kommúnist- arnir eru alveg af sama sauða- húsi og með sama innræti og kommúnistar Frakklands og allra annara landa. Það er að- eins ein samlit hjörð og einn hirðir. Frakkland hefir glatað frelsi sínu og er í hinni sorgleg- ustu neyð og niðurlægingu vegna áróðursstarfs kommún- ista þar í landi. Hlutskipti okkar litlu þjóðar yrði hið sama, ef launþegar Stalins hér í landi kæmu ár sinni fyrir borð eins og þá lystir. Þeir sjá ekkert annað en Rússland. í hvert skipti sem rauði herinn þokast eitthvað vestur á við á austurvígstöðvunum, hrópa þeir af fögnuði yfir því, að Rússar séu á leið til okkar! Þeirra sælasti draumur er vonin um það, að Rússaí komi og gleypi okkar litla þjóðfélag með húð og hári, eins og þegar köttur ræðst á mús og rífur hana í sig. III. Þess hefir áður verið getið, að kommúnistar hafi hér áður fyr, þegar gállinn á þeim var sem mestur, haft orð á því, að merg- sjúga þyrfti atvinnufyrirtækin, svo að allt færi hér í kalda kol, því að atvinnuleysi og sultur fjöldans væri svo einstaklega góður grundvöllur undir blóð- uga byltingu, þegar hugir verka- manna væru í æsingu og upp- námi vegna hungurs. Þarna felst skýringin á hinu megna hatri launþega Stalins hér í bæ til Kaupfélags Eyfirð- inga. Félagið veitir hundruðum bæjarbúa fasta atvinnu og þar að auki fjölda manna ígripa- daglaunavinnu. Þessi mikla at- vinna bætir að sjálfsögðu mjög afkomu margra manna í bænum, auk þess sem þeir njóta beztra verzlunarkjara, sem fáanleg eru. Á síðasta ári greiddu stofnanir samvinnumanna hér í bæ yfir 2V2 miljón króna í verkalaun. Mikilvægi alls þessa skilur og viðurkennir efsti maður E-list- ans, Brynleifur Tobiasson, mjög vel. Þess vegna kallar hann K. E. A. „morgunstjörnu“ er hin svarta öfund vill byrgja fyrir. Starfsemi K. E. A. snýst um að byggja upp. Þetta mikla upp- byggingarstarf þola kommúnist- ar ekki, því allt starf þeirra og innræti stefnir að því að rífa niður. Þeir hata uppbyggingar- starf K. E. A., ekki sízt fyrir þá sök, að þeir sjá það rétti’ega, að það er versti þrándur í götu fyr- ir byltingaráformum þeirra. Eft- ir því sem atvinnan færist í auk- ana og verzlunin verður hag- kvæmari, fjarlægist fátæktin og sulturinn dyr manna. Þetta lík- ar foringjum Stalinsklíkunnar Laugardagur 24. jan, 1942, Fokdreifar. Þóttust menrt en voru ekki. ||TOMMÚNISTAR létu allvígalega fyrir nokkrum dögum og létust vilja í*ra í orðastríð við hina flokk- ana á opinberum mannfundi. Skor- uðu þeir á andstæðinga sína að koma nú og fást við sig, ef þeir þyrðu. Skýrðu þeir frá hólmgöngu- tilboði sínu í „Verkam.“, en gátu þess um leið, að líklega myndi and- stæðingana bresta þor til að taka áskoruninni. Ekki er Degi kunnugt um hvaða undirtektir hólmgönguáskorunin fékk nema að því er til Framsóknar- flokksins kom. Framsóknarmenn til- kynntu hinum vígreifu köppum kom- múnista, að þeir væru þess albúnir, að mæta þeim á almennum umræðu- fundi um bæjarmál nú fyrir bæjar- stjómarkosningarnar að áskildu jafnrétti um ræðumennsku og fund- arsókn. En kommúnistum kom sýnilega þetta svar Framsóknarmanna alger- lega á óvart Þeir höfðu augsýnilega treyst því, að áskorun þeirra yrði að engu sinnt og þess vegna væri óhætt að láta mannalega. Þá- var líka hægra um vik með að brigzla Framsóknarmönnum um það í Vrn. að þeir hefðu ekki haft hug til þess að fást við einvalalið kommúnista frammi fyrir almenningi í bænum. En þetta -fór allt ó annan veg en konunar hugðu. Kommúnistar brugðust svo við svari Framsóknarmanna, að þeir fóru að hafa alls konar vífilengjur um að af þessu fundarhaldi gæti nokkuð orðið. Eftir því, er þeir skýrðu frá, höfðu þeir gleymt því, að tryggja fundinum, er þeir þóttust sjálfir vera að stofna til, húsnæði, og kváðu þeir, að það myndi vera ófáanlegt Niöur- staðan varð því sú, að fundurinn mikli yrði að falla mður frá þeirra nendi. Allt þetta mun raunar hafa verið tómur fyrirsláttur. Hin eina og sanna ástæða var sú, að kommúnist- ar treystu sér ekki, þegar til alvör- unnar kom, þeir skákuðu í því hróks- valdi, að enginn tæki mark á hóim- gönguáskorun þeirra, þess vegna væri þeim óhætt að tala digurt. En þegar þetta brást, glúpnuðu þeir og kiknuðu í hnjáliðum, því þó að kom- múnistar séu kjaftforir í „Verkam.