Dagur - 19.03.1942, Side 2

Dagur - 19.03.1942, Side 2
2 ' -*■ DAGUR Fimmtudaginn 19. marz 1942 r r iSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSiSCSSSSa^; J-okdreifar. í 9. tbl. „ísl.“ ræðir ritstjór- inn enn um dýrtíðina, og reynir nú af veikum mætti að afneita þeim anda, sem jafnan hefir svifið yfir greinum hans um þau mál. En það er sá andi, sem sak- ar bændur um okur með slíkum endemum, að heita má að ein blekkingin sligi aðra. Og svo hneykslast ritstj. á því, að bændur skuli ekki líta á hann sem eins konar velunnara og forsvarsmann þeirra. Eg hefi sýnt fram á það í greinum mínum, hve fráleit sjónarmið „ísl.“ eru og ósann- gjörn í garð bænda, en skal árétta það að nokkru. Hvers vegna þegir ritstj. um það í öllum sínum skrifum, að reksturskostnaður við búrekstur bænda hefir hækkað, ekki.ein- ungis um vísitöluna, heldur um 100—300% og jafnvel meira? Hvers vegna þegir hann um það, að tekjur fjölda neytenda hafa hækkað, ekki einungis um vísitöluna, heldur um 150— 300% og stundum enn meira? En með því að þegja um þetta tvennt eru allar ályktanir „ísl.“ um þá hlið dýrtíðarmálanna, sem að bændum snýr, falsaðar um 100—300%. Það er því engin furða, þótt eg og aðrir bændur séum forviða á slíkum málflutningi og eigum bágt með • að skilja slík skrif sem velvild í garð bændastéttarinnar. Enda mun það mála sannast, að mörgum kotbónda mundi þykja þröngt fyrir dyrum, ef velvild „íslendings“ og aðstandenda hans ætti að vera einráð um þeirra hag. Ritstj. „ísl.“ biður um rök fyrir fjandskap hans í garð bænda. Eg get ekki nefnt betri rök fyrir slíkum áburði en.grein- ar hans sjálfs og skora hér með á bændur að kynna sér þær. Væri þarft verk að sérprenta dýrtíðargreinar „ísl.“ fyrir vorið og geta þá bændur sannfært sig um „velvildina“. Umræðum mínum um þessi mál er nú lokið að sinni, enda hefi eg öðrum mikilvægari störf- um að gegna en að leiðrétta rök- villur „fsl.“, þótt þess sé fyllsta þörf. Bændur eru að vísu ekki vanir háum tölum. En þeim of- býður líka mjög, þegar ritstj. „ísl.“ hagræðir sannleikanum um 100—300% bændum til óþurftar og tortryggingar í aug- um neytenda. Og hafi bændur að undanförnu verið í vafa um það, hvaða stjórnmálaflokki þeir eigi að fylgja, þá ættu þeir a. m. k. ekki að vera í vafa um að afneita íhaldinu og öllu þess athæfi í framtíðinni. . Tilgangur minn með skrifum mínum um þessi mál er sá að hnekkja hinum látlausu ásökun- um um bændaokur, ef verða mætti til að leiðrétta þann mis- skilning, sem af slíkum skrifum getur hlotizt. Hins vegar óraði mig aldrei fyrir því, að sá, sem harðast gekk fram í því efni hér norðanlands, rynni svo fljóttfrá fyrri staðhæfingum og gæfist svo gersamlega upp sem raun hefir á orðið. Jón Hjálmarsson. Árni Jó- hannsson §exlugnr Þann 16. þ. m. átti Árni Jó- hannsson gjaldkeri í Kaupfélagi Eyfirðinga sextugsafmæli. Var þá gestkvæmt á heimili hans, Þingval'astræti 1 hér í bæ, og fjöldi heillaskeyta barst honum um daginn. Er Árni sem kunn- ugt er vinsæll maður og vel metinn af öllum, er kynnast honum og því meira, sem kynn- in eru nánari. Upp úr síðustu aldamótum stundaði Árni nám í gagnfræða- skólanum hér, sem þá var ný- íluttur hingað frá Möðruvöll- um eftir brunann þar. Skömmu síðar