Dagur - 05.03.1942, Síða 3

Dagur - 05.03.1942, Síða 3
Fimmtudaginn 5. marz 1942 3 DAGUR Jarðarför konunnar minnar, Bergþóru Berg- vinsdóttur, fer fram frá heimiii hinnar látnu, Odd- eyrargötu 24 Akureyri, 10. þ.m. og hefst með bæn kl. 1. Akureyri 4. marz 1942. Fyrir hönd mína og annara aðstandenda. fúlíus Jóhannesson. Ritstjórn innlendra og erlendra frétta annast Haukur Snorrason, heimasimi 460. Eru menn beðnir að snúa sét til hans með allt það, er varðar al- mennan fréttaflutning blaðsins. — Annað aðsent efni sendist til Jó- hanns Frímann, ritstj., Hamarsstíg 6, sími 264. — Til hans skal einnig senda bækur og rit til umsagnar i blaðinu. — -- METRI (ekki meter) — LÍTRl (ekki líter). T ESANDI skrifar blaðinu: „Mik- “ ið er nú rætt og ritað um hnignun málfarsins og tungunnar, sem ýmsum finnst ískyggileg. En jafnframt þessu er átölulaust af þeim, sem „hafa orðið“, látin við- gangast í blöðum og útvarpi hin öm- urlegustu orðskrípi og mállýti, án þess að stuggað sé við þeim. Það var mikið um það deilt á sinni tíð, hvort þýða ætti á hreina íslenzku metrakerfið og komu margar uppá- stungur fram um ííin ísl .heiti. En eins og kunnugt er, urðu ekki hin ísl. heiti ofan á, heldur fengu hin út- lendu orð að halda sér, en mikil áherzla var þá á það lögð, að þessi útlendu nöfn yrðu látin fylgja ísl. beygingareglum, að meter yrði metri og líter lítri o. s. frv. Þetta virðist og hafa verið gert um stund, og þó ekki af öllum. Nú er þetta svo, að til vansa er hverjum, sem betur veit. Það er t. d. ömurlegt að sjá auglýst í blöð- um verð pr. líter og pr. meter, og ættu blöðin að harðneita að birta slíka málhneisu, ef þau vilja vera og verða íslenzk. Hvers vegna má ekki segja: kostar 70 aura lítrinn, eða 50 krónur metrinn, eða í staðinn fyrir pr. kér., annað hvort: hvert kgr. eða kílógrammið. Verzlunarstéttin verður að lagfæra þetta. Allir, sem afgreiða í búðum þurfa að kunna skil á þessu og nefna metrakerfið samkv. réttum ísl. regl- um. — Skólarnir standa illa að vígi að berjast við þenna draug, ef búðirnar og blöðin keppast við að halda í honum líftórunni". 22 — þ. e. stórir tveir meö litl- um tveimur íyrir utan og oían. — Sbr. éamla þjóðsögu. Ð líkindum er það B. T., er í krafti stærðfræðikunnáttu sinnar hyggst í síðasta „Norðanfara" afsanna þau ummæli „Dags“ sem hina örgustu fjarstæðu, að útstrikana hafi ekki gætt að verulegu ráði á öðrum kjör- listum en E-listanum. Nú skilst oss, að til þess að slíkur samanburður sé réttlátur, sé ekki nóg að bera saman tölu útstrikana og tilfærslna á hverj- um lista um sig, heldur beri einnig að taka tillit til heildartalna þeirra kjós- enda, er veita listunum fylgi. Sé þetta gert, kemur t. d. í ljós, að útstrikanir og tilfærslur á efsta manni B-listans eru aðeins rösklega 1% af heildar- fylgi listans, en sama tala er ca. 7%% þegar til kasta E-listans kemur. Virð- ist mega sjá minna gróm í mat sínum en meira en sjöfaldan mun. Hitt er svo annað mál, að „Dagur“ er sam- mála B. T. um, að það muni orka tví- mælis, hvort núgildandi kosningalög veiti ekki minnihlutanum meiri rétt en eðlilegt sé, með ákvæðum sínum um þetta efni. „Oldin var önnur, er Gaukur bjó í Stöng..." ATT er það: „Klappirnar11 