Dagur - 05.02.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 05.02.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. febrúar 1942 DAGUR 3 t Hjartanlega þakka éé öllum hinum mörgu fyrrverandi nemend- % 4 um minum, nær oá fjser, sem sendu mér. rausnarlega peningagjöf % 4» oé élöddu mi& á annan hátt á sextugsafmæli minu. Ennfremur § É þakka éé öllum hinum, sem fjlöddu mié með heimsókn oé heilla- ¥ X skeytum sama dag. Huéheilustu haminéjuóskir minar íyléja öllum 4 T þessum vinum mínum í framtíöinni. Þetta er og mun veröa mér % § sólskinsblettur í heiði, sem mun orna mér í ellirmi. X Hafiö öll hjartans þökk. x I GRÍMUR GRÍMSSON, i fyrrverandi skólastjóri í Olafsfirði, <| $^><$*Sk3x$x$><$x$x$>3x$>3><$x$^><£<$#<S><$h$><Sk^k£>Sx^<Sx$><S><$x$x^x$><^<Sx$x3x$<$x$*^®><^<£3x$3x$xS>3 Litla dóttir okkar, Arma Inger, andaðist aðfaranótt 29. jan. s. 1. — Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 7. febr. n. k. og hefst með húskveðju ó heimili okkar, Hlíðargötu 8, kl. 1 e. h. Brynhildur og Brynjar Eydal. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að jarðarför mannsins míns og föður, Magnúsar Oddssonar, er and- aðist 27. jan. s. 1., fer fram föstudaginn 6. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Norðurgötu 26, kl. 1 eftir hádegi. Ólöf Árnadóttir. Jónatan Magnússon. Akureyrarbær. Tilkynning. Ár 1942, hinn 29. janúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað fyrsta útdrátt á skuldabréfum bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni bæjarsjóðsins til raforkuveitu frá Laxárvirkjun. — Þessi bréf voru dregin út: Litra A: nr. 11 - 21 - 50 - 52 - 70 - 76 - 96 - 109. Litra B: nr. 3 - 5 - 6 - 19 - 40 - 53 - 84 - 99. Litra C: nr. 9 - 30 - 54 - 153 - 172 - 251 - 257 - 275 - 295 331 - 346 - 355 - 377 - 403 - 450 - 477 - 483 - 496 - 530 533 - 535 - 539 - 553 - 555 - 581 - 623 - 640 - 651 - 667 673. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri þann 1. júlí 1942. Bæjarstjórinn á Akureyri, 29. janúar 1942. STEINN STEINSEN. Akureyrarbær. Tilkyiming. Ár 1942, hinn 29. janúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréfum bæjar- sjóðs Akureyrar fyrir 6% láni bæjarsjóðsins til raforkuveitu frá Glerárvirkjun. — Þessi bréf voru dregin út: Litra A: nr. 24 - 64 - 90 - 98 - 120 - 137 - 141 - 154 - 155. Litra B: nr. 5 - 24 - 83 - 104 105. Litra C: nr. 25 - 43 - 46 - 47 - 72. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri þann 1. júlí 1942. Bæjarstjórinn á Akureyri, 29. janúar 1942. STEINN STEINSEN. Auglýsing uin verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir, samkvæmt heimild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið hámarksálagningu á timbur sem hér segir: 1. Allur algengur hús- og skipaviður, svo sem fura, grení, eik (skipaeik), pitch pine og oregon pine........... 22% 2. Krossviður, gabon og masonite........................ 22% 3. Allur annar viður.................................... 27% 4. Sé viður úr 1. flokki keyptur hingað fullþurrkaður, skal gilda sama álagning, en sé hann þurrkaður hér, má reikna 10% aukaálagningu, eða samtals............ 32% Ef byggingarvöruverzlun kemur fram sem heildsali gagnvart annarri verzlun og þurfi af þeim ástæðum að skipta álagning- unni, má heildsöluverzlunin (innflytjandinn) reikna 3% um- boðslaun umfram ofangreinda hámarksálagningu, og láta þann- ig koma til skipta þeim mun hærri álagningu milli hlutaðeig- andi verzlana. Þessa aukaálagningu má innflytjandi þvx aðeins reikna, að varan sé seld í annað verzlunarumdæmi og vitað sé, að sá aðili, sem kaupir, hafi þar opna verzlun með bygginga- vörur. Ákvæði þessi skulu gilda um allt það timbur, er komið hefir og kemur til landsins eftir fyrsta janúar 1942. Jafnframt fellur niður auglýsing um verðlagsákvæði, dags. 12. sept. s. 1., að því er snertir timbur. Þetta birtist hér með öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 16. janúar 1942. Nýja Bíó sýnir í dag kl. 6: UPPREISNIN Á ÞRÆLA- SKIPINU. kl. 9: LEYNDARMÁL LÆKNISINS Föstudaginn kl. 6 og 9: SVIPTUR MÁLAFLUTN- INGSLEYFI Laugardaginn kl. 6 og 9: LEYNDARMÁL LÆKNISINS Sunnudaginn kl. 3: SMÁMYNDIR (barnasýning). kl. 5: MAÐURINN FRÁ DAKOTA kl. 9: SVIPTUR MÁLAFLUTN- INGSLEYFI Mánudaginn kl. 9: MORÐGÁTAN Bursfavörur í miklu úrvali. Vöruhús Akureyrar. