Dagur - 05.02.1942, Side 2

Dagur - 05.02.1942, Side 2
2 DAGUR Pimmíudagiif. S.iebrúaf 1942 í dýrtíðarlögunum, sem F ramsóknarf lokku.rinn lagði fram á auka_þinginu í haust, voru þrjú aðalatriði: 1. Lögfesting á verðlagi inn- lendja vara og kaupgjaldi. 2. Framlag úr dýrtíðarsjóði til að halda niðri verðlagi er- lendra vara. 3. Stórfelld skattahækkun á háum tekjum og yrði þáð fé, er þannig aflaðist, sumpart lagt í dýrtíðarsjóð og sumpart í fram- kvæmdasjóð, sem væri látinn styðja verklegar framkvæmdir að styrjöldinni lokinni. Fyrstu tvö atriðin miða að því að hindra vaxandi dýrtíð og hækkandi kaupgjald, sem myndu reynast atvinnuvegun- um um megn, þegar verðlag út- flutningsvaranna lækkar aftur. Raunverulegt markmið þeirra er því að tryggja vinnustéttirn- ar gegn atvinnuleysi, gengis- falli og kjaraskerðingu, sem ó- hjákvæmilega kæmi til sög- unnar, ef atvinnuvegirnir stöðv- ast af framangreindum ástæð- um. Þessum tillögum Framsókn- arflokksins var hafnað á auka- þinginu. Sjálfstæðismenn og jafnaðarmenn létust trúa á hina „frjálsu leið“. Éftir tveggja mánaða reynslu var öllum ljóst, að hún myndi ekki koma að neinu haldi. Forráðamenn Sjálf stæðisflokksins hurfu því frá henni. Þeir hafa nú fengizt til að styðja tvö aðalatriðin í dýr- tíðartillögum Framsóknarfl., lögfestinguna og framlög úr dýrtíðarsjóði til að halda niðri verðlagi erlendra vara. Barátta Framsóknarflokks- ins hefir að þessu leyti borið mikinn árangur. Gerðardóms- lögin og framlög úr dýrtíðar- sjóði munu orka miklu gegn dýrtíðinni. En þriðji þátturinn í tillögum Framsóknarmanna er enn óleystur. Skattahækk- unin á stríðsgróðanum er enn eftir. Ef unnt hefði verið að taka þessi mál í réttri röð, hefði verið réttlátast og eðlilegast að afgreiða skattabreytinguna fyrst. Þá hefði ekki skapazt hjá launastéttunum nein tor- tryggni um það, að dýrtíðar- ráðstafanirnar ættu fyrst og fremst að ná til þeirra, en há- tekjumennirnir ættu að kom- ast undan með misjafnl. feng- inn gróða. En rás viðburðanna hefir orðið þannig, að ekki hef- ir verið auðið að taka málin í þeirri röð. Gerðardómslögin, sem raun- verulega lögfesta kaup og kjör launafólks og bænda, gera það enn nauðsynlegra en áður að stríðsgróðinn sé réttlátlega skattlagður. Það væri ranglæti í mesta máta, ef launakjör meg- inþorra þjóðarinnar væru lög- bundin, meðan fáir menn gætu safnað meginhluta stríðsgróð- ans í eigin pyngjur og notað þetta fé til að auka braskið og verðbólguna í landinu. Fátt væri líka þjóðinni háskasam- legra en að fjármagnið drægist í fárra.manna hendur og skap- aði þeim aðstöðu til þess að drottna yfir almenningi. Rétt- lát lausn skattamálsins er því stærsta velferðar: og réttlætis- málið, sem nú bíður úrlausnar. Það fyrirkomulag er nú ríkj- andi í skattamálunum, að menn geta dregið skatta fyrra árs frá skattskyldum tekjum. Skatt- greiðendur, sem greiddu háa I skatta í fyrra, geta því að miklu leyti komizt undan því að greiða skatt af tekjum s.l. árs. Framsóknarmenn reyndu að fá þessu fyrirkomulagi breytt á aðalþinginu 1941, en það tókst ekki þá. Ef þessu verður ekki breytt á næsta þingi, jafnframt nokkrum öðr- um endurbótum á skattalögun- um, myndi