neðan Brekkugötu eru fagur staður og gæti þó verið enn fegurri í framtíð- inni. Það mun rétt stefnt að leyfa ekki byggingar einstakra manna á þessu svæði. — Hinsvegar virðist enginn sérstakur skaði, þótt drepið sé í skörðin í húsaröð þeirri, er þegar er komin austan Brekkugötu, þvi að sjálfsagt verður almenningi eftir sem áður tryggður greiður gangur niður á „Klappirnar" frá götunni. „Þá var öld- in önnur, og annað sóknarlið," segir Norðanfari um þetta efni, er hann ber saman framsýni fyrri bæjarstjórna og peirrar núverandi um útlit og fegrun bæjarins. Gauks í Stöng er líka getið í einhverri fornsögu sem eins hins fræknasta manns, en enginn fær þó að vita, hvaða afrek hann hafi unnið, nema það, að hann bar af húsfreyj- unni á Steinastöðum í sérstökum við- skiptum. Afrek bæjarstjórnar undir forustu J. Sv. verða víst með álíka pjóðsagnablæ í framtíðinni eins og saga Gauks — ef þau gleymast þá ekki alveg, þegar tímar líða fram! IVAaeðiveikl . . . . Framh. af 1. síðu. nokkru síðar varð hennar vart í Holtakoti ,sem er næsti bær við Hriflu, og nú á þessu ári á Krossi í Ljósavatnsskarði og Sigríðarstöðum i sömu sveit. Bærinn Selland í Fnjóskadal hefir verið í eyði nú um nokkur ár, þangað til hann var byggður í vor af bóndanum sem nú býr þar, en hann fluttist þangað frá Sigríðarstöðum og hafði fé sitt með sér þaðan. Er talið víst ao mæðiveikin á Sellandi hafi kom- ið þangað með fénu frá Sigríð- arstöðum, og hefir hennar ekki orðið vart annars staðar í daln- um. Um síðustu helgi fór fram rannsókn á fé hér á Akureyri, en ekki mun hafa orðið vart neinnar veiki hér. Þá fer fram rannsókn á fé í Eyjafirði þessa dagana og mun henni ekki lok- ið enn. Heimildarmaður þessarar fregnar er Halldór Ásgeirsson, sláturhússtjóri. Elzta vélsmiðja . . . (Framh. af 1. síðu). ana til þessarar steypu smíðaði eg sjálfur". En það er fleira en málm- steypuofnar, sem Óskar Sigur- geirsson hefir smíðað sjálfur. Því hann hefir um margt gerzt merkilegur brautryðjandi í iðn sinni hér um slóðir, upphugsað nýjar aðferðir og kannað nýjar leiðir. T. d. byrjaði hann á því að lýsa verkstæði sitt með gas- ljósi og smíðaði áhöldin til þess sjálfur. Tóku margir þessa ný- breytni upp, og var þetta ljósa- áhald Óskars töluvert notað, þar til rafmagnið kom til sög- unnar. Þá tók hann upp þá að- ferð við gangsetningu véla í skipum, að dæla lofti í hylki í landi og flytja um borð í skip- in, er loft vantaði þar, og smíð- aði hann bæði dæluna og hylk- in. Auk slíkra hluta smíðaði Óskar grammofón árið 1912, líklega þann fyrsta, sem gerður var hér á landi og útvarpstæki sitt, sem hann notar nú, er hans eigið smíði. Óskar Sigurgeirsson hefir komið töluvert við sögu opin- berra mála hér í bænum. Hann átti um eitt skeið sæti í bæjar- stjórn Akureyrar. Hann var einn af stofnendum Vélstjóra- félags Akureyrar, fyrsti formað- ur þess og nú heiðursfélagi. Þá var hann um skeið formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Hann var fyrsti vélskoðunar- maður ríkisins hér á staðnum og átti sæti í sjódómi. En þótt Óskar hafi látið til sín taka í þessum málum, þá ber fyrst og fremst að þakka honum brautryðjandastarf hansá sviði þeirrar iðngreinar, sem hann hefir,nú þjónað