Dagur - 19.03.1942, Qupperneq 3
FÍmmtudaginn 19. rriarz 1942
3
Ritstjórn
innlendra og erlendra frétta annast
Haukur Snorrason, heimasimi 460.
Eru menn beðnír að snúa sér til
hans með allt það, er varðar al-
mennan fréttaflutning blaðsins. —
Annað aðsent efni sendist til Jó-
hanns Frímann, ritstj., Hamarsstíg
6, sími 264. — Til hans skal einnig
senda bækur og rit til umsagnar í
blaðinu.
Áskrifendur að
„FálkanmnM
sem áður voru hjá
Guðjóni Manases-
syni vitji nú blaðsins
í
Bókaverzlun
Þorsteins Thorlacius.
sen um Heimi úr Hlymsdölum er
sungið svo á fjölmennum mannfund-
um, að allur þorri áheyrenda renni
ekki grun í, að sá söngtexti er annað
og meira en rímuð, innihaldslaus orð,
„leirburðarstagl og holtaþokuvæl“,
eins og oft vill verða, heldur látlaus,
fögur og stórbrotin túlkun hrífandi og
mikilfenglegrar harmsögu aftan úr
óminnisæsku norræns kynstofns. —
Og kannske er nú málunum svo kom-
ið, að það sé eina ráðið til þess að
vekja athygli og áhuga unga fólksins
á slíkum efnum, að klæða fornsögu-
hetjurnar í lifandi gerfi leikaranna.
láta Litla-Jón sýna okkur Ragnar
konung loðbrók, eða Sigurð Fáfnis-
bana, og Gunnu litlu breytast í Bryn-
hildi Buðladóttur, eða Áslaugu í hörp
unni, eins og þarna var gert. — Og
skyldu þau skötuhjúin leika hlutverk
sín á hinu mikla leiksviði mannlífsins
jafnvel eins og vonir foreldra þeirra
og vandamanna standa nú til?------
Hafi svo börnin þökk fyrir skemmt-
unina, og kennarar þeirra verðuga
viðurkenningu fyrir allt erfiðið, sem
þeir hafa á sig lagt við undirbúning
þessa ævintýris.
Skjaldbyrginéar tala um
okurverð.
T MÁLGAGNI þeirra Brynleifs, Jóns
* og Svafars var nýlega talað um
okurverð á mjólk og m. a. þannig
komizt að orði, að „landbúnaðarafurð
irnar séu seldar með okurverði, sem
áreiðanlega sé 'einsdæmi um víða ver-
öld.“ En fleiri kunna nú dýrt að selja
framleiðslu sína en bændur. Sem
dæmi má nefna „Norðanfara“ þeirra
Skjaldbyrginga, lítið blað og lélegt.
Það er boðið hér á götum bæjarins
fyrir 50 aura. Fyrir stríð myndi verð
á þessari framleiðslu þeirra Brynleifs
Jóns og Svafars hafa verið talið hæfi-
legt 5 aurar í samanburði við verð
annarra blaða, þegar miðað er við
stærð og að því slepptu, að „Norðan-
fari“ er öðrum blöðum ómerkilegri að
efni og anda. Mjólkurverðið, sem
Skjaldbyrgingar býsnast yfir, hefir um
það bil tvöfaldazt frá því, sem það
var fyrir stríð, en sé gengið út frá 5
aura verði á „Norðanfara" 1939, sem
er vel í lagt, kemur x ljós, að blað-
snepillinn hefir í raun og veru tífald-
ast í verði síðan. Þetta geta nú kallast
dýrtíðarráðstafanir í lagi frá hendi
þeirra Brynleifs sóknarnefndarmanns,
Jóns fyrrverandi og Svafars tómthúss-
manns. Eitt tölublað af Morgunblað-
inu er selt á 25 aura. Það mun vera
allt að því áttfalt að stærð við „Norð-
anfara" og ætti því með sama verð-
lagi að kosta 4 kr. Eftir þessa athugun
er óhætt að fullyrða það, að Skjald-
byrgingablaðið er selt „með okurverði
sem áreiðanlega er einsdæmi um víða
veröld“. Þeim ferst, þessum „heiðurs-
mönnum“, að brigzla bændum um
okurverð,
DAGUR
Jarðarför konunnar minnar Maríu K.Ólafsson f.