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. samkeppnisfær við atvinnu- rekstur annarra þjóða á því sviði. Þeim hafði einnig tekizt að efla landbúnaðinn svo, að hann stóð á sama stigi og land- búnaður Dana í lok 19. aldar. Strax eftir hemámið bar nýtt að höndum. íslendingar, sem frá alda öðli höfðu orðið að sætta sig við það vinnufram- boð, er vinnumarkaður lands- manna gat veitt þeim, fá nú allt í einu vinnutilboð frá nýj- um aðila, þar sem þeir geta ausið upp peningunum, svo að hver almennur daglaunamaður hefir nú yfir meira fé að ráða en efnamenn fyrir styrjöldina. Atvinnuleysing j amir taka vinnu þessari með þökkum. Margur axlabreiður sjómaður hættir að beita skipi sínu upp í vindinn, bóndinn hleypur frá orfinu, einmitt þegar búskapur- inn er að komast í sæmilegt horf og litli íslenzki prangarinn fitnar og ávaxtar sína talentu dyggilega af ágóða hinna. Allir gerast þeir auðmjúkir þjónar hinna nýju atvinnuveitenda, og fé það, sem þeir ausa upp, er hvergi sparað, þá er þeir kaupa allan þann munað, sem sendur er hingað í ruslakompur stríðs- gróðamannanna. íslenzkar kon- ur bera nú yzt og innst gljáandi og skræpóttan silkifatnað, ís- lenzkir herrar verða frægir fyr- ir óhófleg fatakaup erlendis, og sum íslenzk börn hafa nú á milli handanna leikföng, sem kosta meira en það, sem marg- ur hafði til þess að fleyta fram lífinu fyrir stríð. Þetta minnir mig á sögur, sem ég hefi heyrt. Sögur um fyrstu kynni villi- manna og Norðurálfubúans. Þar sem villimenn láta gull sitt og gersemar í skiptum fyrir glingur og verðlaust drasl hvíta mannsins. Ég vil, að íslendingar skilji, að þeir mega ekki láta það gull og þær gersemar, sem þeir eiga —atvinnuvegi sína og atvinnu- fyrirtaéki, fjöregg sitt og hyrn- ingarstein undir lífsafkomu sinni — fyrir skjótt unnin og skammgóð uppgrip erlends stríðsgróðafjár, því að þegar allt kemur til kastanna, þá er sjálfstæður og blómlegur at-‘ vinnurekstur aðalskilyrði til þess, að þjóð okkar geti verið sjálfstæð, og það veitir okkur einnig skýlausastan rétt til sjálfræðis, ekki síður en forn- bókmenntir og þúsund ára andleg menning. Yfir ísland hefir aldrei runn- ið önnur eins gullöld og nú. Það má með réttu segja, að hver maður hafi meira en þarí- ir hans krefjast. Vandamálið er því ekki skortur, heldur spurn- ingin: kunna Islendingar að hagnýta þau auðæfi, er þeim hafa borizt upp í hendur, til eflingar atvinnuvegum sínum og til þess að búa svo í haginn, að hér búi ríkari, sjálfstæðavi og menntaðri þjóð eftir strlð en fyrir. Atvinnufyrirtækin, er ganga heldur saman og sífelldur straumur hins vinnandi fólks úr sveitunum til bæjanna, sýnir, að almenningur sér skammt í máli þessu. Prangararnir, sem hrópa á rýmra verzlunarfrelsi, og að „allt verði gefið laust“, benda á það, að miklum hluta þeirra, sem fer með fé lands- manna, er kærari auðfenginn veltuauður, en hagur þeirra og landa sinna. Það má því segja, að síðasti bakhjallurinn í þessu máli, sá bakhjallur, sem ekki má bresta, sé hjá þeim mönnum, sem fara með völd þessa lands. En verk- efni þeirra er nokkuð áþekkt því, sem íslenzki bóndinn hafði fyrr meir, er hann safnaði fyrn- ingum fyrir bústofninn í góðær- inu, til þess að búa sig unóir hörðu árin. Valdhafarnir verða að vinna á móti þeirri víxnu, er sigið hefir á landsmenn, með öllum þeim vopnum, er þeir hafa, og beita öllum kröftum til að búa svo í haginn, að auð þeim, sem nú berst inn í land- ið, sé veitt til eflingar atvinn- fyrirtækjum landsmanna, land- búnaði þeirra og til þess að tryggir markaðir séu unnir fyr- ir afurðir og iðnaðarvörur þeirra, þannig, að í staðinn fyr- ir að standa með stríðsgróðann fokinn á braut og atvinnufyrir- tækin í rústum að stríðinu loknu, þá eigum við efld at- vinnufyrirtæki og betri aðstöðu til þess að veita öllum landslýð vinnu og brauð en fyrir stríð. Þetta er stærsta vandamál okkar Islendinga nú sem stend- ur, og lausn þess verður þung á metunum, er vega skal, hvort við erum menningarþjóð eða ekki. Flestar þjóðir láta nú ein- staklingshyggjuna víkja fyrir heildarhag, af því að þörfin knýr þær til þess. Því skyldum við ekki einnig geta það. Hver veit, nema að við séum einmitt nú að heyja þá ströngustu bar- áttu, er við höfum ennþá háð fyrir frelsi voru og sjálfstæði? Gætum við því ekki látið niður falla alla klíku- og eigin- hagsmunapólitík, sem fyllir málgögn landsmanna af auð- virðilegu moldryki um smá- vægilega hluti, sem ekkert snerta hin sönnu hagsmunamál íslendinga? Gætum við ekki samið með okkur grið á meðan þessi ógn- aröld geysar, og fylkt okkur um hagsmuni heildarinnar? Þjóð, sem hælir sér af forn- um bókmenntum og vill vera menntuð þjóð — þjóð, er hefir þolað „áþján, nauðir, svarta- dauða“ — þjóð, sem eitt sinn átti syni, er mæltu við harð- stjóra sína: „Vér mótmælum allir,“ hlýtur enn að eiga fram- sýni, samheldni og dug til þess að bjóða hættunum byrginn og sigra þær. Sk. • . ■ r * r ■ "■ -- -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.