af dugnaði, hag- leik og hugvitssemi um 30 ára skeið. „Dagur" árnar honum og fyr- irtæki hans allra heilla á þess- um tímamótum. f Gerðardómurinn hefir nú kveðið upp úrskurð um samn- ingana milli S. í. S., vegna Gef j- unar og Iðunnar, annarsvegar, og Iðju, félags verksmiðjufólks, hinsvegar. Staðfesti gerðardóm- urinn samninginn, að öðru leyti en því, að 5 % grunnkaups- hækkun var felld niður. — Kjarabæturnar, sem um samd- ist og staðfestar hafa verið, eru þessar: 1) Raunverulegur vinnutími verður 8 stundir á dag í stað 8 Vá st. áður, að meðal- tali. 2) Launauppbót, sem fólkinu er greidd, skv. fyrri samn- ingum, breytist þannig, að það kemst í hæsta uppbót- arflokk eftir 4 ára starf, í stað 8 ára áður, og er upp- bótin greidd mánaðarlega, í stað þess að hún var greidd í árslok áður. 3) Sumarleyfi verður nú 10 dagar, í stað 7 daga. greiða til bæjarins, nema að eiga það á hættu, að aðsókn að sýningum minnkaði að miklum mun. Útlát fyrir N.-B. eru það eng- in, hvort það greiðir 20 aura eða 50 aura af hverjum miða í skatt til bæjarins, svo framar- lega, sem sú aðgöngumiða- hækkun hefir ekki áhrif á að- sókn. Dragi úr aðsókn, er það vitanlega jafnt tap fyrir bæjar- sjóð eins og Bíóið sjálft og því sjálfsagt að stilla í hóf aðgöngu- miðaverðinu. Þetta er fjárhagsnefnd vel ljóst og virtist meira að segja Steingr. Aðalsteinsson fyllilega skilja þetta og viðurkenna. Til athugunar kom sú leið að semja reglugerð um skemmt- anaskatt fyrir bæinn og fá hana staðfesta af ríkisstjórn, en okk- ur var vel ljóst, að í fyrsta lagi tók það nokkum tíma, en hins vegar mjög áríðandi að bærinn færi strax að njóta tekna af þessum skatti. í öðru lagi var ekki talið fært að leggja skemmtanaskatt á neinar aðrar skemmtanir í bænum en bíó- reksturinn og í þriðja lagi taldi fjárhagsnefnd ekki rétt að leggja til að byrja með hærri skatt á Bíóið en það, sem það bauðst til að greiða, til þess að eiga ekki of mikið á hættu með að aðsókn minnkaði og skatt- tekjurnar þá að sama skapi. Ef til vill getur hvorugt blað- anna, „Verkamaðurinn" eða „Norðanfari", skilið, að hægtsé að ná sama árangri og jafnvel betri með frjálsu samkomulagi heldur en með lagaboði, og ætla eg mér ekki að reyna til að koma þeim í skilning um það. En með þessu samkomulagi hefir bærinn tryggt sér allt að kr. 35,000.00 aukatekjur á ári, svo frumarlega, sem aðsóknin að Bíó ekki minnkar frá því sem hún var árið sem leið. — Þessar tekjur hefði bærinn getað haft árið 1941 og sennilega svipaðar árið 1940 hefðu þeir, sem nú gala hæst um fjárplógsmenn og fjármálaspillingu, haft vit og framkvæmd til að fara þá leið, til fjáröflunar, sem nú er farin, fyrir forgöngu Framsóknar- manna í bæjarstjórn. Þar sem mjög mikil áherzla er lögð á það í greinum beggja þessara blaða, að eg hafi með þessu samkomulagi svikið bæinn um lögmætar tekjur til hagnaðar fyrir Bíó og þá um leið til per- sónulegs hagnaðar fyrir mig sjálfan, vil eg aðeins benda á, að skemmtanaskatturinn hefir eng- in áhrif á útsvarsgreiðslu félags- ins til bæjarins. Bærinn hefir undanfarið lagt útsvar á allan gróða þessa fyrirtækis og mun auðvitað, eftir sem áður, halda áfram að leggja útsvar á það eftir því, hve hár gróðinn er