Arnesen, er andaðist á heimili okkar 13. þ. m., er
ákveðin mánudaginn 23. þ. m. og hefst með bæn að
heimili okkar, Bjarmastíg 1, kl. 13.
Akureyri 18. marz 1942.
Pélair A. Ólafsson.
Jarðarför Jóns P. Tliorlaeius, bónda, Öxna-
felli, fer fram að Grund þriðjudaginn 24. marz næstk og
hefst kl. 1 e. h.
Vandamenn.
Innilegustu þakkir vottum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur sarnúð og hjálp við andlát og útför Jónasat
Ólafssonar, Steinkoti.
Vandamenn.
Innilegasta þakklæti til allra, sem auðsýndu samúð við hið
sviplega andlát Kjartans Sigtryggssonar á Steinkirkju 19. febr.
s.l. — Sérstaklega þökkum við hjónunum á Kaupangsbakka,
Birni Magnússyni og Bergþóru konu hans, þar sem hann
dvaldi síðustu stundir æfikvöldsins og naut beztu umhyggju.
Einnig söngmönnum Kaupangssveitar fyrir sönginn við jarðar-
förina og bílstjóranum, Eiríki Skaftasyni, fyrir dugnað við
flutningana. _k _ "
V andamenn.
inmHHmmuHBiiHHHnuHBKsaœaKg
Frá Ferðafélagi 1
Akureyrar
Eymundur Mmm,
Saurbœ.
Kvæði þau, sem hér fara á
eftir, og birt eru samkvæmt ósk
aðstandanda, voru flutt við út-
för Eymundar að Reykjum í
Tungusveit 12. f. m., en hann
andaðist 25. janúar s.l. tæplega
fimmtugur.
Eymundur var öllum harm-
dauði, er til hans þekktu, enda
hinn ágætasti drengur, og hinn
bezti félagi í sveit sinni.
Kveðja írá Reykjavallahjónum.
Oðuni fækkar fornum vinum
fyrr sem tryggir með oss stóðu.
Hvarf nú einn og ei hinn sízti
út í dökka heljarmóðu.
Elli varð honum ei að grandi,
ungur bæði og hraustur stóð hann.
Framarlega í flokki bænda
fylgjum eldri tíma hlóð ’ann.
Trútt var skapið, trygg var lundin
táp og fjör í bezta lagi.
Bjartsýnn vann hann við að skapa
velli gróna úr svörtu flagi.
Þó hann ynni myrkra á milli
margþætt verkin heima-stóru,
gat að kveldi hjálparhendi
hinum rétt, er seinni vóru.
Yfirlætislaus og prúður,
lét þó ei á hlut sinn ganga.
Þeim er viija þegnskap kaupa
þýddi lítt við hann að manga.
Kæri vinur! Farðu í friði
fram á hærri sigurleiðir.
3á er slíku lífi lifir
lífsins skuld að fullu greiðir.
Jónas Jónasson.
KVEÐJA
trá éamalli konu.
Það virðist oft skammt yfir sundið
að sjá
>á sjaldan að léttum við blundi,
;inn farþeginn kallaður þá og þá,
og þú ert nú horfinn Mundi.
Svo gengur til auðnar mitt sjónarsvið
en söknuð er fátt til að bæta.
Ef hjálpar eg þurfti og huggunar við
var hönd þinni og góðvild að mæta.
Eg kvíði þó ekki svo mjög fyrir mér
'par míriu er liðið að kveldi,
;n veit það að senn á eg samleið með
þér
í sólnanna eilífa veldi.