stríðsgróðinn að mestu leyti lenda í fárra manna höndum. Það er sjónarmið Framsókn- armanna að líta beri á stríðs- gróðann sem sameign þjóðar- innar, er eigi að geymast til örðugri tíma. Nú getur þjóðinni ekki nema að litlu leyti notazt hann til gagns. En eftir styrj- öldina þarf hún að endurnýja framleiðslutæki sín og halda uppi miklum verklegum fram- kvæmdum í stað hinnar óeðli- Iegu hernaðarvinnu nú. Þetta getur aldrei orðið, ef stríðsgróð anum verður eytt í tilgangs- lausa kaupgjalds- og verðlags- keppni eða hann dregst í hend- ur fárra manna, sem eingöngu ráðstafa honum í samræmi við eigin hagsmuni. Útgerðarfélög eiga rétt á því að fá að safna nægilegum varasjóðum til end- urbyggingar skipa sinna og tryggingar rekstrarins, en vara- sjóðirnir eiga að vera undir ströngu eftirliti, sem tryggir það að þeim sé ekki ráðstafað á y<yo‘o'o*íAAJYrtAAA/íAyo‘oío,t)‘0‘o‘lJ*o*tí*(AJí Ullarjavi nýir litir. HANNYRÐAVERZLUN RAGNH. O. BJÖRNSSON. $x$x$x$x$x$x$><$>&$>®&$><$>m><$x$x$>^^ Kaupum góða Ullarleisla hæsta verði. PÖNTUNARFÉLAGIÐ. ÓTTINN VIÐ SKORTINN. (Framhald af 1. síðu). byggja upp, en ekki rífa niður. Til þess að þetta megi verða, dugar ekki að fela „óháðu ein- staklingsframtaki“ framkvæmd- irnar, eins og síðast, heldur verð- ur ríkið að hafa íoryztuna, ein_ og styrjöld stæði og verja stór- um hluta þjóðarteknanna th a'amleiðslunnar og fyrirbyggja atvinnuleysi og volæði. Allar áætlanir þessu viðvíkj- andi verða að vera til taks strax að stríðinu loknu og tilbúnar tii framkvæmda. Hanson telur óhikað að takaz, megi að breyta stríðshagksrfi í .riðar- og uppbyggingarkerxi án nokkurs millibils, þar sem skortur og böl hlýzt af, og upp aí þéim grundvelli megi reis_ aið nýja þjóðfélag, — þar sem jkorturinn og óttinn eru ekki _engur aðalféndur mannlegrar aamingju. Uausl. eftir amerísku útvarpi). annan hátt. Það, sem er þar framyfir af tekjum útgerðarfé- laga, verður að renna í hinn sameiginlega sjóð þjóðarinnar, og sama gildir með gróða verzl- unarinnar. Framsóknarflokkurinn mun telja það eitt meginverkefni sitt á næsta þingi, að tryggja réttláta skattlagningu á stríðs- gróðann. Flokkurinn mun 'eggja orku sína í það, að skattamálin fái skjóta og rétt- láta lausn. Hugleiðingar á áramótum Árið 1941 hefir kvatt okkur, og hið nýja ár er gengið í garð. Við erum enn ekki búnir að átta okkur á, hvað gerzt hefir um tveggja ára skeið og horf- um nú með undrun og ugg fram á veginn. Engan skyldi undra það, því að á tveim síð- ustu árum hafa borið að hönd- um þau tíðindi, sem merkari eru öllum þeim, er skráð hafa verið á spjöld sögunnar, allt frá því, að landið byggðist. En þau tíðindi eru, að hin gráa vél- tækni nútímans hefir, ef svo mætti segja^ breytt landfcæði- legri stöðu Islands. Fyrr var það einangruð, lítt byggð eyja nyrzt í Atlantshafi, en nú er það útvörður annarar stærstu heimsálfunnar og lykill að Norður-Atlantshafi. ísland hef- ir því fengið nýtt gildi fyrir hernaðarþjóðimar — hernaðar- gildi. Árið 874 og árin 1940— 42 eru því hliðstæð. Munurinn er aðeins sá, að árið 874 er ís- land numið af norrænum vík- ingum, en á árunum 1940— 41 uppgötvar hin gráa heims- menning eyjuna og sendir