gekk hann í kennaraskól- ann í Flensborg í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan 1905,. Eftir það var hann um skeið farkenn- ari í Öngulstaðahreppi og stund- aði um nokkur ár búskap á parti af jörðinni Kaupangi í sömu sveit. Árið 1915 réðst hann í þjónustu K. E. A., fyrst sem af- greiðslumaður í búð, síðan sem skrifstofumaður til 1921, en hefir verið gjaldkeri fé'agsins síðan. Öll þessi störf hafa hon- um farið prýðilega úr hendi. Menningarstig hverrar þjóð- ar má skýrast marka af því, hvernig hún býr að yngstu þegnum sínum — börnunum. Við Isl. höfum löngum huggað okkur við það, að að ástandið í þessum efnum væri víða bág- bornara en hér hjá okkur. Þó er nú svo komið, að uppeldismál bæjanna eru orðin þungt áhyggjuefni öllum, sem nokkuð hugsa þau mál. Valda því að miklu leyti breytt viðhorf og nýjar lífsvenj- ur, sem hafa skapast með örum vexti bæjanna. En þessar breyt- ingar hafa orðið svo snöggar, að foreldrar og aðrir uppalendur, sem flestir eru sjálfir runnir úr sveitum, hafa tæpast áttað sig á því, að þessi breyttu skilyrði krefjast meiri árvekni og vinnu í þágu barnanna en áður þurfti með. Sveitabörnin alast upp við störf og leiki í faðmi náttúrunn- ar. Þar vanta sízt verkefni og þar gefst gott næði til íhugana. Börnin þar hafa því skilyrði til þess að verða róleg og athugul. Aftur á móti er það hlutskipti margra bæjarbarna að hafast mest við á götunni við hark og háreisti í hópi misjafnra félaga. Mörg þeirra vanta störf við sitt hæfi. Orka þeirra brýzt þá út í misjafnlega háttprúðum leikjum. Þau sækjast eftir og þeim er leyft að sitja á kvik- myndahúsum. Þar fljúga mynd- ir og atburðir fyrir augu, og í Árni hefir verið áhugasamur um ýms mikilvæg málefm og lagst fast á sveif til framdráttar þeim. Snemma var hann mikið viðriðinn ungmennafélagshreyf- inguna, var helzti hvatamaður að stofnun ungmennafélagsins Árroðinn í Öngulstaðahreppi og lífið og sálin í því félagsstarfi. Um skeið var hann fjórðungs- stjóri ungmennafélaganna í Norðlendingafjórðungi. Þá hef- ir hann og átt mikinn þátt í stofnun og starfrækslu Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga og er formaður þess félags. Hefir fé- lagið undir stjórn hans verið hið athafnasamasta. Einnig er bind- indisáhugi Árna alkunnur, og hefir hann jafnan staðið í brjóstfylkingu þeirrar sveitar, er berst á móti neyzlu áfengra drykkja og þeirri spillingu, er hún hefir í för með sér. Auk þessa er hann einbeittur fylgis- maður samvinnustefnunnar og í þjóðmálum er hann fylgismað- ur Framsóknarflokksins og nýt- ur þar mikils trausts, enda hefir hann verið í kjöri frá flokksins hendi við Alþingiskosningar hér á Akureyri að undanförnu. Árni Jóhannsson hlaut kosn- ingu í bæjarstjórn árið 1938 og var endurkosinn við nýlega af- staðnar bæjarst jórnarkosningar. Forseti bæjarstjórnarinnar hef- ir hann verið síðan 1939. Hann er kvongaður Nikólínu Sölvadóttur frá Kaupangi, hinni ágætustu konu. Eiga þau hjón þrjár dætur uppkomnar. Dagur árnar Árna Jóhanns- syni al'ra heilla á þessum tíma- mótum á æfibraut hans og væntir þess, að hann eigi enn eftir að starfa lengi og vel að áhugamálum sínum í þarfir lands og bæjar. —WBMBIIII'aiWWi W—Baa^ —i „Þá var öldin önnur. . . . “ TTTVARPIÐ sagði nýlega frá því, w að danski sagnfræðingurinn, dr. Vilhelm la Cour hefði verið fluttur í fangabúðir í Þýzkalandi fyrir skrif sín um sambúð Dana og Þjóðverja. Viðskipti þessi hófust síðastliðið haust, er /a Cour var dæmdur í 80 daga fangelsi fyrir grein,er hann skrif- aði. Tímaritið „The American- Scandinavian Review" segir svo frá þessu nýlega: „Merkustu mennirnir, sem sitja i dönskum fangabúðum um þessar mundir, eru sagnfræðingurinn dr. Vil- helm la Cour og forleggjari hans, Arne Sörensen. Dr. la Cour var dæmdur í 80 daga fangelsi fyrir grein er hann nefndi „Talað til vor“, og Sörensen fékk 60 daga fyrir að gefa hana út. í grein sinni gerði la Cour saman- burð á ástandinu í Danmörku nú og í Þýzkalandi á dögum Napoleons mikla, er franskur her sat í Berlín, en því hafði þýzki heimspekingurinn Jo- hann Gottlieb Fichte lýst á sinni tíð í frægum fyrirlestrum við háskólann í Berlín. Fichte formtelti þeim, sem væru svo gjörsneiddir allri tilfinningu fyrir heiðri ættlands síns, að þeir gengju í þjónustu Frakka og sagði síðan: „Ef vér erum ekki megnugir að frelsa oss úr þessari ánauð sjálfir, eigum vér aðeins eina von, — England, — það gamla, harðgera, skelfilega seinláta en ótrúlega þrautseiga ríki. England verður þá einasta vígi frelsisins í Ev- rópu. Hugsið yður þá þakklætisskuld, sem vér munum standa í við England, ef það, mætt af margra^ ára erfiðri styrjöld, gæti samt frelsað þjóðir Ev- rópu úr ánauð! Enginn Þjóðverji gæti nokkru sinni greitt þá skuld“. Dr. la Cour gerði þessi orð þýzka heimspekingsins að sínum orðum, — en það var talið hættulegt fyrir „vin- samlega sambúð Danmerkur við um- heiminn", eins og það var orðað, — og la Cour var sviptur frelsi sínu! Litli-Jón og Litla-Gunna skemmta borgurunum. k RSSKEMMTUN Barnaskóla Ak. til ágóða fyrir ferðasjóð barnanna, er að dómi þess, er þetta ritar, ein- hver ánægjulegasta samkoma, er borgurum þessa bæjar býðst á ári hverju. — Það er skemmtilegt að sjá þennan stóra og fríða hóp sakleys- ingja glíma glaðan, siðprúðan og full- an eftirvæntingar við hinar fyrstu gestaþrautir mannlegs samstarfs og íélagsþroska, undir sterkri, ósýnilegri stjórn kennara sinna á bak við tjöld- in. Fæstir áhorfenda munu gera sér þess ljósa grein, hve geysilegt starf hér hefir verið unnið til undirbún- 'ngs, áður en þeim Jóni litla og Gunnu hefir verið breytt í málsmetandi leik- ara, upplesara og söngvara, er kunnu vel að koma fram fyrir áhorfendur og flytja þar mál sitt með rögg og prúð- mennsku. Margt skemmtiatriðanna er og ávallt saman sett af mikilli smekk- vísi og hugvitssemi; eiga þau vafa- laust góðan þátt x því að vekja ímyndunarafl barnanna og laða þau til hugsunar um ýmis lífssannindi, ekki síður en ævintýrin gömlu, með- an þau voru sögð og á þau hlýtt með óskiptum áhuga og athygli náttúru- Darnsins, sem nútímamenningin hafði ekki þegar offyllt og ofmettað auð- sóttum og fyrirhafnarlausum gæðum fyrir augu og eyru. jg^Ð ÞESSU sinni veittu menn þó sýningunum úr Völsungasögu sér- staka athygli. — Það er sorgleg saga, ef æskulýður vorra daga er að tapa öllu skynbragði og áhuga á hinum fagra og stórfenglega skóldskap, sem víða er fólginn í fornritum vorum. Þá er t. d. illa komið menningu „sögu- þjóðarinnar", ef kvæði Gríms Thom- vemdarhendi yfir börnunum, svo að foreldrarnir geta verið áhyggjulaus um þau þann tíma dagsins, sem þeir eru störfum hlaðnir. En þegar kvöldið kemur með hvíld og frið heimilisins, er barnið aftur í móðurfaðmi og föðurörmum. Að líkindum er það þá miklu glaðara og ánægð- ara heldur en ef það hefði „átt sig sjálft“. Ólíkt mun það þægi- legra fyrir þreytta móður að fá barnið sitt hreint og glatt frá dagheimili — heldur en ef til vill grátandi og óhreint af göt- unni, þar sem það er svo að segja fyrir hunda og manna fót- um. Stofnun fullkomins dagheim- ilis fyrir börn, þar sem þau fengju líkamlega og andlega umhirðu og umönnun og leik og starf við sitt hæfi, er eitt af að- kallandi nauðsynjamálum þessa bæjar. Framkvæmd þess ætti að vera næsta skref í starfi þeirra félaga, sem að nokkru eða öllu leyti hafa helgað börnunum starf sitt, og bærinn legði þá vit- anlega til sinn bróðurpart. Séu nokkrir möguleikar til þess, að vísir slíks heimilis gæti tekið til starfa á komandi sumri, mun því verða mætt með fögn- uði óg skilningi fjölda margra foreldra. X, Barnaheimili. eyrum þeirra hljóma erlend mál og alls konar hávaði. Mikið af sýningum þessum eru að efni til lítt við barna hæfi og fara því hugsunarlítið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, en ná þó að verka æsandi og truflandi, svo að hugur þeirra verður hvarfl- andi og stöðvast tæpléga við neitt. Þessi sundurleitu og trufl- andi áhrif verlca lamandi á hugsun, námshæfileika og jafn- vel siðgæðisþroska barnanna. Fyrsta skilyrðið til vaxtar hverri lífveru er það, að hún fái að dafna í ró og næði, einkum fyrst, meðan hún er veikbyggð- ust. Þetta ættu allir að hafa hugfast, sem koma nálægt barnauppeldi. „Höndin, sem ruggar vöggunni, stjórnar heim- inum“ og framtíðin byggist á uppeldi æskunnar. Þung ábyrgð hvílir því á kynslóð nútímans gagnvart þeirri næstu. Sem betur fer er mörgum for- eldrum það allvel ljóst, að börnin eru fyrst og fremst gjöf þeirra til lífsins og framtíðar- innar. Á síðustu árum hefir mjög aukizt skilningur á gildi sveita- lífsins fyrir börn. í stærri bæj- unum hafa nú sterkir kraftar margra félaga starfað að því að koma sem allra flestum börnum í sveit um 2—3 mánaða skeið yfir sumarið. Auk þess eru víða starfandi leikvellir og dagheim- ili fyrir yngri börn. í þessu efni er þó Akureyri eftirbátur annarra stærri bæja, því að hér hefir aldrei verið starfrækt dagheimili barna. Á því mun þó orðin brýr þörf, ekki sízt nú, þar sem van rækt börn þiggja nú uppeldi sitt af erlendu hermönnunum að nokkru leyti. Auk þess er nú greiðara um atvinnu en fyrr, og vilja margar fátækar mæður, sem eðlilegt er, reyna að afla heimili sínu tekna, meðan aðstæður leyfa. Þær og margar fleiri mæður, sem ekki láta sér á sama standa um vel- ferð barna sinna, mundu fagna því að eiga kost á að koma börn- um sínum á dagheimili undir gott eftirlit og umhirðu, meðan annir dagsins hindra þær sjálfar. Það er hinn mesti misskiln- ingur, sem mun þó vera ríkjandi hjá ýmsum, að dagheimili barna dragi uppeldið úr höndum for- eldranna eða móðurinnar. Þvert á móti styðja þau uppeldisstarf foreldranna með því að halda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.