hvert ár. — Ef félagið græðir mikið, er líka sjálfsagt að það greiði hátt útsvar, en fastur skemmtanaskattur af hverjum aðgöngumiða hlýtur ávalt að verða tekinn beint af bíógest- um, en ekki af hagnaði Bíósins. Bæði áminnst blöð tala um opinbera rannsókn í þessu máli. Mér væri mikil þökk á opin- berri rannsókn í málinu og skulu öll plögg til reiðu frá minni hálfu, hvenær sem er. En ég er ekki eins viss um, að þess- um blöðum sé, þegar á ætti að herða, svo mjög annt um op- inbera rannsókn. Það kemur þeim báðum áreiðanlega betur, að geta dylgjað um „eitthvað óhreint bak við tjöldin, sem ekki þolir dagsins ljós“. Jakob Frtmatmsson. Áthugasemd í 1. tbl. „íslendings“, frá 9. jan. þ. á„ er auglýst dánartil- kynning og jarðarför Guðmund- ar sál. Halldórssonar. Undir- skrift: „Aðstandendur". — í til- efni þessa vil eg leyfa mér, fyrir hönd bræðra og systkinabarna hins látna, sem eru nánustu nú- lifandi aðstandendur Guðm. sál., að birta eftirfarandi: Þeim var alls ekki kunnugt um andlát hans, og þá því síður jarðarför. Blaðið „ísl.“ sjá þeir ekki, en fréttu á skotspónum, æðilöngu seinna, hvernig komið var. Höfðu þeir því enga að- stöðu til að gefa út áðurnefnda auglýsingu eða vera viðstaddir jarðarförina. Við jarðarför Guðmundar sál. voru enda eng- ir, utan þar til kvaddir nauð- synlegir starfsmenn og ein öldr- uð kona af ætt þess látna, sem hafði fengið vitneskju um jarð- arförina. Hins vegar var Guðm. sál. nú síðast, eftir að hann varð heilsulaus, á framfæri Akureyr- arbæjar. Mun því framfærslu- fulltr., Sveinn Bjarnason, hafa auglýst og séð um útförina. En hvers vegna setur hann þá und- ir auglýsinguna: „Aðstandend- ur“, án þess að tilkynna eða tala við hans nánustu, t. d. bróður- inn, búsettan hér í bænum? Framfærslufulltrúinn hefir gengið hér lengra en sæmilegt megi teljast. — Hann hefir van- virt hið látna gamalmenni og aðstandendur þess. Jafnframt hefir hann brotið almennustu velsæmisreglur. Væri þetta raunverulega til- efni lengri skrifa, en skal þó lát- ið ógjört sem stendur. Akureyri 24. febr. 1942. Guðm. Snorrason. Herra Jóhann Frímann, rit- stjóri, hefir sýnt mér ofanritaða ádeilu G. S. og gefið mér kost á rúmi fyrir stutta athugasemd, sem hér fer á eftir: Með því að ekki var hægt að ætlast til eða vænta þess, að nokkur gæfi sig fram til að kosta eða annast útför Guð- mundar heitins, er lézt hér á sjúkrahúsinu og var einn af elli- launaþegum bæjarins, kom það til mín að sjá um framkvæmd hennar. Var það fullur vilji minn að láta hana fara vel úr hendi, og eigi síður fyrir það, að eg taldi okkur Guðmund hafa verið góða kunningja. Að eg auglýsti ekki útförina sem starfsmaður bæjarins gagnvart þurfalingi, var einungis fyrir það, að mér fannst hitt vinsam- legra og hlýlegra gagnvart öll- um hlutaðeigendum, og allra sízt geta verið nokkrum til ama eða ógreiða, eins og hér stóð á. Auk þess taldi eg mig, sem kom á að sjá um framkvæmd útfar- arinnar, vera þar eins konar að- standanda, þótt eg væri ekki einn vandamanna. Að auglýsa útförina, og þá þannig, að hún yrði sem flestum kunn, einkum hér í bæ, taldi eg sjálfsagt, og það því fremur, sem eg bjóst Framh. á 4. síðu,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.