hingað til landnáms erindreka sína og vítisvélar. Við íslendingar höfum tæp- ast gert okkur Ijóst, hversu stórvægilegir atburðir eru að gerast hér. Ég býst við, að okk- ur sé ekki aðeins gáta, hvað sé í vændum, heldur og hvað sé að gerast með þjóðinni og hver afstaða hennar sé og ætti að vera gagnvart þeim vandkvæð- um, er við þurfum að leysa daglega. Ég er að vísu aðeins Fokdreifar. Bréfkorn að surman. Reykjavík, 27. jan. JT’OSNINGADAGURINN rann upp mildur og bjartur aneð snjóföli á jörðu. Hafi einhverjir hér í borg saknað kosninganna, báru þeir harm sinn í hljóði. Hermann og Eysteinn voru á skíðum, Ólafur Thors og Ja- kob fóru ekkert út, Stefán Jóhann leit yfir allt, sem hann hafði gert. Og sjá, það var harla gott, en lítið. Alþýðublaðið kemur út á hverjum morgni og er nú réttnefndur Alþýðu- moggi. Heldur er blaðið lint í sókn- um og engu líkar en samvizkan sé slæm eða sannfæringarkrafturinn lít- ill. Með köflum hefur það þó reynt að æsa til lögbrota í svipuðum tón og kommarnir. Það leikur varla á tveim tungum, að Framsóknarflokkurinn hafi vaxið í áliti hér um slóðir fyrir hina ein- arðlegu sókn sína í dýrtíðarmálun- am. Og þessi alda mun hafa átt drýgstan þátt í stefnuhvörfum Sjálf- stæðisflokksins í málinu. Menn tóku síka mjög eftir yfirlýsingu Ólafs Thors í greinargerð hans fyrir gerð- ardómslögunum, að skylt væri að lóta ríkið fá sinn skerf af stríðsgróða og hátekjum. Þessi orð verða vart akilin á annan veg, en að Sjálfstæð- sflokkurinn ætli að styðja skattatil- ögur Framsóknarflokksins, er fram •'oru lagðar á síðasta þingi. Þær voru .íka réttlátar og hóflegar. Ætti því ikki að þurfa að efa framgang þeirra á næsta alþingi, ef hugur hefir fylgt pessu máli Ólafs Thors og flokks- menn hans bregðast honum ekki. Að óreyndu verður ekki efazt um fylgi Alþýðuflokksins, nema hann láti kommúnistana ginna sig í öfgar og yfirboð eins og stundum hefir hent pá áður. Það var herbragð Alþýðuflokksins að „draga Stefán Jóhann út“, rétt fyrir kosningarnar. Er ekki laust við að menn hendi gaman að þessari út- dráttarstarfsemi flokksins. Hún hefir heldur ekki reynzt sigursæl. YFIRLEITT má vera að menn líti nokkuð öðrum augum á verðbólg- una og ástandsvímuna hér syðra en annars staðar á landinu. Hvað verð- ur um höfuðborg landsins, ef þriðj- ungur allra verkfærra manna venst á það árum saman að eiga alla sína afkomu undir hernaðarvinnu er- lendra aðila? Framleiðslan hlýtur að minnka til lands og sjávar og fram- leiðslutæki ganga úr sér. Kommún- istar hafa haldið því fram, eftir að þeir komu úr „hinum konunglega föðurlandsástarskóla", að okkur beri að skipuleggja allt vinnuafl í land- inu til landvarna og hernaðarvinnu. Annað er að óska ákveðnum styrj- aldaraðila sigurs — hitt er að ganga honum óskiptur á hönd og verða háður framkvæmdum hans. Þetta sjá allir viti bornir menn, og þeir, sem hafa nokkurn metnað og framsýni, reyna að Stemma á að ósi. J7F Framsóknar- og Sjólfstæðis- menn geta nú um sinn sameinazt um það sjónarmið, að halda uppi drengilegri stjórn út á við og rétt- látri stjórn inn ó við, þrátt fyrir skoðanamun í mörgum smærri mál- um, ber að fagna samstarfi þeirra. Þegar svo