‘‘ eru þeir allra manna hugblauðastir þegar til alvarlegra átaka kemur. Skömm kommúnistaforingjanna var nóg fyrir, þó að þessi bættist ekki við. Hvað er aumari sneypa en að skora aðra á hólm, en hlaupa svo sjálfur af hólminum, þegar til kem- ur? Ekki myndi Stalin þykja slíkir „félagar“ tækir í rauða herinn. Hverjum er um að kerma? „Allir dást að andaktinrú — en — alvaran er karmske mirmi.“ ^J^LLIR dást að andakt bankastjór- ans og umhyggju hans fyrir Ráð- hústorgi — nema kannske Jón, því að hans er að veiða atkvæðin. „Þið takið þetta ekki alvarlega, drengir, sem hann Svafar er að skrifa um bílana og Ráðhústorgið,“ sagði hann við bílstjórana á B.S.O. „Þetta er bölvuð vitleysa hjá honum allt sam- an. Auðvitað eiga bílarnir að vera á torginu og hvergi annars staðar!“ Gott er að geta áttað sig ó vind- áttinni og hagrætt seglum í tímal Heima er bezt. gKJALDBYRGINGAR" segjast ‘i v'lja vinna að fegrun bæjarins, stækkun Lystigarðsins, endurbótum á Ráðhústorgi o. s. frv. Væri ekki skynsamlegra að byrja í smáum stí! °g hefja starfið í garði „foringjans"? Ef græðandi hendur þeirra Skjald- borgarmanna geta vakið til lífsins þann gróður, sem hefir orðið huagur- morða þar á undanförnum árum, þá sanna þeir hæfni sína til þess að standa fyrir stækkun Lystigarðsins. En á meðan víðirinn, aleinn þeirra plantna, sem Guðm. heitinn Bárðar- son gróðursetti þar, stenzt sókn arf- ans, er þess varla að vænta, að „for- ingja“ eða „trúnaðarráðunaut“ verði xatin umsjá þess gróðurs, sem veik- oyggðastur er. Kannske mætti þó íela þeim njólann á eignarlóð J. Sv. utan og neðan við Sjúkrahúsið? Kristileg endurvakning. jpRÓFESSOR Seip, rektor við há- skólann í Oslo og einhver mesti andans maður á Norðurlöndum er nú í klóm nazista, og tekur út lík- ams og sálarkvalir fyrir það, að vilja ekki svíkja ættland sitt og gerast auðvirðilegur þræll kúgunar- stefnu nazista og quislinga. Utvarpið sagði frá því nýlega, samkvæmt frettaskeyti frá Stokkhólmi, að dr. óeip væri hafður einn í myrkvaðri stofu í þeim tilgangi að hann yrði vitskertur af pyntmgum er fram líða stundir. Fögur er „endurvakning" norsku þjóðannnar á „þjóðlegum og Kristilegum grundvelli". . .■ ■xt Gömul kosrúngavísa úr Skagaíirði. þEGAR B. T. starfaði að kosninga- undirbúningi í Skagafirði hér á árum áður, þegar hann var góður Framsóknarmaður, og í kjöri til Al- þingis fyrir flokkinn þar, komst þessi staka á kreik og var af ýmsum ejgnuð Jónasi frá Hofdölum. ,JIér hefir skolli skriðið um skrýddur flíkum þunnum, sá ég hárin af honum eftir í grenjamunnum". CíVAFAR bankastjóri var æfur yfir því á fundi Skjaldbyrginga, að félag þeirra kumpána, Skjaldborg, skuli nefnt nazistafélagsskapur. En hverjum er um að kenna? Ilver samdi lög félagsins, lögin sem ís- lenzkur dómstóll hefir dæmt „mjög í anda einræðisstefnu nazista"? Leit- ar bankaátjórinn ekki langt yfir skammt? meinilla, því að á meðan svo gengur, er bylting og kollvörp- un þjóðskipulagsins ófram- kvæmanleg, og niðurrifsmenn- irnir sjá vonir sínar og þrár um myrkur örbirgðar yfir land og lýð hrynja í rústir. Kjósendur! Hvort viljið þið heldur styðja uppbyggingar- starfið eða niðurrifsstefnuna? Því svarið þið við kjörborðið á sunnudaginn kemur, Píslarvottar. EGAR allt um þrýtur, þykjast E-listamenn orðnir ofsóttir písl- arvottar, segja þeir að andstæðing- arnir hafi stofnað öryggi þeirra í hættu, með nazistanafnbótinni. Hver gaf Skjaldborginni nazistanafnið? Var það ekki íslenzkur dómstóll, sem komst að þeirri niðurstöðu, að lög félagsins „væru mjög í anda naz- ista“? Hinsvegar mættu andstæðing- ar E-listans eiga von góðra gjafa ef nazistískur her dveldi i landinu. Píslarvottagrátur E-Iistamanna er áreiðanlega alveg óþarfur. í lýðræð- islandi er mönnum heimilt að tala og skrifa eins og þeim býr í brjósti, jafnvel þótt grafið sé undan því frelsi, sem veitir mönnum öryggi til prent- og ritfrelsis. Þetta vita E- listamenn eins vel og það, að í Þýzkalandi eru þeir gerðir höfðinu styttri, sem leyfa sér að hugsa ein* og menn. „Píslarvottamir“ gráta því krókó- dílstárum i þessari kosaingahríð,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.