Dagur - 05.02.1942, Síða 1

Dagur - 05.02.1942, Síða 1
Vikublaðið DAGUR Rítstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN, Afgrelðsla, auglýsingar, innhoimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentvork Odds Björnssonar. BÓKAFREGNIR DÓKAÚTGÁFA MenningarsjóSs og ** Þjóðvinafélagsins hefir ákveðið að hefja á þessu ári útgáfu á miklu ritverki um sögu ístendinéa frá upp- hafi fram til vorra daga. Verður hér væntanlega bætt úr brýnni þörf. ís- lenzka þjóðin hefir oft verið nefnd söguþjóðin, bæði af innlendum mönnum og erlendum, og land henn- ar sögueyjan. Slíkri þjóð er það naumast vansalaust, að eiga ekkert yfirlitsrit, hvorki fræðilegt né al- þýðlegt, um sögu sína, ef frá eru taldar nokkrar ágripskenndar náms- bækur handa skólum. Bókagerð er nú þegar orðin svo mikil og fjöl- breytt í landinu, að því verður vart unað lengur, að útgefendur sinni öll- um öðrum viðfangsefnum, liklegum sem ólíklegum, fyrr en þessu. Frænd- þjóðir vorar allar, og flestar aðrar menningarþjóðir heims, hafa þegar fyrir löngu síðan eignazt ýtarleg og vönduð yfirlitsrit um sögu sína, og hafa hinir beztu og kunnustu sagn- fræðingar og vísindamenn hverrar þjóðar valizt til þess að rita slík verk og annast útgáfu þeirra. Getum vér íslendingar varla sætt oss við það lengur að vera eftirbátiu: allra annarra í þessum efnum, eftir að vér höfum nú eignazt einskonar þjóðar- forlag, sem hefir skilyrði til að ná því sem næst til allra landsmanna, en öðrum útgáfufyrirtækjum myndi naumast kleift að ráðast í slíkt stór- virki. Nauðsynlegustu undirbúnings- rannsóknura á sögu þjóðarinnar á öllum tímum ætti og að vera svo langt komið, að fyrirhuguð íslend- ingasaga geti risið á sæmilega traust- um fræðilegum grunni, þótt vafaat- riðin hljóti ávallt að verða mörg í ■líkum efnum. En lengi mætti þjóð- in bíða þessarar sögu sinnar, ef ekki þætti fært að hefja verkið fyrr en allar gátur sagnfræðinnar væru ráðn- ar og allt, sem máli skiptir, lægi ljóst fyrir. * ■plTSTJÓRN yerksins annast þeir ^ Árni próf. Pálsson, Barði þjóð- ■kjalavörður Guðmundsson og Þor- kell bókavörður Jóhannesson, en auk þeirra hafa þeir Jónas alþm. Jónsson, dr. jur. Einar Arnórsson og dr. phil. Páll E. Ólason þegar lofað að vinna að verki þessu. Ritar sá siðast nefndi V. bindið, en það er nú þegar full- búið til prentunar og kemur væntan- lega» út með haustinu. Fjallar það um 17. öldina. Annars er svo ráð fyrir gert, að verkið verði alls í 10 ■tórum bindum. Verður það selt á- ■krifendum við mjög lágu verði, eða 5 kr. hv:rt bindi að viðbættu dýrtíð- ergjaldi samkv. verðvísitölu, þegar bókin kemur út Ættu menn að snúa sér sem fyrst til umboðsmanna Menningars;óðs, grennslast nánar um fyrirkomulag útgáfunnar og gerast á- skrifendur að þessu merkilega verki, sem skipa skyldi heiðurssess í bóka- safni hvers góðs íslendings. Þess er að vænta, að ritstjórnin hagi verkinu svo, aö sagan verði við hæfi alls almennings, alþýðlega rituð og skemmtileg, og ekki siður almenn meningarsaga og aldarfarslýsing en pcrsónusaga og stjórnmála. Verður útgáfan hin vandaðasta að ytra frá- gagni og skreytt fjölda mynda og uppdrátta, svo sem og sjálfsagt er um slíka bók. Mun hún því aufúsu- gestur á hverju heimili, ef að likum lætur. Hinnar merkilegu bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins verður nánar getið hér í blaðixxu á næstuimi. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 5. febrúar 1942. 6. tbl. r er aðkallandi me(naðar« og hag§- inuiiamál fyrir Akureyii Þröng, óhentug og óvistleg húsakynni truíla alla starísemi alþýðuskóla bæjarins, hindra eðlilegan vöxt þeirra og eru þess valdandi, að rekstur skól- anna er stórum dýrari tiltölulega en ella. Framkvæmdir mega ekki dragast lengur. Akureyri hefir verið talið það til gildis, að hún sé einhver mesti skólabær á íslandi, þegar miðað sé við fólksfjölda og aðr- ar aðstæður. Hér er annar af tveimur menntaskólum lands- ins, virðuleg stofnun, sem seið- ir árlega til sín mikinn fjölda nemenda hvaðanæfa af land- inu. Barnaskóli bæjarins er og talinn í fremstu röð meðal barnaskóla landsins. Báðir þess- ir skólar starfa líka í veglegum stórhýsum og njóta að öðru leyti tiltölulega góðrar aðbúðar og hentugra starfsskilyrða, þó að margt standi þar vafalaust til bóta og mikið skorti á, að þessum menningarstofnunum sé í verki sýndur sá sómi og skilningur, sem æskilegt og nauðsynlegt væri af hálfu bæj- arfélagsins og þjóðarinnar allr- ar. Sé húsakostur og önnur starfsskilyrði þessara tveggja skóla hins vegar borin saman við aðbúnað þann, sem aðrir al- þýðuskólar bæjarins, Gagn- fræðaskólinn og Iðnskólinn, verða að sæta, er þó hlutur þeirra mjög góður og raunar allsendis ósambærilegur við þann þrönga stakk, sem starf- semi tveggja hinna síðamefndu menntastofnana hefir verið skorinn. Um hundrað nemendur sækja nú þessa skóla hvorn um sig, þótt kvölddeild Gagnfræða- skólans sé ekki meðtalin, en í henni stunda 60—70 nemend- ur nám í vetur. Aðsókn að báðum skólunum hefir farið ört vaxandi og myndu nemendur þeirra vera mun fleiri nú, ef þröng og allsendis ófullnægj- andi húsakynni og aumleg að búð að öðru leyti, hamlaði ekki vexti þeirra og eðlilegri þróun Húsakostur beggja skólanna er sameiginlegur að mestu, enda starfar Iðnskólinn aðeins aí kveldinu, og væri því raunar ekkert því til fyrirstöðu, að hann notaði sömu kennslu- stofur og Gagnfræðaskólinn, ef )pær vœru nægilega stórar og hentugar að öðru leyti, og enn- fremur að svo vel væri séð fyrir loftræstingu, að viðhlít- andi mætti teljast. En því mið- ur fer því víðsfjarri, að svo sé. Skólarnir hafa að sönnu aðgang að þremur húsum til starfsemi sinnar, og em þau dreifð víðs- vegar um bæinn að kalla. Að- eins eitt þessara húsa er upp- haflega byggt sem skólahús, en þá aðeins fyrir lítinn kveld- skóla, enda eru kennslustof- urnar þröngar, óhentugar og fremur óvistlegar. Þótt skól- arnir eigi að vísu sem stendur nokkurn aðgang að samkomu- sal fjarri skólahúsunum, er hann þó minni en svo, að allir nemendur skólanna geti komið þar saman í senn til sameigin- legs mannfagnaðar, félags- eða fræðsustarfsemi, hvað þá held- ur að hægt sé að gefa foreldr- um eða öðrum aðstandendum kóst á að kynnast starfsemi skólanna og félagslífi með því að sækja samkomur þeirra. Hitt er þó stórum verra, að skólahúsin standa í hinu mesta þröngbýli innan um íbúðarhús, og eiga nemendur engan að- gang að íþróttasvæðum eða leikvöllum í hæfilegri fjarlægð. Eina athvarf þeirra í hléum milli kennslustunda og öðrum tómstundum, er annars myndu notaðar til leikja eða íþrótta, er því gatan, rykug og skítsæl, í bílaös og nánasta sambýli við hermannaskála, fjóshauga, kola- byngi og skarnkassa. Er óþarft um það að fjölyrða, hversu holl eða sómasamleg slík skilyrði muni vera fyrir fjölsóttar menntastofnanir. Það leikur vart á tveim tung- um að brýna nauðsyn beri til, ið öll starfsemi alþýðuskólanna landinu geti hneigzt í stórum hagnýtara horf en verið hefir. troðsla bóklegra greina þarf að minnka, en skólarnir þurfa að taka upp fjölbreytta, verklega kennslu fyrir alla þá mörgu nemendur, sem hentar slíkur (Frainhal^ á 4. s$u). Óttinn við skortinn Dmrælnr í 1S m laríkjunum Á meðan fyrirsagnir amerísku blaðanna fjalla um árásir Bandaríkjaflotans á bækistöðvar Japana á Suðurhaíseyjum og baráttu setuliðsins í Singapore, ræða ritstjórnargreinarnar mestmegnis um endurskipu- lagningu framleiðslunnar að stríðinu loknu og aðrar ráðstaf- anir til þess að bægja kreppu og öfugstreymi frá dyrum þjóð- anna, þegar friður ríkir loksins aftur. Tilefni þessara umræðna nú er álit, sem ameríski hag- Fyrsti fundur bæjarstjórnar. Bæjarstjóri endurkosinn Hin nýkjörna bBejarstjórn kom sam- an til fyrsta fundar s.l. þriðjudag. Fyrir íundinum lágu kosningar: bœjarstjóra, forseta bejarstjórnar og nefnda. Steinn Steinsen var endurkosinn bæjarstjóri með 6 atkvæðum; 5 seðlar voru auðir. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Arni Jóhannsson með 7 atkvæðum; og varaforseti Indriði Helgason með 7 atkvæðum. Þá fóru fram kosningar nefnda og eru þær nú skipaðar eftirtöldum mönnum. 1 Fjárhagsnefnd: Jakob Frímannsson, Ólafur Thorarensen, Stgr. Aðalsteinss. Vatnsveitunefnd: Erlingur Friðjóns- son, Indriði Heglason Stgr. Aðalsteins- son. Veganefnd: Þorsteinn M. Jónsson, Ólafur Thorarensen, Jakob Árnason. Rafveitunefnd: Jónas Þór, Indriði Helgason, Brynjólfur Sveinsson, Er- ingur Friðjónsson, Áskell Snorrason. Jarðcignanefnd: Þorsteinn M. Jóns- son, Ólafur Jónsson, Hafsteinn Hall- dórsson, Árni Jóhannsson, Magnús Qíslason. Sundnefnd: Jakob Frimannsson, Indriði Helgason, Tryggvi Helgason Brunamálanefnd: Þorsteinn M. Jóns- son, lndriði Hdgason, Erlingur Frið jónsson, Stgr. Aðalsteinsson og slökkviliðsstjóri. Húseignanefnd: Ami Jóhannsson ólafur Thorarensen, Jakob Amason. Kjörskrárnefnd: Brynjólfur Sveins- son, Indriði Helgason, Jóhannes Jós- efsson. Búfjárræktarnefnd: Þorsteinn M Jónsson, Svanlaugur Jónasson, Qestui Jóhannesson. Hafnarnefnd: Arni Jóha.nnsson, Er- lingur Friðjónsson, Jakob Karlsson, Zophonías Árnason. Byggingarnefnd: Arni Jóhannsson. Indriði Helgason, Ólafur Ágústsson, Tryggvi Jónatanssan. / Sóttvarnarnefnd: Steindór Stein- dórsson. / Heilbrigðisnefnd: Þorstelnn M. Jónsson. / Verðlagsskrárnefnd: Jakob Frl- mannsson. Caroline Rest-nefnd: Jakob Frí- mannsson, Ólafur Thorarensen, óskar Olslnson. fræðingurinn, dr. Hanson, hefir birt, í samráði við ríkisstjórnina í Washington, þar sem gerð er grein fyrir áætlunum sem eru á prjónunum og eiga að vera til taks, strax og vopnin hafa verið slíðruð, New York blaðið P, M. kallar álit hagfræðingsins „djörfustu orðin, sem enn hafa verið töluð um friðinn", í ritstjórnargrein s.l. mánudag. önnur amerísk blöð eru á svipuðu máli og miima á, að þótt vissulega sé mest um það vert nú, að berjast og sigra, þá sé einnig mikilvægt að halda því vakandi, fyrir hvað sé barizt, og vissulega muni Bandamenn ekki „vinna friðinn", ef ekki séu gerðar áœtlanir nú, um það, hvernig mæta skuli þeim erfið- leikum, sem óhjákvæmilega steðja að, þegar herirnir verða kvaddir heim og hergagnafram- leiðslan stöðvast. ,J?relsun irá skortiý Rauði þráðurinn í Hansons- álitinu eru orð Roosevelts, að þjóðirnar verði að frelsast frá skorti og óttanum við skort, ef friðurinn á ekki að verða §rímu- klædd styrjöld stétta og þjóða. í álitinu er lögð áherzla á, að í stað þess að framleiðslan gangi stórkostlega saman að stríðinu loknu, eins og eftir 1918, verði hún að aukast. En í staðinn fyrir hergögn eigi að byggja og fram- leiða vörur og tæki til þess að (Framh. á 2. síðu). Framfærslunefnd: Jóhannes Jónas- son, Jakob Pétursson, Árni Jóhanns- son, Halldór Friðjónsson, Elísabet Ei- ríksdóttir. Barnaskólanefnd: Þorsteinn M. Jónsson, Friðrik Rafnar, Þórarinn Björnsson. Elisabet Eiríksdóttir. Barnaverndarnefnd: Friðrik Magn- ússon, Friðrik Rafnar, Helga Jónsdótt- ir, Helgi ólafsson, Sigríður Þorsteins- dóttir. Stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar: Ami Jóhannsson, Steingrím'ur Jónsson, Jón Hinriksson, Jakob Árnason. Sjtikrahússnefnd: Stefán Árnason, Ólafur Thorarensen, Sigríður Þor- steinsdóttir. Yjirkjörstjórn: Ingimar Eydal, Ax- el Kristjánsson. Vndirkjörstjórn: Friðrik Magnús- son, Jakob Karlsson, Áskell Snorrason. Endurskoðcndur bæjarreikninganna: Brynjólfur Sveinsson, Páll Einarsson. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Þór- arinn Björnsson, Steingrímur Jónsson. Endurskoðendur Sparisjóðs Ak.: Brynjólfur Sveinsson, Axel Kristjánss. Mjólkurverðlagsnefnd: Jakob Pét- ursson, Stgr. Aðalsteinsson. Skólanefnd Gagnfræðaskólans: Ste- fán Árnason, Axel Kristjánsson, Hall- dór Friðjónsson, Halldór Halldórsson. Hitaveitunefnd: Þorsteinn M. Jóns- (Fyamhald á 4. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.