stendur á sem nú, er ekk- ert eðlilegra en Framsóknarflokkur- inn sé burðarásinn í ríkisstjór* og stjórnmálum yfirleitt Hann er næst því að vera samnefnari hinna bjarg- álna vinnandi stétta í landinu bæði til sjávar og sveita. Mjög fátt er þar að tiltölu af ríkum mönnum né ör- snauðum. Þeir hafa safnazt í flokk- ana til hægri og vinstri. Hvorugur hópurinn ætti að vera til í vel skipu- lögðu þjóðfélagi. Þetta finna menn ósjálfrátt, fleiri og fleiri. Þess vegna hafa orðið straumhvörf við þessar nýafstöðnu kosningar. Fylgi Framsóknarfl. hefir aukizt við sjávarsíðuna og það mun halda áfram að aukast þar. Frá upp- hafi hafa andstöðublöðin innprentað fólki þær blekkingar, að stefna Framsóknarflokksins væri andstæð hagsmunum sjávarútvegsins. Allir, er við sjó byggju, hlytu því að vera í einhverjum öðrum flokki. Þrátt fyrir þetta hafa staðreyndirnar hallað fleirum og fleirum sjómönnum og út- gerðarmönnum að Framsóknar- flokknum. Útgerðarmenn á Norður- landi hafa opinberléga lýst sig fylgj- andi stefnu flokksins í sjávarútvegs- málum. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefir bilað þar, að verulegu Ieyti. Alþýðuflokkurinn virðist lítt til for- ystu fallinn, ekki sízt vegna kapp- hlaups síns við kommúnista. þETTA er nú orðið lengra mál en ég ætlaði í fyrstu. En það mó telja gæfumerki fyrir þessa þjóð, að hún metur staðreyndir, þegar mest á ríður og fylkir sér fastar um stefnu okkar Framsóknarmanna. Með vinsamlegri kveðju. Reykvíkinéur. leikmaður, sem spyr eins og allir hinir, en því meir sem ég hugsa um þessi mál, því heit- ara óska ég, að íslendingar ættu meir af heilbrigðri gagn- rýni og sjálfsmati og skildu betur, að vinni þeir heildinni til heilla, þá vinna þeir sjálfum sér. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég geti greitt úr öllum vandamálum íslendinga; mig langar aðeins til að benda á eitt vandamál, er mér finnst varða hag íslenzku þjóðarinnar meir en margt annað, sem nú er efst á baugi. Mér finnst það jafnvel varða meiru en sið- ferðismálin og sjálf heimsstyrj- öldin. Ég hefi að nokkru getið um, hvað er að gerast. En það er, að erlendur her hefir sezt hér að, a. m. k. til bráðabirgða. Að tölu mun þessi her vera mánn- fleiri en landsmenn allir til samans. Dvöl hans hér hlýtur að valda miklum byltingum á þjóðarhag íslendinga, bæði beint og óbeint, jafnvel þótt hann dvelji hér ekki, nema um nokkurra ára skeið. Áður en þessi tíðindi gerð- ust, má segja, að íslenzka þjóð- in hafi verið í deiglunni. Hún hafði nýlega gengið undir þá eldraun, að efla fiskiveiðar og gera þær að aðalatvinnuvegi sínum, um leið og hún reisti við landbúnaðinn. En sú bylting er gagngjörðari en margan góðan Islending grunar, því að land- búnaðurinn, aðalatvinnuvegur íslendinga, allt frá því að land var numið og fram til loka 19. aldar, er líklega sú hryggileg- asta rányrkja, sem sögur fara af, og engin Norðurálfuþjóð hefir staðið nær bronzealdar- mönnum í atvinnuháttum sín- um, en íslendingar á miðöldum. Árið 1939 hafa þeir lyft þvx grettistaki að fullu, að koma á fót nýjum atvinnurekstri, fiski- veiðunum, sem var fullkomlega

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.