Eg veit það að ekkjunnar sárust er
sorg
/ið sviplega burtköllun þína.
Hún ber ekki saknaðartárin á torg
en tryggðanna minningar skína.
Þín börn lifðu manndóms og unaðsins
ár
við ástríki föðurins heima.
Þau sjá þína gröf gegnum saknaðartár
og síðustu orðin þín geyma.
En bræður og systur þin bróðurleg
orð
frá bernskunnar átthögum geyma.
Þau muna þitt óðal á æskunnar storð
og ættingja samfundi heima.
Vor andi það skynjar nú unir þín sál
við árdagsins ljósbjartan roða.
og heyrir í blænum sitt „móðurmál“
þar máttinn og guðdóminn boða.
Þó dapurt hér virðist og dimmi í bráð
er dauðinn var óvörum sendur,
við þökkum hið liðna — vort líf og
ráð
svo leggjum í drottins hendur. —
Bamastúkan „Samúð“ heldur fund
í Skjaldborg næstk. suimudag kl. 10
f. h, — A-flokkur skemmtir og fræðir.
Aðalfundur F. A. var haldinn
19. f. m. Formaður, Steindór
Steindórsson, skýrði frá störfum
á s.l. ári. Farnar höfðu verið 9
skemmtiferðir, og var þátttaka
í þeim flestum sæmileg og
ánægja ríkjandi þar.
Unnið var að vegargerðinni í
Hafrárdal og farnar þangað 9
ferðir. Voru unnar þar 108C
klukkustundir, og var verki því
svo komið á s.l. hausti, að ekic
varð upp á fjallsbrún og nokk
urn spöl suður þaðan.
Gefið hafði verið út 1 heft
af ritinu „Ferðir“ og því útbýti
meðal félagsmanna.
I félaginu eru nú um 34C
manns.
Skuldlausar eignir félagsint
eru kr. 4.375.00 — þar af í fé-
lagssjóði kr. 1028.00, i sælu-
húsasjóði kr. 2145.00 og aðrir
sjóðir og ferðaáhöld kr. 1202.00.
Samþykkt var að leggja kr.
500.00 af tekjuafgangi ársins í
sæluhúsasjóð og ennfremur að
greiða formanni ferðanefndar-
innar, Þorsteini Þorsteinssyni,
kr. 200.00, sem viðurkenningu
fyrir umsjón og framkvæmdir
við vegagerðina og ötult starf
þar.
Ur stjórninni gengu: Stein-
dór Steindórsson, Björn Þórðar-
son og Þormóður Sveinsson, og
voru þeir aUir endurkosnir. Aðr-
ir í stjórninni eru: Ólafur Jóns-
son og Gunnbjörn Egilsson. 1
varastjórn eru: Þorsteinn Þor-
steinsson, Kjartan Sæmundsson
og Eðvarð Sigurgeirsson.
Ferðanefndin var öll endur-
kosin, en hana skipa: Þorsteinn
Þorsteinsson, Kjartan See-
mundsson, Eðvarð Sigurgeirs-
son, Armann Dalmannsson og
Jónas Hallgrímsson.
Gert er ráð fyrir því, að starf-
semi félagsins verði mdð svipuð-
um hætti á þessu ári sem und-
anfarið. Bygging sæluhúss get-
ur ekki hafizt að svo stöddu
vegna dýrtíðar, en félagið hefir
jett sér það mark að reisa slíkt
íús austur í Herðubreiðarlind-
im svo fljótt sem föng eru á. —
\nnað verkefni fél. er vegar-
agningin suður yfir Vatnahjalla
)g verður unnið að henni í sum-
xr, og er þess vænzt að félaginu
/erði svo vel til um vinnu og
iðra aðstoð við það verk, að bíl-
'ær leið opnist þar suður um
'jöllin fyrir haustið. Eru 6
vinnuferðir áætlaðar þangað.
Skemmtiferðir eru ráðgerðar
alls 18. Verður hin fyrsta næstk.
aunnudag. Ekið verður i bílum
austur á Vaðlaheiði, þaðan
gengið á skíðum norður í
Hrossadal og heim um Þóru-
staðaskarð. Er þetta skemmti-
leg leið og hæg, og ætti fólk að
nota þetta tækifæri og fjöl-
menna í ferðina.
Ritið „Ferðir“ mun koma út
á næstunni, og verður þar ferða-
áætlunin birt í heild.
Baráftan við bók-
sfafina.
Framh. af 1. síðu.
árangur af starfi skólanna sé
eyðilagður.
— Hvaða kennsluaðferð telj-
ið þér bezta við lestrarkennsl-
una?
Af þeim aðferðum, er ég hefi
nokkur kynni af, kemur, að
mínum dómi, hin svonefnda
hljóðkennsluaðferð ein til
greina, þegar um hópkennslu í
byrjendadeildum er að ræða,
enda mun hún nú vera tekin
upp við alla kaupstaðaskólana
hér á landi og allvíða í kaup-
túna- og sveitaskólunum líka.
— Gamla stöfunaraðferðin
kemur hér, að ég tel, alls ekki
framar til greina.
— Er þessi hljóðkennsluað-
ferð ekki vandasamari en svo,
að sanngjarnt sé að ætlast til
þess, að foreldrar tileinki sér
hana og notfæri við heima-
kennsluna?
— Eg hefi oft verið spurður
að þessu, og ég hefi jafnan sagt
það sama, að höfuðatriði henn-
ar megi læra á nokkrum mínút-
um, eða a. m. k. svo mikið sem
þarf til þess, að hjálp heimil-
anna geti orðið í samræmi við
kennsluna í skólunum, en valdi
ekki aðeins hættulegum rugl-
ingi, eins og stundum vill við
brenna. Þetta er ekki sagt til
þess að vanþakka eða gera lítið
úr hjálp og leiðbeiningum heim-
ilanna í þessum efnum. Heimil-
in verða meira að segja að
leggja hér sjálf hönd á plóginn;
þau mega engan veginn varpa
öllum áhyggjum um nám barna
sinna upp á skólana. En það
væri hins vegar ákaflega æski-
Iegt og nauðsynlegt, að þau
hefðu nánara samstarf við okk-
ur kennarana en oft vill verða,
í því skyni að samræma starf
sitt þeim aðferðum, er skólarnir
hljóta að beita. Þó skiptir það
að sjálfsögðu minnstu máli,
hvaða aðferð hefir verið beitt,
e/ barnið er orðið sjálfbjarga í
lestri, þegar í skólann kemur, en
því miður kemur það of oft í
hlut skólanna að taka við börn-
unum hálflæsum. En þegar svo
er komið, að skólarnir eru tekn-
ir við vandanum, væri rétt, að
menn vöruðust að láta börnin
stafa orðin með bókstafahe/Vun-
um, eða gerðu það sjálfir, svo að
þau heyrðu, heldur læsu hvert
orð alltaf í heilu lagi, en aðeins
hægt og skýrt. Og í öðru lagi er
nauðsynlegt, að foreldrar hjálpi
skólunum á þann veg að hvetja
börnin til þess að æfa það, sem
þau hafa lært í skólanum, eða
hefir verið sett fyrir sem verk-
efni til heimanáms. Slík hjálp
getur aldrei skaðað, en hlýtur
alltaf að koma að góðu haldi.
„Dagur“ vill að síðustu beina
þeirri fyrirspurn til forráða-
manns barnaskólans hér, eða
kennarafélags Eyjafjarðar,
hvort ekki muni nein tök á, að
erindi Egils um lestrarkennsl-
una verði prentað eða fjölritað
til útbýtingar meðal foreldra i
bænum og héraðinu. Það er
vissulega þörf og fróðleg hug-
vekja um þýðingarmikið atriði
í uppeldi og menningu þjóðar-
innar og erfitt vandamál, er
varðar allan almenning.
s